Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 3
DANSKA liðið GOG sigraði slóvenska liðið Celje Lasko í Meistaradeild Evr- ópu í handknattleik í gær, 34:33. Snorri Steinn Guðjónsson lék vel með liði GOG og skoraði 7 mörk en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Ásgeir lék þó vel í vörninni. „Við lékum fínan leik og vorum alltaf skrefinu á undan þeim. Sóknarleikur- inn var mjög góður hjá okkur en við áttum í vandræðum með þá í vörninni,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það er allt galopið í þessum riðli og stefnir í hörkubaráttu hjá okkur. Við erum með fjögur stig eftir þrjá leiki og klaufar að vera ekki með fullt hús stiga. Það eru svo tveir erfiðir útileikir eftir, gegn Barcelona og Celje, og svo er fullt af flottum leikjum eftir hjá okkur í dönsku deildinni.“ Uppeldisfélag Snorra Steins, Valur sigraði Celje í sömu keppni í fyrr í vet- ur. Spurður hvort Snorri hefði ekki orðið fúll að tapa fyrir liði sem Valur hafði unnið sagði Snorri „Celje Lasko er með ótrúlega gott lið og sterka handknattleiksmenn og það var frá- bært hjá Val að vinna þetta lið fyrr í vetur. Þess vegna hefði ég alls ekki far- ið í fýlu út af því ef við hefðum tapað þessum leik. En við unnum.“ „Hefði ekki farið í fýlu“ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 3 íþróttir Sigurbergur átti sannkallaðan stór- leik en þessi 20 ára gamla stórskytta skoraði 12 mörk og var svo sannar- lega í landsliðsklassa en hann steig sín fyrstu spor með íslenska lands- liðinu undir stjórn Alfreð Gíslasonar í haust. ,,Ég fann mig vel og þetta small saman hjá mér en það sem mestu máli skipti var að við unnum leikinn. Flest það sem við lögðum upp með gekk upp. Sóknarleikurinn var góður og vörnin mjög góð á köfl- um. Við náðum að stöðva styrkleika Framara og nýta okkur þeirra veik- leika,“ sagði Sigurbergur. Það var mikill hraði og á köflum óðagot í byrjun leiksins og allt útlit var fyrir spennandi leik en annað átti eftir að koma á daginn. Upp úr miðjum fyrri hálfleik náðu Haukarn- ir undirtökunum með Sigurberg og Andra Stefan í broddi fylkingar í sókninni og Eyjamennirnir í Hauka- liðinu, Arnar Pétursson og Gunnar Berg Viktorsson, fóru fyrir vörn liðs- ins. Haukar náðu mest fimm marka forskoti, 15:10, en Frömurum tókst að laga stöðuna fyrir leikhlé en stað- an í hálfleik var, 17:15. Náðu átta marka forskoti Framarar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik. Þeim tókst að minnka muninn í eitt mark, 20:19, en þá sögðu Haukarnir hingað og ekki lengra. Á örskömmum tíma tókst þeim að slíta Framara frá sér. Fram- arar gerðu sig seka um hvern sókn- arfeilinn á fætur öðrum og nýjasti liðsmaður Haukanna, Elías Már Halldórsson, nýtti sér það til fulln- ustu og skoraði fjögur mörk með stuttu millibili og þegar síðari hálf- leikur var hálfnaður var forysta Hauka komin í fimm mörk, 26:21. Haukarnir héldu áfram að þjarma að Safamýrarpiltum og náðu mest átta marka forskoti, 32:24, og gerðu þar með út um leikinn. Framara reyndu ýmis örþrifaráð. Þeir tóku tvo leik- menn Hauka úr umferð og tókst að rétta sig hlut örlítið en sigri Hafn- arfjarðarliðsins var ekki ógnað. Eins