Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 1
fimmtudagur 21. 2. 2008 íþróttir mbl.isíþróttir Valur lagði Hauka en nær ekki í úrslitakeppnina >> 2 TOPPLIÐIN ERU ÍSLENSK SJÖ PRÓSENT LEIKMANNA Í ÍSLENSKU HANDBOLTALIÐUNUM KOMA FRÁ ÚTLÖNDUM >> 4 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is HVORKI Heiðar Helguson né Grétar Rafn Steinsson verða með liði Bolton í kvöld þegar liðið mætir spænska liðinu Atletico Madrid á Vicente Calderón vellinum í Madrid í kvöld. Þetta er síðari leikur liðanna í 32-liða úrslitum UEFA-bikarsins en Bolton vann óvæntan 1:0 sig- ur á Reebok-vellinum með marki frá Senegal- anum El Hadji-Diouf. Grétar Rafn er ekki löglegur með Bolton í UEFA-bikarnum þar sem hann hefur leikið með hollenska liðinu AZ Alkmaar í keppninni á þessu tímabili og Heiðar er meiddur í baki. ,,Þetta er allt að koma hjá mér enda ekki um alvarleg meiðsli að ræða. Það eru bólgur neðst í bakinu sem komu eftir að ég fór af stað að nýju eftir langan tíma. Ég fór í sprautu í gær og ég verð vonandi tilbúinn í baráttuna á ný um aðra helgi þegar við fáum Liverpool í heimsókn,“ sagði Heiðar við Morgunblaðið í gær en Heiðar verður ekki með Bolton á sunnudaginn þegar liðið mætir Blackburn á Ewood Park. Vona að ég spili minn fyrsta Evrópuleik Heiðar segir að pressan sé á leikmönnum Atletico Madrid fyrir leikinn í kvöld. ,,Þetta verður eflaust erfiður leikur fyrir mína menn en vörnin hefur haldið vel í síðustu leikjum og pressan er á Spánverjunum. Ég vona innilega að förum áfram svo ég geti nú spilað Evrópuleik í fyrsta sinn á ferlinum,“ sagði Heiðar. Nokkur kergja er í forráðamönnum Bolton vegna þess uppátækis hjá Atletico Madrid að birta á heimasíðu félagsins, flugnúmer Bolton- liðsins til Madrid, nafn hótelsins sem það mun gista á og tímasetningar og staðsetningar á æf- ingum liðsins. ,,Ég veit ekki hvað þeim gengur til með þessu. Þetta er alveg fáránleg og undarleg framkoma hjá liðinu.“ Heiðar þarf að bíða enn um sinn Reuters Frábær Lionel Messi átti flottan leik með Barcelona þegar liðið vann Celtic 3:2 í Glasgow. Hér fagna félagar hans honum. »3 ÓLAFUR Ingi Skúlason verður á miðjunni hjá Helsingborg sem tekur á móti PSV Eindhoven í UEFA-bikarnum í knattspyrnu í kvöld. PSV vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 2:0, og stendur því vel að vígi. Hann telur að sænska lið- ið eigi möguleika á að komast áfram. „Ég á von á því að við náum að stjórna leikn- um meira en í Hollandi en við verðum að vera mjög þolinmóðir. Aðalmálið er að við fáum ekki á okkur mark og ef það tekst er allt hægt. Við getum þess vegna skorað tvö til þrjú mörk á lokamínútunum ef staðan er 0:0 lengi,“ sagði Ólafur Ingi við netútgáfu Helsingborgs Dagblad í gær. Þeir Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason verða einnig í eldlínunni í sömu keppni í kvöld en þeir leika með Brann gegn Everton á Goodison Park í Liverpool. Ólafur eygir von gegn PSV „AUÐVITAÐ er maður grautfúll að tapa, en við lékum vel og óneitanlega er Ciudad hærra skrifað lið en við, en engu að síður ætl- uðum við okkur að sjálfsögðu sigur og vorum nærri honum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðs- son, leikmaður Íslendingaliðsins Gummers- bach sem tapaði í gær fyrir Ólafi Stefánssyni og félögum í spænska liðinu Ciudad Real, 28:27 í Meistaradeild Evrópu, en leikið var í Þýskalandi. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum, bæði í fyrri hálfleik, en hjá Gummersbach skoraði Guðjón Valur 6/4 mörk og Róbert Gunnars- son 4. Sverre Jakobsson lék að vanda af festu í vörninni en komst ekki á blað yfir marka- skorara. Leikurinn þótti mjög skemmtilegur og vel leikinn af báðum liðum. „Þetta var góður leikur, kannski ekki sá hraðasti í heimi, en tryggði sigurinn með tveimur síðustu mörk- um hans. „Óli spilaði allan tímann og við náðum ekk- ert að berja á honum af alvöru,“ sagði Guð- jón Valur um félaga sinn hjá landsliðinu, Ólaf Stefánsson í liði Ciudad. „Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en fékk ekki mörg færi, var meira í að hjálpa félögum sínum og koma þeim í færi,“ sagði Guðjón Valur sem sagði að allir Íslendingarnir hefðu komist frá leiknum án meiðsla. „Við erum í það minnsta allir lifandi, enda eins gott þar sem það er leikur aftur á laugardaginn,“ sagði Guðjón Valur. Ólafur og félagar hafa sigrað í öllum þrem- ur leikjum sínum í 2. riðli meistaradeildar- innar og eru með 6 stig en Gummersbach er í þriðja sæti með tvö stig eftir einn sigur og tvö töp, fyrir Ciudad og Montpellier. við spiluðum mjög taktískt og vorum sjálfum okkur í raun verstir á lokakaflanum að ná ekki í það minnsta jafntefli. Þeir gerðu tvö síðustu mörkin í leiknum en við fengum færi á lokasekúndunni til að jafna en Hombrados varði skotið frá Pungartnik,“ sagði Guðjón Valur. Ciudad byrjaði betur og komst í 3:1, en heimamönnum tókst að snúa dæminu við, komust í 10:7 og 12:8 en í leikhléi var staðan 15:14 fyrir Gummersbach. Ciudad gerði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik og komst síðan í 22:19 áður en Gummersbach náði að jafna 22:22 og var Ró- bert þar á ferðinni. Eftir þetta var jafnt á öll- um tölum og alltaf skoruðu leikmenn Gummersbach á undan. En á lokakaflanum var það Alberto Entrerríos sem skoraði jafn- harðan fyrir Ciudad og það var hann sem „Börðum ekkert á Óla“  Guðjón Valur með sex mörk þegar Gummersbach tapaði fyrir Ciudad Real í Þýskalandi  Segir Ólaf Stefánsson aðallega leggja upp fyrir félaga sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.