Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Síða 13
væri þá dæmi um breytingu sem
gerðist á máltökuskeiði.
Á mynd 2 má síðan sjá mat ólíkra
kynslóða á setningum með viðteng-
ingarhætti og framsöguhætti. Hún
sýnir að viðtengingarháttur er alls
ekki horfinn úr máli yngstu kynslóð-
arinnar. Sú kynslóð samþykkir að
vísu oftar framsöguhátt en eldri
kynslóðir þar sem viðtenging-
arháttar er von, þ.e. í dæmum eins
og Við komum þótt það er vont veð-
ur, en hún samþykkir hins vegar oft-
ar viðtengingarhátt þar sem fram-
söguháttar er von í dæmum eins og
En ef hann sé ekki heima? Þetta gef-
ur að sönnu vísbendingar um að
háttanotkun kunni að vera að breyt-
ast, en þær breytingar líklega ekki
eins einfaldar og menn vilja stund-
um vera láta.
Síðustu skýringarmyndina má svo
tengja við eftirfarandi tilvitnun í bók
Péturs Gunnarssonar Punktur,
punktur, komma strik (Reykjavík
1976, bls. 30 – sbr. líka grein eftir
Ástu Svavarsdóttur í Íslensku máli
1982):
Mamma, mamma – mér hlakkar svo til
þegar …
Mig hlakkar, leiðrétti Haraldur.
Mig hlakkar svo til þegar …
Ég hlakka til, áréttaði Ásta.
Ég hlakka svo til þegar …
Ertu eitthvað klikkuð kona, hrópaði
Haraldur.
Þarna lætur Pétur börnin nota
þágufall með sögninni hlakka, föð-
urinn þolfall og móðurina nefnifall.
Mynd 3 sýnir að í Tilbrigðakönn-
uninni var það bara elsta kynslóðin
sem valdi nefnifall oftar en aukaföll-
in með hlakka, hjá miðkynslóðunum
tveim er þolfallið algengast en hjá
þeirri yngstu er það þágufallið, þótt
litlu muni á því og þolfallinu.
Íslenskan öll?
Hér hafa aðeins verið tekin örfá
dæmi um niðurstöður úr Til-
brigðaverkefninu. Í sem stystu máli
má þó segja að í rannsókninni hafi
komið fram talsverður kyn-
slóðabundinn munur í íslenskri setn-
ingagerð og trúlega verður nauðsyn-
legt að endurskoða sumt af því sem
handbækur segja um málið í fram-
haldi af því. Spurningin er svo hvort
þær vísbendingar um breytingar
sem finna má í niðurstöðunum sýni
að íslenska sé að líða undir lok. Það
er áreiðanlega orðum aukið, enda
eru þessi tilbrigði mun minni og flest
léttvægari en margt af þeim mál-
lýskumun sem finna má í setn-
ingagerð nágrannamálanna. Nið-
urstöðurnar sýna líka að sumar
breytingar breiðast hratt út, aðrar á
lengri tíma. Það er t.d. athyglisvert
að það hugboð um tilbrigði í setn-
ingagerð sem Pétur Gunnarsson rit-
höfundur hafði fyrir rúmum 30 árum
og áður var vitnað til virðist passa
nokkuð vel við raunveruleika dags-
ins í dag.
Morgunblaðið/Eyþór
Höfundur er prófessor í íslensku
við Háskóla Íslands.
Jóhannes Gísli Jónsson (HÍ), Ásta
Svavarsdóttir (Orðfræðisviði Stofn-
unar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum (SÁMÍF)) og Þórunn Blön-
dal (KHÍ). Alls komu yfir 30 fræði-
menn og háskólanemar að verkefn-
inu á einhvern hátt og þá eru ótaldir
um 40 aðstoðarmenn um allt land
sem sáu um staðbundnar kannanir.
