Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 9 da á grundvelli og þjóð og hon- ri beiðni. Ritaði ndal, forseta Al- r liðtækur skák- ess efnis, sem fé- num á fundi. Var af hálfu nefnd- ð einstaka alþing- ð sérstöku rök- s. kkur þáttaskil yrir frelsun Fisc- darmenn ákváðu og fara til Tókýó l fullnustu að fá ði þá gerst að alls- fði eftir miklar rri niðurstöðu að na á sérstakt út- og hópurinn hafði n afstaða væri orgararéttar. Var gefið út og hrað- ðsins í Japan. Í s 2005, héldu þeir son, Garðar Einarsson til Tók- æmi haldið til ndagerð- að gera heimild- atburðinn. n ómetanlegs h, Miyoko Watai s. John skipulagði mannafundi sem Á þessa fundi a frá helstu og japönskum t nefndarmenn- uræður og svara hélt Einar uppi gi á Netinu og í Sæmi í útvarps- á ýmsu að segja af lsinu út af „harð- brotnum gler- þetta mátti lesa á Katmandu sem ins verulega á errann í Japan, Þórður Ægir Óskarsson, var mjög hik- andi við að afhenda lögfræðingi Fischers vegabréf hans, sem þá var talið geta verið lausnarleikurinn í stöðunni. Bar fyrir sig viðbrögðum japanska dómsmálaráðu- neytisins þess efnis að ekki mætti af- henda honum það meðan hann væri fangi. Var það ekki fyrr en eftir marga daga og mikla eftirgangsmuni að sendiherrann ákvað að láta vegabréfið af hendi. Þá hafði John Bosnich krafist þess skilyrð- islaust af honum að ef hann afhenti ekki vegabréfið yrði það tafarlaust sent aftur til Íslands, á skráð heimilisfang Fischers þar, heima hjá Sæma í Reykjavik. Síðan yrði það sent honum með hraði til baka. Eins hafði verið tekið upp afar skorinort og gagnrýnið viðtal af RÚV við Guðmund um hina furðulegu og óskiljanlegu af- stöðu sendiherrans. Rétt fyrir hádeg- isfréttir 7. mars gaf sendiherrann sig skyndilega og ákvað að láta vegabréfið af hendi, svo viðtalinu við Guðmund var aldrei útvarpað heldur fréttunum af af- hendingu þess. Glöddust menn nú mjög og ákváðu að framlengja dvölina í Tókýó um 2 daga til að láta reyna á hvort nú væri hægt að koma hreyfingu á hlutina. Fljótlega varð þó ljóst að þetta myndi ekki duga þegar í ljós kom þegar á reyndi sú þrákelkn- islega afstaða japanskra yfirvalda að skv. japönskum lögum bæri að senda Fischer til heimalands síns þegar réttarhöldum í máli hans lyki. Flækjur í endatafli Horfði nú skyndilega verr en áður um já- kvæðar málalyktir. Ekki bætti úr skák að fréttir höfðu borist af því að fyrirhuguð væru réttarhöld í Bandaríkjunum, eftir tæpan mánuð, þar sem nýjar sviðsettar sakir yrðu bornar á Fischer fyrir meint skattsvik og peningaþvætti, enda orðið ljóst að það að tefla skák varðaði ekki við lög í Japan frekar en á Íslandi og dygði ekki til framsals hans. Né nægðu óheppi- leg ummæli hans um 9/11 ekki til að rétt- læta handtöku hans, því málfrelsi er eitt af grundvallarákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar. Síðdegis, daginn áður en haldið skyldi til baka til Íslands hringdi Suzuki lög- fræðingur í ofboði á hótelið og kvaðst hafa náð fundi við mikilsháttar öld- ungadeildarþingmann úr stjórnarliði jap- anska þingsins. Gaf hún upp símleiðis nafn á fundarstað „Sagniin Giin Kaikan“, sem væri skrifstofuálma þinghússins. Hópurinn ætti að taka leigubíl með hraði og hitta hana, John og alla lögfræðingana þar þrjá eftir rúman hálftíma. Nú var haldið út í óvissuna og það hafðist að ná á leiðarenda í tæka tíð. Fundurinn reyndist mjög áhrifaríkur og má fullyrða að þarna hafði orðið straumhvörf í málinu Jap- ansmegin frá. Þessi ágæti ungi þingmað- ur, menntaður í Bretlandi og sem óskaði eftir nafnleynd, tók málið strax upp á sína arma, en