Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Síða 2
»Hvað sem verður þá er ljóst að kreppan er að minnsta kosti frábært fjölmiðlaefni. Ekkert hefur hrist jafnvel upp í íslensku fjölmiðlasálinni lengi. Líklega ekkert síðan Lúkas var drepinn. Fyrirgefið: síðan Lúkas var ekki drepinn. Og einhvern veginn hefur mað- ur það á tilfinningunni að inn- an fárra mánaða finnist feit króna ráfandi við rætur Hlíð- arfjalls. Og þá verður allt í lagi. Eða ekki. Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is Þ að er komin kreppa, sól í heiði skín, segir skáldið. Fylliríið búið, timburmennirnir teknir við, pabbi sem var svo hress í partíinu í gær liggur nær ör- endur á sófanum inni í stofu, segir við okkur krakkana sem vorum varla með í partíinu að við verðum að slaka svo- lítið á, það verði enginn ísbíltúr í dag: pabbi er þunnur. Hvað sem verður þá er ljóst að kreppan er að minnsta kosti frábært fjölmiðlaefni. Ekkert hefur hrist jafnvel upp í íslensku fjölmiðlasálinni lengi. Líklega ekkert síðan Lúkas var drepinn. Fyrirgefið: síðan Lúkas var ekki drepinn. Og einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að innan fárra mánaða finnist feit króna ráfandi við rætur Hlíðarfjalls. Og þá verður allt í lagi. Eða ekki. Við lifum tíma þar sem ekkert er end- anlegt, ekki einu sinni dauðinn. Lífið nær langt út yfir dauðann, við skrifumst á við hina látnu í minningargreinum og bloggi. Það skiptir engu máli hvað er; það skiptir öllu hvað við höldum, hvað við látum aðra halda. Það er eitthvað fallega skáldlegt við þessa tíma sem eru þó allt annað en fallegir í fagurfræðilegum skilningi. Uppspuninn ræður ferðinni. Sama hvað pólitíkusarnir ákveða, sama hvað þeir gera, hversu heimskulega þeir haga sér, þá verður alltaf hægt að laga það með smá spuna, með því að segja eitt en ekki annað. Við lifum á tímum hagræðingar: hagræðingar í rekstri og hagræðingar sannleikans. Fjölmiðlabyltingin hefur breytt heim- inum, bylt honum og það verður ekki snúið til baka. Upplýsingarnar ferðast hraðar en mannshugurinn. Það sem var frábært tæki- færi í gær er stórkostleg ógnun í dag. Krónan var fyrir nokkrum mánuðum það besta síðan ristaða brauðið var fundið upp. Núna er hún ræfill, ómagi, pestargemlingur sem við verðum að losna við. Allur þessi hraði og öll þessi upplýsing getur af sér nýtt samhengi. Heimurinn bærist eftir breytilegum vindum. Og eins og blessuð gróðurhúsaáhrifin er stundum misvindasamt af mannanna völdum. Það eru engin sakleysisleg markaðslögmál sem hagkerfið hreyfir sig eftir heldur fær það annað slagið spastíska kippi eins og óver- dósaður eiturlyfjasjúklingur. Hvað gerir maður þá? Jú, maður leggur hann inn á bráðadeild og lýgur í hann lífi. Og tökum nú eftir. Hvað gerist þegar þarf að bæta ímynd eins fyrirtækis, lands eða hagkerfis? Auðvitað fer maður á netið og kaupir far til útlanda og bókar nokkur viðtöl við helstu fjármálafjölmiðla og sér- fræðinga á sviði hagfræði. Þá skánar þetta, greinar birtast þar sem fjallað er um málið á hlutlausan hátt; leiðréttingunum hefur verið komið á framfæri: vindvélin er komin í gang og vindarnir blása á hagfelldari hátt. Á tímum þessara miklu sviptinga sjáum við hvaða ægivald fjölmiðlarnir hafa. Í gegnum þá er heiminum stjórnað. Og það sem er líka umhugsunarvert er að menn hafa ekki áhrif á gengi fyrirtækja og gjald- miðla með hinum illu markaðsverkfærum: auglýsingum og kostun. Nei, það er með öflugum almannatengslum sem menn ná ár- angri; þegar menn hefja upp raust sína í gegnum fréttamiðlana. Menn tala upp gengi og menn tala niður gengi og það er bara eins og að fara út í búð að kaupa mjólk. Kaupmennirnir vakna úr velmeg- unarrotinu frammi í eldhúsi og hrópa að nú þurfi að hækka vöruverð um 30%. Herskari fólks ræðst inn í raftækjaverslanir og kaup- ir síðustu uppþvottavélarnar á gamla geng- inu með útsöluglampa í augum. Þetta voru kostakaup, sannkölluð brunaútsala, krónan fellur, vextirnir hækka, mjólkin hækkar, það er allt að fara til fjandans og ég keypti þessa frábæru uppþvottavél sem ég get dáðst að í kreppunni. Kreppan gaf okkur góða afsökun til að fara út í búð og kaupa raftæki, góða afsökun, og eins og vitur maður sagði: það er eins með afsaknir og rassgöt, það eru allir með svoleiðis. Það er komin kreppa, sól í heiði skín, segir skáldið. Fylliríið búið, timburmenn- irnir teknir