Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Hlynur fór mikinn í liði Snæfells þó svo að hann hefði ekki haft sig mikið í frammi við að skora. Hann stóð sig þeim mun betur í fráköstum og tók 18 slík í gær auk þess sem hann átti sjö stoðsendingar. Sigurður Þor- valdsson átti einnig flottan leik, 30 stig og skoraði kappinn 30 stig og kann greinilega vel við sig í Laug- ardalshöllinni en þar hefur hann aldrei tapað úrslitaleik. Justin Shouse átti einnig frábæran leik, stjórnaði sókninni af ákveðni og hitti auk þess vel, gerði 27 stig auk þess sem hann átti 10 stoðsendingar. Þá átti Sobodan Subasic einnig fínan leik en hann var með 24 stig. „Þeir hittu alveg rosalega strák- arnir þarna fyrir utan. Fjölnismenn setja marga menn inn í teig og þá er nóg af mönnum hjá okkur fyrir utan til að skjóta og í dag gekk það vel hjá þeim,“ sagði Hlynur um félaga sína sem skoruðu 14 þriggja stiga körfur í leiknum úr 29 tilraunum, en það gerir 48,3% nýtingu. Sambæri- legar tölur hjá Fjölni voru 38 til- raunir og 12 körfur eða 31,6%. Náðu strax góðri stöðu Hólmarar mættu mun ákveðnari til leiks og var staðan fljótlega 11:5 og 27:15 en eftir fyrsta leikhluta munaði tíu stigum, 30:20. Sá munur hélst fram að hlé þó svo Fjölnir hafi náð að laga stöðuna aðeins í þeim leikhluta en um tíma var staðan 42:26 fyrir Snæfell. Þá kom góður kafli hjá Fjölni sem gerði níu stig í röð, en nær komst liðið ekki. Fyrsta karfan eftir hlé var þriggja stiga karfa frá Fjölni, 48:41, en Snæfell svaraði að bragði með þriggja stiga körfu. Hittni Snæfells í þessum leikhluta var ótrúlega góð en samt gekk liðinu illa að hrista Fjölni af sér enda fengu Grafar- vogsbúar mörg vítaskot sem þeir nýttu vel og þegar skammt var eftir af leikhlutanum var staðan 69:60 en þá sögðu Snæfellingar: Hingað og ekki lengra. Þeir gerðu átta síðustu stigin í leikhlutanum og 11 stig á móti tveimur í upphafi síðasta leik- hlutans, 88:62 og sigurinn svo gott í höfn. „Okkur gekk erfiðlega að hrista Fjölni af okkur en mér fannst samt þetta aldrei vera í hættu hjá okkur. Við klúðruðum talsvert mörgum vítaskotum á meðan þeir hittu vel úr þeim og eins hélt þessi númer átta (Anthony Drejaj) þeim inni í leikn- um með því að hitta vel á tímabili,“ sagði Hlynur. Snæfell hitti úr 13 af 29 vítaskotum, sem er 44,8% á með- an Fjölnismenn hittu úr 16 af 21 eða 76,2%. Sterkir í fráköstum Lið sem mæta Snæfelli leggja öll áherslu á að stíga vel út í teignum þannig að leikmenn Snæfells nái ekki eins mörgum fráköstum og þeir gera venjulega. Fjölnismenn ætluðu að gera það en gekk erfiðlega. „Ég man nú bara varla eftir leik þar sem við höfum orðið undir í baráttunni um fráköst. Það er okkar styrkur og bætir upp minni hæfileika okkar ein- hvers staðar annars staðar. Þetta er í rauninni sáraeinföld tölfræði. Við tökum fleiri fráköst og fáum þar af leiðandi fleiri skot. Því fleiri skot sem við reynum hlýtur eitthvað meira að fara ofan í. Og því lengra frá körfunni sem strákarnir eru þeg- ar þeir taka skotin því fleiri stig! Þetta er sáraeinföld íþrótt – eins og svo margar – og ef maður fer of djúpt í þetta þá verður það bara kjánalegt,“ sagði Hlynur. Hjá Fjölni átti Anthony Drejaj bestan leik með 26 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Níels Dungal átti einnig ágætis leik með 17 stig og sex fráköst. Eins var Helgi Þor- láksson fínn í vörninni en aðrir náðu sér ekki nægilega vel á strik. „Fannst þetta aldrei í hættu hjá okkur“ SNÆFELL fagnaði sigri í úrslitaleik Lýsingarbikars karla í körfuknatt- leik í gær þegar liðið lagði Fjölni 109:86 í Laugardalshöllinni. Fjöl- margir stuðningsmenn Snæfells fjöl- menntu frá Stykkishólmi og létu vel í sér heyra enda liðið þeirra að vinna bikarinn í fyrsta sinn. „Það kom ekki annað til greina en að færa þessum frábæru stuðningsmönnum bikarinn heim í hólminn,“ sagði Hlynur Bær- ingsson, fyrirliði Snæfells, eftir sig- urinn. Árvakur/Frikki Afmælisflug Geof Kotila, þjálfari Snæfells, var tolleraður eftir sigurinn í Laugardalshöll í gær. Hann varð 49 ára í gær og fékk því afmælisflugferð.  