Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 11 Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Beautiful Children nefnist frum-burður bandaríska rithöfund- arins Charles Bock en bókin kom nýverið út undir merkjum Random House. Þarna er á ferð heldur myrk skáldsaga sem segir frá hvarfi tólf ára drengs í synda- bælinu Las Ve- gas. Foreldrar drengsins eru að vonum harmi slegnir yfir áfall- inu og móðirin sækir daglega í herbergi sonarins þar sem hún kvelur sig með ljúfsár- um minningum. Bókin inniheldur nokkuð breiða persónuflóru sem samanstendur mestmegnis af ungu fólki sem haldið er einhvers konar sjálfstortíming- arhvöt og þvælist um skuggalega undirheima stórborgarinnar. Bókin segir til að mynda frá sukkferð ungs teiknimyndahöfundar til Las Vegas og nektardansmey sem upplifir til- veru sína sem kvikmynd. Ungur og skæður ræsispönkari kemur einnig við sögu og alls kyns ógæfulegt ut- angarðsfólk.    Suður-Kalifornía þriðja áratug-arins er sögusvið skáldsög- unnar Oil! eftir rithöfundinn Upton Sinclair. Bókin kom upphaflega út árið 1927 og eins og titillinn gefur til kynna er olíu- iðnaðurinn hér í meginhlutverki. Hér gerir höf- undur sér meðal annars mat úr pólitísku hneyksl- ismáli sem nefnt hefur verið„The Teapot Dome Scandal“ og gerð- ist í stjórnartíð 29. forseta Bandaríkjanna, Warren G. Harding. Bókin er uppfull af ramm- pólitískum undirtónum og gerir hún sérstaklega mat úr græðgi sem og spillingu sem hafa verið viðloðandi olíuiðnaðinn alla tíð. Bókin var endurútgefin af Pengu- in fyrir skemmstu í tilefni af frum- sýningu kvikmyndarinnar There Will Be Blood en hún byggist á þess- ari bók Upton Sinclair.    Margir vilja meina að hin sautjánára hertogaynja Anastasia hafi lifað af blóðbaðið þegar rúss- neska keisarafjölskyldan var myrt í byltingunni árið 1918. Hafa slíkar getgátur orðið efniviður í margar sögur og hefur nafnið Anna And- erson einkum verið tíðrætt í því samhengi. Þessi dularfulla kona skaut upp kollinum í Berlínarborg árið 1920 og laðaði fljótt að sér sér- kennilegt fylgdarlið, þar á meðal einstaklinga sem þekktu hertoga- ynjuna sem barn og voru fullvissir um að Anna og Anastasia væru ein og sama manneskjan. Anna varði stórum hluta æv- innar í réttarsal þar sem hún barðist fyrir að fá meintan uppruna sinn við- urkenndan. Rúmum áratug eftir að Anna svo lést, 88 ára gömul, þótti lífsýni úr henni sanna að hún væri ekki komin af rússnesku keisarafjölskyldunni heldur pólsku bændafólki. Í nýlegri bók Frances Welch’s sem ber titilinn A Romanov Fan- tasy: Life at the Court of Anna And- ersson er þessi forvitnilega mann- eskja er dregin undir smásjána. Þetta er vissulega ekki fyrsta bókin sem skrifuð hefur verið um líf Önnu Anderson en það er óhætt að segja að hér sé sagan sögð á annars konar hátt en gert hefur verið. BÆKUR Beautiful Children A Romanov Fantasy Oil! Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Fræg er sagan af því er Jeffrey Bezosákvað að stofna bókabúð á netinu; ekkivar það vegna þess að hann hefði dálætiá bókum eða bókmenntum yfirleitt – hann sá einfaldlega möguleikana sem fólust í því að selja varning á netinu og valdi bækur vegna þess að þær hentuðu til slíkrar sölu. Sú ákvörðun hans hefur haft gríðarleg áhrif á bóksölu og þeir sem þetta lesa hafa væntanlega flestir keypt sér bók á Amazon eða þekkja einhvern sem það hefur gert. Þá kannast margir líka við það umsagna- kerfi sem byggt hefur verið upp á Amazon þar sem lesendur skrifa um umsagnir bækur, mæla með