og áður segir átti Sigurberg- ur stjörnuleik. Hann var mjög ógn- andi, árræðinn og grimmur og réðu Framarar ekkert við hann. Andri Stefan átti einnig frábæran leik. Leikstjórnandinn var sérlega klókur að finna smugur á Framvörninni og stjórnaði leik sinna manna af mikilli röggsemi. Elías Már Halldórsson var mjög drjúgur og nýtti sín færi vel og Gunnar Berg Viktorsson sýndi gamalkunna takta í sókninni og átti fína leik í vörninni ásamt fyr- irliðanum Arnari Péturssyni. Áttum aldrei möguleika ,,Þetta var alveg skelfilega slappt hjá okkur. Ég trúi því ekki að menn hafi verið komnir með hugann við bikarúrslitaleikinn því við sáum hvernig fór fyrir Val á móti HK. Við mættum svo sem vel stemmdir til leiks en þetta gekk engan veginn hjá okkur og við áttum í raun aldrei möguleika. Sóknarleikurinn var slappur og vörnin léleg og það geng- ur ekki gegn liði eins og Haukum. Með leik eins og þessum þá getum við gleymt því að vinna bikarinn, sagði Jóhann Gunnar Einarsson, stórskytta Framara, eftir leikinn. ,,Það var fúlt að ná ekki að opna toppbaráttuna. Með sigri hefðum við komist í toppsætið sem hefði verið gott veganesti fyrir bikarúrslitaleik- inn. Ég vil ekki krýna Haukana strax sem meistara. Staða þeirra er að vísu góð en ég held í vonina um að þeir tapi stigum og það verði spenna í tit- ilbaráttunni, sagði Jóhann Gunnar. Andri Berg Haraldsson var einna bestur í liði Framara og þá sýndi Haraldur Þorvarðarson lipur tilþrif í seinni hálfleik. Vörn liðsins var hrip- lek og markvarslan eftir því, sókn- arleikurinn gekk ekki upp og greini- lega náðu liðsmenn Fram ekki að einbeita sér að verkefninu með bik- arleikinn við Val handan hornsins. Sigurbergur í stuði Árvakur/Frikki Mark Gunnar Berg Viktorsson skorar eitt marka Haukanna gegn sínu gamla félagi í Safamýrinni í gær. HAUKAR eru aftur komnir með þægilegt forskot á toppi N1 deildar karla í handknattleik eftir sannfær- andi og öruggan sigur á Fram, 37:32, í Safamýrinni í gær. ,,Þetta voru virkilega mikilvæg stig og með góðum leik og mikilli baráttu tókst okkur ætlunarverkið. Ég get tekið undir það að við erum komnir með þægilega stöðu en það er mikið eftir af mótinu og allt of snemmt fyrir okkur halda að úrslitin séu ráðin,“ sagði Sigurbergur Sveins- son við Morgunblaðið eftir leikinn Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is  Haukar sterkari á öllum sviðum í Safamýri og sigruðu Fram 37:32  Fjögurra stiga forskot í deildinni  Sigurbergur skoraði 12 mörk AFTURELDING vann gríðarlega þýðingarmik- inn sigur á ÍBV í úrvalsdeild karla í handbolt- anum í gær, 28:25. Liðin sitja í tveimur neðstu sætum deildarinnar en eftir sigurinn í gær er Afturelding aðeins þremur stigum frá því að komast af fallsvæðinu. Hilmar Stefánsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 8 mörk en það var liðsheildin sem skóp sigur Mosfellinga. „Það er ekkert auðvelt fyrir lið að hífa sig upp úr meðalmennskunni og ná að innbyrða sigur. En það tókst hjá okkur núna og ég er virkilega ánægður,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aft- ureldingar, eftir leikinn. „Undirbúningur okkar fyrir þennan leik var örlítið frábrugðinn því