vegna stöðu sinnar taldi hann betra að vinir hans í stjórnarandstöðunni tækju mál Fischers upp í fyrirspurn- artíma í þinginu, síðar í vikunni. Þetta leiddi síðan til þess að Miszuko Fukushima, formaður JDP, flokks jafn- aðarmanna, gerði harða hríð að frú Chieko Nohno dómsmálaráðherra sem ljóst var að hafði slæman málstað að verja. Eins átti hún viðtal við Masaharu Miura fangabúðastjóra sem reyndist hafa úrslitaþýðingu fyrir lausn málsins. Ríkisborgararéttur Engu að síður voru nú góð ráð dýr og menn að falla á tíma. Strax eftir heim- komuna var ákveðið að þrýsta frekar á Alþingi um ríkisborgararétt til handa Fischer. Umsókn hans, sem lögð hafði verið til hliðar í allsherjarnefnd meðan önnur úræði voru reynd, fékkst tekin á dagskrá og til skjótrar meðferðar að nýju. Nokkrir fulltrúar úr baráttuhópn- um mættu á fund þingnefndarinnar og útveguðu síðan að ósk hennar óyggjandi yfirlýsingar frá lögfræðingum Fischers og dómsmálayfirvöldum í Japan, þess efnis að Fischer fengi að fara til Íslands ef væri hann orðinn íslenskur ríkisborg- ari. Bandaríkjamenn voru að undirbúa framsalskröfu á nýjum grundvelli, svo ljóst var að hafa þurfti hraðar hendur ef takast ætti að vinna endataflið í þessari miklu refskák. Stærstu fréttastofur heims kynntu málið á þann hátt að örlög þjóðsagna- persónunnar Bobby Fischers væru nú í höndum Alþingis Íslendinga. Er skemmst frá því að segja að allsherj- arnefnd ákvað samhljóða á óvenjulegum aukafundi á laugardegi að mæla með því að Fischer yrði veitt íslenskt ríkisfang með sérstökum lögum frá Alþingi. Í framhaldi þar af var frumvarp þessa efnis lagt fyrir Alþingi 3 dögum síðar, hinn 21. mars 2005. Beita þurfti afbrigðum til að taka mætti það fyrir með hraði. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjanefnd- ar, mælti fyrir frumvarpinu samdægurs. Frumvarpið var síðan samþykkt sam- hljóða við 3 umræður sem tóku samtals aðeins 12 mínútur, aðeins tveir af við- stöddum þingmönnum sátu hjá, enginn var á móti. Lögin nr. 16/2005 voru síðan staðfest daginn eftir af forsætisráðherra, forsetum Hæstaréttar og Alþingis, í fjar- veru forseta Íslands. Þau eru stuttorð og á þessa leið: Lög um veitingu ríkisborgararéttar 1. gr. Ríkisborgararétt skal öðlast: Fisc- her, Robert James, f. 9. mars 1943 í Bandaríkjunum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Hér hafði afar sögulegur at- burður átt sér stað, sem lengi verður minnst. Bobby Fischer var hólpinn og orðinn Íslendingur. Frelsi hans og öryggi var tryggt. Brottför frá Japan Í kjölfar þess að Fischer var skyndilega orðinn Íslendingur gaf íslenska dóms- málaráðuneytið út ríkisfangsbréf honum til handa daginn eftir og fullgilt íslenskt vegabréf fylgdi í kjölfarið. Í ljósi þessa og vegna þess að málið var farið að valda Japan álitshnekki ákváðu japönsk stjórn- völd nú loks að gefa skákina og lýstu því yfir að Fischer fengi tafarlaust fararleyfi til Íslands. Hann yrði látinn laus daginn eftir, á skírdag, Var honum þá ekið í ís- lenskri sendiráðsbifreið frá Ushiku- fangabúðunum til Narita-flugvallar í Tók- ýó ásamt Miyoko sem fylgdi honum til Ís- lands. Á flugvellinum kvaddi hann John Bosnitch og Masako Suzuki, lögræðing sinn, með virktum. Hins vegar vandaði Fischer George W. Bush Bandaríkja- forseta og Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, ekki kveðjurnar og sagði að þeir væru illir þrjótar og ættu skilið að verða hengdir. Þetta hefði verið grimmt og svívirðilegt mannrán. Gekk síðan um borð í SAS-flugvél sem flutti hann til Kaupmannahafnar. Á sama tíma og Fischer gladdist í há- loftunum yfir nýfengnu frelsi sínu og yf- irgaf Japan með íslenskt vegabréf í fór- um sínum hringdi síminn í utanríkisráðuneyti Íslands. Það var ár- íðandi símtal frá Washington. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar vildi koma þeim skilaboðum á framfæri milliliðalaust að koma Fischers til Íslands breytti engu, hann yrði strax handtekinn yfirgæfi hann landið. Við athugun kom í ljós að nafn hans hafði verið sett á svartan lista á 488 flugvöllum víðs vegar um heim. Söguleg heimkoma Stórfyrirtækið Baugur Group lagði hópn- um til einkaþotu fyrir síðasta spöl Fisc- hers til Íslands. Mikil þoka lokaði Kast- rup-flugvelli og því þurfti þotan að lenda í Svíþjóð. Var ekið með Fischer til Krist- janstad og síðan flogið þaðan Reykjavík- ur. Hér var mikill þjóðarviðburður í upp- siglingu þegar Fischer, hinn nýi stjúp- sonur Íslands, stigi fæti á íslenska jörð að nýju. Sjónvarpað var beint komu Fisc- hers til Íslands enda þótt orðið væri áliðið kvölds. Fjöldi fólks, auk erlendra frétta- manna, ljósmyndara og sjónvarpsstöðva var þar einnig til staðar á vettvangi og við kváðu mikil fagnaðarlæti þegar þotan renndi í hlað. Við landganginn beið hans móttökunefnd RJF-hópsins og bauð hann velkominn. Fischer, síðskeggjaður eftir langa fangavist, var að vonum þreyttur eftir strangt ferðalag yfir hálfan hnött- inn. Sama svítan og hann gisti 1972 beið hans uppbúin á Hótel Loftleiðum og hann var að vonum feginn að geta lagst til hvíldar sem frjáls maður. Daginn eftir hélt hann blaðamannafund, eftir að hafa látið snyrta hár sitt og skegg. Það fór ekki milli mála að Fischer var mættur til leiks á ný enda var hann ómyrkur í máli um menn og málefni. Eftir það hélt hann ró sinni og naut þess að fá að vera í friði og fara sinna ferða óáreittur um Reykja- vík og Ísland. Hingaðkomu og frelsi Fischers var svo fagnað nokkru síðar í sérstöku hófi sem vina- og stuðningshópur hans gekkst fyr- ir. Þar afhenti Einar honum formlega rík- isfangsbréf hans, óskaði honum til ham- ingju og alls góðs í framtíðinni sem Íslendingi. Glöddust menn innilega yfir hagstæðum úrslitum í þessu sögulega valdatafli. Fischer lék á als oddi, hafði öðlast frelsi sitt á ný og þakkaði stuðn- ingsmönnum sínum og íslensku þjóðinni ómetanlega aðstoð á ögurstundu í lífi sínu. Eftirmáli Nú var Bobby Fischer orðinn Íslend- ingur. Frammistaða Íslendinga vakti mikla athygli í þessu máli um víða veröld. Þar storkaði lítið smáríki tveim stærstu hagkerfum heims í miklu og sérstæðu mannréttindamáli. Þáttur Davíðs Odds- sonar, fyrrum forsætisráðherra, vó þar þyngst, hann atti óhikað kappi við „Golí- at“. RJF-baráttuhópurinn vann mikið starf og fann réttu leikina í flóknu tafli þar sem teflt var til vinnings í anda hins mikla meistara. Skammstöfunin RJF hafði áður staðið fyrir upphafsstafina í nafni Robert James Fischer, en var síðar breytt í Rights- Justice and Freedom, vegna næsta viðfangsefnis hópsins, bar- áttu fyrir frelsi og heimfararleyfi ungs ís- lensks drengs, sem dæmdur hafði verið í 10 ára fangelsi í Texas fyrir barnabrek. Fischer gerðist verndari hópsins. Hvað sem um allt þetta mál má segja verður ekki annað sagt en stórbrotin ör- lagasaga Fischers muni um ókomna tíð tengjast þeirri ákvörðun sem Alþingi Ís- lendinga tók og baráttu RJF-hópsins fyr- ir því að hann fengi að eiga friðsælt ævi- köld, fjarri skarkala heimsins, í faðmi íslenskrar náttúru, kysi hann svo. Ísland hefur því svo sannarlega verið mikill áhrifavaldur í lífi þessa einstæða skáksnillings og ósigraða heimsmeistara. ys Fischers Árvakur/Sverrir stu leið í bifreið stöðvarinnar. Á myndinni má einnig sjá Geir nska jörð að nýju. Fjöldi fólks var viðstaddur auk fjölmiðla. 