Morgunblaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 39 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnu- stofa opin 9-16.30, jóga kl. 9, versl- unarferð í Bónus kl. 10, hádegismatur kl. 12, kaffi kl. 15 og söngstund við píanóið kl. 15.30. Vinnustofa, leikfimi, bingó, söngstund við píanóið. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, al- menn handavinna, kaffi. Námskeið fé- lagsstarfsins hefjast mánudaginn 7. jan. Ný námskeið í glerlist verða fyrir og eft- ir hádegið á miðvikud. Skráning í s. 535 2760. Jóga-leikfimistímar verða tvisvar í viku á mánud. og fimmtud. kl. 9-9.45. Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Hádegisverður kl. 11.40. Fé- lagsvist kl. 20.30. Lokað á gamlársdag og nýarsdag. Starfsmenn Gjábakka óska öllum gestum félagsstarfsins gleðilegs árs með þökk fyrir liðin ár. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 14.15 koma Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Anna Sigga í heimsókn og syngja með okkur fram að kaffi kl. 15. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9.15-14.30 handavinna kl. 10.15-11.45, spænska, byrjendur kl. 11.45- 12.45, hádegisverður kl. 13.30-14.30, sungið v/flygilinn kl. 14.30-15.45, kaffi- veitingar kl. 14.30-16, dansað í aðalsal. Kirkjustarf Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Blika- braut 2, Reykjanesbæ. Björgvin Snorra- son, prestur kirkjunnar, sér um biblíu- rannsókn kl. 11 og prédikar í guðþjónustu kl. 12. Aðventkirkjan í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi. Biblíurannsókn 29. des. kl. 11 og guðþjónusta kl. 12. Styrmir Ólafsson prédikar. Aðventkirkjan í Reykjavík | Ingólfs- stræti 19. Biblíurannsókn verður 29. des. kl. 11. Boðið er upp á barna- og ung- lingadagskrá. Þá er umræðuhópur á ensku. Tónlistarguðþjónusta kl. 12, tón- list, upplestur og hugvekja í umsjá Odd- nýjar Þorsteinsdóttur. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17. Jóhann Ellert Jóhannsson leiðir biblíurannsókn 29. des. kl. 10.30. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Loft- salnum, Hólshrauni 3. Biblíurannsókn og samkoma 29. des. kl. 11. Barna- og ung- lingastarf. Prédikari verður Gavin Ant- hony. Áskirkja | Sóknarprestur Áskirkju verð- ur með guðsþjónustu á Dalbraut 27, kl. 13 í dag. Furugerðiskórinn leiðir söng undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur, sem jafnframt leikur á orgel. Djákni Ás- kirkju verður með stólajóga og bæn á Dalbraut 27, kl. 10.15 í dag. Gullbrúðkaup | Í dag, 28. desember, eiga hjónin Þórunn Rut Þorsteinsdóttir og Er- ling Jóhannsson, Brön- dukvísl 13, Reykjavík, 50 ára brúðkaups- afmæli. Þau halda upp á daginn í faðmi fjöl- skyldunnar. Gullbrúðkaup | Í dag, 28. desember, eiga Þórður Magn- ússon og Hrönn Hannesdóttir 50 ára brúðkaups- afmæli. dagbók Í dag er föstudagur 28. desember, 362. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I. Kor. 8, 2.) Ídesember og janúar verða á höf-uðborgarsvæðinu opnaðar fjórarnýjar líkamsræktarstöðvarWorld Class. Hafdís Jónsdóttir er ein af eigendum World Class: „Ís- lendingar verða æ betur meðvitaðir um nauðsyn þess að halda líkamanum í góðu formi til að viðhalda góðri heilsu og þreki fyrir störf og tómstundir. Ánægjulegt er að sjá hver breiður ald- urshópur notar þjónustu líkamsrækt- arstöðva reglulega, og getur fólk á öll- um aldri fundið hreyfingu við sitt hæfi,“ segir Hafdís. „Nýju