Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 1
föstudagur 23. 5. 2008
bílar mbl.isbílar
LÍTILL LÚXUSBÍLL
NÝJASTA ÚTGÁFA AF MILLISTÆRÐARBÍLNUM
AUDI A4 ER FJÖLSKYLDU SINNI TIL SÓMA >> 2
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Geðorðin tíu eru mörgumnauðsynleg í amstri dags-ins en þeirra er ekki sístþörf í umferðinni sem
stundum vill draga fram það versta í
fólki. Hugsanlega hafa einhverjir
ökuþórar á höfuðborgarsvæðinu
rekið augun í þessa hollu lesningu
aftan á rauðri ítalskri vespu af gerð-
inni Scarabeo Aprilia. Vespan er í
eigu iðjuþjálfans Elínar Ebbu Ás-
mundsdóttir en hún eignaðist vesp-
una fyrir tæpum tveimum árum og
er hæstánægð með þetta lipra og
suðræna farartæki. Það var yngri
bróðir hennar, Ásmundur Einar Ás-
mundsson myndlistamaður, sem
kynnti henni vespuna en hann hefur
verið haldinn mótorhjóladellu frá
unglingsaldri.
„Bróðir minn heyrði af því að
sendlarnir hjá Dominós væru að losa
sig við vespur og hafði samband við
mig um leið. Hann hafði lengi viljað
sjá mig, systur sína, á þessu far-
artæki því honum fannst það ein-
hvern veginn passa svo vel við mig.
Ég hafði aldrei komið nálægt neinu
þessu líku þegar hann tók í mig í
reynsluakstur á vespunni frá Kópa-
vogi niður í miðbæ. Ég sat aftan á og
var alveg við það að gera í mig af
hræðslu,“ segir hún og hlær. Þrátt
fyrir hræðsluna sat þessi lífsreynsla
í Elínu og hún laðaðist ósjálfrátt að
vespunni. Til að gera ökutækið end-
anlega að sínu setti hún upp kassa
aftan á hjólið og á hann festi hún
geðorðin tíu.
Adrenalínkúr
Elín nefnir einnig að hugsanlega
hafi aldurinn einnig haft eitthvað um
ökutækjaskiptin að gera en hún er á
fimmtugasta og þriðja aldursári.
„Sumir skipta um maka á þessum
aldri en ég skipti í staðinn um far-
artæki,“ segir hún og hlær við. „Á
sama tíma og ég eignaðist vespuna
kom út megrunarbók fyrir konur
þar sem haldið er fram að hægt sé að
ná árangri í megrun með því að
stunda einhverja iðju sem maður
hræðist. Og þar sem ég var skít-
hrædd við vespuna mína til að byrja
með þá hugsaði ég: „Núna grennist
ég alla vega um nokkur grömm.““
„Ef ég hefði ekki keypt mér vesp-
una um þetta leyti þá hefði ég líklega
aldrei gert það,“ heldur Elín áfram.
„Og alveg eins og bróðir minn spáði
þá hentar vespan mér mjög vel. Áð-
ur var ég alltaf á hjóli og reyndi að
hjóla eins og ég gat en sum erindi
mín eru þess eðlis að reiðhjólið reyn-
ist of tímafrekt. Jafnframt er ég
nokkuð vistvæn í hugsun og finnst
óþarfi að ein fjölskylda reki tvo bíla.
Og vespan hefur auk þess mjög góð
áhrif á geðið því þú ert í miklu meiri
tengslum við allt umhverfið heldur
en í bíl. Þá finnst mér ég ekki geta
ferðast með Strætó því ég þarf að
komast á milli staða á stuttum tíma.
Á vespunni þarf ég heldur ekki að
hafa áhyggjur af bílastæðum og þar
fyrir utan er vespan mjög ódýr í
rekstri, einkum á þessum síðustu og
verstu,“ segir Elín en nefnir þó að
tryggingagjaldið fyrir vespur hér á
landi sé heldur hátt að hennar mati.
Viðmót ökumanna
Elín segir að íslenskir ökumenn
taki henni og vespunni hennar yf-
irleitt vel í umferðinni.
„Ég er ennþá mjög passasöm í
umferðinni og lít svo á að allir bílar
séu hættulegir og á móti mér og ég
keyri í samræmi við það,“ útskýrir
hún.
„Einn og einn ökumaður reynir að
ögra manni með því að keyra alveg
upp að hjólinu mínu. Svo þegar þeir
sjá að það er brosandi miðaldra kona
sem situr á hjólinu þá breytist yf-
irleitt viðmótið til hins betra. Þá er
ég líka með geðorðin tíu aftan á
vespunni þannig að ég get ekki ann-
að en glatt þá sem eru fyrir aftan
mig. Þeir fá þarna mjög holla lesn-
ingu um það hvernig megi rækta
eigið geð þannig að ég tel að ég komi
fólki hreinlega í gott skap með því að
hjóla um götur bæjarins.“ | 4
Í góðum tengslum við umhverfið
Morgunblaðið/Valdís Thor
Vespueigandi Elín Ebba Ásmundsdóttir er hæstánægð með farartækið sitt.
TOYOTAFYRIRTÆKIÐ hefur náð
því takmarki að selja milljón Prius-
tvinnbíla frá því hann kom á markað
árið 1997, eða fyrir röskum áratug.
Við síðustu mánaðamót höfðu 1,028
milljónir Priusa verið seldar.
Fyrstu árin var Prius einungis
seldur í Japan en boðinn á öðrum
markaðssvæðum um heim allan þú-
saldarárið, 2000.
Tvinntæknin, þar sem byggt er á
samspili bensínmótors og rafmótors,
hefur í millitíðinni verið boðin í öðr-
um Toyotabílum. Í júní í fyrra náði
Toyota þeim áfanga að hafa selt
milljón tvinnbíla af öllum gerðum.
Prius er fyrsti fjöldaframleiddi
tvinnbíllinn. Toyota segir það tak-
mark sitt að selja a.m.k. milljón
tvinnbíla árlega frá og með snemma
á næsta áratug.
Milljón
Prius-bíla
seld
Franski bragginn frá Citroën fagnar sextugsafmælinu í haust » 7