Morgunblaðið - 08.09.2008, Side 24

Morgunblaðið - 08.09.2008, Side 24
24 F MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Bæjarlind 4 • Kópavogur • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is Agnar Agnarsson, lögg. fasteignasali 820 1002 Hrafnhildur Bridde, lögg.fasteignasali 821 4400 Ísak V. Jóhannsson, sölustjóri 822 5588 Sigurberg Guðjónsson, hdl. 534 2000 www.storhus.is LYNGHOLT ÁLFTANESI Einbýlishús 283,7 í byggingu á góðum stað á Álftanesi. Húsið verður afhent fokhelt að utan með og gleri, fokhelt innan. Þak verður frágegnið. Lóð verður grófjöfnuð. Verð tilboð. Upp gefur Albert. LÆKJARVAÐ, 110 REYKJAVÍK. Íbúðin sjálf er 138,6 fm og bílskúrinn 33,8 fm Rúmgóð stofa, eldhús, þrjú svefnherb.,baðherb og þvottahús Útsýni. Stórar svalir og sérlóð. RAUÐILÆKUR105 2ja herb. Sjarmerandi 60,8 fm íbúð á þessum eftirsótta stað. Rúmgóð stofa, eldhús, baðh og svefnherbgi. Stutt í sundlaugarnar í Laugardal. Verð 16,8 m Uppl. gefur Ísak BYGGINGARLÓÐ Í KAUPMANNAHÖFN. Um er að ræða byggingarlóð fyrir íbúðarhótel með 49 hótelíbúðir í Kaupmannahöfn. Stærðir íbúðanna eru frá 34-90fm Staðsetningin er einstaklega góð í „Nordvest“ www.fred11.com Uppl. gefa Ísak og Agnar HÓTELÍBÚÐIR Í KAUPMANNAHÖFN Íbúðir skilast fullbúnar með húsgögnum. Fundaraðstaða til að hitta gesti eða viðskiptavini. Íbúðin er í hótelútleigu þegar þú notar hana ekki. Möguleiki að taka íbúð uppí á Íslandi. Uppl. gefa Ísak og Agnar SPÁNN, TORREVIEJE. El Melrose nr.1 er endaraðhús í hverfi sem heitir La Florida. Íbúðin sjálf er 75 fm innanmáls en í heildsinni 113 fm og er með þrem svefnherbergjum. Íbúðin er öllum tækjum búið og má þá helst nefna rúmföt, handklæði og þvottavél er í íbúð. Mögulegt að taka íbúð uppí á Íslandi. Uppl. gefa Ísak og Agnar. LÓÐIR Í SUÐUR ENGLANDI Stórhús fasteignasala, í samvinnu við Scala landgroup kynnir áhugaverðan fjárfestingarkost, sem felur í sér kaup á óskipulögðum lóðum í Englandi. Lóðaverð snarhækkar þegar byggingarleyfi fæst. Upp gefa Ísak og Agnar FJÁRFESTINGATÆKIFÆRI Í einkasölu 28 sumarhúsalóðir á samþykktu deiliskipulagi á mjög fallegum stað við Klausturshóla í Grímsnesinu. Verð 65 m. Uppl. gefur Ísak MÓVAÐ, 110 RVK. Húsið er 219,2 fm en þar af er bílskúrinn 43,1 fm Fallegar innréttingar og vönduð gólfefni. Fjögur svefnherb.Rúmgóð stofa með útgangi út í garð og gott sjónvarpshol. VERÐ 77,9 MILLJ. ÁHV.GOTT LÁN FRÁ KAUPÞINGI, 4,15% VX. STEINASEL, 109 RVK. MÖGULEG SKIPTI Á EIGN T.D Á SELFOSSI. Húsið er að sögn eiganda um 300 fm Íbúðin á jarðhæð skiptist í þrjú svefnherb, rúmgóða stofu, eldhús, þvottahús, baðherb. og vinnuherb. VERÐ 67 MILLJ. ÁHV.16,5 MILLJ. GOTT LÁN ! BERGSTAÐASTRÆTI, 101 RVK. Tvö svefnherb. Rúmgóð stofa með góðum gluggum og er eldhúsið opið inn í stofuna. Suð-vestur svalir með útsýni. Hátt til lofts. VERÐ 36,9 MILLJ. HÓLAVAÐ, NORÐLINGAHOLT Glæsilegt 168,9 fm parhús á einni hæð. Innbyggður bílskúr.Húsið skiptist í tvö svefnherb, stofu með góðum gluggum, eldhús, sjónvarpshol, þvottahús og baðherb.Húsið afhendist tilbúið til innréttinga. VERÐ 58.MILLJ. MIÐBRAUT SELTJARNARNESI. Falleg og vel skipulögð 3. herbergja íbúð á annari hæð ásamt 38 fm bílskúr. Stutt í skólia, sundlaug , heilsugæsla og fl. Verð 32,5 m Uppl. gefur Ísak ATVINNUHÚSNÆÐI BYGGINGARVERKEFNI Í KAUPMANNAHÖFN Nánar tiltekið er um að ræða eldra virðulegt hús með 6 íbúðum og byggingarlóð með samþykktum teikningum fyrir átta glæsilegum íbúðum ásamt bílakjallara fyrir 13 bíla. Uppl. gefa Ísak og Agnar NJÁLSGATA, 101 RVK. LAUS ! Rúmgott svefnherbergi og stofa. Eldhús og baðherb. m/sturtu. VERÐ 14,3 MILLJ. ÁHV. CA. 6.MILLJ. LAUS ! ÞÓRSGATA, 101 RVK. 2.HÆÐ. 3.herb. 57,7 fm íbúð á 2.hæð. Ný eldhúsinnrétting og parket. Parket á stofu og herbergjum. Nýlegir gluggar og gler. Nýtt rafmagn. Stutt í verslun og þjónustu. VERÐ 17,9 MILLJ. LAUS! BERGSTAÐASTRÆTI, 101 RVK. 4ra herb, 106,2 fm íbúð á 1.hæð auk 17,7 fm geymslu á jarðhæð. ÍVERÐ 32,8 MILLJ. LAUS ! EGILSGATA, 101 RVK Falleg og vel skipulögð 100 fm íbúð. Tvö svefnherb.og tvær góðar stofur. Lítið vinnuherb. Bílskúr m/grifju. Sér bílastæði á baklóð. VERÐ 37,5 MILLJ. ! ÁHV. GOTT LÍFEYRISSJ.LÁN. Svífur að haustið og svalviðriðgnýr,“ segir í fallegu ljóði.Viku af september erhaustið hafið að flestra mati og þar með þær annir, sem heyra haustinu til, uppskerustörfin. Leikur að orðum er oft mjög skemmtilegur og gaman að skoða hvernig merking orða breytist á Norðurlanda- málum. Orðið haust merkir hjá okkur Ís- lendingum ákveðið tímabil ársins, flokk- ast þannig með nafnorðum. Það tímabil kalla Danir efterår en nafnorðið höst táknar hjá þeim upp- skeru og sagnorðið táknar þá verkn- aðinn að uppskera, taka upp. „Svo uppsker hver sem hann sáir,“ segir gamalt máltæki. Stundum hefur ver- ið rætt um sáningu gulróta í Blómi vikunnar, en uppskerustörfunum verið minni gaumur gefinn. Gamla máltækið á svo sannarlega við í gul- rótarræktuninni. Ég hef prófað ýmsar aðferðir; sáð fræinu beint úr fræpokanum, blandað það með dá- litlum sandi, notað fræbönd, dreifstráð fræinu yfir gulrótarbeðið, sett það í raðir þvert á beðið nú eða eftir því endilöngu. Nú veit ég hvernig verður sáð næsta vor; fræin verða sett stök – með 3–5 cm millibili – í raðir eftir endilöngu beðinu og sandi, ekki mold, verður sáldað í sáð- rásina til að hylja fræin. Með þessu ætla ég að ná tveimur mikilvægum atriðum; með því að sá gisið, þótt það sé seinlegt, þarf ekki að grisja og gulræturnar hafa nóg vaxtarrými til að verða stórar og stæðilegar og með því að setja sand í sáðrásina er auðveldara að finna gulræturnar þegar þær fara að spíra. Ég veit ekki hvernig það er á öðrum bæjum en hjá mér er oftast mesti arfinn í gul- rótarbeðinu þótt það skipti árlega um stað í garðinum. Arfinn spírar langt á undan gulrótarfræinu og oft er erfitt að finna sáðplönturnar í arfabeðjunni. Í fyrra varð ég sein til að hreinsa beðið og þegar til átti að taka fann ég engar gulrætur og það endaði með því að ég reif allt upp úr beðinu og setti svart plast yfir svo ekki fyki meira arfafræ í það. Ég veit ekki hver heimilismeðlimanna var sorgmæddastur og harmaði mest gulrótarmissinn en öll vorum við hnípin þegar kom að uppskeru- tímabilinu – haustinu. Í vor hreinsaði ég beðið tímanlega og hafði gleraugun á nefinu við verk- ið og nú uppsker ég líka í samræmi við erfiðið. Hér á bæ hafa líka verið gerðar tilraunir með hin ýmsu yrki gulrótarfræja. Eitt