Vikublaðið - 28.07.1997, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 28.07.1997, Blaðsíða 1
Þarf að hreinsa eiturarf hersetunnar baksíða Fínn miðill, fín fyrirgreiðsla Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS hefur verið ráðinn útvarpsstjóri fjöl- miðlafyrirtækisins Fínn miðill frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fínn miðill er samruni Utvarp FM hf. og Aflvakinn hf. sem reka útvarpsstöðvamar FM 95,7 og Aðalstöðina. Guðlaugur Þór hefur verið formaður Menningarsjóðs Útvarps- stöðva síðustu árin og þar með haft tögl og hagldir í því hvaða aðilar fá styrki til að framleiða sjónvarps- og útvarpsefni og á síðustu tveimur árum hefur hann veitt 12 milljónum króna til eigenda Fíns miðils, sxðast nú í vor. Sjá fréttaskýringu bls. 3 28. tbl. 6. árg. 28. júlí 1997 Bjöm og Amar þögðu Eins og fram hefur komið í fréttum nýttu þeir Amar Jensson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnalögreglunnar og Bjöm Halldórsson yfirmaður fíkniefnalögreglunnar sér réttarstöðu gmnaðs manns og neituðu að svara spuming- um Atla Gíslasonar sérstaks saksóknara í samskiptum fíkniefnalögreglunnar og Franklíns Steiners, stærsta fíkni- efnasala landsins. Skýrsla Atla Gíslasonar bíður heim- komu Hallvarðs Einvarðssonar ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvemig skýrslan verður notuð. Skýrsla Atla Gíslasonar er talin innihalda mikinn áfellis- dóm yfir æðstu mönnum innan lögreglunnar. Menn sem em málinu kunnugir segja að trúlega muni skýrslan leiða til þess að fjöldi manna innan löggæslunnar muni láta af störfum eða vera látnir hætta og einhveijir muni sæta kær- um fyrir ólögleg og siðlaus viðskipti við höfuðpaura fíkni- efnamarkaðarins. Skýrslan gæti orðið mikill áfellisdómur yfir Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra ef í ljós kemur að honum hefur verið kunnugt um viðskipti fíkniefnalög- reglunnar við menn á borð við Franklín Steiner. Stórt skref til samfýlkingar Tekjutap upp á 300 miUjónir? Framhaldsskólunum hefur verið veitt heimild til að hefja kennslu viku fyrr en venjulega eða 25. ág- úst. Þetta var ákveðið í samningum ríkisins og Hins íslenska kennarafé- lags í júní síðastliðinn. „Þetta getur komið sér illa fyrir marga nemendur þar sem þetta var ekki kynnt áður en síðasta skólaári lauk og þeir hófu vinnu. Þó er þetta ákvörðun hvers skóla fyrir sig og þeim ber engin skylda til að byrja fyrr en venju- lega,” segir Hjálmar Blöndal forseti nemendafélags Mermtaskólans við Hamrahlíð. ,JEf allir skólar myndu byrja fyrr gæti það leitt til tekjutaps fyrir nem- endur upp á 300 milljónir króna. Þessi samræming á lengd fyrri og seinni hluta skólaárs er jákvæð sem slík en tímasetningin skýtur skökku við. Það hefði þurft að gera grein fyrir þessu mikið fyrr. Eins getur þetta komið sér illa fyrir marga at- vinnurekendur sem hafa stólað á vinnu nemenda. Framhaldsskóla- nemendur byggja alla sína tilvist á sumartekjunum þar sem þeir eru ekki lánshæfir og því er hart ef á að skerða möguleika þeirra á sumar- tekjum um þessa upphæð,” segir Hjálmar Blöndal. Spurningin er hvort Hið íslenska kennarafélag sé með þessu að hafa miklar tekjur af nemendum en ekki náðist í foráðamenn HÍK vegna málsins. Miklar líkur eru á að samkomu- lag náist milli formanna Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks um samvinnu í útgáfumálum. Margrét Frímannsdóttir og Sighvatur Björgvinsson hafa rætt framtíð málgagna flokkanna að undan- fömu og hvemig stuðla megi að nýju dagblaði sem vinstrimenn og jafnaðarmenn geti litið á sem hlið- hollt málstað sínum. Formennimir hafa meðal annars rætt við Eyjólf Sveinsson, fyrir hönd Dagsprents, um mögulega út- víkkun á Degi Tímanum, þannig að blaðið fái víðtækari skírskotun til vinstri en nú. „Við Sighvatur höfum nálgast málið með opnum huga og rætt alla möguleika t stöð- unni,” segir Margrét Frímannsdótt- ir. Eigendur Dags Tímans hafa stefnt að því frá stofnun blaðsins að skapa því stöðu sem þriðja stóra blaðið á dagblaðamarkaðnum. Þar hafa þeir sérstaklega horft til þess að fólk sem telur sig vera vinstra- megin við miðju í stjómmálum, hefur ekki getað valið um stórt og öflugt dagblað gagnvart Morgun- blaðinu og DV. Margrét segir viðræðumar við Sighvat lofa góðu og býst við að það komi í ljós á næstu einni til tveimur vikum hvort af samstarfi flokkanna verði í þessum efnum. En málið verður rætt í fram- kvæmdastjóm Alþýðubandalags- ins í dag. Sú leið sem talin er líklegust er að formennimir komist að sam- komulagi um að málgögn flokk- anna, Vikublaðið og Alþýðublað- ið, hætti að koma út í tiltekinn tíma og viðræður verði teknar upp við útgáfufélag Dags Tímans um fram- tíð þess blaðs. Þá hefur Vikublaðið heimildir fyrir því að útgáfufélag Dags Tímans hafi mikinn áhuga á að víkka hluthafahóp félagsins, og er þá sérstaklega horft til verka- lýðshreyfingarinnar í þeim efnum. Eyjólfur Sveinsson mun sam- kvæmt heimildum Vikublaðsins vera mjög bjartsýnn á framtíð blaðsins fái það gott veður ffá for- mönnum A-flokkanna og ef tekst að víkka hluthafahópinn þannig að skírskotun blaðsins verði sem breiðust. Sighvatur Björgvinsson mun líka leggja máhð fyrir stofnanir Al- þýðuflokksins í vikunni, en Al- þýðublaðið er nú gefið út af Ftjálsri fjölmiðlun samkvæmt samningi sem rennur út þann 10. nóvember. Samstaða með Sævari Mikill baráttuhugur var í mannfjöldanum sem mætti á útifundinn sem hald- inn var á Lækjartorgi til stuðnings Sævari Ciesielski og til að mótmæla úr- skurði Hæstaréttar um höfnun á beiðni Sævars um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Mikil stemmning var á útifundinum sem haldinn var undir yfirskriftinni „Við krefjumst réttlætis.” Greinilegt er að Sævar hefur almenning með sér í baráttu sinni fyrir réttlætinu og að allur almenningur mun standa sem einn maður við bak Sævars í heilagri krossferð hans gegn ranglátu kerfi. Auk tónlistarmanna á borð við Bubba Morthens og KK þá fluttu margir af mælskustu mönnum bæjarins erindi þar sem þeir lýstu yfir samstöðu með Sævari gegn óréttlátu dómskerfi. Meðal ræðumanna voru Illugi Jökulsson, Didda og Bragi Ólafsson. í samtali við Vikublaðið kváðust aðstandendur fundarins mjög ánægðir með mætinguna og einhug almennings í því að leggja málefninu lið. Geturenginn haft rök- studda skoð- un? Sjónarhóll Tryggva Hiihner bls. 2 Skemmtileg sumatferð AB á Austurlandi bls. 6

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.