Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 4

Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 4
4 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is MÁL Ellu Dísar Laurens hefur vak- ið töluverða athygli í fjölmiðlunum undanfarið. Ella Dís berst við óþekktan sjúkdóm en nýlega tók móðir hennar, Ragna Erlendsdóttir, ráðin í sínar hendur og leitaði lækn- ismeðferðar í Bandaríkjunum, þvert á ráðleggingar lækna hér heima. Þrátt fyrir að ferðin hafi skilað ár- angri neitar Tryggingastofnun að greiða háan spítalareikninginn, þótt ákveðið hafi verið að veita mæðg- unum tveggja milljóna króna styrk. Í kjölfarið hefur þeim spurningum verið velt upp hver staða foreldra sé þegar þeir vilja leita annarra leiða en þeirra sem læknar mæla með og hver hefur að lokum síðasta orðið. Fólk leiti annars álits Mál Ellu Dísar er alls ekki eins- dæmi, segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Reglulega kemur fyrir að fólk kýs, þvert á vilja lækna, að leita sér lækninga erlendis en Sig- urður segir annan kost fyrir hendi sem lítið er talað um og er vannýtt- ur. Sá er að leita álits annars læknis innanlands. Eins einfalt og það hljómar eru fáir sem nýta sér kost- inn, ólíkt t.d. Bandaríkjamönnum sem hika ekki við að leita til annarra lækna líki þeim ekki þau úrræði sem þeim hafa verið boðin. „Þetta er ekki jafnmótað í þjóðar- sál okkar,“ segir Sigurður og við- urkennir að vissulega hafi komið fyrir hér á landi að læknar móðgist hafi sjúklingar leitað eftir áliti ann- ars læknis. Þessum valkosti þurfi að halda meira á lofti þar sem réttur fólks til að leita álits hjá öðrum sé mjög skýr og greinilegur. Upplýsingaflóð Sigurður segir að í þeim tilfellum þar sem sjúklingar krefjist með- ferðar erlendis sé yfirleitt um að ræða flókna sjúkdóma sem erfiðir eru meðferðar. Sjúkdómsferillinn sé orðinn langur og erfiður og eðlilega miklum tilfinningum hlaðinn. Ómögulegt sé að ætlast til þess að sjúklingarnir, eða forráðamenn þeirra, hafi tök á að greiða úr því magni læknisfræðilegra upplýsinga sem flætt hafi yfir þá. Erfitt sé að átta sig á því hvaða ráð sé skyn- samlegt að þiggja og hverjum eigi að hafna. Hér á landi þurfi að vera öfl- ugt kerfi til að hjálpa fólki úr slíkum ógöngum. Sigurður ítrekar þó að besta ráðið sé einfaldlega að tala við aðra lækna. Hægt sé t.d. að leita til Landlækn- isembættisins eftir ráðgjöf. Siglinganefnd breytt? Almennt er það svo að sjúklingar eða forráðamenn þeirra hafa síðasta orðið þegar kemur að því að þiggja eða hafna læknismeðferð. Sigurður segir að þær spurningar hafi vaknað hvar réttur fólks liggi til að sam- félagið borgi læknismeðferðir ef fyr- ir liggi, að mati lækna og siglinga- nefndar sem samfélagið skipaði, að meðferðin sé gagnslaus. Ljóst er að það geti reynst fólki afar dýrt að fara gegn læknisráði en ekki sé hægt að banna fólki að gera það. Sé annars álits leitað innnanlands geti stórfé sparast auk þess sem þá spretti ekki upp deilur um hverjum beri að borga brúsann. Sigurður segir það spursmál hvort réttlætinu sé fullnægt með því að hafa siglinganefndina bara skip- aða læknum. „Það má færa rök fyrir því að inni í svona ákvörðun, sér- staklega ef málin eru flókin, sé skyn- samlegt að hafa aðra rödd en beina læknisfræði,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi að siðfræðingar og heimspekingar ættu vel heima í slíkri nefnd. Ljóst sé að mál