líkamsrækt- arstöðvunum er ætlað að auðvelda við- skiptavinum okkar að koma heilsu- ræktinni inn í skipulag dagsins. Oft getur verið vandasamt að finna tíma fyrir heilsuna í daglegu amstri, og skiptir þá máli að líkamsræktarstöðin sé ekki úr leið, en með nýju stöðvunum færum við okkur nær viðskiptavininum og gerum holla hreyfingu aðgengilegri fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Opnuð hefur verið stöð í Actavis- húsinu í Dalshrauni 1 í Hafnarfirði, með bættu aðgengi fyrir íbúa Hafn- arfjarðar, Garðabæjar, Álftaness og Voga: „Þann 15. desember opnuðum við stöð í Íþróttamiðstöðinni við Lága- fellslaug í Mosfellsbæ, og 29. desember opnum við heilsuræktarstöð á Seltjarn- arnesi, með aðgangi að sundlaug Sel- tjarnarnesbæjar,“ segir Hafdís. „Loks munum við opna aðstöðu á 15. hæð Turnsins í Kópavogi 19. janúar, þar sem njóta má útsýnis yfir allt höf- uðborgarsvæðið.“ Allar eru nýju stöðvarnar útbúnar vönduðum tækjabúnaði og margskonar þjónusta verður þar í boði: „Á Seltjarn- arnesi og í Mosfellsbæ er aðgangur að sundlaug, og á Seltjarnarnesi verður einnig starfrækt baðstofa með allskyns heilsumeðferðum í formi sána- og gufu- baða,“ segir Hafdís. „Einnig er boðið upp á einkaþjálfun á öllum stöðvum World Class, þar sem sérmenntaðir þjálfarar bjóða sérsniðnar lausnir til að ná heilsumarkmiðum hvers og eins.“ Í tilefni opnunar World Class á Sel- tjarnarnesi verður opið hús í heilsu- ræktarstöðinni á laugardag milli kl. 14 og 17. Starfsemi hefst í stöðinni á Sel- tjarnarnesi þann 7. janúar. Finna má nánari upplýsingar á heimasíðu World Class, www.worldc- lass.is. Heilsurækt | World Class opnar fjórar nýjar líkamsræktarstöðvar Heilsa í næsta nágrenni  Hafdís Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 1961. Hún lauk kenn- araprófi í sam- kvæmisdansi frá Dansráði Íslands og BS-gráðu í dansi frá Florida School of the Arts 1981. Hafdís kenndi dans um langt skeið og stofnaði Dansstúdíó Dísu 1981. Hún hefur um árabil starfrækt heilsuræktarstöðvar World Class með eiginmanni sínum, Birni Leifssyni, frkv.stj. Eiga þau Björn tvö börn. Tónlist Fríkirkjan í Reykjavík | Jólaljós, tónleikar til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands kl. 20. Fjöldi þekktra listamanna koma að tónleikunum ásamt kirkjukór Lágafellssóknar í Mosafellsbæ. Stjórnandi er Jónas Þórir. Aðgangseyrir er 2500 kr. Þorlákskirkja | Menningarkvöldstund verður í Þorlákskirkju föstudaginn 28. desember og hefst kl. 20. Jónas Ingimundarson spilar Beethovensónötur á flygilinn, Margrét Frí- mannsdóttir flytur erindi og Söngfélag Þor- lákshafnar syngur jólalög. Aðgangur ókeypis. Skemmtanir Harmonikkufélag Reykjavíkur | Harmonikku- félag Reykjavíkur heldur dansleik í Húnabúð í kvöld. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895 1050. SERGEY Surovegin þjáist ekki af loft- hræðslu ef marka má meðfylgjandi mynd. Surovegin skellti sér í jóla- sveinabúning og kom fjölskyldu sinni á óvart með því að koma inn um glugga á íbúð þeirra í fjölbýlishúsi í borginni Krasnoyarsk í Síberíu nú um jólin. Gluggagægir í háloftunum Reuters FRÉTTIR Norðurlandakeppni ungra sýnenda í hundarækt var haldin í Stokkhólmi sunnudaginn 16. desember og hélt landslið Íslands til Svíþjóðar laugardaginn 15. desember sl. á vegum Hundarækt- arfélags Íslands. Landslið Íslands skipuðu þær Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir, Hildur Sigrún Guðbrandsdóttir, Rakel