Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ bílar Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Bílaáhugafólk um allan heim varð fyrir áfalli þegar mótshaldarar Dakar-rallsins tilkynntu nýverið að keppninni í ár yrði frestað. Keppnin hefst jafnan í byrjun árs en rallið á rætur að rekja til ársins 1979 þegar ekið var frá París til Dakar. Skipuleggjendur keppninnar hafa aflýst keppninni í kjölfar þess að fjórir franskir ferðamenn voru myrtir milli jóla og nýárs í Márit- aníu þar sem stór hluti keppninnar fer fram. Einnig hafa mótshöld- urum borist hótanir frá hryðju- verkasamtökum og var því ekki annað að gera en aflýsa keppninni. Það er ljóst að mörg þúsund manns verða fyrir verulegu fjár- hagslegu og annars konar tjóni þar sem hætt er við keppnina með svo stuttum fyrirvara. Í fyrra voru skráð 490 farartæki til keppni og í langflestum til- fellum eru það áhugamenn fremur en atvinnumenn sem aka. Keppnin hefur lengi vel verið umdeild vegna hárrar slysatíðni en 49 manns hafa látist vegna Dakar- keppninnar á 29 ára ferli hennar. Chile hefur áhuga á að halda keppnina Yfirvöld í Chile hafa lýst áhuga á því að hlaupa undir bagga og fá keppnina flutta til Suður-Ameríku en ólíklegt má telja að nokkuð verði úr þeim áformum með svo stuttum fyrirvara. Keppnin hefur þótt hið besta sjónvarpsefni og er hún því mikil og áreiðanleg tekjulind fyrir þau lönd sem keppendur eiga leið um. Afríkuríkin hafa t.d. stólað að miklu leyti á þá athygli sem hefur fylgt Dakar-keppninni undanfarin ár. Volkswagen hefur lýst yfir stuðningi við ákvörðun keppn- ishaldara en um leið er harmað að rallið muni ekki enda í Senegal, eftir 9.300 kílómetra akstur eins og til stóð. Dakar-rallinu frestað af öryggis- ástæðum Vonbrigði Metþátttaka var á Dakar-rallið í ár og því mikið áfall að aflýsa þurfti keppninni. Á sama tíma og raddir um umhverfisvænni bíla gerast sífellt háværari virðist ekkert lát vera á kraftmiklum bílum frá Þýskalandi. Fyrir skömmu tilkynntu þrjár þýskar borgir að bílar yrðu merktir viðeigandi meng- unarstaðli en ekki virðist það hafa dregið úr fram- leiðslu þýskra bílaframleiðenda á tröllslegum ofurbílum því nú hefur breytingarfyrirtækið Rinspeed sent frá sér 600 hestafla Porsche Cayenne, með viðeigandi út- litsbreytingum. Cayenne á sterum Rinspeed hefur talsverða reynslu af því að breyta Porsche-bílum og virðist engu líkara en nýi bíllinn sem hefur fengið hið ófrumlega heiti X-Treme hafi farið í sterameðferð. Bíllinn er allur mun kraftalegri að sjá, lægri, breiðari, með stærri loftinntökum og einnig fleiri loftinntökum. En hjá Rinspeed snúast hlutirnir ekki bara um útlit- ið og því er bíllinn nokkru öflugri en hefðbundinn Ca- yenne Turbo eða 600 hestöfl. Í dag eru allar tölur komnar úr algjöru samhengi við það sem tíðkaðist fyrir aðeins um tíu árum. Til dæmis er bíllinn á 23 tomma felgum og það sem meira er hann virðist bera þessa stærð vandræðalaust. Líklegast eru svona breyttir Cayenne orðnir hálf- gagnslausir í torfærum en á móti kemur að veggrip og afl er með mesta móti. X-Treme er enn á loftpúðafjöðrun sem hefur þó verið lækkuð um 35 mm og hafa því götueiginleikar bílsins verið lagðir til grundvallar enda má búast við því að bílar sem þessir eigi best heima á þýsku hraðbraut- unum. Kaupendur gætu þó fundist á Íslandi þar sem öflugustu útgáfur Cayenne hafa verið mjög vinsælar síðustu ár. Öfgakenndur Rinspeed X–Treme ætti að þykja í meira lagi öfgakenndur en þrátt fyrir það er bíllinn ekki al- gjörlega á skjön við margt það sem þýskir bílaframleiðendur senda frá sér