Morgunblaðið - 24.07.2008, Page 8

Morgunblaðið - 24.07.2008, Page 8
É g hef unnið við bókaútgáfu alla mína tíð og gert fátt annað, enda held ég að maður nái engum árangri í þeirri grein nema að helga sig henni gjörsamlega. Þetta er lífsstíll,“ segir Jóhann Páll sem kemur úr fjölskyldu bókaútgefenda en faðir hans Valdimar Jóhannsson stofn- aði bókaútgáfuna Iðunni árið 1945. „Ég datt inn í starf hjá Iðunni sem framkvæmdastjóri í útgáfu fjölskyldunnar og var þar í tíu ár þegar Iðunn bar höfuð og herðar yfir önnur útgáfufyrirtæki. Svo sinn- aðist mér við fjölskylduna og fór í fússi og stofnaði For- lagið 1984. Það var strembinn rekstur og ég hafði ekki neitt fjármagn til að koma honum á koppinn. Ég seldi síðan Máli og menningu fyrirtækið einhverjum sex árum síðar en gegndi áfram stöðu útgefanda fyrirtækisins og varð svo í framhaldinu forstöðumaður markaðssviðs Máls og menningar samhliða útgáfustarfinu hjá Forlag- inu. Árið 2000 yfirgaf ég Mál og menningu og Forlagið og stofnaði JPV útgáfu, sem var hluti af ævintýrafyrirtæk- inu Genealogia Islandorum. Það varð fljótt ljóst að það fyrirtæki átti sér ekki rekstrargrundvöll og ég dró mig út úr því sama árið og hélt áfram með JPV sem blómstr- aði frá upphafi. Á síðasta ári sameinuðumst við bókaút- gáfuhluta Eddu og þar með var ég kominn aftur með Ið- unni og Forlagið, mín gömlu fyrirtæki, í hús.“ Samhent fjölskylda Jóhann Páll er fæddur í stjörnumerki nautsins í Reykjavík 1952. Hann segist þó líta á sig sem Svarfdæl- ing, þaðan sem faðir hans kom. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og innritaðist í bókmenntir í Háskóla Íslands en lauk því námi ekki því hann hellti sér að fullu í bókaútgáfuna með föður sínum. Eiginkona Jóhanns Páls er Guðrún Sigfúsdóttir, sem hefur unnið honum við hlið sem ritstjóri bóka mörg und- anfarin ár. „Reyndar hefur hún alltaf verið viðloðandi mína vinnu með einum eða öðrum hætti en við höfum deilt saman súru og sætu frá því á árinu 1972.“ Þau eiga þrjú börn. Egill Örn er fæddur 1974, og er framkvæmdastjóri Forlagsins. Sif er fædd 1980, og seg- ist Jóhann Páll vera búinn að lokka hana líka inn í For- lagið. Yngstur er Valdimar. Hann er nýútskrifaður stúd- ent og vinnur við bókaútgáfuna með fjölskyldunni í sumar en hyggur á nám síðar. „Hann skilar sér svo von- andi aftur. Það er dásamlegt þegar fjölskylda getur unn- ið samhent saman eins og okkur hefur lánast hingað til. Guð gefi að svo verði áfram.“ Að sögn Jóhanns Páls tókst sameining JPV og Eddu vonum framar þó að vinnan hafi verið gríðarleg. Hann segir að einvalalið starfsmanna hafi leyst öll mál sem upp hafi komið á þann veg að ekki sé nokkur leið að það verði betra. Sameiningin hafi einnig gengið mjög vel upp fjár- hagslega. Fyrirtækið sé mjög lítið skuldsett sem komi sér vel á þeim óróatímum sem nú ríkja. „Ef við ofmetn- umst ekki og vöndum áfram til verka á öllum sviðum á Forlagið að geta átt mjög bjarta framtíð en bókaútgáfa er vissulega áhætturekstur og auðvelt að fara út af spor- inu. Lesendur munu njóta þess að til sé burðugt fyr- irtæki í útgáfu. Öðruvísi er ekki hægt að sinna þeirri menningarskyldu sem nauðsynlegt er að rækja ef við ætlum að rísa undir nafni sem bókaþjóð og halda lífi í okkar helstu verðmætum á sviði bókmenningar.“ Jóhann Páll segir að það sárvanti sambærilegan stuðning við bókaútgáfu á Íslandi og við það sem tíðkist í nágrannalöndunum. „Við vinnum á svo litlu málsvæði að það getur ekki kallast annað en kraftaverk hvers útgef- endur hafa þó verið megnugir.