Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Blaðsíða 15
Listasafnið á Akureyri
„Við erum öll hræsnarar“ hefur verið krotað
með úðabrúsa á vegginn við inngang Lista-
safnsins á Akureyri við Kaupvangsstræti. Yf-
irlýsingin er á nokkrum tungumálum og minnir
þannig á slagorð í ferðamannabransanum jafn-
framt því að líkjast graffitíi eða götulist. Hér
reynist vera um listrænan gjörning að ræða eft-
ir Hlyn Hallsson, einn af 23 listamönnum sem
eiga verk á sýningunni „Bæ bæ Ísland – upp-
gjör við gamalt konsept“ sem nú stendur yfir í
safninu.
Sýningunni er ætlað að hrista upp í lands-
mönnum og þar kennir ýmissa grasa í víðtækri
gagnrýni á samfélagið. Yfirskrift sýningarinnar
gefur til kynna að landið hafi verið selt, eða sé
ofurselt, markaðsöflunum með einum eða öðr-
um hætti. Raunar segir í sýningarskrá, sem
hönnuð er í markaðsvænum stíl, að hér sé á
ferðinni nokkurs konar útför „19. og 20. aldar
hugmyndarinnar um Ísland“ og sem m.a. felist
í tungumálinu sem undirstöðu þjóðarvitund-
arinnar.
Verk Þorvaldar Þorsteinssonar fjallar um
náttúruna sem þungamiðju í menningarlegri
sjálfsmynd þjóðarinnar – ekki síst eins og hún
birtist í landslagsmálverkum. Í verkinu Íslensk
myndlist (2008), sem minnir á eldra verk lista-
mannsins, sést hvernig landslagsmálverk nýt-
ast sem bakgrunnur sjónvarpsviðtala á RÚV
þar sem þau eru sennilega notuð til að auka á
trúverðugleika og bæta ímynd. Jafnframt skír-
skotar verkið til mikilvægis náttúrunnar/
landslagsins í mótun myndlistar hér á landi á
tímum nútímavæðingar, borgarmyndunar og
tilurðar myndlistarmarkaðs.
Þorvaldur bendir í öðru verki á að náttúrunni
sjálfri megi hins vegar fórna, enda hún kirfilega
varðveitt í formi málverka/táknmynda á þjóð-
arlistasafninu (sem og í túristabæklingum og
víðar í myndrænu formi). Listamaðurinn fjallar
um dofna tilfinningu fyrir raunveruleikanum í
beinskeyttu verki sem nýtur sín vel á sýning-
unni.
Hagnýting náttúrunnar verður Rúrí að yrk-
isefni í áleitnu verki, Tortími: þar lendir tákn-
gerving náttúrunnar, í líki ljósmyndastrimils, í
vélrænum tætara en form verksins skírskotar
til þeirra fossa sem nú hverfa hægt en örugg-
lega undir uppistöðulón virkjana. Verkið vísar
einnig til ákveðins gangvirkis eða eyðileggjandi
afls sem knýr heiminn með arðsemi eina að
leiðarljósi.
Slíkt afl býr í hnattvæðingunni: alþjóðavæð-
ingu risafyrirtækja og markaðsafla sem má út
landamæri þjóðríkja eins og rætt hefur verið
undanfarna áratugi. Myndbandsverk Ólafs
Sveins Gíslasonar Fiskidrama, sem fjallar um
hið viðtekna lífsviðurværi þjóðarinnar, sjávar-
útveginn, hefur áleitinn og jarðbundinn slag-
kraft í þessu samhengi. Libia Pérez de Siles de
Castro og Ólafur Árni Ólafsson undirstrika um-
ræðuna um upplausn landamæra í röð verka/
gjörninga víða um lönd og skrifa m.a. á hús-
veggi: „Landið þitt er ekki til“ á ýmsum tungu-
málum. Mun frumlegri er gjörningur þeirra
sem fluttur var við opnun sýningarinnar í Ket-
ilhúsinu á Akureyri í samstarfi við tónskáldið
Karólínu Eiríksdóttur. Þar var stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands sungin í flutningi val-
inkunnra tónlistarmanna. Gjörningurinn, í senn
háalvarlegur og bráðfyndinn, er til þess fallinn
að fanga athygli fólks og vekja til umhugsunar.
Líkt og Hlynur Hallsson starfa Libia og
Ólafur (í fyrrnefnda verkinu) á mörkum mynd-
listar og graffitís, en hið síðarnefnda er notað
talsvert á þessari sýningu. Graffitíið, eins og við
þekkjum það, er upprunalega nátengt sam-
félagslegu andófi og borgarvæðingu – og er
kannski einmitt eitt menningareinkenni hnatt-
væðingarinnar. Á sýningunni nú er andófsafli
þess gefinn gaumur í opinberu listsamhengi.
