Morgunblaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Landsbankadeild karla Valur – Keflavík ...................................... 1:1 Helgi Sigurðsson 79. – Hólmar Örn Rún- arsson 23. Rautt spjald: Baldur I. Aðal- steinsson (Val) 81. FH – HK .................................................... 4:0 Tryggvi Guðmundsson 12., 48., Tommy Nielsen 44., Atli Viðar Björnsson 74. Breiðablik – ÍA......................................... 6:1 Nenad Zivanovic 3., 25., Magnús Páll Gunnarsson 68., 73., Jóhann Berg Guð- mundsson 21., Prince Rajcomar 77. – Björn B. Sigurðarson 82. Staðan: Keflavík 12 8 2 2 26:16 26 FH 12 8 1 3 26:12 25 Fjölnir 11 7 0 4 19:10 21 Breiðablik 12 6 3 3 25:17 21 Valur 12 6 2 4 19:15 20 KR 11 6 0 5 19:13 18 Fram 11 5 0 6 10:11 15 Grindavík 11 4 2 5 15:19 14 Þróttur R. 11 3 4 4 15:20 13 Fylkir 11 4 0 7 12:19 12 ÍA 12 1 4 7 9:23 7 HK 12 1 2 9 12:32 5 Markahæstir: Björgólfur Takefusa, KR.......................... 10 Nenad Zivanovic, Breiðabliki..................... 8 Atli Viðar Björnsson, FH ........................... 7 Guðmundur Steinarsson, Keflavík ............ 7 Pálmi Rafn Pálmason, Val.......................... 7 Gunnar Már Guðmundss, Fjölni................ 6 Helgi Sigurðsson, Val ................................. 6 Prince Rajcomar, Breiðabliki..................... 6 Tryggvi Guðmundsson, FH ....................... 6 1. deild kvenna B Tindastóll – Sindri.................................... 1:2 Staðan: Höttur 8 6 1 1 18:8 19 Völsungur 7 5 1 1 26:6 16 Sindri 8 4 0 4 14:12 12 Tindastóll 8 2 0 6 11:22 6 Fjarðab./Leiknir 7 1 0 6 4:25 3 2. deild karla Höttur – Víðir .......................................... 1:1 Anton Ástvaldsson 4. – Sigurður M. Grét- arsson 7. Staðan: ÍR 12 11 1 0 31:10 34 Afturelding 12 9 1 2 27:11 28 Víðir 12 6 4 2 27:17 22 Magni 12 5 1 6 19:23 16 Hvöt 12 5 0 7 20:22 15 Tindastóll 12 3 5 4 20:21 14 Höttur 12 3 4 5 19:20 13 Reynir S. 12 3 4 5 24:27 13 Hamar 12 3 3 6 19:26 12 Völsungur 12 3 3 6 19:26 12 Grótta 12 3 3 6 18:25 12 ÍH 12 1 5 6 17:32 8 Markahæstir: Elías Ingi Árnason, ÍR.............................. 12 Paul Clapson, Aftureldingu...................... 12 Árni Freyr Guðnason, ÍR ........................... 9 3. deild karla B Þróttur V. – BÍ/Bolungarvík ................... 1:1 KFG – Hvíti riddarinn ............................. 2:2 Staðan: BÍ/Bolungarvík 9 6 2 1 29:14 20 Hamrarnir/Vinir 9 6 1 2 21:17 19 Þróttur V. 9 2 4 3 17:17 10 KFG 9 3 1 5 14:25 10 Álftanes 9 2 2 5 19:22 8 Hvíti riddarinn 9 2 2 5 22:27 8 3. deild karla D Sindri – Dalvík/Reynir............................. 2:1 Staðan: Sindri 7 4 3 0 19:14 15 Huginn 7 3 2 2 22:11 11 Leiknir F. 8 2 3 3 12:18 9 Dalvík/Reynir 7 2 1 4 10:13 7 Spyrnir 7 2 1 4 8:15 7 Noregur Brann – Aalesund......................................1:2 Lilleström – Bodö/Glimt...........................3:0 Lyn – Strömsgodset..................................3:2 Tromsö – Ham-Kam .................................2:1 Molde – Vålerenga ....................................5:1 Staðan: Fredrikstad 13 8 2 3 23:13 26 Stabæk 13 7 4 2 21:10 25 Tromsö 13 7 3 3 17:9 24 Lyn 14 7 3 4 21:15 24 Brann 14 5 5 4 22:21 20 Vålerenga 14 6 2 6 19:19 20 Bodö/Glimt 14 5 4 5 15:20 19 Rosenborg 13 5 3 5 20:15 18 Molde 14 4 6 4 21:17 18 Viking 13 5 3 5 16:17 18 Strömsgodset 14 4 4 6 15:20 16 Aalesund 14 4 1 9 20:30 13 