Vikublaðið - 28.07.1997, Qupperneq 4

Vikublaðið - 28.07.1997, Qupperneq 4
íOaJuPlMjjlí] 28. júlí 1997 UR ALFARAŒIÐ Bitið aftan hægra Nýlega gerðist sá atburður í heimsmeistarakeppni í hnefaleik- um að áskorandinn, Mike Tyson að nafni, markaði andstæðing sinn, Evander Holyfield, „bitið aftan hægra”. Varð uppi fótur og fit sem von var og fylltust menn réttlátri reiði yfir óíþróttamannslegri fram- komu. Islenskir fjölmiðlar létu ekki sitt eftir liggja að fordæma verknaðinn og var því slegið upp á síðum dagblaðanna hversu eyði- lagður dægurlagagaurinn og hnefa- leikaáhugamaðurinn Asbjörn Morthens var yfir bitinu. Hann var í raun alveg bit. Því var slegið upp í fyrirsögnum hvífi'k tilfinninga téður Ásbjöm væri og þvf var ekki nóg með það að Tyson hafði fjar- lægt eyra Holyfields, tannaför hans sjást einnig á sál hins íslenska poppara...Það er sfst ætlun inín að spotta tilfinningaveruna, Ás- björn Morthens, en ég undrast það alltaf jafnmikið að fjölmiðlar skuli forðast að vekja athygli á því of- beldi sem á sér stað allt í kringum okkur og noti ekki áhrif sína til að sporna við því. - Úr leiðara Vesturlandspóstsins. Heima er best! Heima er best. Einhverra hluta vegna hef ég á tilfinningunni að þetta slagorð hafi misst kraft sinn um leið og zetan var felld úr ís- lenska stafrófinu. Og kannski löngu fyrr. Islendingasögurnar fjalla um kappa sem fóru utan og gátu sér góðan orðstír en komu svo heim og lentu hér í einhverju djöf- ulsins veseni. Sorglegust er senni- lega sagan af Bjama Hítælakappa sem var smart klæddur þegar hann kom heim eftir margra ára útivist en lenti svo í því að þurfa sjálfur að moka flórinn í fjósinu sínu og varð að athlægi og síðan var hann bara drepinn. Og samt sem áður hafa þessir glæstu kappar haldið áfram að koma heim í ellefu hundmð ár því þeir áttu víst hvergi heima nema á þessum stað í ver- öldinni. - Úr grein Hjálmars Sveinssonar þar sem hann lýsir endurfundum sínum og íslands eftir nokkurra ára útvist. Greinin er í fyrsta tölu- blaði Fjölnis - tímarits handa ís- lendingum. Konur meta sig of lágt! „..Launakröfur kvenna eru skammarlega lágar. Þær em alltaf hræddar við að biðja um of mikið, fara fram á 70-90 þúsund meðan karlarnir vilja 150 þúsund fyrir sama starf! Þetta bendi ég þeim á, því meðan þær gera of litlar kaup- kröfur er lítil hætta á að laun þeirra hækki. Svo er líka borin meiri virðing fyrir þeim sem meta sig hátt. Það er svo sannarlega tíma- bært að konur átti sig á því.” - segir Agla S. Björnsdóttir í við- taliíVeru, 3.tbl. 1997. Kjaradómur hefur alveg gleymt mér! AHRIF VESTRI Umpólun heilabúsins Þegar lögfræðingar koma saman á lokuðum fundi er yfirleitt um toppa- fund innan Sjálfstæðisflokksins að ræða. Ekki alltaf, vitaskuld. Stundum er eitthvað lögfræðilegt til um- ræðu. Og svo em það stundimar sem Kjaradómur kemur saman til að tryggja að launamunur í þjóð- félaginu aukist í takt við aukið misrétti á öllum öðmm sviðum. Reyndar er lítill munur á fundum Kjaradóms og toppafundum í Valhöll hvað það snertir. að fjölga hjá þeim óunnum yfirvinnu- tímum. Og með þetta em Kjaradóms- menn nokkuð sáttir, þótt þeir hefðu eflaust viljað veita toppstykkjunum meira. Skoðum þetta með dómarana að- eins betur. Lögfræðingarnir í Kjara- dómi vildu vera eftirminnilega góðir við dómarana. Dómarar, eins og fílar, muna vel og lengi og punkta hjá sér allar góðgjörðir. Lögfræðingar standa frammi fyrir þeim nánast á degi hverj- Hví ekki að gera dómara sjálfstæða upp á 800.000 til 1.000.000 krónur á mánuði? Mega dómarar vera minna sjálfstæðir en Jón Ólafsson, Hörður Sig- urgestsson, Þórarinn V. Þórarinsson, Reynum að ímynda okkur Sveinn R. Eyjólfsson, Kristinn Björns- hvað fyrir Kjaradomsmonnum son Sigurður Helgason Og slíkir menn? vakir þegar þeir koma saman til . ° að ákvarða laun toppstykkja hins Svanð er augljost. opinbera á Islandi. Þeir vita sem er að verkafólk er að fá 4,7% launa- hækkun, það allra lægst launaða fær ívið meira. Eðlileg niðurstaða þeirra er að toppstykkin fái tvöfalda þá hækkun eða 9,4%. En þeir vita sem er að þá reka verkalýðsrekendur upp ramakvein og allt