Vikublaðið - 28.07.1997, Síða 2
IfflQOmElQQatlQQ
28. júlí 1997
Útgefandi Tilsjá ehf.
Ritstjóri og ábm.: Friðrik Þór Guðmundsson
Blaðamenn: Arndís Þorgeirsdóttir og
Björgvin G. Sigurðsson.
Hönnun, umbrot og Ijósm.: Ólafur Þórðarson
Fjármálastjóri: Gestur Ásólfsson
Próförk: Arndís Þorgeirsdóttir
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar.
Austurstræti 10 (2. hæð), 101 Reykjavík.
Sími: 552-8655. Fax: 551-7599
Netfang: vikubl@tv.is
Ríkisstjórnin ber
ábyrgðina
Nauðsyn þess að koma vitinu fyrir meðlimi Kjaradóms er brýn.
Einu sinni áður hefur framkvæmdavaldið þurft að grípa frammí fyrir
Kjaradómi vegna siðlausra launahækkana til best stæðu ríkisfor-
stjóranna og nú er það aftur tímabært. Kjaradómsmenn hafa undir-
strikað að þeir eiga enga samleið með flestum öðrum þegnum
þjóðfélagsins.
Kjaradómsmenn eru lögfræðingar sem hafa bitið það í sig að þjóð-
félagið eigi að einkennast af sem mestum launamun, af sem
mestu misrétti og sem mestri kúgun. Þeir hafa tileinkað sér þanka-
ganginn sem tröllríður öllu nú um stundir, þar sem íhalds- og aftur-
haldsöflin í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki boða að hinir ríku
skulu verða ríkari en hinir fátæku fátækari.
Um áratugaskeið unnust stórkostlegir sigrar, þar sem kjörum al-
þýðunnar var gerbylt, örbirgð svo gott sem afmáð og velferðarkerfi
byggt upp og þróað. íhalds- og afturhaldsöflin hafa sagt; hingað og
ekki lengra. Þessi öfl vilja ekki bara auka launamuninn í þjóðfélag-
inu, heldur svipta alþýðu manna vinnu, réttindum og möguleikum.
Helst á að rústa velferðarkerfinu og afnema öll félagsleg réttindi,
um leið og helstu stoðir samfélagsins eru einkavinavæddar og
stærsta auðlind þjóðarinnar er gefin útvöldum sægreifum. Gróða-
lögmálið skal drottna en samhjálpin víkja. Helst skal uppræta
hvern snefil af samhjálp og bróðurkærleika. Það er reyndar boðað
að nú megi afturhaldsbyltingin gerast örlítið hægar af því að það er
bullandi góðæri. í því Ijósi er sagt að loka megi örlítið færri deildum
sjúkrahúsa og vísa örlítið færri sjúklingum út á guð og gaddinn.
Helst af öllu vilja íhaids- og afturhaldsöflin að sjúkt fóik og slasað
borgi fullt verð fyrir læknishjálp og lyf, en þjáist ella.
Markmið þessara afla eru skýr í þessum efnum. Það er því um leið
grátbroslegt þegar ríkisstjórnin tilkynnir hróðug að hún hafi ákveðið
að hækka bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur um
2,5% frá 1. ágúst. Hún reynir að slá ryki í augu fólks og reynir að
koma því á framfæri að hún sé góð þótt Kjaradómur hafi verið
vondur. En eins og Alþýðusambandið hefur bent á þá er Kjara-
dómur að fullu á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Blekkinga-
leikur eins og að hækka elli- og örorkulífeyri um fáein þúsund dug-
ar ekki. Úrskurður Kjaradóms er launastefna ríkisstjórnarinnar í
framkvæmd; hálaunamenn fá tugi- og hundruð þúsundir króna í
hækkun en verkafólk, atvinnulaust fólk og lífeyrisþegar fá nokkra
þúsundkalla.
Vikublaðið tekur undir með miðstjórn Alþýðusambandsins um að
það eigi að leggja Kjaradóm af í núverandi mynd. Reynslan hefur
sýnt að Kjaradómsleiðin er ófær. Að minnsta kosti meðan Kjara-
dómur er skipaður mönnum sem hafa engan skilning á kjörum
verkafólks og sýnir þeim fórnum sem það hefur fært engan skiln-
ing.