Graffari (Margeir) hefur verið fenginn til að
úða á veggina innandyra eins og til að árétta
róttækni sýningarhugmyndarinnar. Líklega
hefði „krot“ hans, ásamt textaverkum Hlyns,
þó notið sín betur eitt og sér í rýminu. Skila-
boðum Hlyns á borð við „meira, meira, meira,
kaupa, kaupa, kaupa“ er ofaukið innan um
fjölda annarra verka sem gagnrýna neysluvæð-
ingu.
Veggjakrotið ýtir undir kraðakkennt heild-
arútlit sýningarinnar þar sem kennir ýmissa
grasa. Kannski er það framkallað af ásettu ráði,
í þeim tilgangi að endurspegla hamaganginn og
æsinginn í þjóðfélagi gegndarlausrar efn-
ishyggju þar sem keppst er við að hagnast sem
mest á sem stystum tíma. Brenglað gildismat
neyslusamfélagsins birtist í ýmsum verkum,
svo sem í ljósmyndatengdum málverkum Ósk-
ar Vilhjálmsdóttur þar sem bernskt yfirbragðið
er í andstöðu við firrtan veruleikann sem þau
lýsa. Önnur verk verða eins og hluti af síbylj-
unni – sem „kórinn“ í útfærslu Hallgríms
Helgasonar tekur undir sem og jábræður Ósk-
ar – en ná ekki að skera sig úr sem gagnrýni.
Þannig spegla útkrassaðar DV-síður Unnars
Arnar Auðarsonar og Hugins Þórs Arasonar
óvönduð vinnubrögð sem einkenna æsifrétta-
mennsku – en ekki verður listamönnunum mik-
ill matur úr þessu viðfangsefni. Kolbeinn Hugi
Höskuldsson er á svipuðum nótum í mynd-
bandsverki þar sem kunnir stjórnmálamenn
sjást riðlast á að því er virðist listamanninum
sjálfum í afbökuðum klámmyndum við tilheyr-
andi tónlistarundirleik. Kannski býr hér undir
gagnrýni á markaðsvæðingu listarinnar en þó
virðist í þessum verkum helst birtast sjálfsfró-
un allsnægtaþjóðfélagsins.
Í verki Berglindar Jónu Hlynsdóttur er fólg-
in lúmsk ádeila, sem skírskotar í margar „áttir“
í útsýnisturni sem þó neyðir sýningargesti til að
lúta fram og virða fyrir sér fagurfræði fast-
eignaheimsins og byggingariðnaðarins. Þar
ræður einsleitnin og meðalmennskan ríkjum
sem og græðgi og gróðavon. Slíkt mótar sýn
okkar á umhverfið – og umhverfið sjálft – nú
um stundir. Berglind nýtir hér rýmið á hugvits-
saman hátt – og það gerir Þórdís Alda Sigurð-
ardóttir einnig í verkinu Hreint og hvítt þar
sem þvotturinn fer eins og Ajax-stormsveipur
um rýmið, kannski eins og neyslu- og fram-
kvæmdaglöð þjóðin: sjálfsmyndin grundvallast
á því að hafa nóg að gera og helst að „gleyma“
fortíðinni.
Ólöf Nordal beinir hins vegar sjónum að
menningararfleifðinni, ekki síst eins og hún
birtist í tungumálinu, sem mótvægi við þau
hnattvæddu bandarísku menningaráhrif sem
Steingrímur Eyfjörð gerir að sannkölluðu um-
ræðuefni í skondnum „talblöðru“-verkum.
Skoffínið í verki Ólafar horfir raunalega í átt til
sýningargesta – eins og aftan úr óljósri, dulvit-
aðri fortíð og hvítur hrafn, skammt þar frá,
krunkar honum til samlætis. Aðrir íslenskir
fuglar sjást uppstoppaðir sem sýningargripir í
verki Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks
Wilsons í verki sem fjallar um „náttúru“ and-
spænis „menningu“ þar sem hið síðarnefnda
hefur yfirhöndina. Veggspjald með myndum af
fleiri „íslenskum“ fuglum beinist að hinu yf-
irlætisfulla vestræna sjónarhorni og ný-
lendustefnu, sem Ísland hefur ekki farið var-
hluta af og er mótandi þáttur í sögu þess og „19.
og 20. aldar hugmyndinni“ um það.
Hér er samankominn stór hópur listamanna,
sem sumir eru ónefndir hér, og mikill fjöldi
verka sem eru misjöfn að gæðum eins og gefur
að skilja á slíkri sýningu. Þessi fjöldi verka og
viðfangsefna, í ekki stærra sýningarrými, dreg-
ur þó úr áhrifamættinum. Þrátt fyrir ýmis
sterk verk fer sýningin því á köflum nærri
mörkum þar sem við taka sniðugheit og kæru-
leysi – í samræmi við yfirskriftina.
