Morgunblaðið - 24.07.2008, Page 7

Morgunblaðið - 24.07.2008, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 7 lögum eru Bakkavör með 786 millj- ónir punda í viðskiptavild eða 122 milljarða króna, Eimskip með 367 milljónir evra eða 45,6 milljarða og Össur með 347 milljónir dollara eða 27,2 milljarða. Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði fara eftir alþjóðlegum stöðlum um meðferð viðskiptavildar, en þar er gert ráð fyrir að viðskiptavild sæti svokölluðu virðisrýrnunarprófi. Virðisrýrnunarpróf er verðmat á viðskiptavild félaga. Prófið byggist á væntu framtíðarsjóðstreymi fé- lags, ef verðmatið á félaginu er lægra en viðskiptavildin skal færa niður bókfært virði viðskiptavild- arinnar. Ef verðmatið á félaginu er hærra er viðskiptavildin óbreytt. Þetta felur í sér að meiri líkur eru á að viðskiptavild sé færð niður þegar rekstrarumhverfi félaga er erfitt. Frá því að svokallað virð- isrýrnunarpróf var tekið upp fyrir 3 árum hefur afskrift viðskiptavild- ar verið nær engin hjá fyrirtækjum í Icex-15 vísitölunni. „Stóra málið í viðskiptavild er að stjórnendur hafa hætt að afskrifa viðskiptavild eftir að alþjóðastaðlar um við- skiptavild gáfu heimild til þess að byggja á virðisrýrnunarprófi,“ seg- ir Ágúst. Stóðust væntingar? Fyrir þremur árum breyttust reglur um afskriftir viðskiptavildar en fyrir þann tíma var viðskiptavild afskrifuð á hverju ári. „Það er slæmt að menn séu ekki að fullu búnir að ná tökum á breytingum á reglum á viðskiptavild á þessum róstusömu tímum en áður þurfti að afskrifa hana að lágmarki á 20 ár- um. Nú vilja menn helst ekki sjá neina afskrift á viðskiptavildinni,“ segir Ágúst. Ljóst er að þótt engar afskriftir hafi verið á viðskiptavild er það engin sönnun þess að kaup innlendra fyrirtækja á öðrum fyr- irtækjum hafi alltaf staðið undir væntingum og viðskiptavildinni. Ástæða þess er tvíþætt, engar upp- lýsingar eru veittar um árangur keyptra fyrirtækja, auk þess sem virðisrýrnunarprófið byggist á hug- lægu mati stjórnenda. Ekki feluleikur Það er umhugsunarefni hvort ekki borgar sig að afskrifa við- skiptavild strax í fjárfestingum sem virðast ekki standa undir væntingum fremur en bíða þar til allt er komið í óefni. Endurskoðun er nefnilega upplýsingaleikur en ekki feluleikur. Það kemur sér illa að færa viðskiptavildina niður í nið- ursveiflu og sýna fram á enn dapr- ari afkomu en ella en það gæti haft mikil áhrif á verð á hlutabréfa- markaði og komið víðar fram. Sag- an af nýju fötunum keisarans eftir H.C. Andersen á vel við í þessu samhengi, blekkingaleikur eða feluleikur í reikningsskilum kemur oftast í bakið á mönnum líkt og mörg dæmi eru um en enginn vill standa í sporum keisarans nakinn í eigin sjálfsblekkingu. ið enn verri Morgunblaðið/RAX Skýið „Ég er ei efnismikið ...,“ orti Vilhjálmur Vilhjálmsson um skýið og í mörgum tilvikum gæti svo verið að hið sama eigi við um við- skiptavild íslenskra fyrirtækja. &**,&** &**- &**. &**+ /  0 1  2 3 "  = ?  @ A  B 66 + C  ;! $D6" 9 6          4     5 6   7      &**+ 5 6      8 CE  "!  CE   CE    CE   C  6 E 9&*%& :';%* :&-%& 9;.'%, &  7  9&;% :;.%- :&*%& 9;.'%' 9-% 5 6 3 8      &  7      &     4<=8 Víglundur Þorsteinsson er stjórnarformaður BM Vallár og hefur áralanga og umfangsmikla reynslu af stjórnun fyrirtækja. