Vikublaðið - 28.07.1997, Side 7

Vikublaðið - 28.07.1997, Side 7
28. júlí 1997 fttasMsaöQasiGp EFTIRSPRETTIR Rauði krossinn gegn jarðsprengjum Nýlega lagði Rauði kross íslands fram fjórar milljónir íslenskra króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins. Fénu verður varið til hjálpar þeim er verða fyrir barðinu á þeim óhugnaði sem jarðsprengjur eru og til að efla fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðslu um hættuna sem af þeim stafar. Alþjóða Rauði krossinn starfar nú í 20 löndum þar sem hann veitir læknisaðstoð, annast endurhæftngu og smíði gervilima fyrir fómarlömb jarðsprengna. Baráttan við þennan ógnvald felst þó ekki eingöngu í aðstoð við þá sem þegar hafa slasast. Reynt er eft- ir mætti að gera sprengjur sem enn liggja í jörðu óvirkar og fræða íbú- ana um hættuna, ekki síst bömin. En þrátt fyrir umfangsmikið starf er enn langt í land. Tuttugustu hverju mín- útu alla daga ársins deyr eða ör- kumlast einhver af völdum jarð- sprengna. Þetta þýðir að 800 manns deyja á mánuði og 1200 manns særast. Þrír Islendingar tilnefndir í haust verða Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs veitt r þriðja sinni. Verðlaunin, sem nema 350 þúsund dönskum krónum, verða veitt einka- fyrirtæki, opinberri stofnun, rann- sóknarstofnun eða ráðgjafa sem með afgerandi hætti hefur stuðlað að því að draga úr álagi á umhverfið af völdum framleiðslustarfsemi, notk- unar eða förgunar á framleiðsluvöm. Verðlaunahafinn á að hafa átt eftir- tektarvert fmmkvæði á sviði nátt- úm- og umhverfisvemdar. Við- fangsefnið í ár var Vinnslu- eða vömþróun sem leiðir til vemlegra umbóta fyrir umhverfið. Alls bámst tuttugu tilnefningar, sex frá Danmörku, þrjá frá Finn- landi, ein frá Færeyjum, þrjár ffá Noregi, fjórar frá Svíþjóð og þijár frá íslandi. Þeir íslendingar sem em tilnefndir em Einar Einarsson fyrir þróun á umhverfisvænum nöglum fyrir nagladekk, Einar Þorsteinn og Tilraunastofa Burðarforma fyrir út- færslu á efnis- og orkusparandi hí- býli og loks Nýiðn ehf. fyrir vöm- þróun og nýja framleiðsluaðferð á umhverfisvænum vetrardekkjum. Verðlaunin verða veitt í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hald- ið verður í Helsinki á hausti kom- anda. BSRB mótmælir vinnubrögðum Kjaradoms Stjóm BSRB lýsir algjörri van- þóknun á þeim vinnubrögðum sem Kjaradómur viðhefur þegar hann skammtar æðstu embættismönnum þjóðarinnar mun meiri kjarabætur en samið var um í síðustu kjara- samningum. Hækanir upp á 9-20% þegar almennt launafólk fær 4.7% hækkun ná engri átt að mati banda- lagsins og eru til marks um siðleysi sem virðist ríkja hjá sjálftökuliði þjóðarinnar. Þá vekja yfirlýsingar formanns Kjaradóms furðu stjómar BSRB en í þeim hefur komið fram að frekari hækkanir á launum þingmanna og æðstu embættismanna séu fyrirhug- aðar með haustinu og um næstu ára- mót. Stjóm BSRB mótmælir vinnu- brögðum og úrskurði Kjaradóms harðlega og hvetur stjómvöld til að grípa í taumana til að koma koma í veg fyrir þær alvarlegu afleiðingar og þann trúnaðarbrest sem úrskurð- ur þessi veldur. UTBOÐ F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landspítalans, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Fjórðungshússins á ísafirði er óskað eftir tilboðum í rönt- genfilmur og framköllunarvökva. Útboðið fer frarn á EES markaði. Útboðsgögn, sem em á ensku, verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,- Opnun tilboða: fimmtudaginn 18. september kl. 11:00 1997 á sama stað. lnnkaupastofnun Reykjavíkurborgar Frikirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavik Simi 552 5800 Bréfsími 562 2616 Leyfi til sölu notaðra ökutækja í apríl sl. tóku gildi lög nr. 20/1997, um breytingu á lögum nr. 69/1994, um sölu notaðra ökutækja. í lögunum er kveðið á um að hver