Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Leik- fangaborg Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com E ins og fólk þekkir er rík hefð fyrir því í katólskum löndum að rasa út dagana og vik- urnar fyrir föstu. Föstuinn- gangur getur dregist þar nokkuð á langinn og þarf ekki að fara nema rétt sunnar í álfuna verða að vitni að langvinnu almenningsfylliríi þar sem góðborgarar í skrípafötum þvælast hland- blautir um stræti, öskrandi og gargandi í þús- undavís aðeins til að gefa svo skít í allt föstu- tal og háma í sig steikur og hamborgara fram að páskum. Um þessar mundir gengur þessi mikli djammtími í garð. Hátindar hans eru miklar skrúðgöngur og búningasprell sem dreifist eftir héruðum og löndum á ýmsa daga undir föstuupphaf. Þar er fylgt gömlum hefð- um aftan úr gráma miðalda. Flestu því sem tilheyrir góðri skikkan borgaralega lífsins er snúið á hvolf og þess vegna mega læknar og lögfræðingar míga á sig á almannafæri án þess að missa æruna og verða kærðir fyrir brot á lögreglusamþykktinni. Borgarstjórar katólskra stórstaða jafnt sem þorpstjórar smábæja eru settir af en spéspegill þeirra kjörinn í staðinn. Hann fer fyrir göngunni, jafnan í gervi fífls eða vitleysingakonungs sem hrópar úr vagni sínum fáránlegar tilskipanir og fær í leiðinni hina raunverulegu stýrendur sveitarfélagsins til að lúta sínum duttlungum, íbúum til skemmtunar. Þessi fíflakóngur er síðan að sjálfsögðu settur af um leið og renn- ur af mönnum og götusóparar hafa mokað upp tonnum af súkkulaðibréfum og plast- málum. Að morgni er allt víl sem var og raun- ar verra því fastan er hafin. Í grundvallarverki sínu um karnivalíska óreiðu gerði Mikael Baktín greinarmun á nokkrum stigum þessara hátíðarhalda. Í mik- ilfengleika sínum gátu þau verið frelsisafl sem leysti fólk úr viðjum: Þá hló fólk ekki AÐ öðr- um heldur MEÐ öðrum. Hins vegar gátu þau verið algjör andstæða frelsisvakningarinnar. Þá nýttu þeir sem fóru með völdin umsnún- inginn til að staðfesta að lögmæti yfirráða sinna. Allt snerist á hvolf, aðeins til að stað- festa þá reglu sem áður var og verður, líkt og jafnan er í bandarískum gamanmyndum. Óreiðan er aðeins til að draga fram hina blý- föstu sökku góðu gildanna: festunnar, ábyrgð- arinnar, stöðugleikans, stefnufestunnar, áræðninnar, hags almennings, lýðræðisins og manngildisins. Væri Reykjavík katólsk borg í lútersku landi gætu landsbúar spekúlerað á hvorn veginn pápistarnir vilja sveigja þessa óvenju líflegu og langvinnu kjötkveðjuhátíð sem hófst fyrir tveimur vikum. Því mitt í skrúðgöngunni ber á því að fornar hefðir bresta. Skyndilega eru áhöld um hvort spé- konungurinn megi spotta hina raunverulegu stjórnendur. Þeir kalla þessa kjötkveðjuhátíð „árás“ og „aðför“. Hefðbundin spéhróp alþýð- unnar að göngumönnum eru nú kölluð „skríls- læti“ og eru jafnvel ógnun við „lýðræðið“. Raunar eru allir í Reykjavík að verja „lýðræð- ið“. Á slíkum tímum er ekki mikið afgangs fyrir skop. Fastan hefst óvenju snemma í ár. Litla bomba Spaugstofunnar, þegar Ólafur F. Magnússon var af spékonungunum sýndur sem geðsjúklingur í þætti þeirra 26. janúar, hefði getið verið karnivalískt atriði í íhalds- sömum skilning þess orðs. Það hefði getað snúið valdinu á haus til að staðfesta það, hefði valdið kosið svo. Því jafnfrumstætt og það nú er þrá flestir