Morgunblaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 5
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
E
rfiðleikarnir sem komið
hafa í ljós að undan-
förnu hjá hálfopinberu
bandarísku íbúðalána-
sjóðunum, Fannie
Mae og Freddie Mac, hafa haft í för
með sér að vextir af íbúðalánum í
Bandaríkjunum hafa hækkað. Þykja
vandræði sjóðanna því enn hafa
aukið á þann vanda sem verið hefur
á bandarískum húsnæðismarkaði að
undanförnu.
Samkvæmt frétt á fréttavef New
York Times hækkuðu meðalvextir af
30 ára íbúðalánum í fyrradag úr
6,44% í 6,71%, og hafa þeir ekki ver-
ið hærri í fimm ár. Þarna er um að
ræða fasta vexti og að sjálfsögðu
enga verðtryggingu. Vextir af lán-
um sem Fannie og Freddie kaupa
hins vegar ekki, svonefndum
Júmbó-lánum, eru enn hærri eða að
meðaltali 7,8%. Þeir hafa ekki verið
hærri frá því í desember árið 2000.
Segir í frétt NYT að vaxtahækk-
unin nú sé að stærstum hluta til-
komin vegna þeirrar óvissu sem er
um stöðu íbúðalánasjóðanna Fannie
Mae og Freddie Mac.
Frá því var greint nýlega að
Fannie Mae og Freddie Mac gætu
þurft að afskrifa meira af lánum sín-
um en hingað til hefur verið gert ráð
fyrir. Opinberir aðilar hafa tekið
bókhald sjóðanna til skoðunar með
það fyrir augum að rannsaka hver
staða þeirra raunverulega er. Óttast
ýmsir að hún sé töluvert verri en áð-
ur hafði verið talið. Þetta hefur haft
áhrif á vexti af íbúðalánum og hefur
aukið enn á þá óvissu sem er á hús-
næðismarkaðinum.
Ríkisstjórnin bandaríska óskaði
fyrir nokkru eftir því við þingið að
samþykkt verði heimild fyrir ríkis-
sjóð til að lána íbúðalánasjóðunum
það sem þeir þurfa til að tryggja
rekstur þeirra. Samkvæmt áætl-
uninni á ríkið einnig að eiga mögu-
leika á að kaupa hluti í sjóðunum, ef
þeir munu eiga í erfiðleikum með að
afla sér nægjanlegs fjármagns á
markaði. Þetta var samþykkt í gær,
en ekki eru allir sáttir og telja að
verið sé að færa mistök í rekstri
sjóðanna á umliðnum árum yfir á
skattgreiðendur.
Í frétt á fréttavef CNN-frétta-
stofunnar í fyrradag segir að fjár-
lagaskrifstofa bandaríska þingsins
hafi komist að þeirri niðurstöðu að
líklegast sé að það geti kostað ríkis-
sjóð um 25 milljarða dollara að
bjarga íbúðalánasjóðunum úr þeirri
krísu sem þeir eru nú í. Hugsanlega
verði kostnaðurinn þó enn meiri eða
allt að 100 milljarðar dollara.
Umfjöllun um Fannie Mae og
Freddie Mac hefur verið mikil í
bandarískum fjölmiðlum að undan-
förnu. Það skýrist af því að þeir eiga
eða tryggja um helminginn af öllum
veðlánum á íbúðarhúsnæði þar í
landi. Áhrif sjóðanna á húsnæðis-
markaðinn, og þar með á fjármála-
markaðinn í heild sinni, eru því
gríðarlega mikil.
Jarðsamband vantar
Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla
um Fannie Mae og Freddie Mac að
undanförnu hefur sjónum nokkuð
verið beint að því hver ástæðan sé
fyrir því að sjóðirnir eru í þeirri
stöðu sem ýmsir óttast, þ.e. að jafn-
vel sé hætta talin á því að þeir geti
farið á hausinn. Þetta var til að
mynda umfjöllunarefnið í grein á
bandaríska fréttavefnum Fortune
nýlega. Niðurstaða höfunda er í
stuttu máli sú að vegna þess að
sjóðirnir eru hálfopinberir njóti
hluthafarnir og stjórnendur sjóð-
anna þess að tengslin við ríkið veiti
sjóðunum hagstæðari kjör á mark-
aði en ella, þegar vel gengur og að-
stæður eru hagstæðar. Hluthaf-
arnir og stjórnendurnir hagnist því
vel við slíkar aðstæður. En þegar
illa ári þurfi skattgreiðendur hins
vegar að koma til hjálpar. Þá sé
ábyrgð hluthafanna og stjórnend-
anna engin. Útkoman verði því
sjóðir sem eru úr takti við raun-
veruleikann.
Reyndar er gagnrýni í þessa
veruna á Fannie og Freddie nokkuð
algeng. Ýmsir telja að þar sem þeir
þurfi ekki að starfa eftir sömu lög-
málum fjármálamarkaðarins og
önnur fjármálafyrirtæki þá séu
sjóðirnir og stjórnendur þeirra ekki
með nægjanlegt jarðsamband.
