Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Side 8
8 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Einar S. Einarsson
A
thuganir benda til að Ís-
land hafi aldrei fengið
jafnmikla umfjöllun í al-
þjóðlegum fjölmiðlum og
árið 1972 þegar „Einvígi
aldarinnar“, heimsmeist-
araeinvígið í skák milli Boris Spassky og
Bobby Fischer, var háð í Reykjavík. Þar
er fundur Reagans og Gorbashovs um
heimsmálin, kjarnorkuvá og geimvarna-
áætlun árið 1986 ekki undanskilinn. Svo
mikla athygli dró þessi einmana sérvitri
skáksnillingur að sér bæði þá og síðar.
Félögum RBJ-hópsins fannst fangelsun
Fischers í japönskum innflytjendabúðum
árið 2004, að undirlagi Bandaríkja-
stjórnar, ekki vekja verðskuldaða athygli
og vera grimm og óréttlát. Ef hann yrði
framseldur til heimalands síns biði eins
mesta skáksnillings allra tíma, sjálfs
Mozarts skáklistarinnar, ekkert nema
harðræði og dauði bak við lás og slá, fyrir
það eitt að hafa fært taflmenn af einum
reit á annan. Íslendingar áttu Fischer
mikið að þakka fyrir að hafa komið landi
þeirra á kortið og hann var orðinn hluti af
nútímasögu þess. Eftir að barátta þeirra
hófst til þess að frelsa hann úr þeirri prís-
und og klemmu sem hann var kominn í
fór málið allt á flug.
RJF-baráttuhópurinn
Mánuði eftir að Fischer hafði óvænt verið
sviptur ferðafrelsi sínu og hnepptur í
varðhald í Japan út af vegabréfi sínu,
hafði hann á ný eftir 30 ára hlé samband
við Sæmund Pálsson (Sæma rokk), lög-
reglumann, sem hafði verið „lífvörður“
hans 1972 í Reykjavík. Sæmi tók svo upp
þráðinn við ráðamenn á Íslandi og vakti
athygli á málinu og þessari óréttlátu
meðferð á vini sínum Fischer. Í framhaldi
þar af var stofnaður stuðningshópur, The
RJF Campaign Group, að undirlagi Guð-
mundar G. Þórarinssonar verkfræðings,
sem tók málið föstum tökum. Hópinn
skipuðu auk hans Helgi Ólafsson stór-
meistari, Ingvar Ásmundsson skólastjóri,
Garðar Sverrisson stjórnmálafræðingur,
Magnús Skúlason geðlæknir, Hrafn Jök-
ulsson rithöfundur, Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir, forseti Skáksambands Íslands,
og Einar S. Einarsson bankamaður sem
síðar var kjörinn formaður. Allir áttu
þessir menn það sameiginlegt að vera
miklir skákáhugamenn og baráttumenn
fyrir frelsi, réttlæti og mannréttindum.
Einar og Guðmundur voru báðir fyrrv.
forsetar SÍ og hinn síðari aðalskipuleggj-
andi einvígis aldarinnar 1972.
Sæmi var á Spáni þegar hópurinn hófst
handa en kom strax til starfa með honum
þegar hann kom til landsins. Í 5 mánuði
hittist hópurinn, oftast vikulega, og leit-
aði leiða og allra bragða til þess að frelsa
Fischer, taflið var teflt leik af leik.
„Ógilt vegabréf“
Fischer hafði verið stöðvaður á Narita-
flugvellinum í Tókýó síðdegis hinn. 13.
júlí 2004 er hann var að skrá sig á flug
JL745 til Manila. Var það gert á grund-
velli þess að Japönum hafði að sögn bor-
ist nokkrum mánuðum áður orðsending
með faxi frá bandaríska sendiráðinu á
Filippseyjum, um að bandaríska dóms-
málaráðuneytið hefði fyrirvaralaust num-
ið vegabréf hans úr gildi. Þá var Fischer
á leið úr landi 2 dögum áður en löggilt 3ja
mánaða dvalarleyfi hans í Japan rann út.
