Morgunblaðið - 24.07.2008, Side 2

Morgunblaðið - 24.07.2008, Side 2
Í HNOTSKURN » Heimsmarkaðsverð þaðer hér birtist er dæg- urverð (e. spot price), þ.e. verð með afhendingu án taf- ar. » Olíufélögin kaupa al-mennt framvirka samn- inga. Þróun dægurverðs gef- ur þó góða vísbendingu um þróun framvirks verðs. » Gengi dollars hefurstyrkst um 3,6% gagnvart krónunni frá 14. júlí. » Áður en Skeljungurlækkaði verð í gær nam lækkunin frá 14. júlí 3 krón- um, 1,8%. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is TONN af 95 oktana blýlausu bensíni kostaði á markaði í Rotterdam 1028 dali á þriðjudag. Þá hafði það lækkað um tæpa 155 dali, 13%, frá því að hæsta verð mánaðarins náðist á mánu- dag í síðustu viku, hinn 14. júlí. Sama dag var hæsta heimsmarkaðsverð á hráolíu skráð en í viðskiptum innan dags fór fatið af hráolíu upp fyrir 147 dali. Á þriðjudag var dagslokaverð á hráolíu um 128 dalir, 12% lægra en dagslokaverð 14. júlí, sem var 145,2 dalir. Þrátt fyrir þetta hefur verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hér- lendis aðeins lækkað um 5 krónur síð- an 14. júlí miðað við upplýsingar á vef Skeljungs, sem eitt íslensku olíufélag- anna býður upp á sögulegar verðupp- lýsingar á vefnum. Fimm króna lækk- un jafngildir 3% miðað við verðið 14. júlí. Beðið eftir birgðatölum „Við höfum verið að bíða eftir birgða- tölum frá Bandaríkjunum. Þær koma á miðvikudögum í hverri viku og í kjöl- farið getur heimsmarkaðsverð sveifl- ast mikið,“ segir Már Erlingsson, inn- kaupastjóri hjá Skeljungi, og segist ekki telja Skeljung hafa brugðist treg- lega við breytingum á heimsmarkaðs- verði. Skömmu síðar lækkaði Skelj- ungur verð á eldsneyti um 2 krónur. Inntur eftir því hvort félagið hefði brugðist við verðhækkun á markaði með verðhækkun, á meðan beðið væri eftir birgðatölum segir hann þá spurningu ekki eiga við þar sem verð hækkaði ekki á heimsmarkaði. Endurspegli heimsmarkað „Við bjóðum ætíð samkeppnishæft verð á eldsneyti,“ segir Samúel Guð- mundsson, framkvæmdastjóri vöru- stýringar hjá Olís, og bendir á að fé- lagið hafi dregið til baka 4 króna verðhækkun í liðinni viku þar sem keppinautar þess hækkuðu verð minna en Olís. Þar með hafi félagið tekið á sig hluta af verðhækkunum. Þess er skemmst að minnast að þegar Olís hækkaði verð um 6 krónur í liðinni viku sagði Samúel í samtali við mbl.is: „Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við breytingar á heimsmarkaði.“ Þá hafði heimsmark- aðsverð á bensíni hækkað um 85 dali á tonnið að sögn Samúels. Úr takti við heims- markaðsverð? Dægurverð á tonni af 95 oktana bensíni á markaði í Rotterdam hefur lækkað um 155 dali á rúmri viku                                  2 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf AnnarhfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl         !  !  "        #   ! $       % &'(   #! # !  !    !"# $%    ) #   % &'(   % &'(   &'() $! $ !  !     " Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björgvin Guðmundsson, frétta- stjóri, bjorgvin@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. ICELAND Express mun í september taka í notkun tvær ný- legar Boeing 737- 700 flugvélar. Samningur þess efnis var undirrit- aður í gær. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að vél- arnar séu mun sparneytnari og um- hverfisvænni en þær flugvélar sem félagið hafi fram að þessu notað í millilandaflugi og eyði allt að 40% minna eldsneyti á hvern flugtíma. Þá segir í tilkynningunni að samn- ingurinn marki tímamót fyrir Ice- land Express þar sem allar vélar fé- lagsins verði annaðhvort Boeing 737 eða 757. Það er Astreus Airlines, systur- félag Iceland Express, sem á og rek- ur vélarnar sem koma í stað MD90 vélanna sem flogið hafa fyrir Iceland Express. gretar@mbl.is Taka Boeing í notkun KAUPMÁTTUR launa í júnímán- uði dróst saman um 4,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Launavísitala í júní var 346,2 stig og samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofu Ís- lands hækkaði hún um 8,5% á milli ára. Á sama tímabili hækkaði vísi- tala neysluverðs um 12,7% en kaup- máttarbreytingar fást með því að draga neysluverðsvísitölu frá launavísitölu. Í tilkynningu Hagstofunnar kem- ur fram að launavísitala hafi hækk- að um 1,2% á milli mánaða en jafn- framt að þar gæti áhrifa af kjarasamningum BSRB við ríkið og Félags grunnskólakennara við launanefnd sveitarfélaga. sverrirth@mbl.is Kaupmáttur dregst saman FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ, FME, hefur lokið rannsókn á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Reykjavík Energy Invest. Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að ekki hafi verið gefin út út- boðslýsing í samræmi við ákvæði þágildandi laga um verðbréfa- viðskipti en brot á því ákvæði geti varðað viðurlögum. Þar sem fallið var frá áætlunum um útboðið telur FME þó ekki til- efni til frekari aðgerða í málinu. sverrirth@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Ekki tilefni til aðgerða GREININGARDEILD Lands- bankans telur líklegt að Seðlabank- inn muni hefja stýrilækkunarferli sitt fyrr en áður hefur verið gefið út. „Seðlabankinn leggur nú ofur- kapp á að koma í veg fyrir víxlverk- un launa og verðlags. Bankinn telur efnahagssamdrátt óumflýjanlegan og aukið atvinnuleysi nauðsynlegt til þess að koma jafnvægi á hag- kerfið. Alþjóðlega lánsfjárkreppan og mikil skuldsetning veldur því hins vegar að stýrivextir Seðla- bankans bíta nú sem aldrei fyrr. Því er líklegt að óbreyttir vextir valdi meiri efnahagssamdrætti en bankinn spáir á næstu árum,“ segir í nýrri stýrivaxtaspá greiningar- deildar sem gerir ráð fyrir að stýri- vextir verði lækkaðir þegar í nóv- ember en ekki á fyrsta ársfjórðungi 2009, eins og Seðlabankinn hefur gefið út. Afgangur á vöruskiptum Í spá bankans segir jafnframt að mikil umskipti séu að verða í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd. „Við reiknum með að afgangur myndist á vöruskiptum þegar á seinni helmingi þessa árs. Þessi þróun mun styðja mjög við gengi krónunnar og auka svigrúm Seðla- bankans til vaxtalækkana,“ segir í spánni. Raunstýrivextir hafa, á mánaðar- grunni, verið neikvæðir undanfarna mánuði en að mati greiningardeild- ar mun það breytast með haustinu þegar verðbólga mun taka að lækka mjög hratt. Þá myndast rými til stýrivaxtalækkunar en greiningar- deild spáir því að stýrivextir verði að meðaltali 15% á fjórða ársfjórð- ungi. sverrirth@mbl.is Lækkunarferli hefst í haust Stýrivextir á fjórða fjórðungi 15% TAKMÖRK eru fyrir því hve auð- veldlega frumlyfjaframleiðendur geta komist inn á samheitalyfja- markaðinn, að mati Róberts Wess- man, forstjóra Actavis. Í grein Fin- ancial Times er haft eftir Róberti að frumlyfjaframleiðendur skorti þekkingu á ódýrum framleiðsluað- ferðum, sem samheitalyfjafyrirtæk- in hafi. Í greininni er fjallað um það að mörkin milli samheita- og frumlyfja- markaðanna eru að verða óskýr, en nokkrir stórir frumlyfjaframleið- endur hafa nýlega stigið sín fyrstu skref inn á samheitalyfjamarkaðinn. Segir FT að útlitið sé ekki endi- lega bjart fyrir samheitalyfjafyrir- tæki þegar horft sé lengra fram á veginn. Rétt sé að fjöldi lyfja detti úr höfundarvernd á næstu árum, sem gagnist þeim, en mun færri lyf renni út á árunum á eftir, sem geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, þar sem þau reiða sig á stöðugt streymi nýrra vörutegunda. bjarni@mbl.is Reuters Aðrar að- ferðir í framleiðslu Sviptingar á sam- heitalyfjamarkaði Í GRÓFUM dráttum má draga þá ályktun að heimilin hafi að hluta skuld- breytt verðtryggðum lánum í erlend lán, að því er segir í Morgunkorni grein- ingardeildar Glitnis. Talsmenn viðskiptabankanna segja lítið framboð af erlendum lánum í þessu árferði og að bankarnir reyna að halda í allan þann gjaldeyri sem þeir eiga. „Klárlega hefur verið áhugi hjá almenningi að breyta verðtryggðum lánum yfir í erlend lán, sérstaklega í kjölfar veikingarkippsins um páskana þar sem menn töldu að krónan mundi ganga strax til baka en Landsbankinn hefur ekki leyft viðskiptavinum sínum að skuldbreyta,“ sagði Elín Sigfúsdótt- ir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum. sjakob@mbl.is Erlend lán eftirsótt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.