Hætta sé á að þeir taki ákvarðanir
sem stangist á við skynsemi á
stundum. Og það hafi einmitt gerst
að undanförnu.
Ójöfn samkeppni
Sumir gagnrýnendur hinna
bandarísku hálfopinberu íbúðalána-
sjóða ganga svo langt að segja að
starfsemi þeirra sé á vissan hátt
rótin að þeim vanda sem nú er við
að etja á bandarískum húsnæðis-
markaði. Upphaflega voru sjóðirnir
settir á fót til að aðstoða fátækasta
fólkið í Bandaríkjunum við að eign-
ast þak yfir höfuðið. Starfsemin hafi
hins vegar þanist út með árunum á
grundvelli þeirrar aðstoðar sem
felst í aðkomu ríkisins að sjóðunum,
því þar sem þeir eru hálfopinberir
þá njóti þeir hagstæðari kjara á
markaði en samkeppnisfyrirtækin á
lánamarkaðinum. Það hafi nánast
ýtt bönkum og öðrum lánafyrir-
tækjum út í að taka meiri áhættu á
lánamarkaði, og þar með hafi hin al-
ræmdu undirmálslán náð eins mik-
illi útbreiðslu og raun ber vitni. Og
hugsanlega hafi útbreiðsla undir-
málslánanna verið meiri en hún
hefði þurft að vera ef Fannie Mae
og Freddie Mac hefðu starfað á
sama grunni og önnur lánafyrir-
tæki.
Ætli einhverjir kannist við gagn-
rýnina á starfsemi hinna hálfopin-
beru íbúðalánasjóða í Bandaríkj-
unum annars staðar frá?
Klúðrið með Fannie og Freddie
HÁLFOPINBERU íbúðalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac
eru öflug fyrirtæki á fleiri sviðum en í þeirri lánastarfsemi sem þar
fer fram. Fyrirtækin þykja einnig öflug á göngum þinghússins í
Washington og gengur vel að verða sér þar úti um stuðning þing-
manna. Sjóðirnir eru sagðir vera meðal þeirra sem verja hvað mest-
um fjárhæðum á ári hverju í að beita stjórnmálamenn þrýstingi til að
taka afstöðu með þeim. Enda er málstaðurinn góður. Fannie Mae og
Freddie Mac voru stofnaðir til að stuðla að öryggi í húsnæðismálum
og til að aðstoða þá sem minna mega sín við að eignast þak yfir höf-
uðið. Starfsemin hefur þó þanist mikið út á umliðnum árum.
Segir í grein á fréttavefnum Fortune að Fannie og Freddie hafi náð
gríðarlega góðum árangri í að fá þingmenn á sitt band, svo góðum að
þeir hafi marga þeirra nánast í vasanum. Það sé reyndar ekkert
undarlegt við það, því stjórnendur sjóðanna hafi verið duglegir að
ráða fjölskyldumeðlimi þingmanna og vini þeirra til starfa.
Öflugir sjóðir á göngum
þingsins í Washington
Vextir af íbúðalánum í Bandaríkjunum hafa hækkað að undanförnu. Er ástæðan meðal annars rakin
til þeirrar óvissu sem er um framtíð hálfopinberu íbúðalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac
Reuters
Ráðstafanir í efnahagsmálum Fannie Mae var sett á laggirnar 1938 sem hluti af ráðstöfunum ríkisstjórnar
Franklin Delano Roosvelt forseta, til að hleypa lífi í bandarískt efnahagslíf eftir kreppuna miklu sem hófst 1929.
Meðalvextir af 30 ára íbúða-
lánum sem Fannie Mae og
Freddie Mac kaupa
6,71%
Meðalvextir af 30 ára íbúða-
lánum sem Fannie Mae og
Freddie Mac kaupa ekki
7,8%
Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs
með uppgreiðsluákvæði
5,05%
Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs
án uppgreiðsluákvæðis
5,55%
Auk vaxta greiða íslenskir lán-
takendur verðbætur sem taka
mið af verðbólgu.
Verðbólga í júní var
12,7%
Eftir Guðmund Sverrir Þór
sverrirth@mbl.is
Þjóðarsáttin frá 1990 komst í umræðunanýlega þegar deilt var um hver ætti íraun af henni heiðurinn. Ekki skalskorið úr um það eða rifjað upp að
fyrir nokkrum mánuðum skrifaði undirritaður,
við annan mann, fréttaskýringu um baráttu
Seðlabankans við verðbólguna. Þar var meðal
annars spurt hvort nýja þjóðarsátt þyrfti til að
kveða verðbólgudrauginn, sem nú er kominn á
fulla ferð á nýjan leik, í kútinn. Þar var einnig
fullyrt að þjóðarsáttina hefði þurft til þess að
vinna á verðbólgu og að rauða strikið í anda
þjóðarsáttar hefði verið það sem kom í veg fyrir
að verðbólgu draugurinn næði sér á strik
skömmu eftir síðustu aldamót.
