Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 3

Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 3 Eggert Gunn-þór Jóns- son, sem leikur með Hearts í Skotlandi, gerði nýjan samning við félagið í gær og gildir hann fram á sumar 2012. Hinn 19 ára knattspyrnumaður frá Eskifirði hóf að leika með aðalliði félagsins á síðasta tímabili og hefur staðið sig mjög vel í vetur. Á vef félagsins segir Eggert að hann sé mjög ánægður með samninginn og það hafi alltaf verið ljóst í hans huga að hann ætlaði að vera áfram hjá fé- laginu.    Eyjamenn hafa rift samningnumvið Junior Conzvales frá Brasilíu. Ástæðan er agabrot sam- kvæmt vef félagsins. Tveir landar hans, Italo Jorge Pelande og Alex- andre da Silva munu leika með lið- inu í sumar.    Helena Sverrisdóttir fór mikinnmeð TCU skólaliðinu í fyrri- nótt þegar það lagði Texas Tech 81:74 í 16-liða úrslitum NIT- mótsins í bandaríska háskólabolt- anum. Helena gerði 16 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar auk þess að stela boltanum þrisvar. Þetta var sögulegur sigur því TCU hafði ekki lagt Tech í 38 leikjum.    BacarySagna, bak- vörður Arsenal, verður frá keppni í þrjár vikur vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í leik gegn Chelsea um sl. helgi. Sagna mun því missa af leikj- um Arsenal gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu. Þá mun hann einnig missa af deildarleikjum gegn Liverpool og Manchester United.    Darren Fletcher, miðjuleik-maður Manchester United, verður frá keppni í sex vikur vegna meiðsla á hné sem hann hlaut í landsleik Skota og Króata á mið- vikudaginn.    Alexandre Pato, hinn ungi Bras-ilíumaður hjá AC Milan, kom inn á sem varamaður og lék sinn fyrsta landsleik þegar Brasilía lagði Svíþjóð að velli á miðvikudaginn á heimavelli Arsenal í London. Pato kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og var ekki búinn að vera inn á nema í 12 mín. er hann skor- aði sitt fyrsta mark. Hann var fljót- ari að skora en Pele og Ronaldo, þegar þeir skoruðu í sínum fyrstu landsleikjum. Það tók Pele 32 mín. að skora gegn Argentínu 1957 og Ronaldo 51 mín. að skora í sínum fyrsta leik – gegn Íslandi 1994.    Arnór Smárason er í leik-mannahópi Heerenveen í stór- leik helgarinnar í hollensku úrvals- deildinni – þegar liðið tekur á móti Ajax á heimavelli í kvöld. Ef Hee- renveen nær sigri kemst liðið upp í annað sætið. Arnór er af Akranesi og hefur hann dvalið í herbúðum Heerenven undanfarin ár.    Ísland sigraði Írland, 1:0, í vin-áttulandsleik U19 ára landsliða kvenna í knattspyrnu sem fram fór í Dublin í gær. Hlín Gunnlaugs- dóttir skoraði sigurmarkið úr víta- spyrnu þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Þetta var fyrri leikur þjóðanna sem mætast aftur í Dublin á sunnudaginn. Bæði lið eru að búa sig undir milliriðla Evr- ópukeppninnar í lok apríl. Fólk sport@mbl.is Eftir Stefán Stefánsson Skothríð Keflvíkingar var slík strax í byrjun leiks að Norðanmenn áttu í mestu vandræðum með að komast upp úr skotgröfunum og þegar við bættist öflug vörn heimamanna sáu gestirnir varla til sólar. Áður en yfir lauk og kom að næsta leikhluta var Keflavíkurliðið komið með 17 stiga forskot, 37:20, og hafði þá fengið 27 af þessum stigum með þriggja stiga körfum. Akureyringar lögðu samt ekki árar í bát og náðu að halda í horf- inu fram í miðjan annan leikhluta en þá hófst önnur skothrina svo að 21 munaði í hálfleik. Hún hélt svo áfram í þriðja