Morgunblaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 35 ✝ Guðfinna Guð-varðardóttir fæddist á Siglufirði 2. maí 1948. Hún varð bráðkvödd 17. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- varður Jónsson mál- arameistari, f. að Bakka á Bökkum 1916, d. 1996 og Kristbjörg Reykdal húsmóðir og verka- kona á Akureyri , f. 1920, d. 1999. Systk- ini Guðfinnu eru Arnald Reykdal, f. 1938, Gréta Guðvarðardóttir, f. 1943, Trausti Reykdal, f. 1944, og Snorri Guðvarðsson, f. 1953. Hinn 11. nóvember 1967 giftist Guðfinna Valgarði Stefánssyni rithöfundi og myndlistamanni, f. 14.2. 1946. Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður, f. 1968, gift Haraldi Þór Guðmundssyni. Börn þeirra eru: Erla Filipía, f. 1990, María, f. 1994 og Hákon, f. 2000; 2) Rut, f. 1969, gift Sergio Polselli, sonur þeirra Oscar Polselli, f. 2006; 3) Kristbjörg Rán, f. 1972. Guðfinna starfaði sem starfsstúlka á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri en lauk sjúkralið- anámi frá Verk- menntaskólanum á Akureyri 1983 og starfaði sem slík á bæklunardeild Fjórðungssjúkra- hússins. Nuddfræð- ingur á nuddstofu Ingu á Akureyri og síðar sjálfstætt starfandi nuddari. Síðustu árin starfaði Guðfinna í félagstarfi aldraðra í Bugðusíðu og Víðilundi á Akureyri. Guð- finna hafði yndi af allskonar handavinnu og var góður skraut- skrifari. Hún tálgaði einnig út sérkennilega fugla og blóm og starfaði um árabil með nytja- listamönnum sem ráku gallerí Grúsku á Akureyri. Hún hélt sýn- ingu á útskurði og listmunum í Ketilhúsinu á Akureyri og víðar. Guðfinna verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Það er ef til vill ekki við hæfi að eftirlifandi eiginmaður sé að tjá sig um lífshlaup konu sinnar enda verður ekki svo á þessum vettvangi en mig langar nú samt til þess að setja saman hugleiðingu eins og ég tel að hún gæti hafa farið með í einrúmi og reynt að haga lífi sínu eftir og tekist nokkuð vel. Setn- ingar eru teknar úr ýmsum ritum, breytt og færðar til á ýmsa vegu og jafnvel frumsamdar. Ég kalla þessa hugleiðingu Finnubæn. Þú sem gafst lífið, þú sem átt röddina sem ég heyri í vindinum, gefðu mér gleði, umburðarlyndi og hóg- værð, hvað sem hendir mig. Gefðu að ég sjái jákvæða hluti í öllum kringumstæðum. Þakka þér fyrir það sem mér hefur hlotnast í lífinu. Gefðu mér skynsemi og heiðarleika. Gefðu að ég hlusti vel og taki eftir leið- beiningum og láti gott af mér leiða. Gefðu að ég virði sköpun þína. Leiddu mig í veg fyrir það fólk sem þú vilt að ég hitti. Taktu gallana burtu úr fari mínu. Varðveittu hjarta mitt í hreinleika. Gefðu að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast. Hjálpaðu mér að vera sannur vinur vina minna og hjálpaðu mér að tala ekki illa um náungan. Gefðu að ég geti fært kærleika þangað þar sem hatur er. Þakka þér fyrir dagana sem eru að baki og láttu mig vera reiðubúin að koma til þín án smánar. Vaktu yfir mér og öllu mínu fólki og vin- um. Blessuð sé minning þín, Finna mín. Við sjáumst síðar, ástin mín. Þinn Lalli, Valgarður Stefánsson. Elsku amma. Það er svo skrýtið að þú sért far- in frá okkur, sérstaklega af því að okkur finnst alveg eins og þú sért enn lifandi. Við vorum að pakka inn jólagjöfinni þinni þegar við fengum þetta hræðilega símtal. Við vildum bara segja takk fyrir allar góðu stundirnar. Við munum sérstaklega eftir bústaðaferðinni okkar í Lóni í sumar, sú ferð geym- ir minningar sem við munum aldrei gleyma. Þar vorum við öll fjöl- skyldan og við höfðum það svo gaman saman; spiluðum, hlógum, söfnuðum steinum á gönguferðum – við munum líka að þú fannst upp eitthvert skrýtið orð yfir inn- stungu, sem við munum nú reyndar ekki hvað er. Þú varst rosalega góð amma, oft- ast þegar við komum í heimsókn varst þú búin að útvega brodd sem þú sauðst ábrystir úr, því þú vissir hvað okkur fannst það gott. Þú varst svo glöð að fá okkur norður í heimsókn að við fengum yfirleitt eitthvað