þeim eða ekki og benda kannski á aðrar bæk- ur sem eru betri / síðri / jafn góðar. Þar er kominn vísir að afgreiðslumanninum í bókabúðinni sem alltaf var búinn að lesa bestu bækurnar eða vissi í það minnsta hvað þær hétu, gat ráðlagt manni eft- ir því hvað maður las síðast og þar fram eftir göt- unum. Eða hvað? Fyrir stuttu gerðist það vestur í Amríku að rit- höfundur kom sem gestur í sjónvarpsþátt og tjáði sig um eitthvað sem hann hafði ekkert vit á. Nú er það alsiða víða um heim að rithöfundar geri slíkt, ekki síst hér á landi, en svo vildi til að rithöfund- urinn, Cooper Lawrence, sem skrifar sjálfshjálp- arbækur, lét þau orð falla um tölvuleikinn Mass Effect að hann væri dæmigerður karlaleikur sem hlutgerði konur og hefði sem kynlífsleikföng. Nú er það svo að leikurinn, sem er vísindasagnaæv- intýri, snýst um allt annað en kynlíf, það kemur varla fyrir í honum, og hægt að spila hann hvort sem sem kona eða karl. Því tóku þeir sem spila leikinn, hálf önnur milljón manna, umsögninni illa og voru fljótir að svara fyrir sig. Lawrence var í sjónvarpsþættinum sem getið er meðal annars til að kynna nýja bók sína, The Cult of Perfection, sem er einmitt til sölu á Ama- zon. Eins og hendi væri veifað tóku hundruð manna að skrifa „umsagnir“ um bókina og allar neikvæðar. Í New York Times kemur fram að skömmu eftir ummælin, sem Lawrence hefur reyndar beðist afsökunar á (og viðurkennt að hún vissi ekkert um hvað hún var að tala), voru komn- ar 472 umsagnir um bókina og af þeim 412 með lægstu einkunn sem hægt er að gefa, eina stjörnu, og 48 gáfu bókinni tvær stjörnur. Að auki var búið að hengja við bókina ýmis lykilorð, sem eiga að hjálpa fólki við leit að bókum, og þau voru ekki af veri endanum (fjöldi þeirra sem hengdu þau við í sviga): „rusl“ (1172), „hræsni“ (1136), „hræsnari“ (1099) og svo má telja. Alls eru nú 884 orð tengd við bókina þannig að sá sem leitar til að mynda eftir lykilorðunum „yfirborðskennt“, „klám“, „versta bók allra tíma“, „peningasóun“, „illa skrif- uð“ eða „dýrahneigð“, svo dæmi séu tekin, myndi finna bók Cooper Lawrence (yfirleitt meðal ann- arra bóka, geri ég ráð fyrir). Amazon er reyndar búið að hreinsa út tölvuvert af umsögnum um bókina, tók til að mynda allar umsagnir sem voru augljóslega eftir þá sem ekki höfðu lesið bókina, en eftir stendur 51 umsögn; ein með fjórar stjörnur, sjö með tvær og 43 með eina (þess má geta að 1.361 hefur lýst ánægju sinni með tveggja stjörnu umsögnina, og 1.229 með vin- sælasta einnar stjörnu dóminn). Bók Lawrence er nú í 426.891. sæti á sölulista Amazon og hefur lækkað um 80.000 sæti í vikunni. Þetta segir eðlilega sitt um umsagnirnar sem fylgja bókum á Amazon, þeim er ekki alltaf treystandi (frekar en sumum afgreiðslumönnum í bókabúðum sjálfsagt). Ótal dæmi eru líka um að menn skrifi umsagnir um bækur með rýting í erminni eða í bakinu og höfundar hafa verið staðnir að því að skrifa jákvæðar umsagnir um sjálfa sig, útgefendur um eigin bækur og svo má telja. Amazon hefur brugðist við þessu að vissu leyti; nú gefa menn umsögninni einkunn (þó það sé ekki alltaf að marka eins sjá má í dæminu hér fyrir of- an) og fyrir vikið ættu góðir (les: vandaðir) gagn- rýnendur að njóta meiri virðingar. Þegar litið er á þann hóp gagnrýnenda sem afkastamestir eru og því ofarlega á gagnrýnendalista Amazon, kemur sitt hvað sérkennilegt í ljós. Slagurinn um að komast á toppinn hófst eig- inlega um leið og kerfinu var komið á laggirnar fyrir rúmum sjö árum og gekk á ýmsu (algengt