Hitt er annað mál að það dugir skammt að leggja Kjaradóm niður,
ef áframhald verður á ríkjandi stefnu stjórnvalda, sem hreinlega
gerir ráð fyrir auknu misrétti og afnámi alls sem talist getur sam-
hjálp. Til að snúa blaðinu við dugar ekki að leggja Kjaradóm niður,
heldur dugar ekkert minna en að leggja núverandi ríkisstjórn niður.
Árni Bergmann
Er upplýsingaþjóðfélagið
blekking?
in ö
Það er ekkert lát á lofsöngnum um
upplýsingaþjóðfélagið, um fjölmiðl-
ana stóru og sjónvarpsrásimar mörgu
og tölvunetin öflugu. Þessi söngm er
löngu orðinn svo leiðinlegur og ein-
hæfur að það er meira en þarft að tru-
fla hann með nokkurri illkvittni.
Enda er margt af því sem um upp-
lýsingadýrðina er sagt reist á hjátrú,
misskilningi og hrapallegum skorti á
gagnrýnni hugsun.
Meira af því sama
Mikið fer t.d. fyrir þeirri hjátrú að
meira sé betra. Meira framboð, t.d. af
sjónvarpsfréttum, tryggi meiri þekk-
ingu og fjölbreytni. Hitt er nær sönnu
að meira þýði meira af því sama í
þessu efni, rétt eins og á poppút-
varpsstöðvunum. Sá sem situr ein-
hversstaðar í Evrópu og horfir á
fréttatíma frá ýmsum löndum, hann
verður fljótlega var við það að allar
stöðvar eru að segja sömu tvær-þijár
fréttimar á tilteknum degi. Lönd og
menn komast inn í fréttatíma og em
þar fastagestir um lengri eða skemm-
ri tíma (Rúanda, Bosnía, írland) en
hverfa svo aftur eins og fjandi
gleymskunnar hefði gleypt þau. Og
meðan þau voru á skjánum gátu
fréttamenn allt eins komist upp með
að sleppa því að greina frá forsend-
um atburða, nema þá einhverri einni
einfaldri formúlu sem allir tyggja
upp hver af öðrum. í Rúanda eru
tvær þjóðir að deila (það er mjög
vafasamt að telja Hútumenn og Tútsa
þjóðir). Á Irlandi er mikið trúar-
bragðastríð. Eitthvað í þá vem. Menn
„frétta” mikið, en vita helst til lítið.
Að minnsta kosti ef þeir treysta ein-
göngu á þá fjölmiðla sem mesta út-
breiðslu hafa.
Persónudýrkun og
ekki-fréttir
Fréttir eru líka í mjög vafasömu
sambandi við veruleikann. Ástæðan
er ekki síst sú persónudýrkun sem
ríkir í fréttum og skekkir mjög þá
mynd sem upplýsingaþegar fá. Segj-
um t.d. að einhver vilji forvitnast um
það hvað er að gerast í Rússlandi. Þá
fer svo að oftast þegar það land ber á
góma er verið að greina frá Jeltsín
forseta (heilsufar, drykkjusiðir) eða
vitna í hann. Jeltsín segir að allt sé að
lagast, allt er þetta að koma, nú er
hann búinn að losa sig við spillta
ráðherra og finna nýja. Þetta tal
„upplýsir” ekki neitt annað en pólit-
íska refskák forsetans - en það er svo
fyrirferðarmikið að það nær að
skyggja á það litla sem annars fréttist
af rússneskum vandkvæðum. Og
breiða út um heiminn þann boðskap
sem talinn er æskilegur; að Jeltsín sé
nokkuð góð pólitísk fjárfesting.
Það er lfka sneisafullt af „upplýs-
ingum” á ferð sem eru einskonar
núllfréttir. Ekki bara delluefni eins
og það, að vikublað tekur heila opnu
í það að spyrja sjö þekktar mann-
eskjur hvort þær eigi sólgleraugu
(„Eg nota þau talsvert mikið” segir
einn í fullri alvöru). Eitt kvöldið
verður það heilmikil sjónvarpsfrétt
að tveir ungir menn voru að gefa ráð-
herrum einkunnir í tímariti nokkru.