leikhluta þegar fyrstu níu stig- um komu úr langskotum svo munur- inn fór uppí 23 stig en þá komst meira jafnvægi í leikinn. Þórsarar byrjuðu að bíta frá sér en náðu bara að halda sjó því þó Suðurnesjamenn slökuðu aðeins á skotgleðinni var vörnin til staðar. Hittum svakalega Magnús Þór Gunnarsson stór- skytta var í miklum ham og hitti úr 6 af ellefu þriggja stiga skotum sínum við mikinn fögnuðu rúmlega þrjú hundruð áhorfenda. „Ætlunin var að koma grimmir til leiks og fara inn í teig en við hittum svakalega, vitum að við erum góðar skyttur og tilbúnir í úrslitakeppnina. Þegar maður er kominn tuttugu stig yfir kemur alltaf kafli þegar menn slaka sjálfkrafa á. Við ætluðum ekki að gera það en héld- um samt haus og unnum öruggan sig- ur,“ sagði Magnús eftir leikinn og tel- ur sigur í næsta leik ekki í höfn. „Við þurfum að vinna tvo leiki eins og allir aðrir svo við komum grimmir til leiks, sama hvað liði við mætum, sérstak- lega á heimavelli því við verðum að verja hann. Það verður mjög erfitt að fara til Akureyrar því þeir eru með góðan heimavöll og ef við mætum ekki eins og við mættum núna, vinnum við ekki en við erum í góðum málum með einn sigur.“ B.A. Walker var bestur Keflvíkinga þegar hann átti mestan þátt í halda hraðanum í byrjun og skoraði 22 stig eins og Magnús en Anthony Susnjara var drýgstur í frá- köstum, tók alls 9. Reyndar var fjöldi frákasta ekki í samræmi við vörnina, alls 26 á móti 36 gestanna en þeim mun meiri var skotgleðin því Keflvík- ingar reyndu 38 þriggja stig skot og hittu úr 19. Hvorki snertum né skutum „Við létum taka okkur í bólinu, gerðum einmitt það sem við ætluðum að vanda okkur við að gera ekki og létum tilefnið ná til okkar en það virt- ist einmitt gerast,“ sagði Hrafn Krist- jánsson, þjálfari Þórsara, eftir leik- inn, taldi spennuna í fyrstu leik úrslitakeppninnar of mikla. „Keflvík- ingarnir voru bara á skotæfingu í fyrsta leikhluta og við vildum hvorki snerta þá né fara sjálfir upp í skot svo því fór sem fór og í hálfleik var þetta orðið mjög erfitt. Það var alveg gefið að þeir myndu stökkva á okkur í byrj- un og þá er mikilvægt að standa það af sér. Við gerðum það ekki en ef lið byrjar á svona hraða og við stöndum það af okkur – hvert fer það þá. Það eru þessi einföldu atriði í körfubolta. Þú sérð um að stoppa þinn mann og ef maður þarf alltaf að treysta á hjálp við það, einmitt gegn liði með svona marga skotmenn þá endar það með því að einhver þeirra fær opið skot. Við vorum einfaldlega ekki að taka okkar mann,“ bætti Hrafn við og hlakkaði til næsta leiks. „Mér líst vel á næsta leik sem verður verðugt verk- efni og enn verðugra eftir þennan leik. Þetta er gaman, við erum komnir í úrslitakeppni og fyllum húsið. Við erum nú á leiðinni norður og vitum að þetta eru engin ofurmenni, sem erum að keppa við og getum gert betur.“ Þórsarar máttu búast við látum í byrj- un og að þátttaka í úrslitakeppni þýddi að leggja þyrfti hart að sér en þeim tókst ekki að vera mikið með í byrjun. Cedric Isom var þeirra bestur með 24 stig, 7 fráköst og 5 stoðsend- ingar en Keflvíkingum tókst að hemja hann á köflum. Robert Reed barðist af mætti undir körfunni og tók 9 frá- köst og Óðinn Ásgeirsson kom til með 6 fráköst. Þriggja stiga skotgleði réð ríkjum í Keflavík Ljósmynd/Víkurfréttir Öflugur Magnús Þór Gunnarsson skoraði 22 stig fyrir Keflavík gegn Magnúsi Helgasyni og félögum hans úr Þór. REYNDAR var ætlunin að skjóta mikið en