var að menn stálu umsögnum af bloggsíðum og úr blöðum, breyttu lítillega og settu inn sem sínar eigin). Enginn hefur náð að skáka Harriet Klaus- ner sem er nú í efsta sæti á gagnrýnendalistanum og hefur verið frá upphafi; fyrrverandi bókavörð- ur frá Pennsylvaníu sem segist vera svo hraðlæs að hún lesi tvær bækur á dag. Hún gerir reyndar gott betur því hún skrifar líka um þessar tvær bækur og ríflega það; miðað við umsagnirnar sem birtar eru undir hennar nafni á Amazon, 15.584 talsins, skrifar hún um 40 bækur á viku. Aðrir á topplistanum eru álíka afkastamiklir, sá í öðru sæti hefur til að mynda skrifað um 6.666 bækur, sem gerir þó ekki nema tuttugu bækur á viku. Ekki er þetta til að auka traust manna á um- sögnum á Amazon, eða hvað sýnist þér? Hverjum er að treysta? ERINDI »Enginn hefur náð að skáka Harriet Klausner fyrrver- andi bókaverði frá Pennsylvaníu sem er nú í efsta sæti á gagn- rýnendalista Amazon, en undir hennar nafni eru nú 15.584 um- sagnir, sem bendir til þess að hún skrifi um um það bil 40 bækur á viku. Eftir Sævar Inga Jónsson H alldóra B. Björnsson var fædd að Litla-Botni í Hvalfjarð- arstrandarhreppi 19. apríl 1907, næstelst átta barna Bein- teins Einarssonar og Helgu Pétursdóttur konu hans. Bein- teinn og Helga fluttu í Grafardal árið 1909 og bjuggu þar til ársins 1929. Öll voru börn þeirra hagmælt og út hafa komið ljóðabækur eftir sex þeirra. Árið 1993 kom út ljóðabókin Raddir dals- ins með ljóðum allra systkinanna átta frá Graf- ardal. Halldóra giftist 26. des 1936, Karli Leó, syni Guðmundar Björnssonar sýslumanns í Borg- arnesi og Þóru Leópoldínu Júlíusdóttur konu hans. Karl Leó lést árið 1941. Dóttir þeirra er Þóra Elfa Björnsson, f. 1939. Halldóra nam tvo vetur við lýðháskólann á Hvítárbakka og vann í nokkur ár við póst- afgreiðslu í Borgarnesi. Eftir fráfall eiginmanns síns rak hún um skeið saumastofu sem hann hafði sett á stofn, en stærstan hluta af sinni starfsævi vann Halldóra við skjalavörslu á lestr- arsal Alþingis, frá 1944 til aprílloka 1968. Halldóra hóf ung að yrkja og skrifa, en fyrsta bók hennar, Ljóð, leit þó ekki dagsins ljós fyrr en árið 1949. Sex árum síðar gaf Halldóra út bernskuminningar sínar, Eitt er það land. Teikningar í bókinni eru eftir Barböru Árnason. Heiti sitt dregur bókin af Þykjastmannalandinu sem m.a. er sagt frá í þriðja kafla bókarinnar. Það land er öllum löndum merkilegra, land sem þó er ekki til. Það eru Þykjastmennirnir sem hafa fundið það, numið og byggt og ráða þar lögum og lofum. En sá galli er þó á ráða- hagnum, að Þykjastmennirnir sem allir eru mjög ungir að árum og geta haft hlutina eftir sínu höfði, eru ofurseldir þeim álögum að hve- nær sem alvörufólkið kallar á þá verða þeir taf- arlaust að hlýða og lúta vilja þeirra (bls. 27-28). Í næstu bók sinni má segja að Halldóra leiti á heldur ótroðnar slóðir og hafi eins og svo víða á sínum ferli leyft sjaldheyrðum röddum að heyr- ast. Bókin ber nafnið Trumban og lútan og kom út árið 1959. Hún hefur að geyma ljóðaþýðingar Halldóru af ljóðum kínverskra, grænlenskra og afrískra skálda. Í ritdómi sínum um bókina segir Baldur Ragnarsson í Tímariti Máls og Menning- ar (1960, 5.h. bls. 411) meðal annars að: ,,Tor- fundin mun sú ljóðabók meðal þeirra, sem birzt hafa á íslensku undanfarin ár, sem fremur á skilið alhuga lof en þetta safn ljóðaþýðinga eftir Halldóru B. Björnsson.