Ellu Dísar eigi að verða til þess að skoðað verði hvort hægt sé að gera hlutina betur. Vannýttur valkostur  Landlæknir segir að of fáir sjúklingar nýti sér þann valkost að leita álits annars læknis hér heima  Skoða megi hvort skynsamlegt væri að breyta samsetningu siglinganefndar Tryggingastofnunar Morgunblaðið/Frikki Mæðgurnar Ella Dís andar nú sjálf með aðstoð tækis en áður var hún bundin við öndunarvél. Nýjustu rannsóknir gefa til kynna að Ella Dís geti verið haldin sjálfsofnæmi. Niðurstaðna blóðrannsókna er að vænta í næstu viku. RAGNA Erlendsdóttir hélt að eitthvað amaði að fótum eða jafnvægisskyni dóttur sinnar Ellu Dísar vorið 2007 þegar hún var æ oftar farin að detta og hætti loks að bera hendurnar fyrir sig. Nú tæpu einu og hálfu ári síð- ar er ljóst að vandamálið er mun alvarlegra en Rögnu óraði nokkurn tímann fyrir. Ragna er heldur ósátt við framgöngu læknanna í máli dóttur sinnar en hún segir samstarfið hafa gengið upp og ofan. Hún segir að þeir hafi skiljanlega átt í mjög miklum erfiðleikum með að átta sig á því hvaða sjúkdómur hrjáir Ellu Dís þar sem einkennin sem hún sýnir eru mjög sérstök. Læknarnir voru ekki sannfærðir um að lyfjagjöf, sem Ella Dís var sett á í Bretlandi í júní sl. gerði nægi- legt gagn og vildu þeir hætta henni. Ragna ákvað að halda með Ellu Dís til Bandaríkjanna til að leita áfram- haldandi meðferðar og hjálpa henni að losna úr önd- unarvél en læknar hér heima vildu að hún færi í svo- kallaða barkaraufaraðgerð. Þrisvar áður hafði slík aðgerð verið reynd á Ellu Dís en tókst aldrei sem skyldi og vildi Ragna ekki leggja slíkt aftur á dóttur sína. Læknar vildu leggja árar í bát Ragna segir steininn hafa tekið úr þegar læknarnir gáfu til kynna að nú væri eflaust komið nóg, hvort Ragna vildi nokkuð leggja meira á barnið og hvort ekki ætti einfaldlega að fara að huga að líknandi meðferð. „Þeim fannst komið nóg. Ég var ekki jafnviss. Það var mín skoðun að þetta væri ekki búið,“ segir Ragna. Að- spurð segir hún erfitt að fara gegn læknisráði. „Kerf- islega er það ekki hægt. Ég fékk synjun frá Trygg- ingastofnun því það var örugglega skrifað bréf um að læknarnir hefðu ráðlagt mér að fara ekki. Enda tóku þeir fjóra daga í að reyna að fá mig ofan af því.“ Í bréfi Tryggingastofnunar stóð að ekki væru nægar sannanir fyrir því að ferðin til Bandaríkjanna, sem kostaði átta milljónir, hefði verið brýn nauðsyn. Ragna segist þó sjá mikinn mun á dóttur sinni eftir heimkom- una. „Hún er að taka gleði sína á ný og er byrjuð að tala aftur.“ Ella Dís er nú tengd við tæki sem hjálpar henni að anda en hún andar líka sjálf og segir Ragna það mik- ið framfaraskref. Allir sjái hvað Ellu Dís líði miklu bet- ur nú en enginn læknanna segi það upphátt. Ragna ætlar að kæra úrskurð siglinganefndar Tryggingastofnunar til úrskurðarnefndar almanna- trygginga. Þá vill hún ræða við landlækni um að breyta þurfi samsetningu nefndarmanna í siglinganefndinni en allir eru þeir læknar. „Ég myndi vilja að aðeins einn þeirra væri læknir svo það væri smáfjölbreytni.