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu í sumarvinnu með námi í Verzl- unarskólanum árið 1961 og starf- aði þar öll sumur meðan hann var í námi þar og í Háskóla Íslands. „Að lokinni útskrift úr lagadeild HÍ árið 1970 starfaði ég um stuttan tíma sem framkvæmdastjóri full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en svo gerðist það að stofnandi BM Vallár, Benedikt Magnússon, féll frá og var ég beð- inn að taka við stjórn fyrirtækisins og hér hef ég verið síðan.“ Árið 2003 tók sonur Víglundar, Þorsteinn Víglundsson, við sem forstjóri BM Vallár, en Víglundur varð stjórnarformaður fyrirtækisins. „Hið daglega álag hvílir meira á honum núna og ég er meira að sinna hugleiðingum um framtíðina.“ Árangur háður framtaki Víglundur leggur mikið upp úr mikilvægi vinnusemi og keppnisskaps þegar kemur að velgengni í viðskiptum. „Ég held að viðskipti séu ekki grundvölluð á neinni ofursnilld eða yfirburðagreind. Árangur í við- skiptum er miklu fremur háður framtaki og því að fá fólk til að starfa með sér og sjá til þess á hverjum degi að allir séu að róa í sömu áttina, sem er ekki endilega gefið í fyrirtækjum, einkum þegar þau stækka. Vinnusemi var ræktuð af foreldrum mínum, sem lögðu áherslu á að geyma það ekki til morguns sem hægt er að gera núna. Þá var ég mikið í íþróttum og þar er sama kappið barið í mann. Maður vill ekki tapa.“ Þá sé gott fyrir stjórnendur að mæta fyrstir á morgnana og fara síð- astir heim á kvöldin og vinna svo svolítið um helgar líka. Starfsferill | Víglundur Þorsteinsson Fyrstur í vinnuna og síðastur heim Morgunblaðið/Sverrir Vinna Víglundur leggur áherslu á mikilvægi vinnusemi. Námsferill:  1964 Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands.  1970 Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Starfsferill:  Sumarið 1970 Fulltrúi hjá ríkissaksóknara.  1970 - 1971 Framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.  1971 - 2003 Framkvæmdastjóri BM Vallár ehf.  2003 - Stjórnarformaður BM Vallár. Önnur störf:  1978 - 1982 Í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda.  1982 - 1991 Formaður Félags íslenskra iðnrekenda.  1984 - 1998 Í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Ís- lands.  1979 - 1982 Formaður stjórnar útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins.  1986 - Í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna.  1992 - 1995 og 1998 - 2001 Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs versl- unarmanna.  2001 - 2005 Í bankaráði Íslandsbanka. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is Í slenska kiljan er komin til að vera á Íslandi og við getum nú keypt kiljur með mjólkinni úti í búð eða um leið og við borgum fyrir bensínið. Kiljuútgáfan stendur enda í blóma yfir sumartímann þegar margir Íslendingar nýta sumarfríið til að bæta sér upp þann lestur sem hefur fallið niður vegna anna hversdagsins. Bara á þessari öld hefur kiljuútgáfan auk- ist um 166%, sé tekið mið af kilju- útgáfu þriggja stærstu kiljuútgef- endanna frá árinu 2001-2006 en útgáfutölur fyrir síðasta ár hafa ekki verið teknar saman. Inni í þessum tölum er hvorki fjölda- framleitt lesefni á við rauðu ást- arsögurnar né svokallaðar sjoppu- bókmenntir á við meistara Morgan Kane og hinar