Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 8

Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 8
8 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ knattspyrna „Það jafnast ekkert á við tilfinn- inguna að vinna bikar og að skora sigurmarkið gerir tilfinninguna ennþá betri. Liðsandinn var hreint ótrúlegur,“ sagði varnartröllið Jo- nathan Woodgate, en hann skoraði sigurmarkið í framlengingu. Juande Ramos er frábær knattspyrnustjóri sem kann að vinna titla. Hann hefur unnið titla hjá Sevilla og núna er hann tekinn til við sömu iðju hjá Tottenham.“ Didier Drogba kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Tottenham jafnaði ekki leikinn fyrr en í síðari hálfleik þegar Dimitar Berbatov skoraði úr vítaspyrnu, en sem fyrr segir var það Woodgate sem skoraði sigurmarkið. Avram Grant, stjóri Chelsea, var að vonum spældur eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum alveg þangað til þeir fengu vítið. Eftir það var ekki sjón að sjá okkur. Ég tel þó að dóm- arinn hafi sjálfsagt haft rétt fyrir sér þegar vítið var dæmt. Það er auðvit- að frábær árangur út af fyrir sig að komast alla leiðina í úrslitaleikinn, en maður vill vinna þegar maður er kominn í hann. Maður vill aldrei tapa, því það er alltaf leiðinlegt að tapa, en það er virkilega sársauka- fullt að tapa svona úrslitaleikjum,“ sagði Avram Grant. „Þetta var ótrúlegur sigur. Við vorum undir í hálfleik en enduðum samt á því að hampa bikarnum. Við verðum vonandi bara betri og betri með hverjum leik núna. Ég vona svo sannarlega að þessi bikar sé upphaf- ið að einhverju stóru fyrir félagið,“ sagði Gustavo Poyet aðstoðarknatt- spyrnustjóri Tottenham, kampakát- ur eftir sigur hans manna. Fyrsti titill hjá Ramos TOTTENHAM Hotspur varð í gær enskur deildabikarmeistari í fjórða skipti þegar liðið lagði Chelsea í Lundúnaslag 2:1, eftir framlengdan leik. Þar með er Spánverjinn Ju- ande Ramos búinn að tryggja liðinu fyrsta bikarinn undir hans stjórn, en Ramos tók við liði Tottenham fyrr á þessari leiktíð. Reuters Langþráður Ledley King og Robbie Keane, fyrirliðar Tottenham, lyfta deildabikarnum eftir sætan sigur á Chelsea. King kom inn í lið Tottenham eftir langvarandi meiðsli og lék allan leikinn á Wembley.  Tottenham vann deildabikarinn í fyrsta sinn í níu ár  Didier Drogba hefur skorað mark í öllum úrslitaleikjum sem hann hefur leikið með Chelsea Fróðir menntelja að Eduardo Da Silva, leikmaður Arsenal, sem fót- brotnaði illa á laugardaginn er Martin Taylor, leikmaður Birm- ingham, braut fólskulega á honum, verði aldrei sami leikmaðurinn. Eduardo, sem er 25 ára í dag, mun ekki leika meira á keppnistímabilinu og held- ur ekki með Króatíu á Evrópumóti landsliða í Sviss og Austurríki í sumar.    Eduardo er tvíbrotinn, á legg ogökkla, en hann gekkst undir uppskurð síðdegis á laugardag. Reiknað er með að nánari upplýs- ingar um batahorfur hans verði gefnar út í dag. Meiðslin eru talin svipuð og enski landsliðsmaðurinn Alan Smith, Newcastle, varð fyrir í febrúar 2006 en hann hefur ekki náð sér á strik eftir það.    Arsene Wenger, knattspyrnu-stjóri Arsenal, baðst afsök- unar á ógætilegum orðum sínum í garð Martins Taylors, varnarmanns Birmingham. Strax eftir leik sagði Wenger að Taylor ætti að fá lífstíð- arbann fyrir brotið á Eduardo. „Ummæli mín um Martin Taylor voru óhófleg. Ég lét þau falla í hita augnabliksins eftir leikinn. Þetta var tilfinningaþrunginn dagur og við vorum allir í losti vegna meiðsl- anna,“ sagði Wenger nokkrum tím- um síðar við BBC.    FernandoTorres, landsliðsmiðherji Spánar, tryggði Liverpool sigur á Middlesbrough á Anfield með því að skora þrennu, 3:2. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hrós- aði landa sínum mikið og sagði að hann hefði ná að aðlaga sig hinni erfiðu keppni í ensku úrvalsdeild- inni. „Það er alltaf erfitt fyrir út- lendinga að ná strax fótfestu í öðr- um löndum, en Torres hefur gert það.“ Það má segja að Torres hafi náð að nýta færin sem hann fékk uppi við mark Middlesbrough hundrað prósent.    