við, pabbi sem var svo hress í partíinu í gær liggur nær örendur á sóf- anum inni í stofu, segir við okkur krakkana sem vorum varla með í partíinu að við verð- um að slaka svolítið á, það verði enginn ís- bíltúr í dag: pabbi er þunnur. Og það eina sem við getum gert er að bíða eftir því að einhver nógu mælskur, einhver nógu mælskur fái sínar fimmtán mínútur af frægð. Og þegar sá stórkostlegi óratór hefur hafið upp raust sína og leyft rödd sinni og boðskap að hljóma verður okkur öllum borgið. Þá getur pabbi farið aftur í partí. Ómagi „Krónan var fyrir nokkrum mánuðum það besta síðan ristaða brauðið var fundið upp. Núna er hún ræfill, ómagi, pestargemlingur sem við verðum að losna við.“ FJÖLMIÐLAR Enginn ísbíltúr í dag, pabbi er fullur 2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is ! Spekin er hulin ráðgáta sem ósegjanlega margir hafa gert til- raun til að leysa. Flestir hefja leitina með ranga spurningu í huga og skima eftir gulli sem gló- ir – en spekin er fremur lík jasp- is. Kvars er algeng steind og kemur fyrir í fleiri litbrigðum en nokkur önnur steind. Kvars getur verið kristallað, myndlaust eða dulkristallað eins og jaspis. Undravert er að litbrigði jaspis eru nær óendanlega mörg: stundum í einum og sama steininum. Jaspis er oft grænn með rauðum doppum, gulur, rauður, móleitur eða marglitaður. Eins er með spekina! Kvars er hrein kísilsýra og það eru að- komuefnin sem gefa litinn. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efn- um og með innlyksum annarra steinda. Eins er með spekina! Spekin er ævinlega falin og það er iðu- lega eitthvað annað sem grípur augu manna og athygli. Kristalgerð hennar er eins og jaspis: á mörkum þess að vera greinanleg í smásjá. Spekin felur sig ekki í demöntum eða kórúnd. Hún er ekki heldur í gifsi eða kalki. Hún er í kvarsi því harka hennar er talan sjö og hún er rúnum rist. Kvars leysist ekki upp í sýrum en þó getur það ekki fremur en spekin varist öllu. Eins og jaspis er spekin ógagnsæ: jafn- vel á skelþunnum brúnum sínum. Spekin er ekki gimsteinn eða dýr málmur. Ef það spyrst til hennar hefst ekki gullgrafaræði heldur lætur fólk sér oft fátt um finnast. Jaspis er ekki sjaldgæft efni – og hver vill hampa því sem enginn kemur auga á nema ef til vill í smásjá? Spekin líður því óséð hjá. Spekin er ekki falin í innstu og dýpstu hirslum heldur er hún það fyrsta sem að- komumenn sjá en taka ekki eftir. Hún er holufylling í fyrsta steininum og getur ver- ið ef því er að skipta: hundrað kílógrömm að þyngd. Hún hefur enga kleyfni fremur en jaspis og býr ekki yfir neinum gljáa. Enginn getur séð spekina þótt hann leiti daga og nætur að formi hennar. Aðeins má taka eftir ljóma hennar sem berst frá því sem mannleg augu sjá ekki. Og ljómi henn- ar er kristals-kær! Eins er með jaspis! Spekin er hulin augum allra sem lifa og þótt göng verði grafin fjarri mannabyggð- um og í grjóti finnist safír og gullkorn er hana þar ekki að finna. Því ekki einu sinni ránfuglsaugað hefur litið veginn til hennar. Og það undarlega er að hvorki tópassteinn né skírasta gull nægir sem borgun fyrir hana. Enginn sönnun fæst um hana úr undirheimum og sjálfur dauðinn getur ekki sagt nema fátt eitt um hana: „Aðeins orðspor hennar hefur borist oss til eyrna.“ Jafnvel þótt enginn geti höndlað spekina og hún þegi ávallt um hvað beri að gera þá þreytist hún aldrei á því að kenna hvað ekki eigi að gera og hvað beri að forðast. Í bliki hennar endurvarpast orð sagnarand- ans á þessa leið: „Það er speki að forðast illt: ekki traðka á öðrum, ekki skerða frelsi, ekki nema burt ábyrgð eða virðingu, ekki næra hatur, ekki beita ofbeldi, ekki skara eld að eigin köku, ekki ofmetnast, ekki elska aðeins þína eigin.“ Þannig er spekin lík jaspis sem sýnir ekki sjálfan sig heldur aðeins litina sem hann hefur tekið í sig. Spekin og jaspis eru ógegnsæ, án gljáa og augu okkar sjá að- eins: sterklituð aðkomuefni en alls ekki kristalgerðina. Við leitum spekinnar og spyrjum: „Hvað eigum við að gera?“ Svarið berst ekki því hún segir engum hvað hann eigi að gera. Einn segir: „Hér er spekin!“ Og annar seg- ir: „Hér er spekin!“ En aðeins sá sem rek- ur sig á hlustar á varúðarorð spekinnar og segir: „Hér er spekin ekki!“ Hann segir satt því hún er hulin ráðgáta. Eins er með spekina! Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.