Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók|Myndin af heiminum Eftir Hermann Stefánsson hermannstefansson@yahoo.com H vað er merkilegt við þessa mynd? Svarið er: Ekkert. Samt segir hún mikið um mynd- birtingar íslenskra fjölmiðla. Þetta er andlitsmynd eins og ótal slíkar. Andlitið er ekkert sérstaklega fótógenískt og ef ekki væri fyrir tignarmerki á einkenn- isbúningi mannsins og ögn tjáning- arríka bendingu væri myndin skrautlaus. Maðurinn situr við borð, það er verið að ræða málin. Megnið af ljósmyndum fjölmiðla er af þessu tagi; andlit á blaðamannafundum, andlit með aðsendum greinum, and- lit af öllum stærðum og gerðum sem kalla ekki fram hughrif ein og sér heldur öðlast merkingu í samhengi við texta. Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt en Íslendingar búa við gerólíkan ljósmyndaveruleika en flestar þjóðir Evrópu. Munurinn er mestur sé miðað við Ítalíu eða Spán: Ef einhver fellur á vígvelli birtist mynd af því í spænskum blöðum með blóði og brostnum augum, ef einhver deyr í bílslysi birtist líkið af honum í sjónvarpi og blöðum daginn eftir. Allar hörmungar eru sýndar í smæstu smáatriðum, eins nálægt og ljósmyndarinn kemst. Hér er þetta einfaldlega ekki til siðs. Það er órofa hefð á Íslandi að birta ekki myndir sem sýna það sem upp á ensku er kallað „Extreme Graphic Violence“ (sem er merkilegt orðalag og felur í sér að ofbeldi geti verið grafískt). Þannig lagði ekkert íslensku blað- anna opnu undir pyntingamynd- irnar frá Abu Ghraib og ekkert þeirra setti slíka mynd á forsíðu. Um er að ræða einhverjar áhrifa- mestu ljósmyndir sögunnar og ekki vegna þess að þær séu vel teknar heldur vegna þess sem þær sýna: niðurlæging hinna pyntuðu, trufl- andi gleðin í fasi pyntaranna. Þær sýndu svo grafískt ofbeldi að hrollur fór um gervöll Vesturlönd. Þessa dagana eru að koma fram miklu grófari myndir sem sýna menn láta hunda bíta fangana, myndir sem fjölmiðlar vissu af á sínum tíma og íhuga nú sumir hverjir að birta. Án nokkurs vafa tjá þær milliliðalaust hrylling sem verður ekki færður í nein orð heldur rennur beina leið inn í taugakerfi lesandans. Ólíklegt er að íslensk blöð birti þessar mynd- ir. Sensasjónismi er ekki lengra á veg kominn en svo að meirihluti fréttaljósmynda sem birtist á Ís- landi kallar á texta til þess að merkja yfirleitt eitthvað. Það má vel kalla það tepruskap en kannski er það líka rík textahefð. Svo ótal margt veltur á texta. Í riti sínu Ways of Seeing (1972) gerir John Berger ofurlitla tilraun með mynd og texta. Fyrst birtir hann málverk eftir Van Gogh sem sýnir kornakur og fugla. Á næstu síðu birtir hann sama málverk með myndatextanum: „Þetta er síðasta málverkið sem Van Gogh málaði áð- ur en hann svipti sig lífi.“ Textinn gerbreytir málverkinu. Ósjálfrátt fer maður að leita að aðstæðum sjálfsmorðs í formum og litanotkun. Ljósmyndin sem hér fylgir hefur mismunandi merkingu eftir því hvort henni fylgir fyrirsögnin „Tel- ur öryggismálum ábótavant“, „Snerist til póstmódernisma“ eða „Sá engla“. Leyfum myndinni að standa augnablik í samhengi við fyr- irsögnina sem ég hef leyft mér að setja við hana, tvö orð sem gefa til kynna að einhver hafi séð engla. Eiginlega er myndin talsvert glað- legri með þessari fyrirsögn en þeim sem í raun og veru birtust með henni í heimspressunni, þannig má gerbreyta myndum án þess að kunna neitt í Photoshop, ekki ósvip- að og þegar börn teikna skegg á fólkið á leiðinlegu myndunum í blöð- unum. Maðurinn heitir Michael Hayden og er forstjóri bandarísku leyni- þjónustunnar. Rétt fyrirsögn með myndinni er: „CIA stundaði vatns- pyntingar“. Myndin birtist með frétt í Morgunblaðinu um að Hay- den hefði viðurkennt að stofnunin hefði notað svonefndar vatnspynt- ingar til að þvinga upplýsingar úr föngum eftir 11. september. Hayden tjáði þingnefnd bandaríska þingsins að ótti um hryðjuverkaárásir hefði verið ástæðan fyrir pyntingunum. Vatnspyntingar