Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 8

Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ bílar  Leó M. Jónsson vélatækni- fræðingur svarar fyrir- spurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ýtarlegri svör eru birt á www.leoemm.com. Spurt: Datt í hug hvort með- fylgjandi grein/tengill gæti falið í sér lausn fyrir okkur sem eigum stærri dísiljeppa til fjallaferða hér á klakanum og erum að kikna und- an hárri skattlagningu á dísilolíu. Er ef til vill lausnin að drýgja eldsneytið með vatni? Vefslóðin er: www.fastcompany.com/magaz- ine/120/motorhead–messiah.html. Svar: Þetta er engin uppfinning – því miður – heldur hefur það verið þekkt áratugum saman að viss efni sem blönduð eru vatni og blöndunni ýrt inn í brunahólf auka þjöppunarþrýsting. Vatnsinn- sprautun er þekkt tækni í túrbó- og keppnisvélum. Ég notaði sjálfur svona búnað árið 1971 á Chevrolet Corvair til að koma í veg fyrir miskveikju (detonation) og hef sjálfsagt trúað því að þetta dót leysti það vandamál – en splundr- aði nú vélinni samt. Ég man ekki hverju var logið að okkur þá um eldsneytissparnaðinn (sem átti að vera mikill en mældist enginn) en tækin og dósin af íblöndunarefninu út í vatnið kostuðu sitt. Þetta er sú tegund viðskipta eða markaðs- tækni sem byggist á sjónhverf- ingum og innrætingu – spilað á sjúklega nísku, aðallega Amerík- ana (sem borga 9 dollara fyrir 250 ml. dós með efni sem heitir „Eng- ine Rebuilder“ og á að endur- byggja slitnar legur, jafnvel brotna ventla og annað ónýtt í vélinni. Og til er fólk sem trúir því og borgar frekar 9 dollara en 40 dollara fyrir endurnýjun smurolíu og síu og tel- ur sig spara 31 dollar! – því efnið hefur verið á markaðnum í áratugi. Núna er hvert töfrabragðið í gangi af öðru vegna olíuverðs, sem hefur tekist að kjafta upp í hæstu hæðir. þ.e. með sjónhverfingatækni, inn- rætingu og „heppilegum“ stríðum og „spennu“ í Austurlöndum nær. Þá sprettur upp sérstök tegund kaupmangara sem bjóða búnað sem á að spara eldsneyti. Þegar búið er að ljúga þessu dóti inn á fólk og reynslan farin að koma í ljós hverfa loddararnir sporlaust – eins og jörðin hafi kyngt þeim kvikum. Ágætt hagfræðilegt um- hugsunarefni er t.d. hve lengi olíu- verð þurfi að haldast óbreytt (eða hækka of hægt) til að Bandaríkja- menn ráðist inn í Íran? Hugs- anlega fer það eftir því hvaðan peningarnir koma sem knýja munu kosningavél næsta Bandaríkja- forseta. Komi þeir frá olíu- auðmönnum þarf varla að búast við að fundin verði lausn á erfiðum samskiptum araba og Ísraels- manna – spennan er nauðsynleg fyrir olíuiðnaðinn. Gárungar segja að markaðstækni byggist á 3 lög- málum: a) Það er ávallt stöðug þörf fyrir bleiur og líkklæði. b) Trúgirni er fasti (konstant): Ekk- ert er svo gagnslaust að sál- fræðilega hannaðar auglýsingar selji það ekki. c) Það verður ávallt nóg framboð af fólki sem lætur plata sig (Nígeríumenn virðast vera sérstaklega lagnir við þann hóp). Og það verður ávallt of- framboð á hlutabréfum sem ekki eru pappírsins virði (markaðsmenn hafa það í flimtingum að „síðasta fíflið sé ekki fætt“). Ég vona að ég móðgi engan með þessu svari – enda er það ekki til- gangurinn. Eðlilegt er að fólk sperri eyrun þegar jafnvel er reynt að telja því trú um að það hefði eins lækkað eldsneytiskostn- aðinn með því að míga á tankinn hjá sér öll þessi ár sem við höfum verið féflett með ofurskattlagningu og okri á eldsneyti – eldsneyti sem er dýrast í heimi á Íslandi sem jafnframt er eftirbátur nágranna- landa með hærra verð á dísilolíu en bensíni, enda er hagur ríkis- sjóðs sagður góður! En það getur verið gaman að fylgjast með þess- um alþjóðlegu loddurum. Nú hefur lítið heyrst af þessum alskeggjaða furðufugli í Kaliforníu/Nevada sem sagðist hafa fundið upp nýja vél í fyrra sem öllu átti að gjörbylta og sagt var frá í Mbl. og fólki bent á netslóðina; – vélin var fræðilegt rugl og náunginn greinilega með lausa skrúfu – í það minnsta var skafrenningur í heilabúinu og skyggni slæmt. Gleðilegt nýtt ár. Hátt olíuverð – hátíð hjá svika- hröppum! Reuters Olíuverð Olíumarkaður er óstýrilátur og mörgum til mikillar mæðu. SÖGULEGAR sættir hafa tekist í áratuga langri deilu í vesturhluta Norður-Karólínuríkis í Bandaríkj- unum vegna svokallaðrar „Leiðar til Einskis“, eða Road to Nowhere. Þingið í Washington hefur sam- þykkt sex milljóna dollara fjárveit- ingu til að stuðla að sáttinni, en bú- ist er við að ríkisstjórnin reiði fram 46 til viðbótar. Með því bætir hún fyrir syndir stjórnvalda sem aldrei réðust í vegarlagninguna í Swain- sýslu á mörkum Norður-Karólínu og Tennessee. Þjóðvegur í sýslunni fór undir vatn árið 1943 vegna stíflugerðar og lofuðu stjórnvöld á þeim tíma að leggja nýjan veg í staðinn, með- fram norðurströnd Fontanavatns frá Bryson City til Fontana-stífl- unnar vestast í Norður-Karólínu. Hafist var handa en verkinu aldrei lokið. Þjóðlendustofnun rík- isins lagðist gegn lagningu hins 50 km langa vegar þar sem hann myndi liggja um ósnortið land í Great Smoky Mountains-þjóðgarð- inum. Stofnunin hefur ítrekað fyrri af- stöðu að afloknu umhverfismati og lagði til að sýslunni yrði bættur skaðinn með peningagreiðslu. Kosta myndi 600 milljónir doll- ara að ljúka veginum en sýslunefnd Swain-sýslu fór fram á 52 milljónir dollara í bætur og við því hefur nú verið orðið. Deilan um veginn, sem bækur og vefrit hafa verið skrifuð um, er þar með úr sögunni og veg- urinn verður aldrei lagður. Sættir í deilunni um Leiðina til Einskis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.