Ljóst var að Japanir og Bandaríkjamenn
höfðu haft með sér samantekin ráð um að
leiða hann í gildru, því Fischer hafði síður
en svo verið á flótta eða í neinum felum.
Japönskum yfirvöldum var fullkunnugt
um dvalarstað hans í Tókýó, heima hjá
Miyoko Watai vinkonu sinni, forseta Jap-
anska skáksambandsins. Allt var þetta
mál hið undarlegasta.
Ástæða ógildingar vegabréfsins var
sögð sú að Fischer hefði rofið við-
skiptabann Sameinuðu þjóðanna á fyrr-
um Júgóslavíu, þegar hann tefldi þar
1992 við Spassky, 20 árum eftir hið sögu-
frægu einvígi þeirra um heimsmeist-
aratitilinn í Reykjavík. Fischer var hins
vegar með fullkomlega gilt vegabréf, út-
gefið í Bern í Sviss 1997 með gildistíma til
ársins 2007 og honum var alls ókunnugt
um að það hefði verið afturkallað. Hópn-
um var tjáð að samkvæmt bandarískum
lögum bæri að tilkynna viðkomandi á
sannanlegan hátt ef til stæði að afturkalla
vegabréf hans og hefðu menn þá and-
mælarétt. Lögformlega var þannig rangt
að „ógildingunni“ staðið, bæði að hans og
flestra áliti. Fischer höfðaði því strax mál
í Japan vegna ólöglegrar handtöku og
varðist þannig þeirri fyrirætlan yfirvalda
að verða sendur tafarlaust til heimalands
síns, Bandaríkjanna. Vitað var að þar
gæti beðið hans 10 ára fangavist og 1
milljónar dollara sekt fyrir hið meinta
brot hans að færa til taflmenn á hvítum
reitum og svörtum í óþökk yfirvalda.
Fischer fullyrti ítrekað að um gróft og
svívirðilegt mannrán væri að ræða. Hann
var síðan hafður í haldi í innflytj-
endabúðum við illan kost, Ushiku „deten-
tion center“, sem mönnum virtist vera
rammgert fangelsi þegar fulltrúar bar-
áttuhópsins heimsóttu hann þangað. Tala
varð við Fischer gegnum vegg með gler-
glugga ekki ólíkt því sem menn sjá í
glæpamyndum og til þess að komast til
viðtals við okkur þurfti Fischer að fara
gegnum 16 læstar dyr. Einungis fékk
einn að ræða við hann í einu. Í þessum
búðum dvaldi Fischer í rúma 8 mánuði
við slæman aðbúnað meðan heilsu hans
hrakaði eða þar til málalyktir fengust.
Telft leik fyrir leik
Baráttuhópurinn hélt marga hugar-
flugsfundi þar sem allar hliðar málsins
voru skoðaðar og leiðir ræddar. Í Tókýó
var starfandi stuðningshópur „Free
Bobby Fischer“. Formaður hans var
John Bosnitch, kanadískur blaðamaður af
bosnískum uppruna, hreint frábær að
dugnaði og hugmyndaauðgi. Þrír lög-
fræðingar unnu að máli Fischers þarna
úti en aðallega þó Masako Suzuki, skörp
og ákveðin ung kona. Þá var vinkona
Fischers, Miyoko Watai, formaður Jap-
anska skáksambandsins, í stöðugu sam-
bandi við hann og heimsótti hann nær
daglega þó að um langan veg væri að
fara, en Ushiku-fangabúðirnar eru í út-
jaðri Tókýó. Skammt þaðan er kjarn-
orkuver sem Fischer hafði illan bifur á og
bölsótaðist mikið yfir, enda mjög áhuga-
samur um vistvænt umhverfi og holl-
ustuhætti.
