Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 1
laugardagur 2. 8. 2008 íþróttir mbl.isíþróttir Tottenham lætur til sín taka í kaupum og sölum á leikmönnum >> 2 FÆSTIR HORFA Á FRAM FJÓRIR LEIKMENN LANDSBANKADEILDARINNAR ERU EFSTIR OG JAFNIR Í M-GJÖF MORGUNBLAÐSINS >> 4 Reuters Einbeiting Um 10.500 keppendur leggja nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í Peking í Kína en leikarnir verða settir 8. ágúst. Alls er keppt í 28 íþróttagreinum og er keppni á straumvatnskajak ein þeirra. Luuka Jones frá Nýja-Sjálandi gaf ekkert eftir á æfingunni í gær. ASTON Villa mætir FH aðeins þremur dögum áður en liðið leik- ur sinn fyrsta leik í ensku úr- valsdeildinni á nýrri leiktíð. Lið- ið leikur gegn FH á Laugar- dalsvelli 14. ágúst en tekur svo á móti Man- chester City þann 17. sama mán- aðar. Villa leikur svo við Stoke í deildinni áður en Fimleikafélagið kemur í heimsókn til Birmingham og mætir svo Liverpool í næsta leik á eftir. „Það er ljóst að fyrri leikurinn verður leikinn á Íslandi og það á Laugardalsvelli. Ætli það yrði ekki gaman ef áhorfendur yrðu á bilinu 6-8000 á leiknum hér heima. Við viljum allavega mjög gjarnan að vel verði mætt á völlinn,“ sagði Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri FH. Spurður hvort FH hefði dottið í lukkupottinn hvað sjónvarpstekjur varðar sagði Pétur: „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Ef leikurinn verður sýndur ytra gæti svo verið, en það hefur enginn spáð neitt í þeim málum enn þá. Það kemur allt saman í ljós þá ef svo verður. Við erum fyrst og fremst ánægðir með að fá að leika gegn eins stóru liði og raun ber vitni.“ Aston Villa hafnaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hjá félaginu leika menn á borð við Gareth Barry, Ashley Young, Nigel Reo-Coker, John Carew, Martin Laursen, Wilfred Bouma, Brad Friedel og Gabriel Agbonlahor. thorkell@mbl.is „Viljum góða mætingu á völlinn“ Pétur Stephensen ÍSLENSKI landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Pavel Ermolinskij, hefur samið til eins árs við spænska liðið La Palma. Liðið leikur í næst- efstu deild á Spáni. La Palma er staðsett á Kanaríeyjum en liðið er í sömu deild og Melilla sem Hörður Vilhjálmsson samdi við á dögunum. Pavel er 21 árs gamall og er hann sonur Alexanders Ermolinskij sem lék á árum áður með Skallagrím, ÍA og Grindavík. Á síðustu leiktíði lék Pavel með Ciudad Huelva í LEB gulldeildinni á Spáni sem er næstefsta deild en þar var hann í láni frá Unicaja Malaga sem er eitt af sterkustu fé- lagsliðum Evrópu. Frá þessu er greint á karfan.is. seth@mbl.is Pavel samdi við La Palma „ÉG SKAL ekki segja til um mögu- leika okkar gegn þeim en við mun- um allavega ekki láta valta neitt yfir okkur og kannski á góðum degi stríða þeim eitthvað líka,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH sem lenti á móti enska úrvalsdeild- arliðinu Aston Villa í 2. umferð for- keppni UEFA-bikarkeppninnar þegar dregið var í gær. Lið Aston Villa þarf engrar kynningar við. Þar stjórnar Skotinn Martin ÓNeill harðri hendi og hef- ur náð góðum árangri með liðið. FH sigraði sem kunnugt er lið Grevenmacher samtals 8:3 í fyrstu umferð keppninnar. Hvort liðið á möguleika að fara lengra skal ósagt látið en Heimir lítur á viðureignina sem kærkomið og skemmtilegt tækifæri fyrir menn að sýna hvað í mönnum búi þegar glíma þarf við mótherja af þessu taginu. „Það er oft svo að menn sýna leiki gegn svona liðum sem þeir sýna ekki annars enda meira í húfi. Við mun- um nýta okkur allan meðbyr og kannski verður um eitthvað vanmat að ræða hjá Villa mönnum og það getur hjálpað okkur líka.“ Fyrri leikur liðanna fer fram hér á landi þann 14. ágúst og sá síðari á Villa Park þann 28. sama mán- aðar. Aston Villa hefur einu sinni áður mætt íslensku liði, Val árið 1981, í Evrópukeppni meistaraliða og sigr- uðu þá öruggt 7:0. Vann Aston Villa reyndar keppnina það árið. albert@mbl.is „Skemmtilegt tækifæri“  Enska knattspyrnuliðið Aston Villa mætir FH í UEFA-bikarnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.