“ Búin að heyja langa og stranga baráttu Morgunblaðið/Frikki Barátta Ragna berst fyrir lífi dóttur sinnar. ÞEGAR talið er að það sé í hag sjúklings að hann fái læknis- meðferð utan landsteinanna, t.d. vegna skorts á tækjabúnaði eða ónógrar sérfræðiþekkingar, þarf að bera málið undir sigl- inganefnd Tryggingastofnunar. Nefndin er skipuð fimm læknum sem ákveða hvort veita skuli til- tekna meðferð hér á landi eða ekki og þá í hvaða landi besta meðferðin fáist. Til kasta siglinganefndar koma oftast nær einstök sjúkra- tilvik. Sé sjúklingur eða for- ráðamaður hans ósáttur við af- greiðslu siglinganefndar er hægt að skjóta málinu til úr- skurðarnefndar almannatrygg- inga. Meðlimir nefndarinnar eru skipaðir af heilbrigðisráðherra og Hæstarétti og er nefndin ekki hluti af Tryggingastofnun. Hún hefur vald til að breyta úr- skurði siglinganefndar eða krefjast nýrrar málsmeðferðar. Fólk hefur þrjá mánuði til að skjóta máli sínu til úrskurð- arnefndarinnar. Nefndirnar sem ráða Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is STJÓRNENDUR XL Leisure Gro- up áttuðu sig á því í síðasta mánuði að upphafið að endalokum félagsins væri hafið. Samkvæmt Financial Times í gær sendi Barclays-bankinn þá bréf til XL þar sem fram kom að lokað yrði fyrir aðgang félagsins að lánsfé. Það varð þeirra banabiti. Frá því í maí 2005 höfðu Barclays og Straumur fjárfestingabanki fjár- magnað daglegan rekstur XL Leis- ure Group samkvæmt FT. Í kjölfar þrenginga í rekstri flugfélaga vildi Barclays tryggja að bankinn fengi milljónirnar sem hann hafði lánað til rekstrarins. Þegar bréf þess efnis var sent í síðasta mánuði var ljóst að það stefndi í gjaldþrot. Forsvarsmenn Eimskips hafa í nokkra mánuði sagt að unnið væri að því að endurfjármagna lán XL sem félagið bar ábyrgð á. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru slíkar yfirlýsingar ekki úr lausu lofti gripnar. Meðal annars voru við- ræður um aðkomu annars flugfélags að XL, en það gekk ekki eftir á enda- sprettinum. Gjaldþrot hafa verið tíð í breskum ferðaþjónustuiðnaði það sem af er ári. Forstjóri British Airways, Willie Walsh, sagði í gær við The Indep- endent að 30 flugfélög til viðbótar myndu verða gjaldþrota fyrir jól. Sjálfur er hann að skera grimmt nið- ur kostnað. Phil Wyatt, forstjóri XL, var klökkur í fyrradag þegar hann sagði félagið gjaldþrota. Hann keypti XL seint á árinu 2006 af Eimskip ásamt Magnúsi Stephensen aðstoðarfor- stjóra og fleirum úr hópi stjórnenda. Kaupverðið var 450 milljónir dollara og bar Eimskip ábyrgð á 280 millj- ónum dollara. XL rak leiguflugélög í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Barcleys stoppaði XL Morgunblaðið/Brynjar Gauti Farinn Magnús Stephensen Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JÓN Oddur Halldórsson náði sínum besta tíma í tvö ár og varð í 5. sæti í 100 m hlaupi á Ólympíumóti fatl- aðra í Peking í gær, laugardag. Ey- þór Þrastarson setti persónulegt met í 100 m baksundi, synti á 1.20,12 mínútum og varð í 12. sæti. Fjórir fyrstu í 100 m hlaupinu voru á undan gildandi heimsmeti, en Jón Oddur hljóp á 13,40 sek- úndum. Lakari tími nægði honum í þriðja sæti á HM fyrir tveimur ár- um en á Ólympíumótinu fyrir fjór- um árum hljóp hann á 13,30. Eyþór keppir í flokki alblindra en er aðeins 17 ára og á því framtíð- ina fyrir sér. Besti tími hans fyrir mótið var 1.25,90. „Hann er farinn að ógna Íslandsmetum Birkis Rún- ars Gunnarssonar,“ segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri af- reks- og fjármálasviðs Íþrótta- sambands fatlaðra, í Peking. Þorsteinn Magnús Sölvason keppir í lyftingum í dag. Jón Oddur í 5. sæti og Eyþór bætti sig mikið Jón Oddur Halldórsson Eyþór Þrastarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.