Hlynur Bæringsson var ánægður með að fá bikarinn til Stykkishólms  Sigurður Þorvaldsson í miklum ham enda tapar hann ekki úrslitaleik í Laugardalshöllinni Í HNOTSKURN »Geof Kotila, þjálfari Snæ-fells, var að stjórna liði sínu í fimmta bikarúrslitaleiknum á sex árum, en hann fór með danska liðið Bakken Bears í úr- slit fjögur ár í röð áður en hann kom til Snæfells. »Þjálfarinn fékk fína afmæl-isgjöf frá leikmönnum sín- um. Sigur í bikarnum á 49 ára afmælisdeginum. »Sigurður Þorvaldsson, leik-maður Snæfells, átti glæsi- legan leik í gær og hann kann vel við sig í Höllinni því þar hef- ur hann orðið meistari með ÍR auk þess að leika fjóra leiki með Snæfelli í Powerade-bikarnum 2004 og 2007. „ÞAÐ fór allt niður hjá mér í upphafi þannig að það var bara um að gera að halda áfram að skjóta,“ sagði Sigurður Þor- valdsson sem var stigahæstur leikmanna Snæ- fells í bikarúr- slitaleiknum. Hann var „sjóðheitur“ alveg frá fyrstu mínútu, hitti úr fjórum af sjö tveggja stiga skotum, 7 af 13 þriggja stiga skotum en var ekki heitur á vítalínunni frekar en aðrir félagar hans, hitti úr einu af fimm skotum þar. Sigurður skoraði úr fjórum þriggja stiga skotum fyrir hlé, en þá gerði hann 14 stig. Stig- in í síðari hálfleik urðu 16 og þar af þrjár þriggja stiga körfur. „Við byrjuðum betur og eftir það kom slakur kafli þannig að þeir komust inn í leikinn. Í byrj- um seinni hálfleik hittu þeir úr öllu – gjörsamlega öllu – en við vorum þolinmóðir og þjálfarinn talaði um það fyrir leikinn að það þýddi ekkert að slaka á þó að mótherjarnir kæmu eitthvað til baka. Við héldum haus í seinni hálfleik og náðum að klára verk- efnið. Okkar styrkleiki er fráköst og vörn og það klikkaði ekkert í dag. Við erum stórir og ágætlega snöggir og það er okkar leikur að berjast og taka fráköst,“ sagði Sigurður og viðurkenndi að sér leiddist ekki í Laugardalshöllinni. „Nei, þetta er minn uppáhalds- staður! Við þurfum að flytja Snæ- fell til Reykjavíkur og gera Höll- ina að okkar heimavelli,“ sagði Sigurður ánægður með daginn. Höllin uppá- haldsstað- urinn Sigurður Þorvaldsson „ÞEIR voru miklu ákveðnari en við allan leikinn og betra liðið sigraði í dag, það er ekki spurn- ing,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, eftir að úrslitin voru ljóst í úrslitaleik bikarkeppn- innar. „Við lentum talsvert undir strax í leiknum og það var alltaf verið að reyna að vinna þann mun upp. Við náðum nokkrum sinnum að koma muninum niður í ein sjö stig og það var í lagi. Þeir jörðuðu okkur síðan í seinni hálfleik og það gerði gæfumuninn. Þeir voru miklu ákveðnari og grimmari í öllum sín- um aðgerðum. Það kom okkur ekkert á óvart í sókninni hjá þeim en það eina sem kom okkur á óvart var hversu við mættum þeim illa. Hlynur og fleiri jörðuðu okkur gjörsamlega. Við vissum að það við yrðum að stíga vel út og vera grimmir í fráköstunum. Það vissu allir, en samt gekk það ekki eftir og svo var það auðvitað bara hlægilegt hvað Siggi [Sigurður Þorvaldsson] skoraði grimmt. Ég veit ekki hvað skal segja, en þetta var ekki okkar dagur. Betra liðið vann í dag,“ sagði Bárður. Þeir voru miklu ákveðnari en við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.