vinsælu Ísfólks- sögur. „Þetta er í raun menningarleg bylting“, segir Kristján B. Jón- asson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda. „Fólk kaupir kilj- urnar til að lesa þær sjálft en um jólin eru bækurnar að mestu leyti til gjafa. Markaður upp á 300 milljónir Sé gert ráð fyrir að ekki hafi orðið fækkun á fjölda útgefinna titla í fyrra, má áætla að kiljumarkaður- inn á Íslandi hafi velt nálægt 300 milljónum króna á síðasta ári. Kristján segir að með kiljum sé átt við bæði endurútgáfur á bókum sem gengu vel í jólabókaflóðinu og síðan þýddar bækur. Hér eru það sem fyrr krimmarnir sem hafa vinninginn þegar kemur að frum- útgáfu og nefnir hann höfundana Dean Koonz, Lizu Marklund og James Patterson sem dæmi. Kiljan hlýtur að vera mjög hag- stætt útgáfuform fyrir útgefand- ann, þar sem þegar er búið að leggja í alls kyns kostnað sé um endurútgáfu að ræða. Kristján tek- ur undir það og segir jafnframt að það sé mjög misjafnt hvernig fram- leiðendur reikni kostnaðinn. „Til að kiljan standi undir sér þarf að selja að lágmarki 1.500- 2.000 eintök og hafi bókin komið út áður og gengið sæmilega er það ekki mjög áhættusamt að gefa hana út í kilju,“ segir Kristján. Lít- ið sé að marka öfgasölutölur á við Mýri Arnalds Indriðasonar, sem hefur nú þegar selst í 40-50 þús. eintökum. Þar inni sé líka skólasala en framhaldsskólanemendur hafa lesið bókina í íslenskuáföngum. Hvað telst góð kiljusala? „Ef vel gengur geta kiljur selst í gríðarstórum upplögum. Sé um frumútgáfu að ræða þarf að selja um 2.000 eintök til að útgáfan standi undir sér en minna við end- urútgáfu. Útsöluverð er um 1.800- 2.000 krónur og þá er eftir að draga frá álagningu, dreifingu og þýðingu eða höfundarlaun, þannig að oft stendur ekki mikið eftir,“ segir Kristján. „Það spilar líka inn í að hillutími kiljunnar er að stytt- ast. Því sem meira er gefið út, því styttri tíma fær hver kilja í hillu, það þarf auðvitað að rýma fyrir nýjum bókum. Það kaupir enginn Da Vinci lykil Dans Browns núna, sem var það vinsælasta sumarið 2004. Breytt útgáfumynstur Bjartur, Edda og JPV eru stærstu kiljuútgefendurnir og deila með sér um 80% kökunnar en nokkuð hefur verið um nýja útgefendur og Krist- ján segir útgáfumynstrið líka hafa breyst mikið. Nú sé markaðs- setning virkari og bækur komi fyrr út í kiljum, í stað þess að bíða út- gáfu í tvö ár. Dreifing er líka orðin flóknari, því þó að auðvelt sé að koma fyrstu sendingu inn kostar það peninga að fylgja henni eftir. „Róðurinn hefur líka þyngst, held ég, þar sem það eru orðnir svo margir titlar og mikil sam- keppni, en íslenska kiljan er í sam- keppni innbyrðis og virðist nær óháð erlendri kiljusölu,“ segir Kristján. „Og þegar það eru farnir að koma út jafn margir titlar á ári og núna hlýtur eitthvað að gefa eftir. Það góða við kiljuvæðinguna er samt að það varð til annar markaður, sem hefur farið vaxandi og dreift bóksölunni jafnar yfir ár- ið og vonandi eru Íslendingar líka farnir að lesa meira í kjölfarið.“  A @  A@   ? ?@ ?= = 5  )   / % 1  ><? &**;  &**,       Menning | Kiljuútgáfa Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Handhæg Margir nýta sumarleyfið til lesturs og er kiljan meðfærileg. Bylting fylgdi komu kiljunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.