Formaður ungra sjálfstæðismanna
gaf ffamsóknarráðherrum heldur há-
ar einkunnir og formaður ungra
framsóknarmanna gaf ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins enn hærri vitnis-
burð. Semsagt: tveir ungir menn á
uppleið töluðu vel um þá sem ráða
mestu í stjómmálum og allir skilja
náttúrlega hvað er á seyði. En tíðindi
eru þetta ekki fyrir fimm aura eins og
hver maður getur séð.
Feimnismálin lífseig
Verst er þó að leiðinleg síbylja um
dásemdir upplýsingatímanna sem við
lifum á ýtir rækilega undir þá blekk-
ingu að við búum í raun í opnu sam-
félagi þar sem menn geti fengið með
skjótum hætti og auðveldum að vita
allt sem máli skiptir.
Það er nefnilega fátt nauðsynlegra
en að muna sem best, að í upplýs-
ingaflæði jafnt sem upplýsingateppu
er alltaf spurt um eitt fyrst og fremst:
hver fær að skammta okkur upplýs-
ingar (eða kaffæra okkur með ein-
hverri dobíu af ekki-fréttum). Og til
hvers?
Feimnismál halda áfram að vera
til. Tökum fiskveiðistjómun og allt
sem henni fylgir. Á meðan sú bylting
gerðist á íslandi að komið var á léns-
veldi útgerðarmanna yftr fiskimiðum
var næsta fátt um kvótakerfi rætt.
Eins og enginn skildi hvað var að
gerast. Nú síðast er aftur á móti skrif-
að svo mikið um kvótamál að ekki
heyrist hundsins mál, hvað þá raddir
réttsýni (sem em reyndar til sem bet-
ur fer). En það heldur áfram að vera
hið mesta feimnismál hvemig farið
er með fískimiðin, hve miklu af físki
er hent í sjóinn. (Morgunblaðið tók
eina stutta rispu í fyrravetur en síðan
hefur fátt heyrst). Það hafa alltof
margir hag af því að þegja sem mest
um þá rányrkju alla, já og mann
gmnar líka að meðaljóninn íslenski
þori ekki einu sinni að vita of mikið
um þau mál.
Eða tökum fyrirtækin. Starfsmenn
sitja í básum sínum upp fyrir haus í
úttektum, greinargerðum, fyrirmæl-
um og öðrum „upplýsingum” sem
flestar skipta engu máli og kannski
verða helst til þess að lama þeirra
eigin ákvarðanavilja. En þeir vita
samt ekki neitt um það sem mestu
skiptir fyrir þá. Þeir koma kannski í
vinnuna einn blíðan morgun og þá er
búið að snúa öllu við, breyta forsend-
um fyrir starfi þeirra, selja vinnustað-
inn kannski og segja öllum upp.
Gáum að þessu.
SJÓNARHÓLL
Tryggva Hiibner
Getur enginn haft
rökstudda skoðun?
í kvöldfréttum
RÚVþann 16. maí
sl. var viðtal við
Ragnar Hall. Þar tal-
ar hann um að um-
fjöflurn fjölmiðla
um “mál 214” hafi
veríð grunn og segir
m.a.:
„Mér finnst það
alveg með ólíkind-
um hvernig bæði
ýmsir starfsmenn
fjölmiðla og aðrir
sem eru að tjá sig um þetta mál úti í þjóðfé-
laginu treysta sér til að hafa á þessu svo
óskaplega mikiar skoðanir, eins og raun ber
vitni, án þess að hafa nokkurn tíma kynnt
sér eitt eða neitt til hlítar af gögnum máls-
ins. Gögn þessa máls eru gríðarlega um-
fangsmikil og; ÞAÐ GETUR ENGINN
HAFT RÖKSTUDDA SKOÐUN Á
ÞVÍ....nema að kynna sér það mjög ræki-
lega.”
Á eftir fylgdu síðan hin fleygu ummæli um
kórdrengina og fermingarveislumar. R.H. til-
greinir ekki nánar hvaða „menn úti í þjóðfélag-
inu” hann á við, en þar sem ég álít mögulegt að
ég sé einn þeirra sem hann snuprar með þess-
um hætti og af þeim ástæðum svara ég nú.