gott í gogginn. Það var líka erfitt að kveðja þig þegar við þurftum að fara aftur heim, þú gerðir grín að sjálfri þér og sagðir alltaf „Jæja, nú ætla ég að fara í sturtu því þá sér enginn þegar ég græt“. Þú varst líka rosalega góð í að tálga út fugla og blóm. Þú varst eiginlega mikil listakona og góður nuddari. Við vildum að við hefðum haft meiri tíma með þér og getað kynnst þér betur. Maður áttaði sig bara ekki á því að þú ættir svona lítinn tíma eftir. Ef við hefðum vit- að það hefðum við talað meira við þig í símann og faðmað þig aðeins fastar að okkur þegar við hefðum hist. En hvar sem þú ert núna, þá vit- um við að þér líður vel. Það er bara rosalega erfitt fyrir okkur hin sem sitjum ein eftir og söknum þín, elsku amma. Þakkir fyrir allt. Erla Filipía, María og Hákon. Það var eins og að lenda í ís- köldu vatni þegar okkur var til- kynnt lát okkar góðu og tryggu vinkonu Guðfinnu Guðvarðardóttur eða Finnu eins og hún var æv- inlega kölluð í vinahópi. Þau hjónin Finna og Valgarður eða Lalli eins og við kölluðum hann okkar í milli voru félagar okkar og nánir vinir í 15 manna hópi sem hafði það að markmiði að draga fólk úr hversdagsamstrinu, ferðast saman og koma saman heima hjá einhverju okkar og eiga góðar stundir. Hópurinn hlaut fljótt nafn- ið Einstakir. Finna og Valgarður urðu brátt ómissandi hluti hópsins, sér í lagi fyrir andann og uppátækin, og Finna líkt og eiginmaður hennar var vön að koma manni hressilega á óvart með ýmsum uppákomum og varð þannig oftar en ekki nokk- urs konar „surprise“ fyrir hverja samverustund, langa sem stutta. Okkur finnst við geta sagt með sanni að að öllum öðrum ólöstuðum var Finna tryggðatröllið og góð- mennið í hópnum, mátti ekkert aumt sjá, tilbúin að aðstoða við hvaðeina sem upp kom og ævinlega hress og kát svo það smitaði út frá sér. Jafnvel örgustu fýlupokar (stundum vorum við sumir smá- fýlupokar) fóru að brosa eftir litla samverustund með Finnu og henn- ar ótrúlegu uppátækjum. Við höfðum ferðast saman um landið þvert og endilangt vor og haust á hverju ári og 2004 fór hóp- urinn saman á sólarströnd og þar gerðist meðal annars atvik sem er svo lýsandi fyrir Finnu. Valgarður, sem auðvitað var í byrjun alls óvanur sterku sólskin- inu, gætti ekki að sér og fór að vaða í sjónum sér til heilsubótar en fyrir vikið brann hann svo illa á fótum vegna saltsins að hann var ein brunablaðra og afar slæmur af vanlíðan um kvöldið eins og gefur að skilja. En Finna hafði komið auga á aloa vera-plöntur í einhverjum húsagarði og hún, náttúrubarnið, skellti sér út í skjóli myrkurs um nóttina þegar Valgarði gekk illa að sofa fyrir kvölum og skar sér slatta af aloa vera-blöðum og kreisti vökvann yfir sára fæturna á sínum kæra eiginmanni til að slá á brun- ann og kvalirnar. Þetta hefði engum dottið í hug nema Finnu enda ævinlega með ráð undir rifi hverju eins og sagt er. Við ásamt öllum hinum úr „Ein- staka“ hópnum höfðum notið gest- risni þeirra hjóna Finnu og Val- garðs aðeins tveimur kvöldum áður en kallið hennar Finnu kom svo óvænt eins og þruma úr heiðskíru lofti og þessi ljúfa vinkona okkar var allt í einu horfin frá okkur í blóma lífsins. Skarð er höggvið í vinahóp, skarð sem enginn fyllir á ný. En við eigum áfram það sem ekki verður frá okkur tekið; minn- inguna, því í myrkrinu sem skall yfir þegar Finna lést skín skært ljós, ljósið hennar Finnu. Við getum ekki ímyndað okkur vanlíðan og sorg Valgarðs vinar okkar en vonum að vinátta okkar, sem Finna var svo dugleg að rækta, haldist um aldur og ævi. Elsku Valgarður, við samein- umst þér og dætrum ykkar Finnu í sorg ykkar og söknuði og það vita allir sem til þekktu að horfin er á braut frábær kona og frábær vinur okkar. Megi Guð vera með ykkur og þerra tár ykkar. Elsku Finna, við kveðjum þig með söknuði og trega, hafðu þakkir fyrir allt og allt. F.h. hópsins, Kristján. Finna vinkona mín frá Siglufirði er fallin frá, allt, allt of