sem gengur og gerist þar sem við tókum hluta úr einni æfingu í vikunni í slökun. Ég er ekki frá því að það hafi skilað sér á jákvæðan hátt í þessari viðureign okkar við ÍBV,“ sagði Bjarki. Slökunin skilaði sér Bjarki Sigurðsson Það er með ólíkindum hvaðlandsliðsþjálfaramálið íhandknattleik hefur tekiðslæma stefnu. Stjórn Handknattleikssambands Íslands er greinilega búin að missa þjálf- aramálið út úr höndunum á klaufa- legan hátt með klúðri – með því að málið hefur verið að þvælast í fjöl- miðlum fram og til baka. Stjórn HSÍ hefur haft tíma frá áramótum til að finna eftirmann Alfreðs Gíslasonar. Vinnubrögð HSÍ hafa verið væg- ast sagt furðuleg og það er einnig hægt að segja um framkomu þeirra manna sem HSÍ hefur leitað til – Dags Sigurðssonar, Geirs Sveins- sonar og Arons Kristjánssonar, sem komu ekki hreint fram strax í byrj- un, heldur byrjuðu að gefa stjórn HSÍ undir fótinn og hófu síðan við- ræður án þess að full alvara væri til staðar hjá þeim. Þannig framkoma er ekki boðleg. Það er einnig með ólíkindum að stjórn HSÍ hafi ekki rætt við fyrrver- andi landsliðsþjálfara þegar allt er komið í óefni. Stjórnarmenn vilja greinilega ekki ræða við þjálfara hér heima, sem hafa áður slegið á fingurna á stjórn HSÍ og óskað eftir faglegum vinnubrögðum, eins og Viggó Sigurðsson og Guðmund Þórð Guðmundsson. HSÍ velur frekar þann kostinn að leita eftir þjálfurum í Þýskalandi – kanna ástandið þar. Já, þegar eitt besta lið Þýskalands leitar eftir þjálfara frá Íslandi, sem er ekki inni í myndinni hjá HSÍ, til að leysa erfið verkefni tímabundið, eins og Flens- borg gerði þegar liðið kallaði á Viggó, sem svaraði kallinu og vann afar gott starf með Flensborgarliðið sl. keppnistímabil. Já, og klúðrið er orðið algjört þeg- ar fyrirliði landsliðsins verður við óskum fjölmiðla og lætur blanda sér í málið til að benda á þjálfara sem er honum að skapi! Hvað er að gerast? Hvernig stendur á því að fyrirliði fellur í þá gryfju að láti fjölmiðla teyma sig í þannig vitleysu? Ég er þeirra skoðana, að leik- menn eiga aldrei að blanda sér í þjálfaramál – og þá ekki fyrirliðar. Og þegar stjórnarmenn HSÍ eru byrjaðir að tjá sig um málið á þann hátt sem Þorbergur Aðalsteinsson gerði í sjónvarpi í sl. viku eru menn byrjaðir að skaða handknattleikinn. Þorbergur og Ólafur Stefánsson, fyrirliði landsliðsins, hafa skotið hátt yfir mark með framgöngu sinni í umræðunni um landsliðsþjálfara. Þegar stjórnarmenn HSÍ segja að ekkert liggi á, nægur tími sé til stefnu, er málið komið úr öllum böndum. Eftir aðeins fjórar vikur fær nýr þjálfari að glíma við eina verkefnið sem er boðið upp á fyrir forkeppni ÓL í Póllandi í lok maí – að stjórna landsliðinu í tveimur leikj- um gegn Norðmönnum í Laug- ardalshöllinni. Stjórn HSÍ ber skylda að ganga frá málum strax, með því að kalla á krafta fyrrverandi lands- liðsþjálfara, Viggós Sigurðssonar eða Guðmundar Þórðar Guðmunds- sonar, og óska eftir því að þeir komi HSÍ af þeim villigötum sem sam- bandið er komið á. Eins og ég hef áð- ur sagt tel ég Viggó betri kostinn af tveimur góðum. Klúður Á VELLINUM Sigmundur Ó. Steinarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.