Morgunblaðið - 02.08.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.08.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ úrslit KNATTSPYRNA Vináttuleikir: Celtic – Tottenham.................................. 0:2 – Darren Bent 24., David Bentley 80. Lokomotiv Moskva – Chelsea ................ 1:1 Ruslan Kambolov 84. – Michael Essien 27.  Lokomotiv vann eftir vítakeppni, 5:4. Hertha Berlin – Newcastle..................... 1:0 Marko Pantelic 80. ÁGÚST Björgvinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið tólf manna hóp fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Gentofte dagana 4. til 9. ágúst næstkomandi. Ísland hvílir fyrsta keppnisdaginn en síðan er leikið fjóra daga í röð gegn Dönum, Finnum, Svíum og Norðmönnum. Gentofte er út- borg Kaupmannahafnar með tæplega 69 þúsund íbúa. Gentofte er staðsett norður af höfuðborginni og í bænum er meðal annars hinn frægi leikgarður Bakken. Haukar, Keflavík og Grindavík eiga öll þrjá leik- menn í hópnum. Það er einn nýliði í íslenska hópn- um Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Haukum mun leika sína fyrstu landsleiki í Danmörku en hún var valin besti ungi leikmaður Iceland Ex- press-deildar kvenna á síðasta tímabili. Landsliðshópurinn er þannig skipaður en í sviganum er fjöldi landsleikja. Helena Sverrisdóttir, TCU (21), Hildur Sigurðardóttir, KR (52), Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík (1), Jovana Lilja Stef- ánsdóttir, Grindavík (29), Krist- rún Sigurjónsdóttir, Haukar (8), Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík (5), María Ben Erlings- dóttir, UTPA (16), Pálína Gunn- laugsdóttir, Keflavík (6), Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (6), Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukar (0), Signý Hermannsdóttir, Valur (44), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR (3). seth@mbl.is Ragna Margrét fær tækifæri hjá Ágústi Helena Sverrisdóttir Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is Séu kaup og sölur liðanna borin saman sést að Roy Keane og félagar hjá Sun- derland hafa eytt hæstu nettóupphæð- inni af félögunum í deildinni, eða rúm- um 25 milljónum punda. Stefnan er því greinilega sett á að forðast fallbarátt- una sem liðið lenti í á síðustu leiktíð. Manchester City kemur þar skammt á eftir en liðið greiddi heilar 18 milljónir punda fyrir brasilíska framherjann Jo. Kaup Tottenham á leikmönnum á borð við Króatann Luka Modric, sem heillaði marga á EM í sumar, Giovani Dos Santos frá Barcelona, David Bent- ley frá Blackburn og brasilíska mark- verðinum Heurelho Gomes frá PSV gera Juande Ramos og félaga að mestu „eyðsluklóm“ ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er sumri. Tottenham-menn hafa hins vegar einnig verið duglegir að selja leikmenn og þar ber hæst 19 milljóna punda salan á írska framherj- anum Robbie Keane. Tottenham hefur einnig selt fjóra leikmenn til Sunder- land fyrir samtals 23 milljónir punda og hefur þegar allt er tekið saman í raun grætt tæpa milljón á leikmanna- skiptum í sumar. Hin fjögur fræknu misróleg Stóru liðin fjögur, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester United hafa haft nokkuð hægt um sig, en misjafn- lega þó. Nýráðinn stjóri Chelsea, Luiz Felipe Scolari, var ekki lengi að sann- færa landa sinn og fyrrum lærisvein í portúgalska landsliðinu, miðjumanninn