verður vitlaust. Þeim finnst þvf sanngjarnt að fara með hækkunina niður í 8,5%, með ákveðnum undantekningum. T.d. hvað dómara varðar - því var ákveðið um og vilja njóta velvildar hjá þeim. Þá sakar ekki að smyrja vel. Og rök- stuðningurinn er ákveðinn eftir litla umhugsun (lausnin er bráðsnjöll); dómarar verða að vera sjálfstæðir. Þeir mega ekki lenda í fjárhagslegum þrengingum eins og hann Hallvarður. Eitt vantar í þetta; rökstuðninginn fyrir því að hækka laun dómara ekki miklu, miklu meir. Hví ekki að gera dómara sjálfstæða upp á 800.000 til 1.000.000 krónur á mánuði? Mega dómarar vera minna sjálfstæðir en Jón Olafsson, Hörður Sigurgestsson, Þór- arinn V. Þórarinsson, Sveinn R. Eyj- ólfsson, Kristinn Bjömsson, Sigurður Helgason og slfkir menn? Svarið er augljóst. Imyndið ykkur velvildina sem lögfræðingarnir nytu í héraðs- dómum og Hæstarétti eftir að hafa af- hent slíkan pakka! Lögfræðingar eru auðvitað margir hverjir mannlegir, einkum þeg- ar þeir eru ekki á fundi í Val- höll. Margir af bestu sonum og dætmm Islands em lögfræðing- ar. Vestri þekkir persónulega lögfræðinga sem eru bestu skinn. Góðir félagar í veiði og í fótbolta. Glaðir á góðri stund. En það gerist alltaf eitthvað þegar lögfræðingar fara að ráð- stafa fjármunum. Það er eitt- hvað sem umpólast í heilabú- inu. Það er segin saga; lögfræði og peningar fara ekki saman. Þess vegna ætti að endurmanna Kjaradóm (og Kjaranefnd). Það eiga ekki að sitja lögfræðingar þar. Ekki heldur fiskvinnslukonur (þær eru í slori uppfyrir haus nú þegar). Þar eiga að sitja alvöru láglaunamenn, eins og löggiltir endurskoðendur, veitinga- húsarekendur og eigendur tískuvöru- verslana. ?— W T~ — s b T V sr b JO u )X l I3> 8 1 o lo )2 14 3 11 8 8 w 15 Ib 8 12 /7- JT~ T~ 18 10 7 J9 fT N H- V 5? 2JD II 21 20 )4 22 2o T~ s? )S 5~ io V 2Í w /4 V> 20 )T 22 8 lo )2 2/ 2) 20 T~ y )& T~ T~ m 4 y 2 IH 5 21 24 w lé> 8 H VYJ IS 5? T~ T~ 10 IT T~ 1? w lb TT IO b s? 8l 23 " o 20 2 H> 2i 2b 23 21 12 <V) 2? 20 Ho J9 IO T~ 8 W 2) 10 3 V 14 23 3 Ib V> 24 3 4 3o w 3 XP 3 ET á> 3 4 J3 4 T~ 28 (t> 12 3o 24 IO IH $i 21 V /4 )8 2t X? IO i2 w 2s 4 30 10 w V> Ú V /X s 2JT 2 ' Sigríðar Jóhannesdóttur alþingismanns Hvaða bækur og rithöfundar hafa haft mest áhrif á pólitískar skoð- anir þínar? Tvímælalaust Halldór Kiljan Lax- ness og hans skáldsögur, sem ég get lesið aftur og aftur og fæ aldrei nóg af. Þær em í mínum huga merkustu bókmenntaverk sem skrifuð hafa verið í heiminum. Nefndu eina kvikmynd, bók, ljóð, lag eða tónverk sem þú vilt að all- ir lesi, sjái og heyri. Eg vil nefna Ljósvfkinginn en það er bók sem hefur mannbætandi áhrif á þann sem les. Þar er húmanisminn í öndvegi. Hvað hafði mest áhrif á þig í æsku? Ég er eitt þeirra heppnu borgarbama sem fékk tækifæri til þess að vera í sveit á sumrin. Ég tel að það hafi mótað mig ásamt mörgu fleiru. Hvaða stjórnmálamanni, lífs eða liðnum, hefur þú mest álit á? Alþýðubandalagið hefur átt því láni að fagna að mikið mannval hefur skipað ábyrgðarstöður á vegum flokksins bæði fyrr og síðar. Ég vil þó nefna sérstaklega Magnús Kjart- ansson og Einar Olgeirsson sem mína menn. Hvaða atburður í lífi þínu hefur haft mest áhrif á þig? Það er stærsti atburðurinn í fi'fi hverrar konu þegar hún heldur á fyrsta bami sínu í fanginu og raunar eru allar fæðingar hennar stórvið- burðir. Ef þú gætir farið á hvaða tíma sögunnar sem er og dvalið þar í 24 tíma, hvert færirðu og hvers vegna? Mig langar að fara í fótspor for- mæðra minna á Súgandafirði og fá að upplifa það sem þær lifðu við. Ég held að ég mundi lifa það af í sólarhring en ekki mikið lengur. Hjá hverjum leitarðu ráðlegginga í mikilvægum málum? Hjá manninum mínum. Ef þú mættir setja ein lög hver yrðu þau? Ef ég mætti snara fram einu fmm- varpi nú þá myndi ég vilja iögfesta að ellifi'feyrir, örorkubætur og at- vinnuleysisbætur mættu aldrei vera lægri en lægstu laun í landinu. 10 W~ 3o T~ W 3 /o HJARTAGATAN Setjið rétta stafi í reitina neðan við kross- gátuna. Þeir mynda þá bæjarnafn. Lausnarorð kross- gátunnar í síðasta biaði er VALBORG

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.