“ Gleymir sér í Photoshop Um áhugamálin segir Jóhann Páll að hann lesi ekki eins mikið og hann kysi. Lesturinn sé mjög takmarkaður við skoðun handrita sem fyrirtækinu berast. Það sé í raun og veru fullt starf. „Annars geri ég nánast ekkert annað en að sinna starfinu og sólarhringurinn er alltof stuttur til að sinna því. Það má því segja að útgáfan sé bæði mitt starf og áhugamál. Það eina sem ég fæst við er ljósmyndun. Ég er mjög áhugasamur um hana og tekst stundum að sameina hana vinnunni með myndatökum af höfundum, kápumyndum og þess háttar. Eini tíminn sem ég get gleymt vinnunni er þegar ég sting mér inn í Photoshop til að vinna myndirnar. Það er skemmtilegt myrkraherbergi og ég steingleymi tímanum,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson. gretar@mbl.is Jóhann Páll Valdimarsson hefur verið áberandi í bókaútgáfu hér á landi í langan tíma. Hann sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni að þetta væri lífsstíll. Morgunblaðið/Valdís Thor Útgefandinn Jóhann Páll segist vilja lesa meira. „Þetta er lífsstíll“ SVIPMYND» FLESTIR þeirra sem dreymir um að feta í fótspor golfsnillinga á borð við þá Tiger Wo- ods og Jack Nicklaus vita vel að veðurguð- irnir eru ekki alltaf hliðhollir þeim er reglulega munda golf- kylfur. Hér á Íslandi eru það sérstaklega vindáttirnar sem geta reynst golfurum enda vitum við öll að hér get- ur blásið úr öllum átt- um á sama tíma. Hugvitsamir Hol- lendingar hafa fundið lausn á þessum vanda. Þar í landi undirbúa menn nú fyrsta innanhúsgolfvöll heims. Og hér er ekki verið að tala um minigolf heldur 18 holu golfvöll með öllu tilheyrandi. Húsið verður um 14 þúsund fermetrar og hefur Gizmag.com eftir talsmanni byggjenda að búist sé við 150 þúsund gestum á ári. sverrirth@mbl.is Í skjóli fyrir veðrinu Skjól Á Íslandi er hægt að spila fótbolta innan- húss en ekki golf. HVER man ekki eftir lokamínútunum í æv- intýramyndinni sígildu Star Wars VI: A New Hope þar sem Logi geimgengill flýgur inn í Helstirnið til þess að sprengja það í loft upp? Eftir æsilegan elt- ingaleik við hin illa Svarthöfða, sem lauk þegar Hans Óli, smyglarinn hugaði, skaut á flaug illmenn- isins, tókst Loga ætlunarverk sitt og fékk að laun- um blómsveig hjá systur sinni. Nú geta þeir sem vilja lifa sig inn í þessi atriði komist aðeins nær því þar sem uppboðshúsið Profiles in History hyggst á næstunni bjóða út flaug þá er Svarthöfði beitti til þess að hrella Loga. Að sögn The Sun er talið líklegt að fyrir flaugina fáist um 100 þúsund pund sem er allhá upphæð í ljósi þess að í myndinni voru notuð módel og er stærð „flaugarinnar“ aðeins 45x35 sentimetrar. sverrirth@mbl.is Kjörin jólagjöf fyrir suma HALLÆRIÐ tekur á sig ýmsar myndir. Eins og Útherji fjallaði um fyr- ir viku rak hann nefið inn á veit- ingastað einn í miðbænum sem má muna sinn fífil fegri. Skömmu síðar lá leið hans í mötuneyti sænska sendiráðsins í Garðabæ (IKEA) og hafði hann hugsað sér að gæða sér á sænskum kjötbollum. Áður en Út- herji komst að kjötbollukötlunum féllust honum þó hendur þegar hann sá tvö þekkt andlit út viðskiptaheim- inum sitja við sama borð og skegg- ræða um einhver skjöl á borðinu á milli þess sem bollurnar góðu lædd- ust upp í þá. Vissulega má svo vera að viðkom- andi þyki sænskar kjötbollur svona góðar en þar sem Útherji leitar aldrei einföldu skýringanna telur hann svo ekki vera. Í huga Útherja er ljóst að fyrirtæki þau er viðkomandi starfa hjá hafa einfaldlega skorið niður risnureikninginn og starfsmennirnir, þótt hátt settir séu, þurfa því að leita á ódýrari staði en áður. Þá er kjöt- bollustaðurinn í Garðabæ mjög góð- ur kostur, að minnsta kosti í nokkra daga til viðbótar því eins og menn vita hækkar verð þar aðeins í ágúst. Sparað í hádeginu ÚTHERJI Peningamarkaðssjóður SPRON hefur gefið langhæstu ávöxtun allra peningamarkaðssjóða á Íslandi allt frá stofnun. Fyrsta sæti *Nafnávöxtun 31. maí 2007–31. maí 2008 skv. www.sjodir.is. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is. Athygli er vakin á að fjárfestingarsjóðir eru áhættumeiri fjárfestingarkostur en verðbréfasjóðir skv. lögum. Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is SPRON Verðbréf Peningamarkaðssjóður SPRON 16% ávöxtun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.