“ Síðar lætur Baldur þess getið að bókin skipi sér á bekk með bestu frum- sömdu ljóðabókum landsins. Árið 1968 komu út tvær ljóðabækur eftir Hall- dóru, Við sanda og Jarðljóð. Í fyrrnefndu bók- inni má m.a finna ljóðið ,,Og þá rigndi blómum“ sem lýsir vel þörf Halldóru að yrkja samhliða þeim húsmóðurstörfum sem til er ætlast að hún leysi af hendi. Þess má geta að titill ljóðsins var í heiðursskyni valinn nafn á bók sem Samband borgfirskra kvenna og Hörpuútgáfan gáfu út í tilefni af 60 ára afmæli SBK 4. maí 1991, en sú bók geymir smásögur, ljóð og leikrit eftir 142 borgfirskar konur, og eru verk Halldóru þar að sjálfsögðu á meðal. Í Jarðljóðum gerir Halldóra ýmsar form- tilraunir og býr meðal annars til tilbrigði við edduhætti. Þess má geta að við nokkur ljóða Halldóru úr frumsömdu ljóðabókunum hafa ver- ið gerð sönglög, meðal annarra laga má nefna lag Jórunnar Viðar við hið þekkta ljóð Karl sat undir kletti og lag Fjölnis Stefánssonar við ljóð- ið Litla barn með lokkinn bjarta. Halldóra B. Björnsson lést haustið 1968 eftir erfið veikindi. Áður hafði hún lokið við handrit að tveimur bókum sem út komu eftir andlát hennar. Sú fyrr útgefna heitir Jörð í álögum og hefur að geyma fimm sagnaþætti úr byggðum Hvalfjarðar, hennar bernskuslóðum. Bókin kom út árið 1969. Í formála hennar (bls. 5-6) minnist Jón Helgason ritstjóri frá Stóra-Botni í Hval- firði, Halldóru og segir meðal annars: ,,Í Halldóru flæddi saman gamalt og nýtt. Hún tileinkaði sér það, sem henni var geðþekkt af menningartilbrigðum samtíðarinnar, en stóð þó djúpum rótum í fornum jarðvegi. Land og þjóð, tunga og saga voru henni helgir dómar, skáldskapurinn lind lífsins. Þó að hún sinnti alla tíð vandamálum samtímans á margvíslegan hátt, urðu hin fornu minni henni æ hugleiknari, er aldur færðist yfir hana, og lagði hún þá mikla rækt við að safna gömlum vísum og sögnum ýmsum.“ Seinni bókin sem Halldóra vann að fram í andlátið kom ekki fyrir almenningssjónir fyrr en árið 1983. Það var þýðing hennar á hinu forn- enska kvæði Bjólfskviðu. Bókina prýddu mynd- skreytingar eftir listamanninn Alfreð Flóka. Hefur þýðing Halldóru þótt mikið afrek sjálf- menntaðrar konu en kvæðið hafði þá aldrei áður komið út í íslenskri þýðingu. Árið 1986 gaf Hörpuútgáfan út bókina Þyrill vakir sem hefur að geyma úrval ljóða Halldóru úr frumortu ljóðabókum hennar. Dóttir hennar, Þóra Elfa Björnsson, valdi ljóðin og skrifaði for- mála. Auk útgefinna bóka sinna skrifaði Hall- dóra jafnt og þétt í blöð og tímarit, m.a. fjöl- margar smásögur. Einna þekktust er hryllingssagan Faðmlag dauðans sem oft er get- ið í sýnisbókum íslenskra bókmennta. Þá er fjöl- margt af efni því sem Halldóra safnaði og samdi enn óútgefið. Halldóra lét mikið til sín taka á sviði félags- mála; hún var einn af stofnendum Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og formaður þess um hríð. Hún sat í stjórn Rithöfunda- sambands Íslands og gegndi stöðu formanns í tvö ár. Jafnframt sat hún í ritnefnd tímaritsins 19. júní og ritstýrði bókinni Pennaslóðir sem hefur að geyma smásögur eftir ellefu íslenskar konur. Sýningin á verkum Halldóru í Safnahúsi mun standa yfir fram í miðjan febrúar. Eru Borgfirð- ingar hvattir til að kynna sér hin fjölbreyttu verk þessarar merku borgfirsku konu. Og þá rigndi blómum Í TILEFNI af aldarminningu Halldóru B. Björns- son rithöfundar frá Grafardal stendur um þessar mundir yfir sýning á verkum hennar í Safnahúsi Borgarfjarðar. Hér er ferill Halldóru rakinn. Halldóru B. Björnsson Halldóra fæddist árið 1907 og lést árið 1968, þá skjalavörður á Alþingi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.