Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Rapparinn Mos Def náði loksinsað stimpla sig almennilega inn sem leikari með leik sínum í Be Kind Rewind og hann mun fylgja því eftir með því að leika sjálfan Chuck Berry í myndinni Cadillac Records. Titillinn vísar í plötufyr- irtæki sem átti sannkallaðan blóma- tíma á sjötta áratugnum þegar Berry hóf fer- ilinn þar, sem og tónlistarmenn á borð við Muddy Waters og Howl- in’ Wolf. Adrien Brody leikur Leonard Chess, sem stofnaði fyr- irtækið, en nafn þess vísar til þess að í upphafi geymdu þeir plöturnar sem þeir seldu í skottinu á Cadillac. Það er svo Jeffrey Wright sem leikur Muddy Waters og Eamonn Walker sem túlkar Howlin’ Wolf. Meðal annarra leikara eru Beyoncé Know- les sem Etta James, Gabriella Union og Cedric the Entertainer. Það er alls óvíst enn hvort Tobey Maguire mun klifra veggi í fjórða sinn sem Köngulóarmað- urinn en það er þó á hreinu að hann hefur ekki sagt skilið við teiknimyndasög- urnar að fullu. Hann mun á næstunni leika aðalhlutverkið í Afterburn, sem byggð er á samnefndri teikni- myndasögu sem fjallar um framtíð- arveröld þar sem sólin sjálf hefur breytt hálfri jörðinni í sólbrunnið eyðiland þar sem aðeins stökk- breyttar furðuverur þrífast. Á hin- um helmingnum er allt í upplausn og verðmæti eins og Mona Lisa og krúnudjásn konungsfjölskyldna eru bitbein málaliða, sjóræningja og fleiri ribbalda. Og þá hafa stökk- breyttu furðuverurnar líka smekk fyrir óræðu brosi Monu. Tony Gilroy var kunnastur fyrir að skrifa handritið að þríleiknum um Jason Bourne þangað til hann sló í gegn og fékk óskarstilnefningu fyrir sína fyrstu bíómynd sem leikstjóri, Mich- ael Clayton. Hann mun fylgja henni eftir með Duplicity, sem líkt og Michael Clayton snýst um stór alþjóða- fyrirtæki sem einskis svífast, en í þetta skiptið er um að ræða baráttu á milli að- alnjósnara tveggja slíkra fyr- irtækja. Í helstu hlutverkum eru Paul Giamatti, Clive Owen og Julia Roberts, auk Tom Wilkinson, sem fékk einmitt óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Michael Clayton.    Dany Boon er kvikmyndagerð-armaður og leikari sem jafn- vel helstu áhugamenn um evr- ópskar kvikmyndir kannast varla við. En nýjasta mynd hans, Vel- komin til CH’TIS (Bienvenue chez les CH’TIS) er engu að síður að gera allt vitlaust í Frakklandi og sló nýlega tíu ára gamalt met Tit- anic í frönsku miðasölunni og er nú tekjuhæsta mynd allra tíma í Frakklandi. Miðað við umfjöllunar- efni myndarinnar virðist þó ólíklegt að þessi gamanmynd haldi í svipaða sigurgöngu á heimsvísu. Hún fjallar nefnilega um mann frá Suður- Frakklandi sem er sendur í útlegð til Norður-Frakklands og gengur mest út á að gera grín að stað- almyndum íbúa mismunandi lands- hluta Frakklands - eitthvað sem virðist vera ansi lókal húmor. En hver veit, kannski virka Hafna- fjarðarbrandarar jafnvel alls stað- ar? KVIKMYNDIR Mos Def Tobey Maguire Julia Roberts Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Íágætri bók frá 1974 um ofbeldi í listumfjallar höfundurinn John Fraser um óræðnií ofur-ofbeldisfullum kvikmyndum, eða svo-kölluðum níðingamyndum. Þegar bókin var skrifuð höfðu tvær nýlegar kvikmyndir vakið tölu- verða athygli og Fraser ber saman framsetningu ofbeldis í báðum verkum. Önnur myndin vakti mikið umtal vegna hrottaskapar, en hin ekki, þrátt fyrir að sú síðarnefnda innihaldi mun meira beint og sýnilegt ofbeldi. Sú er The Godfather (1972), með fjölda blóðugra og ruddalegra mafíumorða, en til