Morgunblaðið - 17.04.2008, Side 1
fimmtudagur 17. 4. 2008
íþróttir mbl.is
Ragna Ingólfsdóttir lagði ítölsku stúlkuna Agnese Allegrini á EM >> 2
MEISTARABARÁTTA
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN SEGIR AÐ ÞAÐ VÆRI MEIRI-
HÁTTAR GAMAN AÐ MÆTA CHELSEA Í MOSKVU >> 4
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„Við erum reyndar með mikla
reynslu í þessu þannig að ég get
ekki sagt að mér hafi liðið neitt
óskaplega illa eftir fyrstu tvo leik-
ina. Við vitum nefnilega að það þarf
að vinna þrjá leiki – jafnvel þó mað-
ur vinni fyrstu tvo leikina. Þetta
eru allt jafn mikilvægir leikir og við
gleymdum okkur ekkert í því að
vera 2:0 undir, heldur tókum bara
hvern leik fyrir sig og settum allt
okkar í hvern einasta leik,“ sagði
Sigurður.
Geysilega ánægður
Hann var mjög sáttur með leik
sinna manna í síðustu þremur leikj-
um. „Ég er geysilega ánægður með
að komast áfram enda er það afrek
að vinna þetta frábæra ÍR-lið. Ég
get varla hrósað þeim nógu mikið
því mér finnst liðið mjög skemmti-
legt og það hefur leikið frábærlega
í úrslitakeppninni. Stemningin í
kringum liðið hjá þeim og okkar lið
líka hefur verið frábær og þetta er
búið að vera virkilega skemmti-
legt,“ sagði Sigurður.
„Mér fannst við spila mjög vel í
kvöld. Liðsheildin fékk að njóta sín
og það skemmtilega við þetta er að
enn og aftur fá þeir leikmenn að
njóta sín sem eru mest tilbúnir. Það
er styrkur okkar að sá sem er mest
tilbúinn og í mesta stuðinu þann
daginn getur fengið að njóta sín
innan liðsheildarinnar,“ sagði Sig-
urður kampakátur enda full ástæða
til.
Vörn Keflvíkinga var sterka sem
sést kannski best á því að ÍR-liðið
skorar aðeins 73 stig í leiknum.
„Vörnin var mjög góð hjá okkur og
þú sérð það bara á því að fá bara 73
stig á okkur á móti ÍR-ingum er
gríðarlega gott og ég vil hrósa þeim
fyrir frammistöðuna í vetur. Þeir
eru með frábært lið,“ sagði Sig-
urður.
Rimman við Snæfell hefst í
Keflavík á laugardaginn. „Ég
hlakka mikið til. Nú tekur alvaran
við. Okkur var spáð fimmta sætinu
í deildinni þannig að ég veit ekki al-
veg hvaða liðum búast hefði mátt
við í úrslitum. Nú förum við aðeins
yfir málin enda ekkert búnir að
velta þessu fyrir okkur fram að
þessu,“ sagði Sigurður sem vonast
til að Antony Susniara verði orðinn
góður af meiðslum sínum. „Það eru
smámeiðsli hér og þar og það er
bara hluti af þessu öllu saman,“
sagði Sigurður og vildi ekki gera
mikið úr því. »3
Ljósmynd/Víkurfréttir
Gleði Keflvíkingar voru að vonum ánægðir eftir að hafa lagt ÍR-inga að velli á sannfærandi hátt í gærkvöld.
„Afrek að vinna ÍR“
Sigurður segir ÍR með skemmtilegt lið Keflvíkingar fyrstir að ná að sigra eftir
að hafa lent 2:0 undir Lið af Suðurnesjum hefur alltaf verið í úrslitum
„JÁ, það má segja að við höfum
sloppið fyrir horn með þetta enda
vorum við komnir 2:0 undir í rimm-
unni,“ sagði Sigurður Ingimund-
arson, kátur þjálfari Keflvíkinga
eftir að liðið tryggði sér sæti í úr-
slitarimmunni við Snæfell í gær. Þá
lagði Keflavík ÍR 93:73 í oddaleik
og sneri dæminu heldur betur við
og er fyrst liða til að lenda 2:0 undir
í rimmu en komast samt áfram.
Keflvíkingar héldu líka í hefðina
því lið af Suðurnesjum hefur alltaf
verið í úrslitum síðan úrslitakeppn-
in hófst árið 1984.
