Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Side 5
að hún skildi ekki fólk sem spyr hana hvort
fjölskyldan skipti ekki um bíl eða fari til út-
landa ef eiginmaðurinn selur tvö eða þrjú verk
á sýningu. „Fólk athugar ekki að hann er
launalaus á meðan hann vinnur að verkunum,
mánuðum saman. Ef við reiknum söluna sem
mánaðarlaun, þá eru þau ekki há.“
Sömu sögu má segja um aðrar listgreinar;
hámenntað tónlistarfólk æfir vikum saman
fyrir tónleika og fær svo kannski styrk sem
dugir fyrir efnisskrá. Stuðningurinn, ef hann
er einhver, nær oft bara til umgjarðar uppá-
komanna; listafólkið ber sjálft kostnaðinn af
sínu framlagi.
Fá stuðninginn til baka
„Fjölbreytt og skapandi menningar- og
menntalíf elur af sér einstaklinga sem verða
starfskraftar í fyrirtækjum sem byggja á hug-
viti og frumlegri hugsun – og styrkja þannig
stöðu þeirra í harðri og oftast alþjóðlegri sam-
keppni.“ Þannig lýsir starfsmaður í bankageir-
anum uppeldislegu gildi þess að fyrirtæki
leggi fé í menninguna. Það er verið að ala upp
frumlega og frjóa starfsmenn fyrir framtíðina.
Annað er síðan og mikilvægt í núinu, að með
því að styðja við samfélagsleg málefni, skapa
fyrirtæki sér jákvæða ímynd. Hana má jafnvel
reyna að meta til fjár. Þá skapar stuðningur
sem þessi tengsl við fólk og hópa sem nýtast á
einhvern hátt í viðskiptalegum tilgangi. Þarna
er aftur komin hugmyndin um að allir græði.
Samson er aðalstyrktaraðili Listasafns Ís-
lands og Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri,
segir mikið muna um þann stuðning. „Við get-
um verið með ókeypis aðgang að safninu fyrir
tilstuðlan þessa styrks,“ segir hann. „Þá fer
hann einnig í kynningarstarf og fleira.“ Safnið
þarf í dag að leita að hlutfalli rekstarfjárins út
fyrir veggi stofnunarinnar. Aðrir styrktarað-
ilar koma einnig að rekstrinum en þeir tengj-
ast einkum sérstökum verkefnum. Halldór
Björn segir eðlilegt að fyrirtæki sem leggi
peninga í menninguna vilji fá eitthvað í stað-
inn, nafnið sé tengt safninu og uppákomur á
vegum fyrirtækjanna eru haldnar í sölum
þess. Hann er sannfærður um að fyrirtækin
uppskeri ríkulega, auglýsinga- og ímynd-
arlega, með því að tengja sig við menninguna.
Gunnar B. Dungal, fyrrverandi eigandi
Pennans, hefur ásamt Þórdísi A. Sigurð-
ardóttur eiginkonu sinni, um árabil styrkt
unga myndlistarmenn auk þess að safna
myndlist af mikilli ástríðu. Hann segir skap-
andi listafólk og listrænt umhverfi hafa örv-
andi áhrif á hugsun annarra og örvi þannig
fólk í fyrirtækjum og stofnunum. „Það er
sannað að þjóðir með frjótt listalíf eru öflugar
á svo margan hátt,“ segir Gunnar. Hann stóð
að Listasjóði atvinnulífsins fyrir rúmum ára-
tug, þar sem listfræðingar aðstoðuðu forsvars-
menn fyrirtækja við að kaupa skapandi mynd-
list. Gunnar segir viljann hafa verið fyrir hendi
en sumir stjórnendur töldu sig ekki hafa vit á
listinni. „Þarna eiga menn að leita sér grunn-
þekkingar og aðstoðar eins og í öðru,“ segir
hann. Menn vildu frekar leita í skjól látinna
meistara en í storminn með nýsköpuninni. Til
að mynda „skiluðu“ tveir forstjórar Kristjáni
Davíðssyni, þegar þeim var boðið að vinna með
hinum fullorðna listmálara. Nú nokkrum árum
síðar er barist um verk Kristjáns, og verð virð-
ist varla skipta máli. „Djörfungin sem menn
sýna í rekstri fyrirtækjanna mætti end-
urspeglast í vali á myndlist. Þeir sem hafa sýnt
dirfsku með kaupum á myndlist, sem þótti
framúrstefnuleg, hafa uppskorið ríkulega – í
peningum og listfræðilega,“ segir Gunnar.
Talað er um að stjórnendur fyrirtækja séu
að verða víðsýnni og hugmyndaríkari; margir
hafa menntast erlendis, notið menningar þar
og vilji halda þeim lífsstíl hér á landi.