fljótt. Við sem ætluðum að fagna og njóta þess að verða 60 ára á næsta ári. Við áttum heima á Túngötunni á Siglufirði, ská á móti hvor annarri. Ekki man ég hvernig við kynnt- umst, því við höfum alltaf þekkst. Þú varst heimagangur á heimili foreldra minna og ég á heimili þinna foreldra, heiðurshjónanna Kristbjargar og Guðvarðar, mál- ara. Ég gleymi seint fallegu mynd- unum sem pabbi þinn málaði á skápahurðirnar hjá mér þegar ég flutti á Hlíðarveginn. Svo fluttuð þið til Akureyrar en ekki slitnaði vinátta okkar, því við skrifuðumst á og heimsóttum hvor aðra. Við uxum úr grasi og þú kynntist Lalla þínum. Saman eignuðust þið gullmolana ykkar, Ragnheiði, Rut og Kristbjörgu. Þið áttuð það sam- eiginlegt að vera mjög listræn og mikil náttúrubörn. Dætur ykkar hafa mótast af því. Á lífsleiðinni höfum við margoft hist og átt sam- an margar ánægjustundir. Ég man svo vel þegar þið heimsóttuð okkur Magnús í Búðardal. Þið voruð á Trabantinum á tveggja til þriggja vikna ferðalagi. Hvernig þið komuð öllum farangrinum fyrir er okkur óskiljanlegt enn í dag. Þið voruð ótrúlega útsjónarsöm við að nýta plássið í bílnum. Börnin okkar hlakkaði alltaf til að heimsækja ykkur Lalla. Það var og er æv- intýrablær yfir heimili ykkar. Ekki spillti fyrir hvað þú kunnir mörg töfrabrögð og spilagaldra, sem heilluðu börnin. Þið Lalli höfðuð dvalið í húsinu okkar á Djúpuvík. Þið nutuð þess að fara þar í göngu- ferðir, bragða á gróðri jarðarinnar og anda að ykkur ilmi strandalofts- ins. En við áttum eftir að vera þar saman. Nú er röddin þín þögnuð. Ég horfi á fuglinn sem þú skarst út og gafst mér. Hann kúrir í glugganum og mér finnst hann vera jafn dapur og ég. Ég á yndislegar minningar um frábæra vinkonu, sem var svo trygg og gaf svo mikið af sér. Á kveðjustund þakka ég, og fjöl- skylda mín, ómetanlega vináttu og tryggð frá fyrstu tíð. Elsku Lalli, Ragnheiður, Rut, Kristbjörg og aðrir ástvinir. Megi góður Guð veita ykkur styrk á erf- iðum tíma. Blessuð sé minning Guðfinnu Guðvarðardóttur. Þín vinkona Jóhanna Ragnarsdóttir. Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, Finnu, sem fór frá okkur svo skyndilega og allt of snemma. Við hefðum viljað gera svo ótal margt saman og njóta samvistanna lengur. Við sælkerarnir höfum nú hist nánast í hverjum mánuði í yfir 20 ár. Síðasti sælkeraklúbburinn okkar var einmitt laugardaginn áð- ur en þú kvaddir. Þetta var ynd- isleg stund sem við áttum þennan dag sem endranær. Það var mikið skrafað og skipst á skoðunum eins og venjulega. Ekki vorum við alltaf sammála um hlutina, var það ein- mitt partur af því hversu gaman var að hittast og þar áttir þú ríkan hlut að máli. Þú hafðir gaman af því að velta upp mörgum hliðum á hinum ýmsu málum enda fróð um margt. Það myndast tómarúm í þennan vinahóp sem ekki verður fyllt og þín verður sárt saknað. Þú hafðir sérstaklega frjóa hugsun, varst gríðarlega hæfileikarík og gast komið endalaust á óvart með ýms- um uppátækjum sem engum hefði dottið í hug nema þér. Það var ein- mitt þetta sem gerði þig svo ein- staka. Þú munt eiga stóran sess í hjörtum okkar allra. Við kveðjum þig, elsku Finna okkar, með sökn- uði og þökkum þér fyrir allt og allt. Elsku Valgarður og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Upp á himins bláa braut blessuð sólin gengur. Ekki hylur hennar skraut haf né fjöllin lengur. Fuglar kvaka fegins róm, fagna, að gott er veður. Tárfellandi brosa blóm, brim við sandinn kveður. (Páll Ólafsson) Sigrún, Sesselja, Ragnheiður, Helga, Jóhanna, Valgerður og Ásdís. Finna var ein hressasta kella sem fyrirfannst. Hún var kona sem drakk af stút með ungu strákunum í siglingu út í Flatey, hún sá og gerði meistaraleg listaverk úr hlut- um sem engum öðrum datt í hug, hún gat lagað tveggja mánaða háls- ríg með 30 mínútna nuddi, hún heklaði flottasta teppi sem ég hef séð, málaði rósarmálningu, og svo ótalmargt fleira. Finna reddaði okkur Bigga um fallegan sal