Deco, um að koma frá Barcelona fyrir tæplega 8 milljónir punda. Fyrir komu Scolaris hafði annar portúgalskur landsliðsmaður, varnarmaðurinn José Bosingwa, gengið í raðir Chelsea fyrir litlar 16,2 milljónir punda. Scolari kveðst þó ekki hættur og er brasilíski landsliðsmaðurinn Robinho ofarlega á lista yfir þá leikmenn sem Portúgalinn girnist. Þá voru rússnesku framherjarnir Roman Pavlyuchenko og Andrei Arshavin orðaðir við félagið í kjölfar góðs árangurs á EM, en Tottenham hefur einnig lýst yfir áhuga á að krækja í a.m.k. annan af þeim fé- lögum. Ungir leikmenn til Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hef- ur lengi lagt traust sitt á unga leik- menn og á því virðist engin breyting ætla að verða í ár. Þrátt fyrir að hafa lítið sýnt með franska landsliðinu á EM í sumar var hinn 21 árs gamli Samir Nasri keyptur frá Marseille fyrir 9,5 milljónir punda, og Arsenal vann einn- ig kapphlaupið um hinn 17 ára Aaron Ramsey hjá Cardiff sem keyptur var fyrir fimm milljónir punda. Svissneski landsliðsmaðurinn Gokhan Inler hefur verið sterklega orðaður við Lundúna- liðið og eru Arsenal-menn sagðir reiðu- búnir að greiða 10 milljónir punda fyrir kappann. Wenger sér hins vegar á bak tveggja annarra miðjumanna, þeirra Mathieu Flamini sem fór frítt til AC Milan og Alexander Hleb sem fór fyrir 11,8 milljónir punda til Barcelona. Þá hefur framherjinn Emmanuel Adebay- or verið sagður á leið frá félaginu. Liverpool kom mörgum á óvart með kaupunum á Robbie Keane frá Totten- ham fyrir 19 milljónir punda en Keane lék frábærlega á síðustu leiktíð og skoraði 23 mörk. Keane fyllir skarð ólíks framherja, Peter Crouch, sem farinn er til Portsmouth fyrir 11 millj- ónir punda, og er Írinn sjálfsagt hugs- aður sem aðstoðarmaður markahróks- ins Fernando Torres í framlínu Liverpool. Minna þekktir leikmenn á borð við Andrea Dossena, Diego Cavalieri og Philipp Degen hafa bæst í hópinn en Liverpool hefur misst þá Scott Carson, Harry Kewell og John Arne Riise. Líklega hefur þó farið fé betra eins og þar stendur. Ferguson engu eytt enn þá Sir Alex Ferguson og félagar á Old Trafford hafa haldið að sér höndum í sumar eftir að hafa eytt háum fjár- hæðum fyrir ári síðan í kappa á borð við Nani og Anderson. Enn hefur eng- inn verið keyptur til félagsins en Ferguson hefur gefið það út að a.m.k. eitt stórt nafn muni bætast í hóp Unit- ed áður en að leiktíðin hefst og hefur búlgarski markaskorarinn Dimitar Berbatov helst verið nefndur til sög- unnar. Félagið seldi hins vegar varnar- manninn Gerard Pique til Barcelona fyrir um 6 milljónir punda, og þá ku Portúgalinn Ronaldo hafa verið orðað- ur við Real Madrid. Enn eru tvær vikur þar til deildin hefst og ljóst að margt á eftir að gerast áður en leikmannamarkaðurinn lokar um næstu mánaðamót. Reuters Há upphæð Eigandi Manchester City greiddi um 2,8 milljarða kr. eða 18 millj- ónir punda, fyrir Brasilíumanninn Jo sem lék áður með CSKA í Moskvu. ÞAÐ styttist óðum í upphaf nýrrar leik- tíðar í enska boltanum en fyrsta um- ferðin fer fram eftir tvær vikur. Liðin 20 hafa farið misjafnlega geyst í leik- mannakaup það sem af er sumri og t.a.m. hafa Englandsmeistarar Man- chester United enn ekki keypt leik- mann á meðan að Tottenham hefur keypt leikmenn fyrir hátt í 50 milljónir punda eða nærri 8 milljarða króna. Tottenham hefur farið mikinn  Fjölmörg félagaskipti á Englandi                     !"   #$   %   $ & '    #(  )    " * +! ,  $ - -  . $ /  / & /                       !       " !   #!$" # $ $" # $ !$#  #$% $ &$ $ $ %$ &$" ##$ $" "$ !!$% #$& "$ %$ $ $" $"" $" $%&  #$ % $"& !$" $   #$# #$!& #$% #$! !$" %$ #$% $ #$# !  ! " !  #  %   # #  " "  #$ $ #%$ $ #!$  #$#  #$ $ %$ !$" !$& #$   !"$" &$ $ #$ $# $!% $ % $!# $  $# $ $! $" #$ $%# $%% $!   %$#" #$! #$% $" '#$% '#$ (#$" '#$! '#$#  '&$" '$ '%$ '$ (%$ '$% '!$ ($ '$" '"$ ($ '#$& (#$ '"$! DREGIÐ var í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu í gær en nokkur stórlið úr Evrópu voru í hattinum þegar dregið var. Eiður Smári Guðjohnsen og fé- lagar hans úr spænska liðinu Barcelona leika gegn ísraelska liðinu Beitar eða Wisla frá Póllandi sem eiga eftir að leika síðari leikinn í 2. umferð. Ensku liðin Arsenal og Liverpool fara til Hollands og Belgíu. Liverpool leikur gegn Standard og Ars- enal mætir Twente. Íslendingaliðið Brann frá Noregi á eftir að leika síðari leikinn gegn lettn- eska liðinu Ventspils en sigurliðið mætir Marseille frá Frakklandi. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson úr meistaraliði Gautaborgar í Svíþjóð eiga eftir að leika síðari leikinn gegn svissneska liðinu Basel en sigurliðið mætir portúgalska liðinu Vitoria Guimaraes. Þessi lið mætast í 3. umferð. Börsungar til Póllands íþróttir ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu skipað strákum á aldr- inum 17 ára og yngri leikur við Skota um 5. sæt- ið á opna norð- urlandamótinu í dag. Mótið fer fram í Svíþjóð og hafnaði Ísland í 3. sæti í sínum riðli á eftir Norðmönnum og Englend- ingum en í 4. sæti riðilsins voru Finnar. Leikurinn fer fram klukkan 11:30 á íslenskum tíma. Þjálfari Ís- lands er Luka Kostic. thorkell@mbl.is Ísland leikur við Skota um 5. sætið Luka Kostic ENSKI knatt- spyrnumaðurinn David Bentley skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Tottenham Hotspurs þegar liðið lagði Glas- gow Celtic að velli, 2:0, í æf- ingaleik í gær- kvöld. Bentley, sem gekk til liðsins frá Blackburn á miðvikudag, skor- aði síðara mark Tottenham í leikn- um en áður hafði Darren Bent kom- ið liðinu yfir. Af öðrum æfingaleikjum stórliða má nefna það að Newcastle tapaði fyrir Hertha Berlin, 1:0, og Chelsea gerði jafntefli við Lokomotiv Moskvu, 1:1, þar sem Michael Es- sien skoraði mark Chelsea. Þá vann Sevilla 1:0-sigur á AC Milan og var það sjálfsmark Gennaros Gattuso sem skildi liðin að. Í dag leikur svo Manchester Unit- ed æfingaleik við Espanyol, Liver- pool mætir Glasgow Rangers og Arsenal keppir við Juventus auk þess að Real Madríd keppir við Hamburg. thorkell@mbl.is Bentley skor- aði í sínum fyrsta leik David Bentley BANDARÍSKA körfuboltalands- liðið átti ekki í teljandi erfið- leikum með það litháíska og vann 120:84, þegar þjóðirnar mætt- ust í æfingaleik í karlaflokki í gær. Leikurinn var liður í undirbúningi beggja þjóða fyrir Ólympíuleikana í Pek- ing sem hefjast á næstu dögum. Stigahæstur í liði Bandaríkjanna var Dwyane Wade úr liði Miami Heat með 19 stig. Næstir honum komu Dwight Howard með 17 stig, Michael Redd með 16 og LeBron James úr Cleveland með 15 stig. Í síðasta mánuði lék íslenska landsliðið tvívegis við Litháen og tapaði stórt. thorkell@mbl.is Bandaríkin fóru létt með Litháen Dwyane Wade

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.