„Því ber að fagna að fyrirtækin hafa verið að
taka aukinn þátt í menningunni,“ segir Sig-
urður Gísli Pálmason, fjárfestir. „Ég er sann-
færður um að menn fá þetta til baka. Eftir 100
ár munu menn ekki hafa áhuga á því hvort ein-
hver banki var með metafkomu þetta eða hitt
árið, heldur munu menn skoða menningar-
umhverfið sem hann átti þátt í að skapa. Við-
skiptin eru ákveðin forsenda þess að þetta
gangi en með því að sinna þessum málum er-
um við að skrifa söguna. Ég hef trú á því að
samlíf við listir og menningu geti verið snar
þáttur í árangri manna, í viðskiptum og öðru.“
Hugsa um neðstu línuna
Horfur í efnahagslífinu eru heitt umræðuefni
þessa dagana, á menningarviðburðum sem
annarsstaðar. Á myndlistarlistsýningum rétt
eins og í hléi á tónleikum heyrist í pískrinu ótti
um að búast megi við samdrætti í framlögum
einkageirans til samfélagsmálefna á komandi
misserum.
„Það hvarlar ekki að mér að fyrirtækin
dragi að sér hendurnar og hætti að taka þátt í
samfélagslegum verkefnum,“ segir Þórunn
Sigurðardóttir hjá Listahátíð og virðist nokk-
uð viss í sinni sök.
Senn kemur í ljós hvernig ganga mun að afla
stuðnings einkageirans við Listahátíð í vor. Og
smám saman ætti einnig að skýrast hvað bank-
arnir hyggjast verja miklu fé á árinu til þess-
ara málefna. Það er farið að kvisast út að fé
sem listamenn hafi hálfpartinn haldið að hafi
verið búið að lofa í verkefni á síðasta ári, sé
mögulega ekki á leiðinni.
Nokkrir stórir styrktarsjóðir hafa orðið til á
liðnum árum og framlög úr þeim hljóta að ráð-
ast af ávöxtun fjárins. Eins og allir vita hefur
ávöxtun síðustu mánaða ekki verið eins og
misserin þar á undan.
Bent er á að úti í samfélaginu séu ein-
staklingar sem leggi fé af mörkum af hugsjón,
til ýmiskonar samfélagslegrar málefna og
haldi því áfram. En þegar harðni í ári þurfi
stjórnendur fyrirtækja, hvað þá fyrirtækja á
markaði, að huga vel að því að stuðningur við
ýmis málefni þjóni um leið hagsmunum fyr-
irtækisins. Þau kunni þó áfram að hafa fullan
hug á því að sýna samfélagslega ábyrgð. „Það
verður að hugsa um neðstu línuna“ – það er
hagnaðinn. Reksturinn þarf að vera réttu meg-
in við núllið.
Stóriðja 21. aldar?
Hvað sem líður óvissu þeirra daga sem kunna
að vera að renna upp, þá leggja margir við-
mælendur áherslu á þá skoðun sína, að menn-
ingin hafi ótvíræð og mikilvæg áhrif á efnahag
landsins og ekki síður ímynd. „Menningin
skapar gríðarlegar tekjur hér,“ segir Þórunn
Sigurðardóttir. Henni er til efs að annað Evr-
ópuland hafi jafn sterka menningarímynd í
dag. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.
Menningin er líka holl, hún vinnur gegn
gegndarlausu neysluæði – menningin er já-
kvæð, hvernig sem á hana er litið.“
„Fólk hefur í síauknum mæli farið að líta á
menninguna sem lífsgæði,“ segir Halldór
Björn Runólfsson.
Ágúst Einarsson er ekki síður trúaður á
mátt menningarlífsins. Hann telur mögu-
leikana vera mikla en þá þurfi að virkja. „Ég
held að Íslendingar geti gert menningariðnað
að stóriðju 21. aldarinnar, sem skapandi at-
vinnugrein,“ segir Ágúst. „Jarðvegurinn er
fyrir hendi og það er nægileg eftirspurn hér,
og í heiminum öllum. Allsstaðar vantar afþrey-
ingu sem tengist mennningariðnaði og á því
sviði höfum við meiri möguleika en margar
aðrar þjóðir. Ef við grípum ekki gæsina þegar
hún gefst, þá flýgur hún og einhver annar
grípur hana. Spurningin er að sjá hlutina á
réttum tíma – það gagnar ekki að sjá ljósið tíu
árum of seint.“
Menning kostar peninga. Það vita lista-
menn, sem hafa greitt með sínu starfi af hug-
sjón, og sú staðreynd er stjórnvöldum ljós,
enda hafa þau haldið listastofnunum gangandi
og styrkt listamenn til að þeir geti unnið að
sköpun sinni. Á síðustu árum hefur einkageir-
inn komið af margföldum krafti inn í menning-
arlífið og allir eru sammála um að það hafi ver-
ið til góðs; það hefur styrkt listalífið hér
innanlands og ekki síður í útrásinni. Ímynd
landsins hefur orðið nátengd skapandi kröft-
um. En hvert verður framhaldið? Margir velta
því fyrir sér þessa dagana, þegar fréttir berast
af versnandi afkomu fyrirtækja og lánastofn-
ana, hvort menningin muni nú hverfa í skugga
skuldaálagsins.