Lilleström 14 3 3 8 15:24 12 Ham-Kam 13 2 3 8 9:24 9 Svíþjóð Hammarby – Örebro ................................1:0 Sundsvall – GAIS ......................................1:1 Trelleborg – Halmstad .............................1:2 Gautaborg – Gefle .....................................3:0 Halmstad – Elfsborg ................................1:2 Helsingborg – AIK....................................2:1 GAIS – Ljungskile ....................................3:1 Staðan: Kalmar 14 10 2 2 32:11 32 Elfsborg 14 8 4 2 18:5 28 Hammarby 15 8 4 3 23:16 28 Gautaborg 15 7 5 3 23:14 26 Helsingborg 14 7 4 3 25:17 25 AIK 14 7 4 3 17:13 25 Malmö FF 14 5 6 3 20:18 21 GAIS 15 4 8 3 16:14 20 Halmstad 15 5 5 5 19:18 20 Djurgården 14 4 6 4 14:19 18 Trelleborg 15 4 4 7 14:17 16 Örebro 15 4 3 8 8:20 15 Sundsvall 15 3 4 8 15:22 13 Gefle 15 3 2 10 10:22 11 Ljungskile 14 3 1 10 11:25 10 Norrköping 14 1 4 9 13:27 7 Danmörk AaB – Midtjylland.....................................1:2 Nordsjælland – Brøndby..........................0:2 Horsens – SønderjyskE ...........................2:0 Randers – AGF .........................................3:1 Intertoto-keppnin 3. umferð, fyrri leikir: Elfsborg – FK Riga.................................. 1:0 Saturn Moskva – Stuttgart ..................... 1:0 Grasshoppers – Chernomorets Burgas . 3:0 Neftchi Baku – Vaslui .............................. 2:1 Sturm Graz – Honvéd Búdapest............. 0:0 Bnei Sachnin – Deportivo La Coruna .... 1:2 Rennes – Tavriya Simferopol.................. 1:0 Breda – Rosenborg .................................. 1:0 OB Óðinsvé – Aston Villa......................... 2:2 Panionios – Napoli.................................... 0:1 Sivasspor – Braga .................................... 0:2  Ísland – Spánn 35:27 Vodafone-höllin á Hlíðarenda, vináttu- landsleikur karla, laugardaginn 19. júlí 2008. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:8, 6:10, 7:14, 15:14, 16:15, 19:17, 19:19, 24:20, 27:20, 33:25, 35:27. Mörk Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6/3, Logi Geirs- son 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kára- son 1. Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 10, Björgvin Páll Gústavsson 9. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Spánar: Cristian Malmagro 5, Ruben Garabaija 4, Juan Garcia 4, Alberto Ent- rerrios 3, Albert Rocas, Iker Romero 2, Carlos Ruesga 2, Victor Tomas 2, Raul Entrerrios 1, Ion Belaustegui 1, David Davis 1. Varin skot: Jose Javier Hombrados 12. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Bernd Methe og Reiner Methe frá Þýskalandi. Áhorfendur: Um 1.200.    OPNA BRESKA Royal Birkdale, par 70. 1. Padraig Harrington .............................283 (74-68-72-69) (+3) 2. Ian Poulter ............................................287 (72-71-75-69) (+7) 3.-4. Henrik Stenson ................................289 (76-72-70-71) (+9) 3.-4. Greg Norman....................................289 (70-70-72-77) (+9) 5.-6. Jim Furyk .........................................290 (71-71-77-71) (+10) 5.-6. Chris Wood .......................................290 (75-70-73-72) (+10) 7.-15. David Howell ..................................292 (76-71-78-67) (+12) 7.-15. Robert Karlsson.............................292 (75-73-75-69) (+12) 7.-15. Ernie Els.........................................292 (80-69-74-69) (+12) 7.