Þeir Sæmi og síðar Garðar Sverrisson
voru reglulega í símasambandi við Fisc-
her. Einstakir nefndarmenn, þeir Magn-
ús, Garðar, Helgi og Guðmundur, rituðu
beittar ádeilugreinar um málið í Morg-
unblaðið, virtasta dagblað Íslands, sem
athygli vöktu, bæði heima og erlendis, því
sumar þeirra voru þýddar á ensku og
birtar á netsíðum. Ingvar var ráðagóður
að vanda. Hrafn og Lilja töluðu vel fyrir
málinu í fjölmiðlum, að ógleymdum
Sæma rokk, sem var stöðugt í fréttum og
barðist fyrir því að mál Fischers yrði
leyst hið fyrsta. Einar hélt utan um verk-
efnið í heild sinni og var ötull við skrifa og
senda fréttapistla og myndir á helstu
skákfréttasíður heims, svo sem á Chess-
base.com; TWIC; og Chessville.com
(USA), sem vöktu áhuga marga, m.a.
skákdálkahöfunda, og bárust þaðan víðar.
Þegar leikurinn tók að æsast voru tek-
in tíð viðtöl við ýmsa úr hópnum, alþing-
ismenn og aðra um málið af erlendum
fjölmiðlum. Fréttaritari AP á Íslandi,
Valur Gunnarsson, kom reglulega frétt-
um af framvindu málsins í heimsfréttir.
Þess er og vert að geta að 3 leiðarar birt-
ust í Morgunblaðinu sem vógu þungt, þar
var jákvæð afstaða var tekin til máls
Fischers og stjórnvöld hvött til aðgerða.
Stuðningur margra alþingismanna úr öll-
um flokkum var ómetanlegur.
Bandaríski stórmeistarinn William
Lombardy, sem var aðstoðarmaður Fisc-
hers 1972, reit sterkt ákall til íslenskra
stjórnvalda um að bjarga Bandaríkjunum
frá þessari sneypuför á hendur Fischer,
en stórmeistarinn Ilya Gurevich fann sig
knúinn til að skrifa opið bréf til íslensku
þjóðarinnar til að láta vanþóknun sína á
þessu hjálparstarfi í ljósi. Skáksamband
Bandaríkjanna var afskiptalaust og svar-
aði engum bréfum eða fyrirspurnum.
Fléttað í miðtafli
Fulltrúar nefndarinnar heimsóttu bæði í
bandaríska og japanska sendiráðið í
Reykjavík, mótmæltu meðferðinni á Fisc-
her og töluðu máli hans. Þar var krafist
skýringa á öllum málatilbúnaði bæði
munnlega og skriflega. Af hverju biðu
Bandaríkin í heil 12 ár, frá 1992-2004,
með að afturkalla vegabréf skáksnillings-
ins ef hann hafði brotið lög, reyndar lög
sem síðan höfðu verið felld úr gildi? Að
því er best er vitað hafa engir aðrir verið
ákærðir fyrir að hafa brotið umrætt við-
skiptabann, ekki einu sinni vopnasalar,
eins og fram kemur í æviminningum Bill
Clintons, fyrrv. forseta. Skák var ekki
einu sinni á listanum yfir svokallað al-
þjóðlegt viðskiptabann. Einn embætt-
ismaður vísaði á annan og önnur ráðu-
neyti en engin svör fengust.
Eftir viðræður við Útlendingastofnun
var talinn góður grundvöllur fyrir því að
fara fram á dvalarleyfi fyrir Fischer á Ís-
landi. Reyndar hafði Fischer, þegar hér
var komið, afsalað sér bandarískum rík-
isborgararétti og reynt að sækja um dval-
arleyfi í Sviss og Venezúela en fengið
synjun og þreifað fyrir sér í Þýskalandi..
Í framhaldi þar af ritaði Fischer að und-
irlagi hópsins Davíð Oddssyni utanrík-
isráðherra persónulegt bréf og bað um að
sér yrði veitt dvalarleyfi á Íslandi. Davíð,
sem er bridge- og skákáhugamaður,
brást vel og drengilega við beiðni hans og
var dvalarleyfi til handa Fischer gefið út
15. desember 2004.