samanburðar er aðeins eitt morð í þeirri fyrrnefndu, næstum ekkert blóð sýnilegt og flestir ofbeldisverknaðirnir framdir utan sjóndeild- arhrings áhorfandans. Sú er A Clockwork Orange (1971). Út frá þessum samanburði veltir Fraser því lengi fyrir sér hvers vegna mynd Kubricks hafi vakið jafnsterk viðbrögð og raun ber vitni, en hin ekki. Til að gera langa sögu stutta telur hann það vera vegna óræðninnar sem ríkir í framsetningu bæði á illmennunum og sjálfu ofbeldinu. Ég fór að rifja upp þennan kafla eftir að ég leigði mér Saw III (2006) um daginn. Fyrir þá sem ekki þekkja til myndaflokksins segir hann frá rað- morðingja sem kemur fórnarlömbum sínum fyrir í aðstæðum þar sem þau þurfa að framkvæma ein- hvern hrylling, ellegar týna lífinu. Í raun og veru eru myndirnar lítið annað en röð af dauðasenum sem snúast allar um frumlegar pyntinga- og af- tökuaðferðir, hver annarri subbulegri. Slíkar pyntingamyndir má rekja til sömu ára og Fraser sat við sínar skriftir, eftir að höft kvikmyndaeft- irlitsins höfðu minnkað tilfinnanlega vestra og leikstjórar tóku að gera tilraunir með alls kyns of- beldi. Blóðið skvettist fljótt yfir skjáinn í myndum sem nutu almannahylli, á borð við Bonnie and Clyde (1967) og The Wild Bunch (1969), með of- beldi sem var auðskilgreinanlegt og hluti af mynd- formi sem var kunnugt áhorfendum (s.s. maf- íumyndir og vestrar). Órætt ofbeldi af þeim toga sem finna má í A Clockwork Orange komst sjald- an í mikla dreifingu án þess að hafa stór nöfn á bak við sig (á borð við Kubrick sjálfan eða Sam Peckinpah með Straw Dogs (1971)) heldur lenti miklu frekar í b-mynda prógrömmunum. Alræmd- ar níðingamyndir á borð við Last House on the Left (1972) eða I Spit On Your Grave (1978) (sem innihalda langar, erfiðar og niðurlægjandi ofbeld- issenur) vöktu umtal meðal hryllingsunnenda, en náðu aldrei að fanga athygli umheimsins fyrr en með tilkomu myndbandstækninnar. Í upphafi níunda áratugarins var fjöldi ofbeld- ismynda kominn á myndbandamarkaðinn og því orðinn aðgengilegri en áður þekktist. Þetta voru hryllingsmyndir af ólíkum toga – bæði níð- ingamyndir sem lögðu áherslu á tilfinningalega flókið ofbeldi og hreinræktaðar subbumyndir sem gerðu ekkert annað en að bjóða upp á heilalaust of- beldi af verstu gerð. Þessar myndir voru kallaðar „video nasties“ og komu af stað slíku hneyksli að rit- skoðunarskærin fóru á fullt, margar myndir voru einfaldlega bannaðar, og flestar hafa þurft ald- arfjórðung til að jafna sig og komast aftur í samt lag. Það hlýtur því að teljast merkilegt hversu mikið landslagið hefur breyst á tímum þegar groddaverk- um Saw-seríunnar er flaggað í öllum bíóum, stúd- íóin keppast við að senda frá sér markaðsvænar subbumyndir og nútímaníðingamyndir líkt og Irré- versible (2002) eiga greiða leið í A-salinn. Þetta er allt gott og blessað, enda brýn nauðsyn að horfast í augu við og ræða ofbeldi í öllum birtingarmyndum opinskátt í samfélaginu, en þegar öllum subbu- skapnum hefur verið skúbbað fram í dagsljósið, hvað getur jaðarmenningin þá gert af sér næst? Gamla góða últraofbeldið SJÓNARHORN » Þetta er allt gott og blessað, enda brýn nauðsyn að horfast í augu við og ræða ofbeldi í öllum birtingarmyndum opinskátt í samfélag- inu, en þegar öllum subbuskapnum hefur verið skúbbað fram í dags- ljósið, hvað getur jaðarmenningin þá gert af sér næst? Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is A lfred Hitchcock er einn af merk- ustu leikstjórum kvikmyndasög- unnar og sömuleiðis einn þeirra kvikmyndahöfunda sem hvað flestir þekkja. Þegar hugsað er um kvikmyndagerð Hitchcocks koma vafalaust upp í hugann stjörnum prýddar spennumyndir á borð við Psycho, Vertigo, Rear Window og The Birds. Hér má reyndar lengi áfram telja en Hitchcock leikstýrði meira en fimmtíu kvikmyndum á ferli sem hófst á þriðja ártugnum og náði fram til þess áttunda. Færri hugsa hins vegar um Hitchcock sem breskan leikstjóra enda fór þessi kaupmannssonur úr austurhluta London snemma á ferli sínum til Hollywood þar sem hæfileikar hans blómstruðu. En þegar Hitchcock gerði sína fyrstu mynd í Hollywood, þ.e. Rebecca sem kom út árið 1940, hafði hann hins vegar leikstýrt yfir tuttugu kvikmyndum í Bretlandi. Meðal kvikmynda Hitchcocks frá Bretlandsárunum leynast marg- ar perlur sem eru lítt þekktar í samanburði við seinna tíma myndir hans, en þar má nefna myndir á borð við The Lodger (Leigjandinn), Blackmail (Fjárkúgun), The Man Who Knew too Much (Maðurinn sem vissi of mikið), The 39 Steps (39 þrep) og Young and Innocent (Ung og saklaus). Í fyrstu myndum Hitchcocks má greina hvernig listræn sýn leikstjórans og þematísk áhugaefni tóku að mótast strax í upp- hafi ferils hans. Margar af ofangreindum mynd- um hafa hins vegar verið illfáanlegar, ekki síst þær elstu. Þessa dagana er hins vegar að koma út safnútgáfa með tíu af myndum Hitchcocks frá Bretlandsárunum sem nefnist Hitchcock – The British Years, þar sem m.a. er að finna fyrstu kvikmyndina sem Hitchcock leikstýrði, The Pleasure Garden (Unaðsreiturinn) sem kom út árið 1925. Auk ofantalinna mynda (ef frá er skilin Blackmail) er að finna í útgáfunni kvikmyndirnar Secret Agent (Njósnarinn), Sabotage (Skemmdarverk), The Lady Vanishes (Daman hverfur) og Jamaica Inn (Jamaica gistiheimilið). Með þessari útgáfu hefur verið fyllt upp í ákveðið skarð í útgáfu á höfund- arverki Hitchcocks á mynddiskum, en flestar safnútgáfur á myndum leikstjórans innihalda þekktari og „klassískari“ verk frá því á Holly- wood-árunum. Ef safnútgáfan nýja er skoðuð í samhengi við áþekkar útgáfur sem komið hafa út á undanförnum árum, s.s. Alfred Hitchcock: The Early Years og The Early Hitchcock Col- lection er nú hægt að nálgast bróðurpart þeirra kvikmynda sem Hitchcock gerði snemma á ferl- inum á mynddiskum, þótt sumar hafi reyndar komið út í Bretlandi og aðrar í Bandaríkjunum. Hitchcock og Lundúnaþokan Ferill Hitchcocks hófst á þögla tímabilinu svokallaða í kvik- myndagerð, en þá varð leikstjórinn fyrir áhrif- um sem áttu eftir að einkenna stíl hans alla tíð. Hitchcock fékk snemma áhuga á kvikmynda- gerð en þegar hann var tvítugur að aldri fékk hann vinnu við að skreyta textaspjöld fyrir þöglar myndir hjá kvikmyndaveri í London. Hann tileinkaði sér smám saman ólíkar hliðar kvikmyndagerðar, lærði sviðshönnun, handrits- gerð og klippingu, og eftir að hafa starfað sem aðstoðarleikstjóri við nokkur verkefni, fékk hann tækifæri til að leikstýra kvikmynd. Mynd- in sem um ræðir, The Pleasure Garden, var tekin upp í hinu virta Ufa-kvikmyndaveri í Þýskalandi. Þar kynnti Hitchcock sér jafnframt strauma í þýskri kvikmyndagerð og tileinkaði sér m.a. stíláhrif expressjónismans. The Ples- ure Garden er áhugaverð frumraun sem fjallar um unga sýningarstúlku sem verður stjarna í næturklúbb en vakti hins vegar takmarkaða at- hygli þegar hún kom út. Önnur mynd Hitch- cocks, The Mountain Eagle var nokkurs konar melódrama sem átti sér stað í uppsveitum Ken- tucky-ríkis, en Hitchcock mun sjálfur hafa