-15. Paul Casey ......................................292 (78+71+73+70) (+12) 7.-15. Stephen Ames.................................292 (73+70+78+71) (+12) 7.-15. Steve Stricker.................................292 (77-71-71-73) (+12) 7.-15. Robert Allenby ...............................292 (69-73-76-74) (+12) 7.-15. Anthony Kim ..................................292 (72-74-71-75) (+12) 7.-15. Ben Curtis.......................................292 (78-69-70-75) (+12) 16.-18. Adam Scott 293 (+13) 16.-18. Justin Leonard 293 (+13) 16.-18. KJ Choi 293 (+13) í kvöld KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla: Fjölnisvöllur: Fjölnir – Þróttur R....... 19.15 Laugardalsvöllur: Fram – Fylkir ....... 19.15 Grindavíkurv.: Grindavík – KR................ 20 1. deild karla: Akureyrarvöllur: KA – Víkingur R .... 19.15 Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is „Ég er búinn að segja það í mörg ár að mér er sama hvort ég skora svo lengi sem við vinnum. Fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar held ég að við getum verið mjög sáttir við hvernig við spiluðum í þessum leik, bæði í sókn og vörn,“ sagði Guðjón eftir leikinn. „Síðustu leikir gegn Spánverjum hafa verið jafnir og skemmtilegir en við höfum alltaf tapað þessu í lokin, og það er mikilvægt að hafa farið með sigur af hólmi núna. Núna náð- um við að halda dampi allan leikinn og þá eru fá lið sem standast okkur snúninginn. Þetta er bæði það sorg- lega og skemmtilega við okkur að við eigum það til að spila stórkost- lega og svo illa eins og við gerðum í Makedóníu,“ sagði Guðjón, sem vildi þó ekki gera of mikið úr sigri Ís- lands. „Auðvitað er þetta gaman og allt það, en þetta er bara æfingaleikur og þeir skipta ekki neinu máli þann- ig séð. Þetta er gott til að sjá hvar við erum staddir og mér finnst vörn- in standa vel, markvarslan var góð, sóknarleikurinn gekk mjög vel og hraðaupphlaupin sömuleiðis. Miðað við stað og stund tel ég okkur vera á nokkuð góðu róli en þessi sigur færir okkur engin stig fyrir Ólympíuleik- ana,“ sagði Guðjón. Alexander: Kann betur við mig í látunum „Þetta eru fyrstu leikir eftir erfið- ar æfingar og í fyrri leiknum vorum við dálítið þreyttir í vörninni, en í dag vorum við mjög góðir og mark- varslan var til fyrirmyndar. Þegar við finnum fyrir því að markverð- irnir eiga góðan dag smellur vörnin betur saman og mér fannst okkur takast vel að verjast þrátt fyrir að eiga í höggi við þessa stóru og sterku leikmenn spænska liðsins,“ sagði Alexander Petersson eftir leik- inn á laugardag, en hann var þá markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. „Það tók mig svolítinn tíma að komast inn í leikinn í gær [á föstu- daginn] en í dag fann ég mig vel í minni gömlu stöðu, skyttustöðunni. Þar kann ég betur við mig því þá tek ég virkari þátt í leiknum og lendi í meiri látum en ef ég er bara úti í horni,“ sagði Alexander. Íslenska liðið hefur æft stíft en Alexander segist vart finna fyrir þreytu og hlakkar mikið til Ólympíu- leikanna í ágúst. „Ég finn ekki fyrir mikilli þreytu og núna taka líka við tveir dagar í hvíld. En okkar bíða erfiðir leikir næstu helgi og ég tel mjög mikil- vægt að vinna sem flesta leiki til að efla sjálfstraustið í liðinu fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alexander. Logi: Þetta var