Ósk Þrastardóttir og Þor- björg Ásta Leifsdóttir. Liðsstjóri og þjálfari var Auður Sif Sig- urgeirsdóttir. Dómari Norðurlandakeppninnar var Tatjana Urek frá Slóveníu og voru öll Norðurlöndin mætt til leiks með liðin sín sem hvert um sig skipaði fjóra liðsmenn. Árangur liðsins var mjög góður og end- aði það í 2. sæti í liðakeppninni og Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir náði þeim frábæra árangri að verða í 3. sæti í einstaklings- keppninni. Í 1. sæti í liðakeppninni var lið Danmerkur og í því þriðja lið Svíþjóðar. Dönsk stúlka, Katrine Kryh, varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni og önnur dönsk stúlka, Mette Pålsson, í 2. sæti, segir í fréttatilkynningu. Hundarækt Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir náði þeim frábæra árangri að verða í 3. sæti í einstaklingskeppninni. Norðurlandakeppni ungra sýnenda Í FRAMHALDI af vinnuferð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra til Ísraels, Palestínu og Jórdaníu í júlí sl. var í utanríkisráðuneyt- inu gerð starfsáætlun um Mið- Austurlönd þar sem m.a. er stefnt að því að auka mannúð- ar- og neyðaraðstoð á herteknu svæðunum. Á þessu ári fær Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) í Palestínu sérstakt framlag, um 6 milljón- ir króna, auk þess sem starfs- maður á vegum íslensku frið- argæslunnar starfar á skrifstofu UNICEF í Jerúsal- em. Á næsta ári er stefnt að því að auka fjárframlög til alþjóð- legra stofnana, frjálsra félaga- samtaka og palestínskra stjórn- valda, auk þess sem til stendur að fjölga íslenskum friðar- gæsluliðum sem starfa hjá stofnunum SÞ í Mið-Austur- löndum. Börn á hernumdu svæðunum hafa ekki farið varhluta af versnandi ástandi undanfarna mánuði og í skýrslu UNICEF frá september sl. er að finna mörg merki þess að bæði lík- amlegu og andlegu ástandi pal- estínskra barna fari hrakandi. Starf UNICEF er einkum á sviði heilbrigðismála, næringar, menntunar, drykkjarvatns, barnaverndar og ungmenn- astarfs og beinist að þeim hóp- um samfélagsins sem minnst mega sín. Fjöldi léttbura hefur nærri tvöfaldast á tæpu ári og skortur er á nauðsynlegum lyfj- um og hreinu drykkjarvatni, sem eykur líkur á margvísleg- um sjúkdómum meðal barna. Á fyrri helmingi ársins 2007 létu 31 barn lífið og 19 slösuðust í átökum við Ísraelsmenn og um 26 börn létust af völdum ofbeld- is innan Palestínu, sem eru tvö- falt fleiri en árið 2006. Flest þessara barna eru frá Gasa svæðinu. Versnandi aðstæður unglinga, bæði félags- og efna- hagslegar, auka líkur á að þau leiðist út í ofbeldi eða verði fórnarlömb misnotkunar. Íslenska friðargæslan tekur þátt í starfinu í Palestínu Íslenska friðargæslan hefur tekið þátt í starfi Barnahjálpar SÞ í Palestínu síðan í mars á þessu ári. Steinunn Guðrún Björgvinsdóttir, friðargæslu- liði, starfar hjá UNICEF í Jerúsalem og vinnur með stjórnvöldum og frjálsum fé- lagasamtökum að því að skapa verndað og öruggt umhverfi fyrir börn. Samstarf við félags- málayfirvöld og barnaverndar- yfirvöld á hernumdu svæðunum í Palestínu er mikilvægur hluti starfsins, auk heimsókna á Vesturbakkann og samstarf við skrifstofu UNICEF í Gasa. Ætlunin er að fjölga stöðum friðargæsluliða í Mið-Austur- löndum á næsta ári í samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóð- anna sem þar starfa. Ráðuneytið styrkir UNICEF í Palestínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.