Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 1
föstudagur 25. 4. 2008
bílar mbl.isbílar
Renault-samsteypan er nú orðin þriðji stærsti bílasmiður heims >> 2
TROÐNAR SLÓÐIR
ÞÝSKA MÓTORHJÓLIÐ FS800 GS FRÁ BMW ER
FALLEGUR OG LIPUR FARARSKJÓTI >> 4
FRAMENDI C2-smábílsins frá Citroën hefur
tekið breytingum og ný gerð bílsins stendur til
boða með nýrri dísilvél til viðbótar þeim vélar-
útgáfum sem fyrir eru. „Vistlegi“ er undirnefni
bílsins vegna hlutfallslega lítillar losunar gróð-
urhúsalofts.
Fimm ár eru frá því C2-bílnum var fyrst hleypt
af stokkum og hefur Citroën nú gert á honum
nokkrar útlitsbreytingar að framanverðu. Stuð-
arinn er nýrrar hönnunar, kælishlífin fyrir framan
vatnskassann og ljósaluktirnar hafa stækkað.
Eftir andlitslyftinguna er bíllinn öllu líkari hin-
um stærri C3-bíl að framan.
Í vélarhúsinu eiga kaupendur nú þess einnig
kost að hafa þar 110 hestafla, 1,6 lítra dísilmótor
sem gefur 240Nm tog og losar aðeins 119 g/km af
gróðurhúsalofti. Hann verður með rykagnasíu og
eyðir aðeins 4,4 lítrum á hundrað km í blönduðum
akstri.
Velja má á milli þriggja stærða af bensínmótor,
60-90 hestafla, og tveggja díselmótora, 68 og 110
hesta. Verði stærsti bensínmótorinn, 1,4 lítra, 16
ventla og 90 hestafla, fyrir valinu fylgir svo-
nefndur stopp-start-búnaður með.
C2-smábílnum var hleypt af stokkunum árið
2003 og af honum hafa verið seld rúmlega 480.000
eintök. Nýja gerðin kemur á markað í næsta mán-
uði.
C2 fær andlitslyftingu og meiri kraft
Breytingar Meiri heildarsvipur er yfir trjónu
C2-bílsins eftir andlitslyftinguna.
ÞESSA dagana stendur yfir al-
þjóðlega bílasýningin í Peking sem
haldin er annað hvert ár. Þar getur
að líta það allra nýjasta frá bíla-
framleiðendum heimsins sem gefa
einnig forsmekk að því sem koma
skal í hönnun og tækni. Japanski
hugmyndabíllinn Mazda Taiki hef-
ur fengið mikla athygli á sýning-
unni í Peking en hann gefur mynd
af því hvernig sportbílar Mazda
munu hugsanlega líta út í framtíð-
inni. Hönnuðir bílsins hafa lagt sér-
staka áherslu á umhverfishæft gildi
hans án þess þó að draga of mikið
úr afli og sportlegum aksturseig-
inleikum.
Bílasýningunni í Peking lýkur
hinn 28. apríl.
Reuters
Léttur Hugmyndabíllinn Mazda Taiki fangar athygli á alþjóðlegu bílasýningunni í Peking. Bíllinn er léttur og sérlega umhverfishæfur.
Framandi
hugmyndir
í Kína