Í kjölfarið barst mér tölvupóstur frá mikils
metnum og mjög færum hagfræðingi sem hafði
ýmislegt út á þessa umfjöllun okkar að setja,
sem og þá söguskýringu sem almennt er orðin
viðurkennd að þjóðarsáttin hafi verið banabiti
verðbólgudraugsins. „… hagfræðilega er þetta
nánast fáránlegt; að ætla að hægt sé að kveða
niður verðbólgu varanlega án nokkurra annarra
aðgerða bara með því að tveir menn setjist yfir
kaffi og ákveði þetta,“ sagði í bréfinu.
Peningalegt fyrirbæri
Milton Friedman, einn helsti gúru nútíma-
hagfræði, sagði eitt sinn að verðbólga væri aldr-
ei annað en peningalegt fyrirbæri (e. monetary
phenomenon). Jafnframt að verðbólga yrði til
þegar of mikið af peningum eltist við of lítið af
vörum, þ.e. þegar framboð á peningum eykst en
framboð á vörum stendur í stað, eða eykst ekki
eins hratt hækkar verðlag. Til þess að hafa
hemil á verðlagi þarf því að hafa áhrif á framboð
á peningum. Þetta er annaðhvort gert með pen-
ingamagnsstýringu, sem er ekki notuð víða
lengur, eða með aðgerðum á opnum markaði,
þ.e. vaxtastýringu. Til þessa var vísað í bréfinu
sem nefnt er hér að ofan.
Í hinum fullkomna heimi hagfræðilíkananna
er verðbólga vissulega ekkert annað en pen-
ingalegt fyrirbæri og hið sama gildir að ein-
hverju leyti einnig í löndum þar sem verðbólgu-
draugnum hefur aldrei tekist að drepa sig
almennilega úr dróma. Þar eru verðbólguvænt-
ingar vel kjölfestar og neytendur hlýða skila-
boðum seðlabanka. Þegar verðbólga hefur hins
vegar staðið yfir um nokkurt skeið tel ég að
verðbólga sé, auk þess að vera peningalegt
fyrirbæri, ekki síður sálfræðilegt fyrir bæri, að
minnsta kosti þegar um staðbundna verðbólgu
er að ræða.
Víxlverkun á markaði
Hinn almenni neytandi lærir að lifa með verð-
bólgunni, sérstaklega þegar um er að ræða
nauðsynjavörur. Til þess að mæta hækkandi
verðlagi hækkar neytandinn verðið á þeirri
vöru sem hann selur á markaði, þ.e. vinnu sinni.
Hann lagar sig einfaldlega að aðstæðum. Kaup-
andi vörunnar, þ.e. vinnuveitandinn, verður að
gera hið sama og gangi þetta á nægilega lengi
myndast víxlverkun launa og verðlags. Víxl-
verkun sem einkenndi t.d. 9. áratug síðustu ald-
ar hér á landi.
Í heimi óhefts fjármagnsflæðis munu leik-
endur á markaði ávallt geta útvegað sér fé og þá
kemur að öðrum sálfræðilegum þætti. Þegar
verðbólgudraugurinn hefur verið lengi á kreiki
slævist verðskyn okkar. Við missum tilfinn-
inguna fyrir því hvort eitthvað sé dýrt og gildir
þá einu hvort um sé að ræða peninga eða eitt-
hvað annað. Við höfum einfaldlega ekki um ann-
að að ræða en að greiða uppsett verð. Þarna
kemur annað vandamál til sögunnar.
Hætt er við því að seljendur vöru og þjónustu
smyrji meiru en þörf er á ofan á verð þess sem
þeir selja. Hvernig á kaupandinn, með slævt
verðskyn, að geta sagt til um hvað er eðlilegt
þegar allt hækkar? Hvernig veit kaupandinn
hvert kostnaðarmynstur seljandans er? Þetta
er ein tegund þess sem í hagfræðinni er kallað
freistnivandi. Víxlverkunin heldur áfram. Kaup-
endur bregðast við hækkunum á vöru og þjón-
ustu með því að hækka verðið á sinni þjónustu.
Þjóðarsátt nauðsynleg
Til þess að rjúfa þessa víxlverkun þarf að
nást sátt á milli allra þeirra sem hlut eiga að
máli. Á endanum myndi framboðið á peningum
eflaust hafa þau áhrif að verðbólga hjaðni, og að
því leyti er verðbólga vissulega ávallt peninga-
legt fyrirbæri, en það ferli gæti brennt marga.
Einhvers konar þjóðarsátt er því nauðsynleg til
þess að tök náist á verðbólgunni án of mikils
skaða.
Sálfræðifyrirbærið verðbólga
PISTILLINN