Ég hef um nokkurt skeið treyst mér til að
„hafa miklar skoðanir” á þessu (mikla) máli,
hef tjáð mig um þær, ég er „úti í þjóðfélaginu”
og gæti jafnvel kallast „starfsmaður fjölmiðils”
þ.e.a.s. Intemetsíðunnar this.is/mal214, sejn
fjallar eingöngu um Geirfmns- og Guðmundar-
mál. Þannig að allt getur þetta átt við mig,
nema ef til vill það að ég geti ekki rökstutt
mína skoðun. Það kann að vera óhugsandi í
huga Ragnars Hall, að maður með aðra
menntun en lögfræðimenntun, geti þekkt til í
þessu máli. Því er ég fullkomlega ósammála.
Málsskjöl þessa merkilega sakamáls rak á
fjörur mínar á vormánuðum árið 1980. Af for-
vitni fór ég að glugga í þau, enda hafði nánast
hver ný frétt um rannsókn málsins á þeim sex
árum sem rannsóknin stóð yfir, vakið fleiri
spumingar en hún svaraði. Síðan eru liðin 17
ár. Á þessum árum hef ég lesið öll fáanleg
málsskjöl margoft og rækilega, ég hef einnig
lesið bækur og allt sem ég hef fundið um málið
hérlendis og erlendis, safnað öllum blaðagrein-
um, fylgst af áhuga með allri umfjöllun ljós-
vakamiðla, rætt við lögfræðinga, vitni, sak-
borninga, (bæði þá sem dæmdir voru og þá
sem var sleppt eftir 2.500 klukkustunda langt
gæsluvarðhald), fólk sem tengist hinum
horfnu, „rannsóknarblaðamenn” þeirra tíma,
skoðað kringumstæður á meintum vettvangi
glæpanna, og gert allt sem ég álít að standi í
mannlegu valdi til að kynna mér þetta með
opnum huga. Ég hef jafnvel gluggað í lög-
fræði, og rætt þetta mér til mikillar skemmtun-
ar og fróðleiks við lögfræðing nokkum sem er
á gjörsamlega öndverðum meiði við mig, en
hann er skoðanabróðir Ragnars Hall. Þó er þar
einn reginmunur á, því þótt þótt þessi
lögfræðingur beri enga virðingu fyrir mínum
skoðunum þá ber hann virðingu fyrír mínum
rétti til að hafa þær.
Ég áskil mér semsagt ótvíræðan rétt til að
hafa skoðun. Og hún er þessi á ummælum
Ragnars Hall: Þama kristallast í raun það við-
horf sem lengi hefur staðið fyrir þrifum vit-
rænni umræðu um þessi mál. Það sé svo flókið
að enginn geti skilið, né þurfi að skilja hvers
vegna hinir dæmdu séu sekir. Það sé bara fyrir
örfáa sérfræðinga að ná slíkum ofurmannleg-
um hæðum í röksemdafluginu. Þetta minnir
reyndar nokkuð á ummæli grínistans Steins
Ármanns (af öðru tilefni) í útvarpsþættinum
Górillan: „Góðir hlustendur: það kann ekki
góðri lukku að stýra að vera mikið að þvælast
með grín og brandara í heimahúsum. Látið
okkur fagmennina um slíkt”.
Ragnar Hall, sem uppnefndur hefur verið
„Hirðfífl Hæstaréttar” er í samskonar hlutverki
og skraddari hinna nýju fata keisarans. Enginn
með eðlilega sjón sér fötin, þ.e.a.s. rökin fyrir
höfnun, en R.H. segist sjá þau, og Hæstiréttur
segist sjá þau. Ég segi: Hæstiréttur stóð á
barmi kviksyndis sem réttarkerfið er sokkið
niður í. Sjö mönnum gafst einstakt tækifæri til
að draga það uppúr. Þess í stað tóku þeir þá
ákvörðun að stökkva sjálfir ofaní og rökstuddu
þá ákvörðun með 250 blaðsíðna greinargerð.
Þeir munu aldrei komast aftur uppúr. En nú eru
nýju fötin keisarans komin úr vandlegri hreins-
un, straujuð og pressuð og allir íslendingar
ánægðir. Er það ekki?