fyrir brúðkaupið okkar og hjálpaði til við að gera brúðarvöndinn. Hún sagði að desember væri góður mánuður til að deyja í og það gerði hún svo. Hennar verður sárt saknað og missirinn er mikill fyrir alla sem þekktu hana en við sendum hug- heilar kveðjur frá Kína til Kiddu, Valgarðs, Raggýjar og Rutar ásamt fjölskyldum þeirra. Svanborg Guðmundsdóttir. Guðfinna Guðvarðardóttir Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Lalli, Raggý, Rut, Kidda og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Ragnarsdóttir. HINSTA KVEÐJA þeirra verka, hinn með sköpunar- kraftinn sem birtist í fallegum mynd- um á striga. Árni var feikilega góður í að teikna og mála myndir, eins og öll hans systkini. Þau ár sem hann og Inga systir mín bjuggu saman voru ekki alltaf dans á rósum, þau voru ung og ást- fangin, en sambúðin oft stormasöm þar sem veikleiki Árna og vinátta hans við Bakkus varð oft til að riðla högum fjölskyldunnar. Samt sem áð- ur held ég að þótt leiðir þeirra hafi skilið hafi þeim alltaf þótt undurvænt hvoru um annað. Það er sagt einhvers staðar að menn uppskeri eins og þeir sá, það er víst að þótt Árni hafi ekki verið þessi staðlaða ímynd af pabba sem flestir hugsa sér þá gaf hann af sér mikinn kærleik og góðmennsku og það var aldrei hallað á Árna í návist Arnar sem barns, og honum þótti pabbi sinn frábær. Í þeim samverustundum sem þeir áttu saman liggja nú perlur dýr- mætra minninga. Um áramótin verða liðin þrjátíu ár frá því að ég hringdi í Árna, þáver- andi mág minn, og lét hann vita að hann hefði eignast dreng, ég fékk að vera viðstödd fæðinguna og hann beið frétta gangandi um gólf heima hjá mömmu. Þessi drengur varð til þess að Árni Guðmundsson varð hluti af minni fjölskyldu og hélt alla tíð tryggð og vináttu við okkur öll, fyrir það er ég þakklát. Ég bið Árna góðrar heimkomu vit- andi það að hann er hvíldinni feginn. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég þér elsku Örn, Örvari bróður þínum, Diddu ömmu þinni og öðrum aðstandendum . Lífshlaupi góðs drengs er lokið og víst verður veröldin litlausari án hans. Kolbrún Sverrisdóttir, Ísafirði. milli himins og jarðar, hlóst og söngst, það var alltaf svo gaman hjá okkur. Alltaf þegar við komum í heimsókn fengum við ávexti, aldrei neitt sæl- gæti því þér var umhugað um heils- una. Þú gladdist mjög þegar þú heyrðir að ég væri komin í sambúð með honum Runólfi. Þú hafðir mikla trú á því að ég væri búin að finna hinn eina rétta og þér leist vel á hann. Í hjarta mínu er hátíð. Hver hugsun og tilfinning mín verða að örsmáum englum, sem allir fljúga til þín. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Nú kveð ég þig elsku afi minn. Hvíl í friði. Þín Guðný Björk. Afi, ég veit að við hittumst ekki oft nema í afmælum og fjölskyldu- veislum, og vildi ég að við hefðum get- að hist oftar. En ég get ekkert að því gert núna því þú ert farinn. En ég veit að þangað sem þú fórst er góður stað- ur og þér líður vel og veitir það mér mikla hjartaró. En ég vildi bara segja þér að þótt þú sért farinn þá hugsa ég en til þín og mun ávallt gera. En ég hef ekkert fleira að segja nema að ég elska þig og mun ætíð hugsa um þig. Guð blessi þig, elsku afi, og máttu vita að ég mun ávallt varðveita minn- ingu þína og þann tíma sem þú varst með mér. Þitt barnabarn Þórdís Eva. Elsku afi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Ég sit og hugsa um hvað mér þótti alltaf gott að koma til ykkar ömmu því þið voru mér alltaf svo góð. Ég gleymi aldrei göngu- túrunum okkar frá Hamraborginni upp að Kópavogskirkju. Það voru skemmtilegar stundir og mikið hleg- ið, já við hlógum mikið og oft saman. Oft hringdi ég í þig og þú í mig það var alltaf svo gott að tala við þig, afi, og mér leið alltaf vel eftir að hafa tal- að við þig og ég á eftir að sakna þín mikið. Ég kveð þig, elsku afi minn. Hvíl í friði. Þinn, Þórhallur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.