Morgunblaðið/ÞÖK
Menningarveisla Listahátíð í Reykjavík opn-
aði með glæsibrag í Listasafni Íslands fyrir
nokkrum árum. Stuðningur fyrirtækja við
síðustu listahátíð nam á fjórða tug milljóna
og hefur aldrei verið meiri.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 5
Ætti hið opinbera að veita aukinnskattafslátt á móti framlögumtil menningarinnar? Sú er
skoðun margra viðmælenda. Þeir tala um
að veita þurfi skattafslátt á móti fram-
lögum, svipað og gert sé í löndum beggja
vegna Atlantshafs. Slíkt hefur til að
mynda tíðkast um árabil í Bandaríkjum
og þótt skila góðum árangri. Fyrirtæki
leggur milljón í opinbera tónleika eða
myndverk fyrir safn og kostnaðurinn er
jafnvel allur frádráttarbær frá skatti.
Fyrir skömmu fjallaði forstöðumaður
listasafns þar í landi um þetta fyr-
irkomulag í viðtali og sagði alla græða.
Söfnin hefðu ekki efni á að kaupa mik-
ilvægustu listaverk samtímans, en þau fá
efnaða safnara eða fyrirtæki til að gera
það, þeir njóta verkanna í einhvern tíma
en ánafna þau síðan safninu. Safnarinn
fær kaupverðið eða ákveðinn hluta þess
til baka í formi skattaívilnana, safnaeign-
in styrkist með þessum mikilvægu verk-
um og þannig græðir safnið; almenn-
ingur græðir með aðgengi að verkunum.
Samkvæmt 31. grein tekjuskattslaga
frá 2003 og reglugerð 483 frá 1984 geta
fyrirtæki hér á landi í dag notið skattaf-
sláttar fyrir að styrkja menningarstofn-
anir og viðurkennd góðgerðarmálefni, þó
ekki yfir 0,5% af veltu, gegn því að
ákveðin skilyrði séu uppfyllt.
Þarf að ganga lengra hér
„Það ætti að innleiða hér svipaðar reglur
og eru í mörgum löndum sem veita fyr-
irtækjum frádrátt á sköttum gegn fram-
lögum til menningarmála, það hefur alls
staðar gefist vel. Allir græða,“ segir
Ágúst Einarsson rektor sem vill bæta um
betur. „Það myndi hjálpa til við að
byggja brýr milli atvinnulífs og menning-
ar. Ríkið verður við þetta af smávægileg-
um tekjum en það skilar sér aftur í aukn-
um umsvifum. Fyrirtækin verða
þátttakendur á nýju sviði, samband lista-
manna við fyrirtækin styrkist og það er
beinn fjárhagslegur ávinningur fyrir
þau. Þetta er ekki flókið fyrir skatt-
kerfið.
Ég held að þetta yrði ennþá árangurs-
ríkara hér á landi en víða annars staðar,
því hér er verið að gera svo mikið í
menningarmálum. Neysla á menningu er
miklu meiri hér en víðast annars staðar.“
Halldór Björn Runólfsson, for-
stöðumaður Listasafns Íslands, segist líta
þannig á að það væri hagur allra að veita
fyrirtækjum afslátt gegn framlagi til
menningarmála. „Þetta er mjög stíft
hér,“ segir hann. Hann segir að stjórn-
völd virðist vantrúa á að þetta sé vænleg
leið til að hvetja fjármagnseigendur til að
spila stærri rullu á þessu sviði. „Í hinum
engilsaxneska heimi er það nánast við-
tekin venja að einkaaðilar kaupa mik-
ilvæg verk fyrir söfn, með þeim skil-
yrðum að þeir haldi þeim í ákveðinn
tíma, og síðan renna verkin inn í safna-
eignina. Þeir njóta skattfríðinda á móti.“
Einstaklingur sem hefur mikinn áhuga
á listum segir að á þessu sviði megi taka
verulega til hendinni. „Í Danmörku eru
til að mynda skattareglur sem hvetja
fjármagnseigendur til góðra verka. Þetta
þarf að ganga lengra hér,“ segir hann.
Annar, sem starfar innan fjármálageir-
ans, segir að komi til breytinga á lögum
sem heimila frekari ívilnanir og skattaaf-
slætti megi telja víst að fyrirtæki muni
auka stuðning sinn við menningarmál.
Hann bætir síðan við: „Hins vegar má
alltaf ætla að útgjöld sem þessi séu fljót
að hverfa þegar hart er í ári og þá dygðu
slíkar ívilnanir stutt.“
Frekar altækar aðgerðir
Fólk sem rætt var við í stjórnkerfinu seg-
ir þessa umræðu koma reglulega upp, að
veita þurfi ríflegri skattafslátt gegn
framlögum til menningar. En einnig sé
rætt um að veita þurfi afslátt gegn fram-
lagi til íþrótta- og góðgerðarmála, og til
rannsókna og nýsköpunar. Menn hafi því
verið hikandi við að fara út í aðgerðir
eins og þessar, að gera stuðning við
þessa málaflokka frádráttarbæran.
Stjórnvöld hafa frekar horft á altækar
aðgerðir en sértækar, eins og að lækka
skatt á fyrirtækjum, sem ættu þá að hafa
frekara svigrúm.
Segja alla
græða á skat-
tafslætti