Morgunblaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 45 Þjóðleikhúsið Gleðilegt ár! Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur Sprellfjörug barnasýning með söngvum og brúðum 30/12 kl. 13.30 & 15.00 örfá sæti laus Konan áður eftir Roland Schimmelpfennig Háski og heitar tilfinningar 29/12 örfá sæti laus Ívanov Eftir Anton Tsjekhov Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur 28/12 uppselt. 4/1 örfá sæti laus 5/1 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna 29/12 kl. 14 & 17 uppselt 30/12 kl. 14 & 17 uppselt Krassandi saga úr íslenskum samtíma Aukasýn. 30/12 Óhapp! eftir Bjarna Jónsson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. Vinsælustu valsarnir, óperettuaríur, fjör og frábær skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Ernst Kovacic. Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir. Fim. 3. janúar kl. 19.30 örfá sæti laus, fös. 4. janúar 19.30 örfá sæti laus lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, nokkur sæti laus. ■ Fim. 10. janúar kl. 19.30 Ungir einleikarar Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar tónlistarunnendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Lýstu eigin útliti. Ljóshærð, blá augu, ekki mjög há í loftinu. Þetta týpíska íslenska útlit, held ég bara. Hvaðan ertu? Frá Hafnarfirði. Gefur þversumman af 2008 einhver fyrirheit um mikil- vægi þess árs? (Spurt af seinasta aðalsmanni, Ragnari Bragasyni leikstjóra). Þversumman er 10 er það ekki? Það hlýtur þá að merkja eitthvað meiriháttar. Ætli þetta verði ekki bara æðislegt ár. Annars trúi ég vanalega ekki á svona. Hvaða bók lastu síðast? Allt hold er hey eftir Þor- grím Þráinsson. Á hvaða plötu hlustar þú mest þessa dagana? Neil Diamond eða Colbie Callat. Uppáhaldstónlist- armaður? Neil Diamond, Aeros- mith, Eagles, Janis Jopl- in, Led Zeppelin, Aretha Franklin … semsagt mjög margir. Ég get ómögulega valið ein- hvern einn og tónlist- arsmekkurinn minn er úti um allt! Helstu áhugamál? Tónlist, vinirnir og hesta- mennska. Hvað uppgötvaðir þú síð- ast um sjálfa þig? Að ég er meiri Íslend- ingur í mér heldur en ég hélt. Hvernig ætlar þú að fagna áramótunum? Ég ætla að vera með stórfjölskyldunni, borða góðan mat og horfa á flugelda. Ég er skít- hrædd við flugelda þann- ig að ég læt aðra um að skjóta þeim upp. Kannski ég haldi á stjörnuljósi. Popp eða rokk? Popp. Hvernig var að vera barnastjarna? Það var ekki erfitt, eins og margir virðast halda. Ég held ég hafi bara komið nokkuð ósködduð út úr því! Hefði ekki viljað sleppa þessu tímabili. Hefur þú enn þá samband við Brand Enni? Já, alltaf af og til á Myspace. Hann keppir í Eurovision núna í Svíþjóð. Hann er fínn strákur. Er algjör vitleysa að reykja? Ekki spurning, samt reykja margir í kringum mig. Það er sama hvað ég tuða en sumir virðast ekki geta hætt! Uppáhaldsleikari? Það er Robert De Niro. Hvaða kvikmynd eða sjónvarpsefni hefur haft mest áhrif á þig? Ætli ég segi ekki bara Freyja og Spori. Þessi Disney-teiknimynd varð til þess að ég féll fyrir enskum cocker-spaniel hundum og nú á ég tvo. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú varst yngri? Ég hef aldrei verið í vafa um það: söngkona. Hefurðu þóst vera veik til að sleppa við vinnu eða skóla? Já. Er eitthvað sem á eftir að koma á óvart á nýju plötunni? Já, ég held það og reyndar erum við enn að spá í hvort við eigum að þora að hafa eitt lagið með, það fjallar um mjög viðkvæmt mál. Öll lögin eru frumsamin, ég vona bara að platan komi þægilega á óvart. Hvað fékkstu í jólagjöf? Alls konar dót; föt, skartgripi, náttföt, ilm- vatn o.fl. o.fl. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Reykir þú? JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR AÐALSKONA VIKUNNAR ER NÝKOMIN HEIM FRÁ BANDARÍKJUNUM MEÐ NÝJA PLÖTU Í FARTESKINU, EN VINNA VIÐ HANA HEFUR STAÐIÐ YFIR Í EIN FIMM ÁR OG ER BÚIST VIÐ HENNI Í VERSLANIR HÉR Á LANDI SNEMMA Í VOR. Aðalskona Jóhanna Guðrún er meiri Íslendingur en hún hélt. Morgunblaðið/Kristinn Fáðu úrslitin send í símann þinn BANDARÍSKU leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth komu hingað til lands í gær, en þeir hyggj- ast dvelja hér um áramótin, og halda raunar ekki af landi brott fyrr en seint í næstu viku. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem þeir félagar koma hingað til lands, enda miklir Íslands- vinir þar á ferð. Þannig var kvikmyndin Hostel: Part 2 tekin upp á Íslandi að hluta, en Roth leikstýrði henni og Tarantino var einn fram- leiðenda. Þá lék Eyþór Guðjónsson eitt aðalhlutverkanna í Hostel 1. Þeir félagar skelltu sér í baðstof- una í Laugum í gær og létu fara vel um sig, en atriði úr Hostel: Part 2 var einmitt tekið þar. Roth hafði á orði að það væri gott að vera kominn aftur til Íslands. Quentin Tarantino þarf vart að kynna, en hann er einn þekktasti leikstjóri samtímans og á að baki myndir á borð við Pulp Fiction og Reservoir Dogs. Tarantino og Roth á landinu Eli Roth Quentin Tarantino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.