felast í því að klútur er lagður yfir andlit þolandans og svo er ausið yfir hann vatni þar til honum líður eins og hann sé að drukkna. Um þessar mundir virðast vatnspyntingar opnari fyrir ab- strakt umræðu en englar. Hayden starfar í anda ályktana Bandaríkja- stjórnar um að þriðja grein Genf- arsáttmálans sé óljós og megi túlka á ýmsa vegu. Uppi er skoðana- ágreiningur og það fer fram um- ræða, ólíkar túlkanir og misjafnar skilgreiningar takast á og þetta sést einnig í forsetakosningunum. For- veri Haydens í starfi, Porter J. Goss, taldi aðferðina ekki pyntingar heldur „faglegar yfirheyrsluaðferð- ir“. Hayden segir þær undantekn- ingu þar sem nauðsyn hafi krafið til að ljóstra upp um hryðjuverka- menn, þær séu liðin tíð. Hluti bandaríska þingsins vill banna notk- un vatnspyntinga en George W. Bush hefur aftur á móti hótað að beita neitunarvaldi forseta til að koma í veg fyrir það. Bandarísk yf- irvöld skilgreina aðferðina ekki sem pyntingar eins og sakir standa, þrátt fyrir að öll aþjóðleg mannrétt- indasamtök fordæmi hana. Umræða á þessum nótum felur í sér róttækustu efahyggju okkar daga. Í raun er skilgreining á pynt- ingum sögð smekksatriði. Til að finna sambærilega umræðu þarf að fara á vafasamar slóðir. Í riti Anne Applebaum, Gulag: A History (2004), er lýst deilum um réttmæti beins líkamlegs ofbeldis í gúlaginu, sem enda var ólöglegt. Árið 1939 sendi Stalín frá sér minnismiða þar sem hann lýsir því yfir að pyntingar séu aðeins heimilar í undantekning- artilvikum, „þegar um er að ræða óvini fólksins sem notfæri sér þá mannúðlegu meðferð sem þeir hljóta til þess að komast hjá því að ljóstra upp um samsærismenn sem enn ganga lausir“. (143) Hugleið- ingar Stalíns og undirmanna hans gætu rétt eins verið úr blöðum dagsins í dag. Spænski rannsókn- arrétturinn var skilvirkari í gagna- söfnun en Bandaríkjastjórn sem ítrekað týnir gögnum um vatns- pyntingar og er skjalfest að páfi lýsti yfir Ad extirpanda árið 1252. Í því fólst bann við limlestingum, blóðsúthellingum og aftökum en leyfi fyrir pyntingum. Eftir það varð ekki aftur snúið. Um þessar mundir ríkir gullöld í fræðirannsóknum á gögnum rannsóknarréttarins, sem var flókið yfirheyrslu- og refsing- arkerfi sem höndlaði trúvillinga eft- ir skilgreindum réttarreglum. Reynt er að varpa ljósi á fyrirbærið og öðlast betri skilning en þann sem felst í gotnesku hryllingsímyndinni sem er afurð margra alda goðsagna- smíða um rannsóknarréttinn. Myndin tekur að sjálfsögðu breyt- ingum en enginn sagnfræðingur, enginn póstmódernisti eða bók- menntafræðingur, hefur stigið fram og komið spænska rannsóknarrétt- inum til varnar. Siðleysi hans verð- ur ekki dregið í efa. Ein helsta pynt- ingaraðferð hans kallaðist toca og er einmitt það sama og vatnspynt- ingar. Það sem er merkilegt er að um- ræðan um stríðið gegn hryðjuverk- um og um Íslam er farin að snúast upp í furðulegt tuð blandað frösum úr heimspeki þar sem þeir sem gagnrýna aðfarirnar eru sagðir „af- stæðishyggjumenn“, jafn þver- stæðukennt og það hljómar. Egill Helgason skrifar á bloggsíðu sína að „[f]jölmenningarsinnar vilj[i] halda því fram að maður eigi að bera virð- ingu fyrir trú annarra – hversu vit- laus sem hún er“ en þetta telur hann að jafnist á við „að sýna nas- ismanum umburðarlyndi“ og feli þegar upp er staðið í sér þá lífs- skoðun „að ekki séu til nein gildi sem eru betri en önnur“. „Öðru nafni kallast þetta menningarleg af- stæðishyggja,“ segir Egill eftir að hafa sent gusu yfir spænska Jesúíta, líklega með allra umburðarlyndustu kristnu söfnuðum sem til eru, sem hann telur rótina að klerkahatri spænska kvikmyndagerðarmanns- ins Luis Buñuel. Björn Bjarnason tekur á sinni síðu undir með blogg- ara sem þykir þörf á að hafa orðin „mismunandi menningarheimar“ í gæsalöppum og telur ráðherrann fjölmiðla undirlagða af „naívistum“ sem útskúfi rakalaust og markvisst ákveðinni tegund málflutnings, sem