Vikublaðið - 28.07.1997, Qupperneq 8
Þarfaðhreinsa
eiturarf hersetunnar
Allt þetta mun éggefa þér...
Samtök herstöðvaand-
stæðinga hafa sent frá sér
yfirlýsingu vegna heræfinga
sem nú eru stundaðar hér á
landi. í yfírlýsingunni segir
m.a. að það sé siðlaust að
lána landið undir heræfíng-
ar og það sé smekklaust að
halda því fram að Islending-
ar hafí gagn af almanna-
varnaæfíngum sem séu ekk-
ert annað en vopnaskak. Þá
segir ennfremur að stjórn-
völdum væri nær að að
styðja við þær fremur en að
blanda saman almannavörn-
um og hernaðarbrölti. Einar
Valur Ingimundarson hefur
bent á mikilvægi hreinsunar
eiturúrgangs hersins víða
um land og er sammála
þeim Ólafi Ragnari og Clin-
ton um mikilvægi umhverf-
ismála í framtíðinni.
„Þegar mest hætta er á náttúruham-
förum er engin leið að leita til þeirra
aðila sem nú stunda heræfingar hér á
Jandi. Við vitum það öll að þegar nátt-
úruhamfarir verða þá er það samhjálp
og samheldni nágrannabyggða sem
ræður úrslitum. Enda er það ekki
markmið heræfmganna að bjarga
mögulegum fómarlömbum náttúru-
hamfara á Islandi, heldur eru menn að
stilla saman strengi herafla Natóland-
anna. Það væri nær að efla björgunar-
sveitimar hér á landi”, segir Einar
Valur Ingimundarson
Undanfarin ár hafa menn bent á
hættuna af eiturúrgangi hersins víða
um land. Þar hafa menn talað fyrir
daufum eyrum ráðamanna umhverfis-
mála. Vamarmáladeild utanríkisráðu-
neytisins hefur legið á upplýsingum
um eiturúrgang frá Bandarfkjaher ára-
tugum saman.
Einar Valur segir að ef menn
stjómvöld vilji gera eitthvað af viti þá
ættu þau að fá hingað 1200 manna lið
sem er sérhæft í að hreinsa upp eitur-
efni. „Landið þarf á gjörgæslu að
halda í umhverfismálum. Mengunar-
slys em ekkert annað en náttúmham-
farir. Við þekkjum mýmörg dæmi um
mengun vegna vem Bandaríkjahers
hér á landi. Nú vilja þeir til dæmis af-
henda Islendingum Nikkelsvæðið
suður með sjó með þeim skilyrðum að
engar mælingar á svæðinu eigi sér
stað áður. Þeir em vanir því að geta
samið við íslensk stjómvöld um und-
anþágu frá öllum skaðabótakröfum
eins og dæmin sanna þegar vatnsból-
um var lokað í Keflavík og Njarðvík
árið 1985.
Alls staðar þar sem Bandaríkja-
menn hafa verið með herstöðvar hafa
þeir skilið við þær í samræmi við
lagakröfur þjóðanna í umhverfismál-
um. Á íslandi hafa stjómvöld um-
hverfismála engar kröfur gert af þessu
tagi. Þess vegna finnst mér lágkúm-
legt af ráðamönnum landsins að
hneykslast á Grænlendingum, sem nú
vilja selja sig Kananum dýrt, en þegja
þunnu hljóði um eiturarf hersetunnar
á íslandi, sem hefur verið staðreynd í
áratugi,” segir Einar Valur.
SIRIS
ALASKA SUPER
5 manna tjald. 22 kg.
VERÐ: 39.900,-
TILBOÐ
TILBOÐ
PARADISO
4 manna hústjald. 28 kg.
VERÐ: 39.900,-
ÆGIR
5 manna tyald og
fleygahiminn. 2E> kg.
VERÐ: 48.000,-
TILBOÐ
SAVANNA 100
3 manna tjald. 3,5 kg.
VERÐ: 8.900,-
OAKLAND
4-6 manna tjald. 7,6 kg.
VERÐ: 32.900,-
GERÐIRAF
TJÖLDUM
HÚSTJÖLD
KÚLUTJÖLD
BRAGGATJÖLD
A-TJÖLD
JÖKLATJÖLD
SAMKOMUTJÖLD
DAKOTA 400
4 manna tjald. 4,8 kg.
VERÐ: 17.980,-
EQUINOX 4
3-4 manna tjald. 5 kg.
VERÐ: 39.900,-
ALPHA
2 manna qönqutiald. 3,2 kq.
VERÐ: 34.800,-
Eitt vandaöasta göngu- og fjalla-
tjaldiö á markaönum. Þaö hefur
reynst frábæriega viö fslenskar
aöstæöur!
NEVADA 200
2 manna göngutjald. 3,3 kg.
VERÐ: 14.400,-
SEQLAQEmm
EYJASLÖÐ 7 107 REYKJAVÍK Sími 511 2200