það hefur samt ekki verið okkar stíll í vetur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvík- inga, að loknum öruggum 105:79 sigri á Þór frá Akureyri í fyrstu við- ureign liðanna í 8 liða úrslitum úr- valsdeildarinnar, sem fram fór suð- ur með sjó. Keflvíkingar voru skotglaðir í meira lagi og reyndu 38 þriggja stiga skot, á móti 28 innan teigs, og hittu úr nógu mörgum til að vinna. „Við spiluðum fyrst og fremst góða vörn í dag enda það lið sem fékk fæst stig á sig í vetur þó að það hafi lítið komið fram í fjölmiðlum. Við getum því spilað á ýmsa vegu, í dag hlupum við mikið og skutum, miklu meira en í vetur en hvort við gerum það í næsta leik veit ég ekk- ert um, það kemur í ljós á morgun.“ Í HNOTSKURN » Keflavík nýtti helming af 38þriggja stiga skotum sínum. Þórsarar hittu úr fimm af 17 þriggja stiga skotum sínum. Fráköstin voru fleiri hjá Þórs- urum, 36 á móti 26 Keflvíkinga. nsson heldur enn í ólympíumót fatlaðra a síðar á árinu. Hann kalista síns fötlunar- því að komast inn en flokki. m sýnist í þessu því mast álfumeistarar á m er neðar á listan- og kemst því inn og einn spilari frá þeim á heimavelli. Þar með í flokkinn og Jóhann n. restur til að staðfesta ekki víst að allir þeir staðfesti komu sína fir enn í voninni enda að ná inn á listann, ferðaðist víða um heim til að taka þátt í stigamótum. Von hans felst ef til vill einna helst í því að Afríku- menn hafa ekki sent fulltrúa á ólympíumót fatlaðra í fjóra áratugi eða svo þannig að ef þeir halda uppteknum hætti losnar eitt sæti og þar sem Jóhann Rúnar er efstur á biðlistanum kæmist hann á leikana. Annar möguleiki er að Þjóðverjar sendi ekki fulltrúa. Á listanum er nefnilega þýskur spilari, sem er fyrir ofan Jóhann Rúnar á styrkleika- listanum, en heyrst hefur að Þjóðverjar sendi ekki menn á mótið nema þeir eigi möguleika á verðlaunasæti og þessi viðkomandi spilari á litla von á slíku. Rúnar vonast til að á ólympíumótið Jóhann Rúnar Kristjánsson ÓLAFUR Jóhannesson er kominn í hóp með nokkrum mætum mönnum sem hafa náð að stýra íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu til sigurs í þremur leikjum í röð.  Tony Knapp varð fyrstur til þess árið 1984 þegar Ísland vann Grænland, Wales í undankeppni HM og Sádi-Arabíu.  Sigfried Held var næstur árið 1987. Ís- land vann þá Austur-Þýskaland í for- keppni Ólympíuleikanna og Noreg, heima og heiman, í undankeppni EM.  Ásgeir Elíasson stýrði liðinu í þremur sigurleikjum í röð 1994, gegn Bólivíu, Eistlandi og Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum.  Guðjón Þórðarson var ósigraður í 11 landsleikjum í röð 1998 til 1999 sem þjálf- ari Íslands. Þar af unnust þrír í röð, gegn Rússlandi (EM), Lúxemborg og Andorra (EM).  Atli Eðvaldsson gerði betur en aðrir ár- ið 2000 þegar Ísland vann fjóra leiki í röð, gegn Finnlandi, Færeyjum, Möltu og Sví- þjóð.  Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson byrjuðu á þremur sigurleikjum þegar þeir tóku við 2003, gegn Færeyjum, Litháen og aftur Færeyjum, allt í undankeppni Evr- ópukeppni landsliða, EM.  Ólafur Jóhannesson er nú búinn að stýra Íslandi til sigurs gegn Armeníu, Færeyjum og Slóvakíu.  Ísland vann líka þrjá leiki í röð 1989. til 1990. Guðni Kjartansson stjórnaði sig- urleik gegn Tyrkjum (HM) haustið 1989 og Bo Johansson gegn Lúxemborg og Bermúda 1990. Ólafur kominn í hóp þjálfara, með þrjá sigrar í röð …

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.