Efnivið rannsóknarinnar var eink-
um safnað á eftirfarandi hátt:
– Með þrem skriflegum yfirlits-
könnunum á um það bil 30 mismun-
andi stöðum á Íslandi. Hver könnun
náði til yfir 900 þátttakenda, sem
skiptust í fjóra aldurshópa (þ.e. 15
ára, 20-25 ára, 40-45 ára og 65-70
ára). Í þeim áttu þátttakendur að
meta setningar, velja á milli kosta
eða fylla í eyður og alls voru kann-
aðar um 45 ólíkar setningagerðir.
Við þetta bætist svo hliðstætt efni
sem var safnað með aðstoð Náms-
matsstofnunar í tengslum við sam-
ræmd próf í 10. bekk grunnskóla
vorin 2006 og 2007.
– Með því að taka viðtöl við valda
þátttakendur úr yfirlitskönnununum
til þess að kanna nánar eðli og hlut-
verk ákveðinna tilbrigða.
– Með því að gera textasöfn nýt-
anleg til málfræðirannsókna. Þessi
hluti var unninn í samvinnu við verk-
efnið „Mörkuð íslensk málheild“ hjá
Orðfræðisviði SÁMÍF. Hér er eink-
um um að ræða talmálstexta og órit-
skoðaða ritmálstexta (þ.e. texta sem
ekki hafa verið prófarkalesnir eða
búnir undir útgáfu), svo sem blogg-
texta og nemendaritgerðir af grunn-
skóla- og framhaldsskólastigi.
Dæmi um niðurstöður
Stundum heyrast raddir um að ís-
lenskt mál sé að líða undir lok, ungt
fólk sé hætt að beygja sagnir og noti
bara nafnhátt, viðtengingarháttur sé
nánast horfinn, beygingakerfið
hrunið o.s.frv. Þessu var t.d. haldið
mjög á lofti í fjölmiðlum fyrir 2-3 ár-
um, en svipaðar raddir heyrðust líka
fyrir tæpum aldarfjórðungi, m.a. á
Alþingi, og það fólk sem þá lá undir
ámæli er nú óðum að komast í raðir
máttarstólpa þjóðfélagsins.
En hvaða vísbendingar hefur Til-
brigðaverkefnið þá gefið um stöðu
íslensks máls? Er mikill stéttbund-
inn, landshlutabundinn eða aldurs-
bundinn munur í íslenskri setn-
ingagerð? Er málið að líða undir
lok?
Lítið dæmi um landshluta-
bundinn málfarsmun
Forkönnun sem var gerð áður en
Tilbrigðaverkefnið fór af stað gaf
mjög litlar vísbendingar um tilbrigði
sem væru tengd félagslegum þáttum
á borð við menntun og lands-
hlutabundinn munur í setningagerð
virtist líka vera hverfandi. Aftur á
móti benti forkönnunin til þess að
um talsverðan aldursbundinn mun
væri að ræða í ýmsum tilvikum. Til-
brigðaverkefnið sjálft hefur staðfest
þetta að verulegu leyti. Þó hefur það
staðfest hugboð sem ýmsir höfðu um
að orðalag eins og bíllinn pabba eða
tölvan Siggu væri staðbundið og þá
helst tengt stöðum eins og Siglufirði
og Ólafsfirði. Þetta orðalag er þó
ekki bundið við þessa staði eingöngu
heldur má finna það á fáeinum stöð-
um öðrum. Þetta eru nú ekki bylt-
ingakenndar niðurstöður í sjálfu sér,
en þær sýna þó að jafnvel á Íslandi
má finna málfarslegan mun á milli
býsna nálægra staða. Þannig er áð-
urnefnt orðalag algengt á Siglufirði
og Ólafsfirði en sjaldgæft á Dalvík –
og það má líka finna á Patreksfirði
en mun síður á Ísafirði, svo dæmi
séu nefnd.
