Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 5

Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 5
vöru af stað þegar hún var í aðal- hlutverki í frægri mynd með Audrey Hepburn og Gregory Peck en þar sat sú fyrrnefnda í söðli hjá Peck á meðan hann rúntaði um stræti Róm- ar. Niðurstaðan varð sú að 100 þús- und hjól seldust árið 1956. Það hjálpaði til að leikarar og ann- að frægt fólk tók ástfóstri við vesp- una góðu og varð hún því mikið tískudjásn. Vinsældirnar jukust sí- fellt og árið 1960 var búið að selja samtals tvær milljónir vespa, þá var framleiðsla hafin í fleiri löndum með leyfi Piaggio. Vespan varð því tákn- gervingur nýrra tíma; tíma bjart- sýni, frelsis og frjálslyndis, og má því segja að hún hafi verið rétt tæki á réttum stað og réttum tíma eftir hörmungar seinni heimsstyrjald- arinnar. Samkeppnin brýnir klærnar Snemma á tíunda áratugnum var þó Piaggio komið í talsverð vand- ræði enda samkeppnin gríðarlega hörð og japanskar skellinöðrur bún- ar að kroppa í markaðinn síðan á sjöunda áratugnum. Framleiðendur eins og Honda og Suzuki hafa staðið sig vel í því að framleiða skellinöðrur sem í senn byggjast á notagildi vespunnar og eru lausar við fortíðarþrána sem á tíma plagaði Piaggio. En vespan lifir og í höndum nýrra eigenda hefur hún gert garðinn frægan á ný. Og það kemur líklega fáum á óvart að elstu gerðir vesp- unnar eru geysilega vinsælar og fæst stórfé fyrir vel uppgerðar vesp- ur í dag. Nýjar vespur eru þó enn vinsælar enda hefur lífi verið hleypt í þær á ný. Vinsældir Kvikmyndin Roman Ho- liday var mikil upplyfting fyrir Vespuna en þar fóru Audrey Hepb- urn og Gregory Peck saman um Róm á Vespu. Skrautleg Fataversl- unin GAP fékk heið- urinn af því að hanna Vespu fyrir Piaggio og hefur hönnun af þessu tagi hleypt miklu lífi í söluna. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 5 Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm- @simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com Spurt: Við létum drauminn rætast og festum kaup á nýjum húsbíl. Hann er byggður á sendibílsgrind og með drifið á framhjólunum. Er óhætt að fara hálendisvegi á svona bíl án sérstakra ráðstafana, t.d. hlífa og styrkinga? Svar: Það fer að einhverju leyti eftir tegund og stærð bílsins hvort þörf er fyrir styrkingar eða hlífar. En hús- bílar eru algeng sjón inni á hálend- inu á sumrum og því færir í flestan sjó. Húsbílaeigendur hafa með sér samtök og halda úti vefsíðunni www.husbill.is og eru þar ýmsar nytsamar upplýsingar. Renniverk- stæði Árna Brynjólfssonar í Hafn- arfirði hefur um árabil sérhæft sig í viðgerðum, breytingum og styrk- ingum á húsbílum auk þess að ann- ast ísetningu alls konar aukabún- aðar svo sem bakkmyndavéla, sílsabretta o.fl. Hlutverk jafnvægisstangar Spurt: Nýi jeppinn minn er búinn jafnvægisstöngum (ballansstöngum) að framan og aftan. Stangirnar af- tengjast þegar sett er í lága drifið og ekið hægt yfir ójöfnur og tengjast sjálfkrafa aftur þegar ákveðnum hraða er náð. Mér skilst að svona stangir séu í öllum bílum þótt þær aftengist ekki sjálfvirkt. Hvaða til- gangi þjónar þessi búnaður og sjálf- virka tengingin? Svar: Jafnvægisstöngin er oftast u- laga og gerð úr bolsformuðu fjaðra- stáli. Rétt á undan vinkilbeygjunum á þeim kafla sem er þversum í bíln- um er baulum fest upp í botn bílsins vinstra og hægra megin. Stangirnar, sem eru samhliða hásingu geta verið aftan eða framan við hana. Stöngin leikur í gúmfóðringum í baulunum. Endar stangarinnar eru liðtengdir hásingunni við hvort hjól. Þegar bíl er beygt á ferð leggst hann á þau hjól sem eru utar í beygjunni vegna flóttaaflsins og hallans flytur jafn- vægisstöngin hluta álagsins frá ytri hjólunum yfir á hjólin sem fara innar í beygjunni. Þannig kemur jafnvæg- isstöngin í veg fyrir að innri hjólin missi veggrip, halli bílsins í beygju verður minni og stöðugleikinn meiri með meira veggripi. Jafnvæg- isstöngin gerir það að verkum að þyngdarmiðja bílsins flyst minna til í láréttu og lóðréttu plani vegna flóttaafls. Það gefur augaleið að jafnvægisstöngin minnkar slaglengd fjöðrunarinnar, jafnvel svo að þegar ekið er yfir miklar ójöfnur nær hjól ekki nógu langt niður til að ná gripi. Þess vegna eru stangirnar aftengd- ar við slíkar aðstæður (í sumum jeppum) en tengjast sjálfkrafa á ný til að tryggja akstursöryggi þegar komið er á slétt undirlag og hraði aukinn. Því sverari sem jafnvæg- isstöng er, að öðru jöfnu, því meiri áhrif hefur hún á stöðugleikann og því stinnari er fjöðrunin. Húsbílar á fjallavegum Húsbílar Ýmsar nytsamar upplýs- ingar um húsbíla má finna á vefsíð- unni www.husbill.is. Fyrirtækið Derbi, sem er þekkt fyr- ir að framleiða skellinöðrur og reið- hjól með hjálparmótorum, hefur nú fært hugmyndafræði sína skrefinu framar og hannað skellinöðru sem um flest minnir á fjallahjól. Um er að ræða loftkælda, eins strokks fjórgengisvél sem aðeins er 100 cc að rúmmáli. Vélin knýr hjól- ið áfram með hjálp sjálfskiptingar og er hjólið ætlað til skemmtunar en má einnig nota innanbæjar og er því sérstök áhersla lögð á góða eldsneytisnýtingu og lítinn út- blástur. Nú kunna margir að spyrja sig hvort ekki sé bara betra að hjóla og vissulega hlýtur svarið við þeirri spurningu að vera jákvætt. Derbi hefur þó séð við því þar sem hægt er að taka vélina úr stellinu þegar ekki er þörf á vélaraflinu. Þannig gefur það auga leið að einhvers staðar geti vélin komið sér vel, t.d. þar sem brekkur eru miklar og jafnframt gæti hjólið hentað þeim sem af einhverjum ástæðum geta hjólað en mega ekki reyna mikið á líkamann. Hjólið, sem er aðeins 40 kíló á þyngd, er með innbyggðan bens- íntank í stellinu og má búast við því að aflið verði um 4 hestöfl þó enn hafi það ekki verið gefið upp. Nýtt Derbi DH 2.0 var kynnt fyrir skömmu og er hjólið kynnt sem um- hverfishæfur kostur enda eiga eyðsla og útblástur að vera í lágmarki. Lágmarkað til að ná hámarkinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.