Segja má að með þessu útspili hafi
Davíð boðið Bush-stjórninni birginn, einn
vestrænna leiðtoga. Þessi frétt flaug um
allan heim og töldu sumir þetta vera
nokkra storkun við stórveldin Bandaríkin
og Japan af hálfu litla Íslands. Bandaríski
sendiherrann í Reykjavík, James Gads-
den, sá af þessu tilefni ástæðu til að
ganga á fund Davíðs og „óska“ eftir því
að dvalarleyfið yrði þegar dregið til baka
og setti með því nokkurn þrýsting á ís-
lensk stjórnvöld. Vöktu þessi viðbrögð
einnig heimsathygli og var meira segja
fjallað um þau á Aljazeera-fréttarásinni
sem óviðeigandi inngrip í sjálfstæði
landsins.
Út af fyrir sig hefði Japönum verið í
lófa lagið að heimila Fischer að fara til Ís-
lands út á dvalarleyfið eitt og sér, ef þeir
hefðu viljað koma honum af höndum sér
og leysa þannig málið friðsamlega, en sú
von brást. Þrátt fyrir mikla eftirgangs-
muni af hálfu nefndarinnar varð nokkur
töf og fyrirstaða á því að sérstakt útlend-
ingavegabréf, sem getur fylgt slíku dval-
arleyfi, væri gefið út af ísl. stjórnvöldum.
Því varð að ráði að leggja til við Fischer
að sækja formlega um íslenskan rík-
isborgararétt sér til han
gamalla tengsla við land
um sent uppkast að slíkr
hann síðan Halldóri Blön
þingis Íslendinga, sem e
maður, handritað bréf þe
lagar hópsins færðu hon
því máli síðan fylgt eftir
arinnar með viðtölum við
ismenn, netpósti og með
studdu erindi til Alþingis
Farið til Japans
Óhætt er að segja að nok
hafi orðið í baráttunni fy
hers þegar nokkrir nefnd
að leggja land undir fót o
til þess að freista þess til
Fischer lausan. Það hafð
herjarnefnd Alþingis haf
umræður komist að þeir
eðlilegt væri að láta reyn
lendingavegabréf, eins o
áður barist fyrir, áður en
tekin til veitingar ríkisbo
nú drifið í því að fá það g
sent til íslenska sendiráð
framhaldi þar af, 2. mars
Guðmundur G. Þórarins
Sverrisson og Einar S. E
ýó. Nokkru áður hafði Sæ
Japans ásamt 2 kvikmyn
armönnum sem ætluðu a
armynd um Fischer og a
Í Tókýó naut hópurinn
stuðnings John Bosnitch
og lögfræðinga Fischers
og undirbjó þrjá fréttam
allir voru vel heppnaðir.
mættu tugir fréttamann
fréttastofnunum heims o
fjölmiðlum. Þar skiptust
irnir á að halda framsögu
fyrirspurnum. Auk þess
stöðugum fréttaflutning
dagblöðunum heima og S
stöðvum. Hafði hann frá
Fischer, átökum í fangel
soðnu“ eggi, nefbroti og
augum fangavarða. Um þ
netmiðlun í Kalkútta og
og víðar um heim.
Vegabréf Fischers
Það kom fulltrúum hóps
óvart að íslenski sendihe
Baráttan um frelsi Bobby
Það var mikið uppistand þegar einka-
þota Baugs Group lenti á Reykjavík-
urflugvelli 24. mars 2005 með Bobby
Fischer innanborðs. Að baki flugferðinni
var merkileg saga sem er rakin hér af
einum þeirra sem áttu hlut að máli.
Heimkoman Guðmundur G. Þórarinsson reyndi að heilsa Bobby Fischer við heimkomu hans, en skáksnillingurinn var leiddur af fréttamanni Stöðvar 2 beinu
Jón Þórisson yfirlögregluþjón og Einar S. Einarsson. Hér var mikill þjóðarviðburður í uppsiglingu þegar Fischer, hinn nýi stjúpsonur Íslands, stigi fæti á íslen