þeyttur rjómi „Mér fannst mikið gleðiefni að við skyldum taka þá svona stórt. Við hrukkum vel í gang í seinni hálfleik og sýndum mikla yfirburði. Mér finnst ánægjulegt þegar við rúllum liðinu svona í stað þess að spila bara á sjö eða átta mönnum því þá eru all- ir ferskir, og mér fannst það heppn- ast fullkomlega,“ sagði Logi Geirs- son sem átti góða innkomu í seinni hálfleik og skoraði þá fimm mörk. „Þetta var bara þeyttur rjómi í dag. Ég er ekki í mikilli skotæfingu og spilaði í gær [á föstudaginn] minn fyrsta leik í þrjá mánuði, en í dag gekk mér vel og náði þarna fimm mörkum í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með,“ sagði Logi, og án þess að vilja fullyrða neitt um hvað frasinn „þeyttur rjómi“ þýðir þá hlýtur það að vera jákvætt enda stóð skyttan vel fyrir sínu á laugar- daginn líkt og allt íslenska liðið. „Við gætum hins vegar verið bún- ir að spila dúndurvel í öllum leikjum fram að Ólympíuleikum en svo dott- ið niður þar. Þetta er bara spurning um að vera á tánum í öllum leikjum. Ég er mjög ánægður með hvað breiddin er góð í þessu liði og það skoruðu nánast allir í dag þannig að þetta var mjög ánægjulegt. Ég efast um að þeir hafi tapað svona stórt lengi og það er gott að taka svona sterkt lið eins og Spánverja,“ sagði Logi. „Við getum verið mjög sáttir“  Guðjón Valur heiðraður fyrir 200. leikinn á laugardag  Erum á góðu róli en fáum engin stig fyrir sigurinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti 200 Guðjón Valur Sigurðsson með blóm og viðurkenningu fyrir stóra áfangann áður en leikurinn gegn Spáni hófst að Hlíðarenda á laugardag. GUÐJÓN Valur Sigurðsson náði þeim merka áfanga að spila sinn 200. leik fyrir landslið Íslands í handknattleik þegar það vann stórsigur á Spáni í seinni æfingaleik liðanna í Vodafone- höllinni á laugardaginn. Þessi mikli markakóngur hafði reyndar óvenju hægt um sig í leiknum enda spilaði hann minna en venjulega þar sem um æfingaleik var að ræða. GUÐNI Rúnar Helgason knatt- spyrnumaður úr Fylki hefur fengið leyfi hjá forráðamönnum liðsins til að ræða við önnur félög en Guðni vill yfirgefa Árbæjarliðið og vonast til að gera starfslokasamning við það á næstu dögum. Guðni Rúnar er 32 ára gamall og hefur leikið með Fylkismönnum frá árinu 2004. Hann hefur komið við sögu í átta af 11 leikjum Fylkis- manna í Landsbankadeildinni í sumar, þar af sjö sinnum í byrjun- arliðinu og í einum leikjanna var hann fyrirliði. Í síðustu tveimur leikjum var hann ekki í liðinu og sat allan tímann á bekknum þegar Fylkir vann FH í 11. umferðinni á dögunum. ,,Fyrst það eru ekki not fyrir mann í liðinu þá finnst mér best að róa á önnur mið. Ég hef átt í við- ræðum við Fylkismenn um starfs- lokasamning og vonandi verður hægt að klára það á næstu dögum. Þeir gáfu mér leyfi til að ræða við önnur lið á meðan og frá því þetta spurðist út hafa lið bæði úr Lands- bankadeildinni og úr 1. deildinni haft samband við mig og forvitnast um stöðu mína,“ sagði Guðni Rúnar við Morgunblaðið í gær. Guðni Rúnar hóf ferilinn með Völsungi á Húsavík og þá hefur hann leikið með Val og ÍBV í efstu deild auk þess sem hann lék um tíma í Noregi með Hönefoss og Start. gummih@mbl.is „Best að róa á önnur mið“ Morgunblaðið/Kristinn Skiptir Guðni Rúnar Helgason ætl- ar í annað lið á næstu dögum. úrslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.