West Ham hafði heppnina meðsér og vann Fulham, 1:0, á marki á lokamínútunum sem var ansi vafasamt. Nolberto Solano fór með takkana í Antti Niemi, mark- vörð Fulham þegar hann teygði sig í boltann, sem síðan fór af handlegg Solanos og í netið.    HermannHreið- arsson lék allan leikinn með Portsmouth sem sigraði Sunder- land, 1:0. Jerma- in Defoe skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu sem króatíski landsliðsmaðurinn Nico Kranjcar fékk. Hermann hefði get- að fengið vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks þegar hann var hindraður í að skalla á mark úr góðu færi, með peysutogi.    David James, félagi Hermannsog landsliðsmarkvörður Eng- lands, hélt upp á 500. leik sinn í ensku úrvalsdeildinni með því að halda hreinu gegn Sunderland. James, sem er 37 ára, hefur leikið í deildinni frá stofnun hennar 1992, lengst með Liverpool þar sem hann spilaði 216 deildaleiki á sjö árum. Fólk sport@mbl.is ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var ekki ánægður eftir jafnteflisleik gegn Birm- ingham á laugardag, 2:2. Strax á þriðju mínútu leiksins var miðherj- inn Eduardo Da Silva borinn fót- brotinn af leikvelli eftir ljótt brot Martins Taylors. „Þetta brot var búið að gera boð á undan sér í talsverðan tíma því það hefur legið í loftinu að leiðin til að stöðva Arsenal sé að sparka í leikmenn liðsins,“ sagði Wenger og taldi að það hefði ekki verið auka- spyrna, sem leikmenn Birmingham skorðu fyrra mark sitt úr. „Þá fengu þeir ódýra vítaspyrnu í leiks- lok, sem þeir jöfnuðu úr. Víta- spyrnan var dæmd stuttu eftir að dómarinn sleppti augljósri víta- spyrnu á Birmingham – er brotið var á Adebayor,“ sagði Wenger. Arsenal réð gangi leiksins, en náði ekki að knýja fram sigur. Theo Walcott skoraði bæði mörk liðsins með fimm mínútna millibili í upp- hafi seinni hálfleiksins. Eduardo fótbrotinn WAYNE Rooney og Cristiano Ron- aldo léku vörn Newcastle grátt þegar Manchester United vann stórsigur, 5:1, í leik liðanna á St. James’ Park á laugardaginn. Þeir félagar gerðu tvö mörk hvor og Rooney lagði loks fimmta markið upp fyrir Louis Saha í uppbót- artíma. United nýtti sér því stiga- tap Arsenal gegn Birmingham fyrr um daginn og nú skilja þrjú stig toppliðin. „Það voru sóknarmenn okkar sem gerðu út um leikinn, þeir voru stórkostlegir. Þetta var fín frammistaða og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Rooney og Ronaldo gerðu tvö mörk hvor en Tévez og Nani hjálpuðu þeim mik- ið með hlaupum sínum. Það er erf- itt að spila í Newcastle en okkur tókst að þagga niður í heima- mönnum,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Frábærir frammi GRÉTAR Rafn Steinsson virtist hafður fyrir rangri sök í gær þegar dæmd var á hann víta- spyrna í leik Blackburn og Bolton í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Úr spyrnunni skoraði Benni McCarthy fyrra mark sitt af tveimur af vítapunktinum og fyrsta markið í góðum sigri Blackburn í nágrannaslagnum, 4:1. Mark Clattenburg dómari dæmdi á Grétar Rafn fyrir meint brot á David Dunn yst í vítat- eignum en þegar atvikið er skoðað í sjónvarpi sést að það var mjög hæpinn dómur. Kevin Dav- ies náði að jafna fyrir Bolton áður en McCarthy skoraði úr annarri vítaspyrnu en David Bentley og Morten Gamst Pedersen bættu síðan við mörkum fyrir Blackburn. Grétar Rafn spilaði allan leikinn með Bolton en Heiðar Helguson var ekki með vegna meiðsla í baki.  Ívar Ingimarsson lék síðustu 20 mínúturnar með Reading sem tapaði, 1:2, fyrir Aston Villa á heimavelli í gær. Þetta var áttundi ósigur Read- ing í röð en Nicky Shorey skoraði á lokasekúnd- unum, fyrsta mark liðsins í fimm leikjum. Ashley Young gerði fyrra mark Villa og lagði það síðara upp fyrir Marlon Harewood. Lið þeirra náði Liv- erpool og Everton að stigum með þessum úrslit- um. Ívar kom aftur inn í hópinn eftir leikbann en hóf leikinn á varamannabekknum. Brynjar Björn Gunnarsson er enn fjarri góðu gamni hjá Reading vegna meiðsla. Grétar hafður fyrir rangri sök

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.