Vikublaðið - 28.07.1997, Síða 6

Vikublaðið - 28.07.1997, Síða 6
IjjJSjUíjjLIlÍÍJ 28. júlí 1997 Albvðubandalagið á Austurlandi: Skemmtileg ferð að Snæfelli Um helgina 11 .-13. júlí fór hópur á vegum Alþýðubandalagsins í árvissa sumarferð og var að þessu sinni hald- ið að Snæfelli. Sævar bílstjóri hjá Austfjarðaleið ók þátttakendum í Snæfellsskála, þar sem Gígja Her- mannsdóttir skálavörður tók á móti hópnum. Þar var gist í tvær nætur við góðar aðstæður. I fyrstu var suðaustanátt og þokusúld við Snæfell en létt yfir til vesturs. Er leið á laugardag gerði hvassa sunnanátt en brátt lægði á og á sunnudag var blíðuveður. Á laugardag var ekið inn með Þjófahnjúkum á Bjálfafell, gengið í hlíðar Snæfells og stðan á Rauðhnjúk vestari. Það var hið besta útsýni yfir Vesturöræfi, Brúarjökul og Kverk- fjöll. Um 300 hreindýra hjörð var skammt frá Skálanum og fleiri dýr sá- ust í leiðinni. Á kvöldvöku voru rifjaðar upp sög- ur um göngu á Snæfell áður fyrr og var þar fyrstur á ferð Sveinn Pálsson náttúrufræðingur og læknir haustið 1794 í fylgd tveggja Fljótsdælinga. Böm í hópnum lögðu til ágætt skemmtiefni á kvöldvökunni. Á sunnudag var ekið norður fyrir Snæfell að Eyjabökkum en síðan haldið til Hrafnkelsdals þar sem áð var og stiklað á byggðasögu dalsins. Frá Brú á Jökuldal var haldið upp á Jökuldalsheiði framhjá eyðibýlinu og veiðivötnum. í einstakri blíðu var staldrað við í Sænautaseli hjá Lilju Óladóttur sem rekur þar ferðamanna- móttöku af myndarskap. Nú var veður ólíkt þv£ sem Halldór Laxness segir frá í Dagleið á Fjöllum er hann gekk hér í jökulinn í nóvember 1926 á leið úr Fljótsdal til Norðurlands. Það er fengur að því að þessi bær var endur- reistur og minnir heimsókn þangað á það fólk sem þreyði Þorrann og Gó- una hér í Heiðinni í heila öld (1841- 1946). Undir lok ferðar var komið við hjá Skessugerði í Grjótagarðshálsi vestan Sænautafells. Þar blasir við mikil hleðsla sem Brúarjökull skildi eftir á undanhaldi sínu ísaldarlok. Hátt í 40 manns tók þátt í ferðinni sem lauk farsællega á sunnudags- kvöld. Texti og myndir: Hjörleifur Guttormsson Vesturhlíðar Snæfells í kvöldsól. Þótt liðin séu þrjátíu ár frá því byltingarhetjan mikla, Che Gue- vara, var tekin af lífi í Bólivíu þá iifir goð- sögnin um hann betra lífí nokkru sinni fyrr. Á Intemet- inu skipta heimasíður um Che Guevara hundmðum og bækur um seljast eins og heitar lummur. Þótt Che hafí alltaf átt sinn stað í hjörtum margra vinstri manna þá virðist æðið sem nú fer yftr heiminn vera höfða til breiðari hóps en áður. X-kynslóðin svokallaða hefur tekið Che og allt sem að honum lýtur upp á arma sína. Það þykir flott að ganga í fötum sem bera áletranir í anda byltingarforingj- ans gamla. Imynd Che selur grimmt og menn hafa tekið upp á því að setja myndir af honum á ótrúlegasta vaming. Nægir að nefna Fischer skíði en ein teg- und þeirra kallast byltingarskíði og hafa þau átt sívaxandi vin- sældum að fagna. Þá hefur sviss- neska úrafyrirtækið Swatch haf- ið framleiðslu á Che-úram auk þess fjöldi annarra fyrirtækja stendur í viðlíka framleiðslu. Það er langt síðan Kúbumenn sáu að hægt var að græða á Che og þótt það stríði náttúrulega gegn hugsjónum byltingarfor- ingjans sjálfs þá láta þeir það ekki á sig fá. í Havana era nú til sölu bolír með mynd af Che og kosta þeir 14 dollara en það er meira en þarlendur verkamaður ber úr býtum á mánuði. Það eru ekki síst stjómvöld á Kúbu sem hafa kynt undir þetta bál og þau ætla sér að á sinn skerf að gróð- anum. Ekki spillir fyrir að jarð- neskar leifar Che hafa nú loks fundist eftir að hafa legið í fjöldagröf í þrjátíu ár. Þar í landi er reiknað með að mikill fjöldi ferðamanna muni streyma til landsins til þess að beija beinin augum og votta hinni föllnu hetju virðingu sína.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.