megi ráða af því að danskur áróð- urspési, „Íslamistar og naívistar“, vakti lítinn fögnuð á Íslandi. Ástæð- an mun sú að „boðskapurinn um að vestrænir menn standi vörð um eig- in þjóðfélagsgildi og lýðræði“ á ekki upp á pallborðið hjá þeim „sem stjórna fjölmiðlaumræðunum“. Það er langt seilst þegar umburðarlyndi fyrir trú annarra, sem má vænta að sé boðuð í skárri kirkjum landsins, er ekki aðeins varasamt heldur stór- hættuleg, svæsið skammaryrði og næsti bær við nasisma, spottakorn frá menningarlegri afstæðishyggju. Það er leitað langt þegar menning- armunur er sjálfkrafa svo tor- tryggileg hugmynd að utan um hann þarf að drita niður póstmód- ernískum gæsalöppum og gengi einnar bókar er til marks um að ís- lenskum fjölmiðlum sé hreint ekki gefið um eigin þjóðfélagsgildi og lýðræði, enda stjórnendur þeirra á valdi islamista, sem er víst mikið af hér á landi. Í hugann kemur kenn- ing heimspekingsins Karls Poppers sem taldi félagslegar samsær- iskenningar hafa leyst hugmyndina um Guð af hólmi í nútímanum. Þetta eru dæmi um málflutning sem er á hraðri siglingu í allri Evr- ópu. Stillt er upp andstæðunum „af- stæðishyggja“ og „vestræn grunn- gildi“ og hvort tveggja skilgreint svo vítt að undir hælinn er lagt hver merkingin er hverju sinni. Út frá þessu eru skrifaðar bækur í massa- vís, ógrynni af pistlum og ennþá meira af netfærslum. Gjarnan er brugðið á leik sem snýst um sam- anburð á voðaverkum og pólitískt manntal upp úr fjöldagröfum sög- unnar svo úr verður mikið argaþras þar sem heimspekilegir strámenn hríðfalla og hver og einn velur sér óhæfuverk líkt og í kjörbúð. Hver eru eiginlega vestræn grunngildi og hvernig afstæðishyggja verður henni að grandi? Maður skyldi ætla að hvert barn kynni svarið: Vestræn siðmenning byggir á kristindómi og mannúðarstefnu. Kristnin byggir á boðskap Jesú Krists og mann- úðarstefnan á húmanisma hugsuða eins og Montaigne og Voltaire. Kristnin boðar umburðarlyndi og fyrirgefningu (krossinn, grunntákn vestrænnar siðmenningar, er pynt- ingatól) en mannúðarstefnan birtist skýrast í stofnunum eins og Am- nesty International sem byggja starf sitt á því algildi að pyntingar og ill meðferð fanga séu siðlaus. Af- stæðishyggja er sú hugsun sem álít- ur pyntingar vera skilgreining- aratriði sem þurfi að ræða. Hún snýr út úr óvefengjanlegum gildum og dregur jafnt mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og grunnboðorð kristinnar trúar í efa. Séu pyntingar smekksatriði er vegið að grunni vestrænnar siðmenn- ingar, megingildi hennar numin af og þeirra í stað settar á rekistefnur um skilgreiningar og túlkun. Hvað merkja öll þessi andlit sem birtast á hverjum degi í öllum blöð- um og hafa ekkert sérstakt mynd- rænt aðdráttarafl? Ekkert – en allt þó. Þær eru einskonar fjöl- skyldualbúm samfélagsins, mynd- skreytingar við samfélagsumræð- una. Umræðumyndir. Andlit og texti hafa ýmislegt fram yfir ósegj- anlegan hrylling en það er rétt að hafa í huga að þótt engan veginn sé hægt að útiloka að til séu englar eru pyntingar ekki skilgreiningaratriði, mál þar um heyra ekki undir rök- ræðu og það þarf ekkert að ræða þau og ekki að hugsa. Maðurinn á myndinni hefur viðurkennt það allra versta. Pyntingar eru siðlausar. Þeir sem láta undir höfuð leggjast að fordæma þær hafa svikið vest- ræn grunngildi. Sá engla „Hvað merkja öll þessi andlit sem birtast á hverjum degi í öllum blöðum og hafa ekkert sérstakt myndrænt aðdráttarafl? Ekkert – en allt þó,“ segir greinarhöfundur í fjórðu grein sinni um fréttamyndir. Hér ber kristindóm á góma, einnig mannúðarstefnu og menningarlega afstæðishyggju. Höfundur er rithöfundur. » Sensasjónismi er ekki lengra á veg kominn en svo að meiri- hluti fréttaljósmynda sem birtist á Íslandi kallar á texta til þess að merkja yfirleitt eitt- hvað. Það má vel kalla það tepruskap en kannski er það líka rík textahefð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.