Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 7
bílar
Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur
svarar fyrirspurnum á leoemm-
@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt).
Eldri spurningar og ítarlegri svör eru
birt á www.leoemm.com.
Ekkert opinbert eftirlit er
með gæðum eldsneytis. Hver eru
gæði eldsneytisins?
Spurt: Ég hef verið að velta fyrir mér
hver séu gæði þeirrar dísilolíu sem
okkur er seld hérlendis og hef skoðað
vefsíður olíufélaganna. Þar er hvergi
minnst á gæðastaðla eldsneytis,
brennisteinsinnihald, cetantölu og
fleira sem hægt er að lesa um á síðum
erlendra olíufélaga. (Er samt miklu
fróðari um grill og fleira sem þessi fé-
lög selja). Skeljungur segist selja
Shell Formula dísil frá árinu 2000
(http://www.skeljungur.is) en ekkert
minnst á það í verðlistum. Bílafram-
leiðendur gera ákveðnar kröfur um
eldsneyti og skiptir þetta væntanlega
meira máli eftir því sem mengunar-
búnaður og vélarstýringar verða
flóknari. Á bandarískum vefsíðum
sem ég hef verið að skoða er fullyrt að
misjöfn gæði dísilolíu hafi valdið bilun-
um í dísilvélum bíla og aukinni olíu-
eyðslu. Mér finnst furðulegt að hér sé
lítil sem engin umræða um gæði olíu-
nnar, sérstaklega þegar haft er í huga
dísilbílum er að fjölga. Getur verið að
þessi ört stækkandi bílafloti verði fyr-
ir ótímabærum bilunum og óþarfa
eldsneytiseyðslu vegna lakra gæða
dísilolíunnar?
Svar: Ekkert opinbert óháð eftirlit er
með gæðum þess eldsneytis sem okk-
ur er selt (jafnvel þótt þetta sé ein
helsta tekjulind
ríkissjóðs). Ým-
islegt bendir til
þess að gæðin
séu mismunandi
á mismunandi
tíma (eftir inn-
kaupum og
förmum) en enginn munur sé á því
eldsneyti sem olíufélögin kaupa þótt
dreifikerfi kunni að vera mismunandi.
Kvartað hefur verið undan vatns- og
soramengaðri dísilolíu og vatnsmeng-
uðu bensíni frá einu olíufélaganna við
mig – og gangtruflanir hafa horfið eft-
ir ákveðnar aðgerðir og eftir að hætt
var viðskiptum þar – ég hef látið
stjórnendur þess félags vita af þessu.
Þeir virtust ekki hafa áhyggjur af
þessu (buðu mér í heimsókn til að
ræða málið – sem ég veit ekki hvaða
tilgangi átti að þjóna – enda hafði ég
ekki tíma til þess). Sérstök ástæða
fyndist mér til að sérstakt opinbert og
reglulegt eftirlit væri haft með elds-
neyti (mætti t.d. fela FÍB) – en norska
bensínið (krack–bensín) mun vera það
fyrsta sem selt er hérlendis sem þolir
ekki geymslu nema takmarkaðan tíma
og brennur jafnvel ekki ársgamalt!
Það eina sem maður getur gert er að
nota ísóprópanól raka- og ísvara út í
bensín og sérstakan rakavara fyrir
dísilolíu auk þess að endurnýja elds-
neytissíur oftar (en þessi efni eru seld
á allt að tíföldu verði bensínlítra).
Er hægt að skipta
um gler í ljóskeri?
Spurt: Ég er með nýlegan jeppa með
brotið gler (gat) í öðru framljóskerinu.
Nýtt ljósker kostar 35-40 þús. kr. Á
partasölu get ég fengið svona ljósker
með brotnum festingum en að öðru
leyti heilt fyrir 4 þús. kr. Er hægt að
skipta um gler í þessum ljóskerum
þótt framleiðandinn segi það ekki
mögulegt?
Svar: Já, það er hægt. Jamal, parta-
sali í Mosfellsbæ, kennir eftirfarandi
aðferð): Djúpt fat er fyllt með heitu
vatni, bætt út í það sjóðandi vatni úr 3
hraðsuðukötlum. Rafmótor sem still-
ir halla spegils tekinn úr ljóskerinu
og spennurnar losaðar af glerinu.
Ljóskerið með brotna glerinu er látið
liggja í heitu vatninu í 15 mín. Þá
mýkist kíttið þannig að hægt er að
losa brotna glerið úr. Gæta þarf þess
að kíttið sitji eftir í falsinu en fylgi
ekki glerinu. Þá er þetta endurtekið
með ljóskerið með heila glerinu.
Heila glerið er síðan sett í heila ljós-
kerið, það látið liggja í heitu vatni í 15
mín. Þá er það tekið upp úr, glerið
sett í og spennurnar settar á og látið
kólna í rólegheitum. Þá á ljóskerið að
vera heilt og þétt. Gæta verður þess
að halda vatninu jafn heitu þær 15
mín. sem tekur að mýkja kíttið. Sé
talin ástæða til að þétta betur, til að
varna því að gufa þéttist innan í ljós-
kerinu, má nota sílikonþéttiefni frá
Permatex og setja taum á samskeytin
allan hringinn. Gæta verður þess að
sé um bensínbíl að ræða að nota síli-
kon sem er (Oxy Sensor Safe), þ.e.
eyðileggur ekki súrefnisskynjara en
venjulegt glært sílikon myndar klór-
efnasamband við storknun sem eyði-
leggur skynjarana komist það í loft-
inntak vélar.
Ekkert opinbert eftirlit er
með gæðum eldsneytis
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
N1 VERSLANIR
SÍMI 440 1200
WWW.N1.IS
HjáN1 finnur þú landsinsmesta úrval af bílavarahlutum frá
viðurkenndum framleiðendum. Í verslunumokkar um land
allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf
semþú þarfnast.N1 –Meira í leiðinni.