1992 21. ágúst Bandaríkjastjórn leggur bann við taflmennsku Fischers í Júgóslavíu á grundvelli viðskiptabanns með tilskipun nr. 12810 2. sept. Bobby sest að tafli við Boris Spassky í Sveti Stefan. Skyrpir á bréf Bandaríkjastjórnar 15. des. Dómstóll í Columbia úrskurðar Fischer sekan um brot gegn tilskipun Bush forseta og gefur út hand- tökuskipun innan Bandaríkjanna. 1997 24. jan. Vegabréf Fischers endurnýjað til 10 ára í Bern í Sviss, til ársins 2007. 2003 Nóv. Bandaríska sendiráðið í Bern bætir við aukablaðsíðum í vegabréf Fischers. 11. des. Vegabréf Fischers ógilt á laun af Bandaríska sendiráðinu í Manila án lögmætrar tilkynningar til hans þar um. 2004 15. apr. Fischer kemur til Japans. Veitt 3ja mánaða dvalarleyfi eða til 15. júlí 13. júlí Fischer handtekinn við brottför á Narita-flugvelli í Tókýó og hnepptur í varð- hald 15. júlí Fischer stefnir jap- önskum yfirvöldum fyrir ólöglega frelsissvipt- ingu (kidnapping) Ágúst Opnuð heimasíða „Free Bobby Fischer“ í Japan og önnur á Íslandi Sept. Fischer hringir í Sæmund Pálsson (Sæma Rock) vin sinn til Spánar og óskar aðstoðar Okt. RJF-baráttu- og stuðningshópurinn stofn- aður á Íslandi 26. nóv. Fischer skrifar Davíð Oddssyni utan- ríkisráðherra og biður um dvalarleyfi. 14. des. RJF-hópurinn fundar í Bandaríska sendiráðinu. 15. des. RJF-hópurinn fundar í Japanska sendiráðinu. 15. des. Fischer veitt dvalarleyfi á Íslandi. 2005 19. jan. Fischer skrifar Alþingi og sækir um ísl. ríkisborgararétt. 24. jan. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mót- tekur umsókn Fischers. 27. jan. Allsherjarnefnd Alþingis tekur umsókn Fischers til umfjöllunar. 2. febr. RJF-hópurinn sendir Alþingi erindi sitt um ríkisfang fyrir Fischer. 17. febr. Allsherjarnefnd leggur til að Fischer fái útlendingavegabréf. 18. febr. Umsókn um útlendingavegabréf fyrir Fischer lögð fram. 22. febr. Sótt um kennitölu fyrir Fischer, kt. 090343-2039. 22. febr. Útlendingavegabréf nr. IS0004642 gefið út til handa Fischer. 28. febr. Sæmi Rock heldur til Japans ásamt kvikmyndatökumönnum. 2. mars Sendinefnd RJF-baráttuhópsins (GGÞ/ GSv/ESE) heldur til Japans. 4. mars Blaðamannafundur I í Tókýó með John Bosnitch og Myioko Wathai. 6. mars RJF-hópurinn fundar í íslenska sendi- ráðinu í Japan. 7. mars Sæmi Rock hittir Fischer eftir 33 ára aðskilnað. 7. mars Vegabréf Fischers afhent lögfræðingi hans. 7. mars Blaðamanna- fundur 2 í Tókýó. 8. mars Blaðamanna- fundur 3 í Tókýó. 8. mars Fundur í þinghús- inu í Tókýó. 9. mars Heimferð frá Japan, Sæmundur kemur viku seinna. 15. mars RJF-hópurinn leggur fram mótmæla- skjal í Japanska sendiráðinu. 18. mars RJF-hópurinn fundar með allsherj- arnefnd Alþingis. 19. mars Allsherjarnefnd ákveður að mæla með ríkisfangi fyrir Fischer. 21. mars Alþingi samþykkir að veita Fischer ís- lenskan ríkisborgararrétt. 22. mars Íslenskt ríkisfangsbréf gefið út til handa Fischer. 24. mars Fischer kemur heim til Íslands, uppá- koma á Reykjavíkurflugvelli. 25. mars Fischer heldur blaðamannafund á Hótel Loftleiðum. 1. apríl RJF-baráttuhópurinn fagnar sigri í Þingholti – ríkisfangsbréf afhent Fischer. 2008 17. jan. Bobby Fischer andast á Landspít- alanum í Reykjavík. 21. jan. Fischer jarðaður með mikilli leynd í Laugardælakirkjugarði. 26. febr. Minningarstund um Bobby Fischer í Laugardælakirkju. ATBURÐARÁSIN Í HNOTSKURN Höfundur er fyrrverandi forstjóri Visa-Ísland og var í RJF-hópnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.