Morgunblaðið - 25.04.2008, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Öryggi Mótorhjólið var sérlega lipurt og létt viðureignar sama hvort sem ekið var á malbiki
eða á vegarslóðum.
Þeir sem þekkja til BMW-mótorhjóla
vita að framan af hafa alvöru BMW-
mótorhjól verið talin hafa loftkælda
tveggja strokka boxer vél, drifskaft
og hönnun sem hefur höfðað meira til
eldra mótorhjólafólksins en þess
yngra. BMW hefur hins vegar unnið
hörðum höndum að því síðastliðin ár
að vinna gegn ímyndinni og er nú svo
komið að frá BMW fæst nánast allt,
„krúser“ hjól, keppnishjól, drullu-
mallarar, fjögurra strokka hjól, eins
strokka hjól, hjól með hefðbundinni
fjöðrun eða óhefðbundinni BMW-
fjöðrun og jafnvel hjól með keðjum í
stað drifskaftsins viðhaldsfría.
Í samkeppni við fleiri
BMW voru um langt skeið einráðir
á markaðnum fyrir ferðamótorhjól
enda vilja flestir meina að BMW hafi
fundið upp þann geira mótorhjóla þó
óneitanlega hafi fyrirtæki eins og Tri-
umph verið komin á svipaðar slóðir
með hjól eins og Triumph TR6
Trophy.
BMW lagði mikla áherslu á að hjól-
in væru eins sterkbyggð og við-
haldsfrí og hægt var og þegar við
þann pakka var bætt slaglangri fjöðr-
un, breiðara stýri og hærri ásetu var
meira miðuð fyrir malbik en geta
tæklað smá-slóða, er takmarkað. Sem
betur fer er hægt að slökkva á kerfinu
þegar keyrt er í möl því þá getur verið
þörf á að nota afturbremsuna mun
meira en á BMW eru fram- og aft-
urbremsurnar tengdar saman með
ABS-bremsukerfinu. Það nægir því
að hemla í botn þegar þarf að nauð-
hemla og kerfið sér um að dreifa álag-
inu á milli fram- og afturhjóla.
Þægindi og útbúnaður
eru kjörorðin
Sætið reyndist afar þægilegt og fór
einnig vel um farþega á hjólinu og má
vel ímynda sér að lítið mál sé að aka
um lengri leið, jafnvel á slóðum, með
farþega á hjólinu. Í reynsluakstrinum
var þetta prófað og var ekkert upp á
hegðun hjólsins að klaga þó farþegi
væri á því þegar ekið var á malarvegi.
Það sem ferðalangar sækjast eftir
er þó aðallega tvennt: góð langdrægni
og möguleiki á því að hlaða farangri á
hjólíð. Langdrægnin er helst til dræm
enda bara 16 lítra bensíntankur á
hjólinu. Þó er hægt að komast um 350
kílómetra á tanknum sem verður að
teljast viðunandi. Hvað töskur og
aukabúnað varðar mun enginn koma
að tómum kofanum hjá BMW því úr-
valið af töskum og aukabúnaði er gíf-
urlegt. Fyrir þá sem vilja enn meira
úrval má alltaf leita til Touratech en
það fyrirtæki hefur lengi sérhæft sig í
aukabúnaði fyrir mótorhjól og þá sér-
staklega GS-hjólin frá BMW.
Af frágangi hjólsins má sjá að þrátt
fyrir að það hafi hvorki boxervél né
drifskaft fer ekki á milli mála að um
BMW-mótorhjól er að ræða. Allur
frágangur er til fyrirmyndar og er
augljóst að efnisnotkun er skör ofar
en t.d. á BMW F650 GS. Bæði eru
felgur dýrari, fjöðrunin er mun vand-
aðri og hjólið hefur öflugri bremsur.
Það er ljóst að hvað ferðalög varðar
hafa vopn þeirra sem hingað til hafa
afsakað sig með sérkennilegri hönnun
BMW verið slegin úr höndum þeirra
– hér er komið alvöru ferðahjól sem
þrátt fyrir að hafa bláa og hvíta
BMW-merkið á tanknum er einfalt og
hefðbundið.
BMW fetar troðnar slóðir
Sterkt F800 GS er sterklegt að sjá og virðist hjólið einmitt vera það sem
BMW vantaði til að ná til þeirra sem hingað til hafa valið japanska fáka.
Langferð BMW býður mikið úrval af aukabúnaði fyrir GS-hjólin og er bæði hægt að fá töskur
sem henta innanbæjar og sérhannaðar töskur fyrir langferðir.
Stjórnstöð Hægt er að fá upphitað
stýri, ABS-bremsukerfi, GPS-
leiðsögutæki og einnig er 12v tengi
fyrir GSM-síma, tónhlöðu eða hvers
kyns aukatæki.
kominn pakki sem þótti prýðisgóður
fyrir heimsreisur.
En BMW-boxer hjólin þykja í
stærra lagi fyrir marga og æði-
þunglamaleg. Því fór svo að BMW
hannaði hjól í samstarfi við Aprilia ár-
ið 1993 og úr því samstarfi varð til hið
geysivinsæla BMW F650 GS sem
jafnframt var fyrsta BMW-hjólið sem
ekki notaðist við drifskaft.
Það má því segja að mótorhjólið
sem hér er til prófunar sé eins konar
samruni þess nýja og gamla hjá
BMW. Hugmyndafræðin að baki hjól-
inu er enn sú sama, sterkbyggt og
endingargott hjól sem þó státar af
keðju frekar en drifskafti og hefur
jafnframt hefðbundna fjöðrun. BMW
hefur þó hvergi til sparað frekar en
venjulega en sökum þess hvernig hjól-
ið er uppbyggt, á hefðbundinn máta,
þá fer hið nýja BMW F800 GS í beina
samkeppni við önnur ferðahjól eins og
Honda Varadero, Triumph Tiger, Su-
zuki V–Strom, Ducati Multistrada og
KTM 990 Adventure svo einhver séu
nefnd.