vilj- að vita sem minnst af þeirri mynd, sem er glöt- uð í dag. Það var ekki fyrr en með sinni þriðju mynd, The Lodger: A Story of the London Fog, sem Hitchcock sló í gegn en myndin er ein af vörðum breskrar kvikmyndagerðar frá þögla tímabilinu. Í kvikmyndinni tvinnar Hitchcock saman hrollvekjandi sagnaarfleifð Jack the Rip- per, þrúgandi og þokublöndnu andrúmslofti Lundúnaborgar og myndrænni framsetningu þýska expressjónismans. Morðingi gengur laus í London þegar sagan hefst og þegar dul- arfullur leigjandi birtist utan úr myrkrinu, fer hjónin sem hann leigir hjá að gruna að þar sé ekki allt með felldu. Tvíræð sagan ber hand- bragð Hitchcocks og ein helst kvikmynda- stjarna Breta á þögla tímanum, Ivor Novello fer með hlutverk leigjandans dularfulla. Í The Lodger vann Hitchcock með handritshöfund- inum Eliot Stannard sem átti eftir að skrifa fjölmörg handrit fyrir leikstjórann á Bretlands- árunum. Stannard hafði sterka sýn sem hand- ritshöfundur og telja margir breskir kvik- myndafræðingar að áhrif Stannard á mótunarár Hitchcocks í kvikmyndagerð hafi verið van- metin. Annar samstarfsmaður Hitchcocks frá þessum tíma var Alma Reville, síðar eiginkona leikstjórans, en hún starfaði sem aðstoðarleik- stjóri við The Lodger. Alma vann sem klippari og handritshöfundur í breska kvikmyndabrans- anum áður en þau Hitchcock kynntust, og starfaði náið með Hitchcock út ferilinn. Hitch- cock gerði fleiri þöglar myndir og telst Down- hill, sem einnig skartar Ivor Novello í aðal- hlutverki, til snilldarverka leikstjórans frá því tímabili. Kvikmyndin Blackmail er einnig stór- merkileg, en hún stóð svo til klofvega milli þögla tímabilsins og komu talmyndanna. Hitch- cock vann myndina, tvíræða morðsögu sem endar með eltingarleik um salarkynni British Museum, fyrst sem þögla kvikmynd, en tók síð- an upp atriði eftir á með tali að kröfu kvik- myndaversins sem vildi gera myndina að einum af fyrstu boðberum hinnar nýju hljóðmynda- tækni árið 1929. Tvær ólíkar útgáfur af drama- tísku atriði þar sem söguhetjan hugsar með hryllingi til morðs sem hún framdi, sýnir hin átakalausu umskipti Hitchcocks frá tjáskiptum þöglu myndanna til talmyndar. Í þöglu mynd- inni hryllir sögupersónuna við því að skera brauð með voldugum hníf, en í síðara atriðinu sker frásögn nágrannakonu í eyru söguhetj- unnar þegar orðið „hnífur“ ber sífellt á góma. Kvikmyndirnar The Man Who Knew too Much og 39 Steps eru ef til vill þekktustu verk Hitch- cocks frá Bretlandsárunum, en sú síðarnefnda þykir að margra mati marka hápunkt kvik- myndagerðar hans á þeim tíma. The Lady Van- ishses, sem fjallar um leit að horfinni konu í tákngerðu Þýskalandi nasismans og Young and Innocent eru ekki síðri og til marks um það hversu sterkum tökum Hitchcock hafði náð á list sinni áður en hann fór til Bandaríkjanna. Og það fyrsta sem hann gerð þar var að næla sér í Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd, þ.e. rökkurmyndina Rebecca með Laurence Olivier og Joan Fontaine í aðalhlutverki. Kaupmannssonurinn frá Austur-London Flestir tengja kvikmyndagerð Alfreds Hitch- cocks við meistaraverk á borð við Psycho og Re- ar Window en sjaldnar koma myndir frá Bret- landsárum hans upp í hugann. Á undanförnum árum hefur mynddiskaútgáfa gert verk Hitch- cocks frá því snemma á ferli hans aðgengileg og þar er marga gullmola að finna. Úr þokunni Ivor Novello birtist innan úr Lund- únaþokunni í The Lodger frá árinu 1927

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.