um þessar mundir. Ekkert lát á kraftabílum Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Sebastien Loeb, heimsmeistari í ralli, hefur ver- ið valinn „meistari meistaranna“ í Frakklandi, en það sæmdarheiti jafngildir titlinum íþrótta- maður ársins þar í landi. Það var íþróttadag- blaðið L’Equipe sem stóð fyrir valinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu verðlaunanna sem franskur rallökumaður vinnur þau. Í öðru sæti varð körfuboltastjarnan Tony Parker, og í þriðja sæti sundstjarnan Laura Manaudou, sem hlaut verð- launin fyrir ári. Þykir niðurstaðan athyglisverð í ljósi þess að Parker varð meistari í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik á árinu og kos- inn dýrmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þá bætti Manaudou á sig blómum á árinu, heims– og Evrópumeistaratitlum. „Þetta er ánægjulegur endir á árinu sem var aldeilis frá- bært frá upphafi til enda,“ sagði Loeb, heims- meistari í ralli fjögur ár í röð, er honum var kynnt niðurstaða kjörs L’Equipe. „Árið 2007 færði mér mikla hamingju, en þar ber fyrst að tiltaka fæðingu dóttur minnar, Valentine, og trylltan slag við Marcus Grönholm árið út í gegn um fjórða titil minn veitti mér mikla ánægju,“ bætti Loeb við. Með titlinum 2007 þykir Sebas- tien Loeb hafa komist upp að hlið Alain Prost sem á sínum tíma varð fjórum sinnum heims- meistari í Formúlu 1. Jarðbundinn og laus við stæla Þeir verða taldir á fingrum annarrar handar sem unnið hafa jafnmarga titla í annars vegar ralli og hins vegar Formúlu 1. Loeb segir það mikinn heiður að vera jafnað við Prost sem getið hafi sér góðan orðstír. Það breyti þó engu fyrir sig og sitt daglega líf. „Ég hælist ekki um af þessu, það er ekki stíll minn,“ sagði Loeb sem þykir einkar jarðbundinn og fjarri því að stælast af árangri sínum. Í kjöri L’Equipe varð Loeb sjötti árið 2003, annar 2004 og 2005 og þriðji árið 2006. Titlana fjóra, 2004, 2005, 2006 og 2007, vann hann á Citroën-bílum, þrjá fyrstu á Xsara og á C4 í fyrra. Titillinn á nýliðnu ári var harð- sóttari en hinir fyrri og landaði Loeb honum ekki fyrr en í síðasta móti vertíðarinnar, í Wales. Árið 2006 varð hann meistari þótt hann missti af síðustu mótunum eftir að hafa dottið á torfær- ureiðhjóli og beinbrotnað. Loeb vann átta röll af 16 á nýliðnu árinu og hefur samtals unnið 36 röll frá því hann hóf keppni í HM í ralli í franska rall- inu á Korsíku árið 1999. Fyrsta mótssigurinn vann hann í þýska rallinu árið 2002. Enginn öku- þór hefur jafnoft unnið. Árið 2005 vann hann 10 mót sem er met á einni vertíð, þar af vann hann sex röll í röð. Í ár er markmið hans að vinna fimmta titilinn en enginn ökuþór hefur unnið jafnmarga titla á HM í ralli. Loeb meistari meistar- anna í Frakklandi Meistari Þeir verða taldir á fingrum ann- arrar handar sem unnið hafa jafn marga titla og Sebastian Loeb í annars vegar ralli og hins vegar formúlu–1. Á morgun frumsýnir Hekla nýjan Skoda Octavia Scout 4x4. Skoda Oc- tavia Scout er rúmgóður fjölskyldu- bíll og með nokkuð mikla veghæð í samanburði við aðra bíla í sama stærðarflokki. Bíllinn er knúinn af 140 hestafla dísilvél. Af staðalbún- aði má nefna 17" álfelgur, fjarlægð- arskynjara, Climatronic loftkælingu og ESP stöðugleikakerfi. Kynningin fer fram í sýningarsal Skoda, Laugavegi 172, Reykjavík, og hjá umboðsmönnum HEKLU á Akureyri, Selfossi og í Keflavík milli kl. 10 og 14 á morgun, laug- ardag. Rúmgóður fjölskyldubíll Skáti Hekla frumsýnir um helgina nýjan fjórhjóladrifinn Octavia Scout.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.