EIRÍKUR Önundarson, leikmaður
ÍR í körfuknattleik, segir að mikið
þurfi að koma til ef hann eigi að
halda áfram í körfunni. „Það þarf
eitthvað mikið að koma til ef þetta
var ekki síðasti leikurinn hjá
mér,“ sagði Eiríkur eftir tapið í
Keflavík í gærkvöldi.
„Þetta er örugglega minn síðasti
leikur, en þegar maður labbar út
eftir svona leik þá langar mann
mikið til að spila meira og leið-
rétta hjá sér það sem miður fór.
En ég held það verði ekki. Það eru
99% líkur á að þetta hafi verið síð-
asti leikurinn minn. Það þarf mjög
mikið að koma til ef ég á eftir að
leika annan leik,“ sagði Eiríkur.
Hann verður 34 ára í haust og
hefur verið lengi að, lék fyrst með
meistaraflokki ÍR 1994, lék með
KR 1998-99 og erlendis næsta
tímabil þar á eftir en kom síðan
heim til ÍR á nýjan leik. Hann
hafði leikið 276 leiki fyrir þetta
tímabil og gert í þeim 4.179 stig
sem gera 15,1 stig að meðaltali í
leik. Flest stig gerði hann í leik ÍR
og Keflavíkur árið 2003 þegar
hann setti 45 stig í 111:107 sigri
ÍR.
Eiríkur
er hættur
NÝLIÐAR Þróttar úr Reykjavík í
úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa
fengið unglingalandsliðsmanninn
Viktor Unnar Illugason lánaðan frá
enska úrvalsdeildarfélaginu Read-
ing. Viktor staðfesti þetta við net-
miðilinn Fótbolta.net í gærkvöld.
Viktor er 18 ára gamall sóknar-
maður, uppalinn hjá Breiðabliki.
Hann lék níu leiki með liðinu í efstu
deild árið 2006, þá 16 ára, og gerði
eitt mark, gekk síðan til liðs við
Reading í ársbyrjun 2007. Þar hef-
ur hann leikið með unglinga- og
varaliðum félagsins. Viktor hefur
leikið 23 leiki með yngri landsliðum
Íslands.
Viktor til
Þróttara
íþróttir
ALEXANDER Petersson, landsliðs-
maður í handknattleik, átti stórleik
í gærkvöld þegar Flensburg komst í
efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Al-
exander skoraði 10 mörk þegar
Flensburg lagði Wetzlar á útivelli,
38:29, og með því náði liðið eins
stigs forskoti á Kiel sem gerði jafn-
tefli við Hamburg á sama tíma,
36:36.
Alexander gerði tvö fyrstu mörk
Flensburg í leiknum og skoraði
fimm í hvorum hálfleik. Einar
Hólmgeirsson kom lítið við sögu
hjá Flensburg og skoraði ekki.
Kiel fór illa að ráði sínu í Ham-
borg og missti þar niður þriggja
marka forskot á lokamínútunum.
Hans Lindberg, íslenski Daninn í
liði Hamborgar, skoraði þrjú mörk
í röð á lokakaflanum og var marka-
hæstur hjá liðinu með 7 mörk. Filip
Jicha gerði 10 mörk fyrir Kiel.
Þegar fimm umferðum er ólokið
er Flensburg með 50 stig á toppn-
um, Kiel er með 49 stig og Ham-
burg er í þriðja sætinu með 47 stig.
Kiel á einn leik til góða á hina tvo
keppinautana.
Guðjón Valur Sigurðsson skor-
aði 5 mörk fyrir Gummersbach og
Róbert Gunnarsson 3 þegar lið
þeirra tapaði fyrir Nordhorn á úti-
velli, 34:31. Sverre Jakobsson skor-
aði ekki fyrir Gummersbach sem
seig niður um eitt sæti, niður í það
sjöunda.
Logi Geirsson skoraði 5 mörk
fyrir Lemgo, 3 þeirra úr vítaköst-
um, þegar lið hans burstaði Essen,
37:23, og komst upp fyrir Gum-
mersbach og í sjötta sætið.
Einar Örn Jónsson skoraði 3
mörk fyrir Minden sem tapaði fyrir
Melsungen á útivelli, 33:31.
Jaliesky Garcia skoraði 5
mörk fyrir Göppingen og Gylfi
Gylfason 4 mörk fyrir Wilhelms-
havener en Göppingen vann örugg-
an sigur í leik liðanna, 30:23.
Þórir Ólafsson og Birkir Ívar
Guðmundsson léku ekki með N-
Lübbecke sem tapaði naumlega
fyrir Magdeburg á heimavelli,
24:25.
Alexander með tíu og Flensburg á toppinn