Dæmi um kynslóða-
bundinn mun
Langalgengast er að þau tilbrigði
sem við höfum skoðað sýni aldurs-
bundinn mun, en hann er þó mjög
mismunandi eftir því um hvaða at-
riði er að ræða. Í sumum tilvikum
virðast breytingarnar breiðast út til
ólíkra aldurshópa líkt og ný tíska.
Það virðist t.d. að nokkru leyti eiga
við um það sem hefur verið kallað
útvíkkað framvinduhorf, þ.e. að
nota sagnasambandið vera að í víð-
ara samhengi en áður tíðkaðist og
segja t.d. Ég er ekki að skilja þetta.
Þessi málnotkun er ekki bundin við
yngstu kynslóðina heldur nær hún
líka til eldri kynslóða þótt hún eigi
síst upp á pallborðið hjá þeirri elstu.
Til samanburðar má taka hina svo-
kölluðu nýju þolmynd, þ.e. þegar
sumir segja Það var rekið manninn
þar sem aðrir segðu Maðurinn var
rekinn. Þessi nýjung er að lang-
mestu leyti bundin við yngstu kyn-
slóðina. Hún nær aðeins til þeirrar
næstyngstu en þær eldri hafna
henni algjörlega. Muninn á út-
breiðslu þessara tveggja nýjunga
má sjá á mynd 1, þar sem súlunum
er raðað eftir aldurshópunum frá
vinstri til hægri (yngsti aldurshóp-
urinn er nr. 1). Þarna virðist því vera
um ólíkar gerðir breytinga að ræða.
Sumar breytingar verða þá kannski
fyrst og fremst þegar málið flyst frá
einni kynslóð til annarrar, þ.e. þegar
börn eru að tileinka sér málið, en
aðrar geta breiðst út til fullorðinna,
ef svo má segja. Nýja þolmyndin
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 13
12-14 Íslenskan öll? – frh. frá fyrri
degi STOFA 225
Eiríkur Rögnvaldsson og Ásta Svav-
arsdóttir: Talmál og tilbrigði. Skrán-
ing, úrvinnsla, mörkun og setn-
ingafræðileg nýting talmálssafna.
Þórunn Blöndal: Að gera sér mat úr
námsmati. Setningarleg tilbrigði í rit-
uðum texta.
Hlíf Árnadóttir: Þolanleg þolmynd?
Hömlur á þolmynd í íslensku.
Sigrún Steingrímsdóttir og Þórhallur
Eyþórsson: Viðbótarupplýsingar úr
viðtölum.
Málstofustjóri: Jóhannes Gísli Jónsson
aðjunkt.
Málstofan heldur áfram að loknu kaffi-
hléi.
14.20-16.20 Íslenskan öll? – frh.
STOFA 225
Sigríður Sigurjónsdóttir: Hér var sýnt
Ronju. Aðferðir til að kanna tilbrigði í
máli ungra barna.
Jóhannes Gísli Jónsson: Hvað er að
gerast í færeysku?
Tania E. Strahan: Að beygja sig aftur
á íslensku og norsku.
Matthew Whelpton: Útkoman er þessi.
Málstofustjóri: Höskuldur Þráinsson
prófessor.
Annað á dagskrá
Kl. 11-12 verður málstofa á vegum
Þýðingaseturs Háskóla Íslands um
þýðingar á vettvangi Evrópusam-
bandsins. 12.30-14 er fjallað um veisl-
ur og brennur og skáldskap í forn-
sögum. 12-14 er fjallað um
annarsmálsfræði, nýja fræðigrein á Ís-
landi. 12-14 verður hlaðborð sagn-
fræðinga til heiðurs Gísla Gunnarssyni
prófessor en því er framhaldið milli kl.
14.20-16.20. 14.20-16.20 verður mál-
stofa Ritsins: Hlýnun og umhverfi.
12.30-14 er málstofa um Mál og sam-
félag.
14.20-15.50 er málstofa um Ísland og
umheiminn.
Hugvísinda-
þing í dag
HEYRNARÞJÓNUSTA