sá, sem vill reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki, skuli hafa til þess sérstakt leyfi viðskiptaráðherra. Einnig er kveðið á um að viðskiptaráðuneytið skuli halda skrá yfir þá, sem leyfi hafa til starfsemi, samkvæmt lögum. Þess er hér með óskað, að allir þeir, sem reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki, sendi upplýsingar þar um til viðskiptaráðuneytis- ins, þ.e.a.s. afrit af leyfisbréfi og gildri starfs- ábyrgðartryggingu. Gerð verður skrá yfir alla leyfis- hafa með hliðsjón af þeim upplýsingum, sem ber- ast ráðuneytinu. Þeir, sem ekki verða á skrá 15. ágúst nk. en reka þrátt fyrir það verslun eða um- boðssölu með notuð ökutæki, mega eiga von á því að sölustað þeirra verði lokað í kjölfarið. Viðskiptaráðuneytið, 7. júlí 1997 Myndbanda- og gerningahátíð Síðastliðinn laugardag var opnuð alþjóðleg geminga- og myndbanda- hátíð í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b og í MIR-salnum, Vatnsstíg 10 í Reykjavík. Hátíðin lýtur að tímatengdri myndlist og em meginmiðlamir ljósmyndir, myndbönd, tölvur, og gemingar. Hátíðin, sem ber yftrskriftina On Iceland, er viðamesta verkefni sinn- ar tegundar sem sett hefur verið upp á íslandi. Sýningarsalimir tveir verða að jafnaði aðeins opnir um helgar en á morgun, þriðjudaginn 29. júlí, flytur írski myndlistamiað- urinn Alaster McLennan tólf tíma langan geming í Nýlistasafninu. Há- tíðin stendur til 10. ágúst. HITAVEITA REYKJAVÍKUR NESJAVALLAVIRKJUN Fram til 31. ágúst verður Nesjavallavirkjun opin til skoðunar: mánudaga - laugardaga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 -18:00 sunnudaga kl. 13:00 - 18:00 Hver myrti Karólínu? Þann 8. ágúst næstkomandi mun leikhópurinn Höfúðpaurar frumsýna hið glæpsamlega gamanleikriti Paul Portners, Hár & Hitt í Borgarleik- húsinu. Hár og Hitt er eitt vinsælasta leik- rit sem sýnt hefur verið í Bandaríkj- unum og hefur alls staðar slegið að- sóknarmet. Hár og Hitt er sakamálaleikrit þar sem áhorfendur em þátttakandur. Leikritið gerist á hárgreiðslustofu þar sem Bonni ræður ríkjum ásamt Hófí aðstoðarstúlku sinni. Skömmu eftir að leikurinn hefst er framið morð hæðinni fyrir ofan. Hlutverk áhorfenda er að vitna til um ferðir gmnaðra og þeir fá einnig tækifæri til þess að yfirheyra þá. Að lokum greiða áhotfendur atkvæði um hvem skuli ákæra fyrir morðið. Engar tvær sýningar em eins, áhorf- endur ráða ferðinni og hafa um það úrslitavald hvemig leikritið endar hverju sinni. Mið- stjóm Næsti fundur miðstjórn- ar Alþýðubandalagsins verður haldinn 6. sept- ember nk. Nánar auglýst síðar. Ferðaskrifstofum og stærri hópum er bent á að panta skoðun með fyrirvara. Sími í gestamóttöku er 482 2604 Framboð til formanns í samræmi við 16. gr. flokkslaga auglýsir yfirkjör- stjórn eftir framboðum til kjörs formanns Alþýðu- bandalagsins. Kjörgengir til formanns eru þeir einir sem teljast fé- lagar í Alþýðubandalaginu þegar framboðsfresti lýk- ur. Til að framboð teljist gilt skulu fylgja meðmæli a.m.k. 80 flokksmanna en ekki fleiri en 100 úr minnst þremur kjördæmum landsins. Meðmæli með fleirum en einum frambjóðanda teljast ekki gild. Frestur til að skila framboðum rennur út 11. ágúst 1997. Framboð skulu send formanni framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins, Austurstræti 10, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Elsa Þorkelsdóttir, formað- ur yfirkjörstjórnar og Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, í síma 551 7500 og 898 4858 Yfirkjörstjórn SlAtfS> Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríldssjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984-l.fl. 01.08.97 -01.02.98 kr. 81.624,60 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. júlí 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.