að láta stjórna sér og láta segja sér að grundvallargildin séu í lagi. Stjórn- unarfræði nútímans ganga nú ekki út á merki- legri grundvöll en það. En í staðinn brugðust borgarstjóri og samherjar hans við eins og þeir hefðu engin völd og raunar verra en það, að þeir tryðu ekki sjálfir á grundvallargildin en vonuðu það eitt að fjölmiðlar og almenn- ingur segðu sér að þau virkuðu ennþá. Ofsa- kennd og vanstillt viðbrögðin við föstuinn- gangsleik Spaugstofunnar sýna hve veik sjálfsmynd nýju borgarfurstanna er. Þeim var í lófa lagið að láta hylla sig sem þá sem standa uppi keikir þegar sprellinu lýkur. Í staðinn höfða þeir til meðvirkninnar og af henni er nóg í landi þar sem góður helmingur þjóð- arinnar hefur alist upp í alkóhólíseruðum og yfirunnum fjölskyldum. Það virkaði líka. Jafn- vel pólitískir andstæðingar hins nýja borg- arstjórnarmeirihluta eiga ekki orð til að lýsa hneykslun sinni. Ólína Þorvarðardóttir mætti í Kastljós mánudaginn 28. janúar til að kveða niður spéið. Samherjarnir létu hafa eftir sér, t.d. í DV mánudaginn 28. janúar, að hér hefði verið gerð „árás“. Sjálfur sparaði Ólafur F. ekki stóru orðin í Mannamáli á Stöð 2 sunnu- daginn 27. janúar og talaði um „aðför“. Mánu- daginn 28. benti Guðmundur Andri Thorsson á í Fréttablaðinu að orðræða Ólafs F. stjórn- aðist raunar sífellt af slíkum ásökunum, að tali um að hvers konar gagnrýni á hann væri „ómakleg aðdróttun“. Hann væri fastur í mælskufræðigildru fórnarlambsins. Hann hefði mátt bæta því við að furðulegri en sífellt tal Ólafs um fórnarlambsstöðu sína eru hin áköfu köll samherja hans í pólitík um að sífellt sé verið að reyna að koma honum „úr jafn- vægi“. Að það sé hlutverk okkar allra að vernda hann. Að við verðum að láta lítið á okkur bera á meðvirkniheimilinu því að „pabbi er dottinn í það“. Vald sem þolir ekki háð er ekki merkilegt vald. Það hefur ekki þann styrk sem mið- aldafurstinn hafði til að láta spémynd sína, fíflið, leika sig í einn dag og draga dár að sér og fjölskyldu sinni allri og öllu því sem valda- grunnur hans byggðist á. Hófust pólitískar of- sóknir á hendur Spaugstofunni eftir Bermúdaskál Davíðs? Hófst allsherjar ákall um að „vernda hann“ því hann ætti við áfeng- isvanda að stríða. Nei, enda skildi endurreisnarfurstinn og skáldið gildi spéspeg- ilsins. Að morgni er allt víl sem var en höfð- inginn er aftur sestur í hásætið. Nú bregður hins vegar svo við að þeir sem valdið hafa virðast þess fullvissir að fíflið sé komið þar til að vera. Árvakur/Árni Sæberg Ólafur F. Magnússon „Ofsakennd og vanstillt viðbrögðin við föstuinngangsleik Spaugstofunnar sýna hve veik sjálfsmynd nýju borgarfurs- tanna er. Þeim var í lófa lagið að láta hylla sig sem þá sem standa uppi keikir þegar sprellinu lýkur,“ segir Kristján B. Jónasson. Föstuinngangur » Vald sem þolir ekki háð er ekki merkilegt vald. Það hefur ekki þann styrk sem miðaldafurstinn hafði til að láta spémynd sína, fíflið, leika sig í einn dag og draga dár að sér og fjölskyldu sinni allri og öllu því sem valdagrunnur hans byggðist á. FJÖLMIÐLAR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ! Einhverju sinni var mér sagt að í árdaga fótboltans hefðu verið festar á blað reglur leiksins. Þar stóð, ásamt öðru, að markvörð- urinn mætti taka knöttinn með höndum innan vítateigs. Þetta var auðvitað