sinn var ég síð- vetrar í Frakklandi og rakst þar á poka af gulrótarfræjum. Myndin ut- an á pokanum sýndi svo bústnar gulrætur að ég hélt helst að þær væru ætlaðar hestum. Nú var upplagt tækifæri til samanburð- arrannsókna, franska hestafræinu var sáð í sérbeð og gömlu góðu Nantes-gulrótunum í annað. Allt var vandlega merkt en merkispjöldin hurfu samt um sum- arið, ég hef hrafninn sterklega grun- aðan um þjófnað. Þetta átti svo sem ekki að koma að sök, stærðarmun- urinn hlyti að vera gífurlegur. En viti menn, upp úr báðum beðunum komu þær stærstu gulrætur, sem ég hef nokkurn tímann ræktað, fjöldinn allur 365 grömm að þyngd, þannig að bara þurfti þrjár í kílóið. Ekki var heldur neinn bragðmunur á upp- skerunni svo ég varð engu nær. Gul- rætur eru til í ýmsum litum, ekki bara í „gulrótarlitnum.“ Hér hafa líka verið stundaðar samanburð- arrannsóknir á gulrótarlitum. Til að gera langa sögu stuttu fengust eitt haustið hvítar, gular, gulrót- argular og purp- uralitaðar gul- rætur. Hvítu gulræturnar voru bragðlausar nema þeirra væri neytt með bundið fyrir augun. Þær purpuralituðu voru með gulrótargulan kjarna og brögð- uðust vel en væru þær soðnar fór flotti liturinn allur í suðuvatnið. Nið- urstaðan var þær gömlu eru bestar. Svo er það uppskeran. Hún hefur oft verið meiri en svo að henni hafi mátt torga á nokkrum vikum og ég hef reynt ýmsar geymsluaðferðir. Eitt haustið setti ég þær samvisku- samlega í stóran stamp, stráði „þurrum“ sandi bæði á milli gulrót- arlaga og yfir, lokaði vandlega og svo var stampurinn geymdur úti. Þegar til átti að taka var heldur lítið um dýrðir, sandurinn hafði verið helst til rakur og gulræturnar höfðu ýmist myglað eða voru alsettar hvít- um rótarhárum, sem sagt farnar að vaxa á ný. Mér reyndist betur að geyma gulræturnar í plastpokum í kæliskáp sem ekki var opnaður nema stórum og sjaldan. Þarna geymdi ég bæði kartöflur og gulræt- ur þangað til gamli skápurinn bræddi úr sér. Besta geymsluað- ferðin er þó „öxin og jörðin geyma hann best,“ sem sagt var af öðru til- efni. Ég tek aðeins upp það sem ég held að geyma megi með góðu móti í heimilis-ísskápnum. Hitt læt ég óhreyft í moldinni. Yfir gulrót- arbeðið set ég einangrunarmottur, svona steinullarmottur, sem hafa orðið afgangs við húsbyggingu. Þykkt plast er sett yfir einangrunina svo hún blotni ekki og fergt á jöðr- unum með grjóti. Nú má frjósa, en gulræturnar mínar bíða keikar í moldu. Svo þegar frostlaust er fer ég út með stungugaffalinn og næ mér í hæfilegan skammt af gulrótum. Oft- ast er auðvelt að hafa nýuppteknar gulrætur á jólum og um áramót og jafnvel langt fram eftir vetri. Bragð- gæðin halda sér ef vel er um gulræt- urnar búið og gulræturnar gleðja alla fjölskyldumeðlimi, jafnt tvífætta sem ferfætta. Gulrætur eru góðar. Gulrætur á hausti BLÓM VIKUNNAR 672. þáttur Eftir Sigríði Hjartar Góðgæti Allir elska gulrætur milli mála. Morgunblaðið/S.Hj. Miðnætursnarl Gulrætur á gamlársdag beint úr garði Ég veit ekki hver heim- ilismeðlimanna var sorg- mæddastur og harmaði mest gulrótarmissinn en öll vorum við hnípin þegar kom að uppskerutíma- bilinu – haustinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.