Alvöru ferðahjól?
Hið nýja F800 GS er útbúið nýrri
vél með tveimur samhliða strokkum
og er hún 800cc að stærð. Vélin er
nokkuð öflug og hlýtur að hafa stóra
þýska meginlandshesta því BMW gef-
ur upp að hún sé 85–88 hestöfl en við
prófanir mælist vélin iðulega 91–94
hestöfl. Hér er því um að ræða hjól
sem hefur svipað afl og stóru 1200 GS
hjólin en mun minni þyngd því F800
GS er aðeins 178 kíló í þurrvikt og 207
kíló með öllum vökvum.
Þetta er einmitt helsti styrkur
hjólsins því það smellpassar á milli
F650 GS, sem í dag er með 800 vél og
71 hestafl, og 1200 GS hjólsins.
BMW hefur því náð að hanna hjól
sem er kraftalegt á að líta eins og 1200
GS en hefur aksturseiginleika á við
léttara hjólið.
Í akstri er F800 GS afskaplega lip-
urt mótorhjól. Há ásetan, sem þó er
ekkert í líkingu við 1200 GS, gefur
gott útsýni yfir það sem fram undan
er en þó er sætið ekki það hátt að fólk
sem er í meðalhæð geti ekki ekið hjól-
inu. Stýrið er breitt og sterklegt og er
hægt að koma margs konar útbúnaði
fyrir á því eins og GPS-staðsetning-
artæki. Upphituð handföng eru kær-
komin viðbót þegar haft er í huga hve
stýrið er breitt því maður kólnar ansi
fljótt á höndunum þegar engin er
vindhlífin.
Á léttum slóða reyndist fjöðrunin
vera mjög ákjósanleg fyrir ferðahjól,
slaglöng og mjúk og var hjólið strax
mjög traustvekjandi í akstri. Aflið er
þó mikið og varð ökumaður var við að
eldsneytisgjöfin væri fullnæm og því
var auðvelt að missa hjólið í spól upp
brattar brekkur. Þetta er þó án efa
nokkuð sem mun venjast.
Bremsurnar eru verulega góðar og
er mikil hjálp að hafa ABS-bremsu-
kerfi á malbiki en við líflegan akstur
er ABS-kerfið stanslaust með smá-
inngrip sem gefur einfaldlega til
kynna að grip dekkjanna – sem eru þó
REYNSLUAKSTUR
Ingvar Örn Ingvarsson
Vél: Tveir strokkar,
samhliða, 800 rúmsenti-
metrar.
Afl: 85 hestöfl við 7500
snúninga.
Tog: 83 NM við 5.750
snúninga.
Gírkassi: Sex gíra og blaut
kúpling.
Dekk: 90/90 21 að fram-
an, 150/70 17 að aftan.
Bremsur: 2 x 300 mm að
framan með tveggja
stimpla dælum, 1 x 265
eins stimpils að aftan.
Eldsneytistankur:
16 lítrar.
Sætishæð: 880 mm.
Þyngd: 207 kíló með öll-
um vökvum.
Verð: Áætlað 1.244.000.
BMW F800 GS
Lincoln Navigator 4WD,
árg. 2003, ek. 52 þús. km, sjálfsk.
fjarlægðarskynjarar, topplúga, leður o.fl.
Verð 3.750 þús. kr, áhv. 3.000 þús. kr.
Lúxus Sportbíll 4,6sec 0-100, 400 Hö
Cadillac CTS-V, árg. 2006, ek. 5 þús. km, Beinsk.
6 gíra, 400 Hö, DVD, topplúga, Xenon, leður o.fl.
Verð 5.890 þús. kr.
Nissan Patrol GR,
árg. 2003, ek. 99 þús. km, sjálfsk. dísel,
dráttarbeisli o.fl.
Verð 2.690 þús. kr.
Jeep Grand Cherokee Limited 4X4,
árg. 2004, ek. 53 þús. km, sjálfsk.
topplúga, leður o.fl.
Verð 2.690 þús. kr.
Suzuki GSX Hayabusa 1300 RY,
árg. 2005, ek. 14 þús. km, beinsk.
Verð 1.100 þús. kr.
Hyundai Santa Fe II V6,
árg. 9/06, ek. 17 þús. km, sjálfsk. Hiti í sætum
o.fl. Stgr. Tilboð 3.290 þús. kr.
Listaverð 4.050 þús. kr!!!
M.Benz E 430 Avantgarde,
árg. 2001, ek. 144 þús. km, sjálfsk.
topplúga, leður o.fl.
Verð 1.700 þús. kr. Yfirtaka á láni!!!
Dodge Ram 1500 4X4,
árg. 2007, nýr, sjálfsk. dráttarbeisli, leður o.fl.
Verð 4.290 þús. kr.
Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10:00-18:30 • Laugardaga kl. 12:00-16:00
M
bl
9
94
93
7
Jeep Grand Cherokee Limited 4X4,
árg. 2002, ek. 111 þús. km, sjálfsk.
topplúga, leður o.fl.
Stgr.Tilboð 1.490 þús. kr.
Verð áður 1.890 þús. kr!!!
Nissan Patrol GR 44", árg. 2000, ek. 230
þús. km, beinsk. Dísel, 44" breyttur, ek. ca. 40
þús. km á vél, topplúga, CP-Stöð o.fl.
Verð 2.990 þús. kr.