Kveðjuhóf
MYNDLIST
Á mörkunum „Þrátt fyrir ýmis sterk verk fer
sýningin því á köflum nærri mörkum þar sem
við taka sniðugheit og kæruleysi – í samræmi
við yfirskriftina.“
Anna Jóa
Til 11. maí 2008. Opið þri.-su. kl. 12-17. Aðgangur
400 kr. Ókeypis fyrir eldri borgara og börn, og á
fimmtudögum. Sýningarstjóri: Hannes Sigurðsson
Bæ bæ Ísland – samsýning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 15
Morgunblaðið/Haraldur Guðjónsson
Haraldur „Þegar horft er á þessar stórsýningar í Co-
vent Garden og Salzburg er ekki hægt annað en dást
að þeim kraftaverkum sem unnin eru í þröngum
húsakynnum Íslensku óperunnar í Gamlabíói!“
Hlustari
Ég hef undanfarið skemmt mér viðað horfa á og bera saman tvær
uppfærslur á óperunni La Traviata eft-
ir Verdi. Annars vegar er það upp-
færsla sem Sir George Solti stýrði í
Konunglegu óperunni í Covent Garden
þar sem Angela Gheorghiu syngur
hlutverk Víólettu Valery, Frank Lop-
ardo er elskhuginn Alfredo Germont og
Leo Nucci syngur hlutverk föður hans,
Giorgio. Þessi uppfærsla, sem kom út á
mynddiski hjá Decca árið 1995 (og fæst
í Tólf tónum á Skólavörðustíg), er með
sígildu sniði: sögusviðið er París árið
1840, konurnar eru í síðkjólum með
blævængi og karlarnir í kjólfötum með
hvíta hanska. Hins vegar er uppfærsla
frá Salzburg með Vínarfílharmóníunni
undir stjórn Carlos Rizzis og hinni
rússnesku Önnu Netrebko, Rolando
Villazón og Thomas Hampson í aðal-
hlutverkum. Þetta er aftur á móti afar
nútímaleg uppfærsla og gjörólík hinni
fyrri: Víóletta er í stuttum, eldrauðum
kjól og lifir sínu skemmtanalífi í kappi
við stóra klukku á sviðinu.
Þessi uppfærsla var gefin út á mynd-
diski hjá Deutsche Grammophon árið
2005. Nýlega sá ég líka þriðju upp-
færsluna í Íslensku óperunni þar sem
Hulda Björk Garðarsdóttir, Jóhann
Friðgeir Valdimarsson og Tómas Tóm-
asson sungu aðalhlutverkin og gerðu
það frábærlega vel. Ég mæli eindregið
með mynddiskunum frá Covent Gar-
den og Salzburg og vona líka að sem
flestir hafi séð uppfærslu Íslensku óp-
erunnar sem var frábær (en sýningum
er nú lokið). Þegar horft er á þessar
stórsýningar í Covent Garden og Salz-
burg er ekki hægt annað en dást að
þeim kraftaverkum sem unnin eru í
þröngum húsakynnum Íslensku óp-
erunnar í Gamlabíói!
Haraldur Bernharðsson, mál-
fræðingur á Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum.
Lesarinn
Ég er með nýjan doðrant um málbreyt-ingar, sem Þórhallur Eyþórsson mál-
fræðingur ritstýrir, á skrifborðinu mínu. Ég
er rétt að byrja en bókin lofar góðu, enda um
uppáhaldsviðfangsefni mitt í málfræði. Und-
anfarið hef ég hins vegar aðallega lesið bækur
sem ég hef lesið áður, sumar til þess að geta
verið með á nótunum í umræðum um bók-
menntir á Hugvísindaþingi nú um helgina en
svo ákvað ég nýlega að rifja upp tvær bækur
sem ég las sem krakki. Þetta eru Kofi Tóm-
asar frænda og Sagan hans Hjalta litla. Ég
man vel hvað mér fannst erfitt að lesa þessar
bækur, ég bókstaflega píndi mig áfram og nú
langaði mig til að endurmeta upplifunina. Það
hræðilega og sorglega í þessum bókum var
sannleikurinn í þeim, ég gerði mér einhverja
grein fyrir honum og það hafði áhrif þegar ég
lærði seinna um hann hjá sögukennurum,
dýpkaði held ég skilninginn. Reyndar rifjaðist
upp fyrir mér að það sem mér fannst á sínum
tíma sorglegast af öllu sorglegu í sögunni um
Hjalta voru örlög ærinnar Hosu!
Nú reyni ég að gera upp við mig hvort ég á að
kynna þessar bækur fyrir krökkunum mínum.
Myndu þau engjast eins og ég gerði?
Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri
Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Margrét „Ég man vel hvað mér fannst erfitt að lesa þessar bækur, Kofi Tómasar frænda og
Sagan hans Hjalta litla, ég bókstaflega píndi mig áfram,“ segir Margrét.