meðal þess sem menn vissu og allt gekk vel þar til markvörður nokkur tók sig til í miðjum leik, skokkaði yfir á vallarhelming and- stæðinganna, tók boltann þar með báðum höndum og kastaði honum í netið. Goooal! Markið var dæmt gilt, enda hafði alveg gleymst að taka fram í reglunum að markmaður mætti einungis handleika boltann í sínum eigin teig. Þetta er meðal þess sem manni kemur í hug við að fylgjast með borgarstjórn- arleikunum í Reykjavík. Úr fjarlægð, nota bene, nú prísar maður sig sælan að vera í útlöndum og þurfa ekki að þola fréttirnar dagana langa og á öllum kaffi- stofum og biðstöðvum bæjarins. Manni kemur sumsé í hug að ýmiss konar óskrif- aðar reglur, orðnar til úr almennri skyn- semi, hafi verið sveigðar, teygðar, ef ekki beinlínis slitnar, á síðustu vikum og mán- uðum í því hæpna skjóli að engum hafði flogið í hug að festa þær á blað. Þetta munu vera reglur um margvísleg heilindi, um mannleg samskipti, skyldur, trúnað, hag borgara, borgaralega óhlýðni, um fundahöld, um virðingu, um veikindi, vin- skap, vinnumóral, ábyrgð, og jafnvel al- menna bjartsýni, svo fátt sé talið. Ég segi ekki líka lýðræði, því hvergi mun hafa verið troðið á rétti kjósenda með sann- anlegum hætti enda fulltrúalýðræðið úr teygjanlegra efni en flest annað. Þetta er það sem mér skilst af lestri netmiðla og stöku símtali að heiman – um sjónarhornið úr innsta hring veit ég ekk- ert – en helst er að heyra að allir hafi eitt- hvað heimskulegt unnið, fylgjendur og andstæðingar, guðfeður, áhorfendur, gárungar, höfuðpaurar og fulltrúar og varamenn. Súrt ef satt reynist. Er þá nokkur tilgangur í að fylgjast með, eða taka yfirleitt mark á nokkrum manni framar? Eru ekki allir bara búnir? Allt þetta fólk? Ég veit það ekki. En hitt veit ég, eða er í það minnsta að hugleiða, að það er eins gott að velta borgarinnar skuli ekki vera nema þessar fáeinu tylftir milljarða, að það sé bara verið að slást um tvö gömul hús, að bara ein sjóbraut sé í uppnámi og atvinnuleys- ið varla nema prósent. Því á meðan stíf- pressaðir pólitíkusar slást um stóla og stinga hver annan í bak og brjóst er eins gott að borgin sem er undir sé lególand. Eins gott að það sé ekki borg eins og Barcelona þar sem nýlega var hrundið hryðjuverkaáformum sem höfðu lestar- farþega í hundraðavís í sigti. Eins gott að þetta sé ekki borg eins og Napólí, þar sem þúsundir tonna af sorpi fljóta um stræti og mafían aflar 7% af vergri þjóð- arframleiðslu. Jafngott að þetta sé ekki borg eins og Berlín þar sem 14% atvinnu- leysi þykir sæmilegasti árangur, og síst væri skárra ef hnífakastið færi fram í London rétt á meðan upp kemst enn og aftur um mansal á börnum frá Rúmeníu og úthverfafeður eru barðir til dauðs af nágrönnum um bjartan dag. Kannski er ekkert sanngjarnt að taka svona dæmi, og þó, þetta er nú bara í löndum sem við berum okkur saman við, að ekki sé minnst á önnur fjærliggjandi þar sem lífsgæði eru í alvöru uppnámi. Hugsa sér, á meðan allt fer ítrekað í háa- loft við Tjörnina, hvað það er þá mikið happ að Reykjavík skuli vera svona lítil, sæt og friðsöm í rekstri. En um leið spyr maður sig, hálfhissa: Hvernig nenna manneskjurnar að æða svona fnæsandi um alla garða og gáttir út af völdum í einum litlum hversdagsbæ eins og Reykjavík?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.