Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 10

Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 10
10 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sviðsett mynd/Morgunblaðið/Júlíus Við búum ekki lengur Lögreglumenn eru kýldir, hrækt framan í þá og fjölskyldum þeirra hótað lífláti. Og það er bara á venjulegri vakt. Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar að aðra daga séu árásirnar miklu alvarlegri. T alsverður erill var hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu að- faranótt sunnudags og voru 165 verkefni bókuð frá miðnætti. 12 manns gistu fanga- geymslur vegna ölv- unar, fíkniefna, slagsmála og ölvunar- aksturs.“ „Sex manns voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu vegna ölvunar eða óspekta aðfaranótt laugardags. Tölu- verður erill var í borginni að sögn lög- reglu en alvarleg mál þó engin.“ Að baki þessum tveimur dæmum, sem tekin eru úr nýlegum fréttum Morgunblaðsins, er miklu lengri saga. Lögreglumenn, jafnt á höf- uðborgarsvæðinu sem annars staðar þar sem ölvun og óspektir láta á sér kræla, þurfa að takast á við alls konar aðstæður. Oft lenda þeir í minni hátt- ar átökum, fá pústra, eru klóraðir, það er sparkað í þá og hrækt á þá. Síðasta dæmið, sem rataði í fréttir, er frá liðinni helgi. Þá var lög- reglumaður skallaður, tekinn hálstaki og snúinn niður. Hann slapp hins veg- ar með minni háttar áverka. „Það líður ekki helgi án þess að ein- hver slík mál komi upp. Þau eru svo algeng að þau vekja enga athygli,“ segir fyrrverandi lögreglumaður í Reykjavík. Hann var í lögreglunni í Reykjavík í hartnær áratug og er fús að lýsa of- beldi og virðingarleysi gagnvart lög- reglunni. En því aðeins að nafni hans sé haldið leyndu. Þar er hann ekki einn á báti, enginn starfandi lög- reglumaður sem talað var við vildi koma fram undir nafni. Þeir gefa mis- munandi skýringar á því, segjast ekki vilja vekja athygli einhverra ódáma á sér eða vilja ekki að fjölskyldan þurfi að svara fyrir orð þeirra. Hver og einn er þó á því að það sé ekki ósenni- legt að kollegarnir vilji nafnleynd af ótta við að gert verði lítið úr þeim ef þeir segi frá árásum á sig. Sumir telji það nefnilega veikleikamerki hjá lög- reglumanni að tjá sig um vanlíðan, jafnvel ótta, eftir fólskulegar árásir. Þeir eiga að vera harðir naglar. Þeir vita allir að það er ósanngjörn krafa og viðurkenna það fúslega. Í skjóli nafnleyndar. Venjast smærri málunum Lögreglumenn venjast margir al- gengustu óþægindum starfsins. Þeir eru fljótir að venjast ókvæðisorð- unum, enginn myndi víkja sér undan verkefni af ótta við að á hann verði hrækt eða húfan slegin af honum. Auðvitað er slæmt að fá spörkin og kjaftshöggin venjast ekki, þótt menn láti sig hafa þetta. En svo eru þeir sem geta ekki sætt sig við þetta. Þeir endast sjaldnast lengi í starfi. Vönustu lögreglumönnum bregður þó öllum illa þegar árásirnar verða grófari. Þegar menn ráðast á þá og snúa þá niður með hálstaki, nefbrjóta með hnefahöggi eða skalla, sparka í höfuð þeirra þegar þeir falla í jörðina við árás, jafnvel kjálkabrjóta, eins og dæmi eru um. Þeir mæta útúrdóp- uðum eða ofurölvi mönnum sem ráð- ast á þá með notaðar sprautunálar og hnífa á lofti. Og þá eru ótaldar allar hótanirnar: „Ég skal drepa konuna þína og krakkana, helvítið þitt.“ „Ég fer heim til þín og nauðga konunni þinni.“ „Þetta er síðasta vaktin ykkar, þið eruð búnir að vera, þið eruð báðir dauðir.“ Þetta eru raunveruleg dæmi um hótanir í garð lögreglumanna. Alvarlegri árásirnar hafa áhrif á lögreglumennina. „Þetta sat í mér nokkuð lengi,“ segir lögreglumaður sem varð fyrir barðinu á ölvuðum manni og slasaðist nokkuð. „Þegar ég var sendur í verkefni velti ég því allt- af fyrir mér hvort þetta gæti end- urtekið sig. Mér fannst líka erfitt þegar fólk, bæði ættingjar og vinnu- félagar, var með vangaveltur um að þetta hafi nú verið að hluta mér að kenna. Ég hefði átt að vara mig á ölv- uðum manni. Mér fannst vont að heyra þetta frá félögunum, af því að þeir höfðu fengið alveg sömu þjálfun og ég og líklega hefðu þeir hegðað sér alveg eins í mínum sporum. Kannski hefði ég átt að búast við hinu versta. En við verðum að treysta því að fólk ætli ekki að drepa okkur.“ Meiri harka Brotum gegn lögreglumenn hefur fjölgað á undanförnum árum. En þær tölur segja samt ekki alla söguna. Núna eru árásirnar miklu fólskulegri en áður og hnífum er oftar brugðið á loft. Um áramót verður lögreglan á höfuðborgarsvæðinu búin að fá skot- og hnífheld vesti. Hver er skýringin á þessari auknu hörku? Lögreglumenn nefna ofsókn- arbrjálæði fíkniefnaheimsins sem eina skýringuna, þar sjá menn óvin í hverju horni og raunar oft ekki að ástæðulausu. Þá séu fyrstu viðbrögð að bera hníf. Það heitir oftast að menn verði að bera hníf til að verjast, af því að „hinir“ eru líka með hnífa. Þetta vígbúnaðarkapphlaup undir- heimanna þýðir að þegar lögreglan mætir á staðinn er nærtækast að grípa til hnífsins. Önnur skýring á aukinni hörku er lögreglumönnum þó ofarlega í huga, en það er fjölgun erlendra misind- ismanna hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra tíundaði aukna aðkomu erlendra brotamanna í áhættumati, sem deildin sendi frá sér í sumar. Hér leita erlendar glæpa- klíkur fótfestu og sumir telja raunar að þær hafi þegar náð að hreiðra um sig. „Þessir menn koma úr miklu harðara umhverfi en við eigum að venjast,“ segir lögreglumaður. „Þeir stinga fyrst og spyrja svo. Þeir hafa lítil sem engin tengsl við samfélagið og virðingarleysið gagnvart lögregl- unni er því algjört. Þetta er veruleik- inn, við búum ekki lengur í Kardi- mommubæ, þar sem allir þekkja bæjarfógetann Bastían og verða góð- ir og gegnir þorpsbúar ef slegið er á puttana á þeim.“ Sýndardómar Lögreglumenn segja viðurlög við árásum á þá sérkapítula. „Við erum hættir að reikna með að mönnum sé refsað þótt þeir ráðist á okkur. Þeir fá einhverja sýndardóma, skilorðs- bundna..“ Það er nokkuð til í þessu. Dómar í ofbeldismálum þykja að vísu oft í mildari kantinum, svo þar skera þessi mál sig ekki úr. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var á því að mikið hefði skort á að dómstólar hefðu litið árásir á lögreglumenn nægilega al- varlegum augum. Þess vegna kallaði hann eftir aukinni réttarvernd lög- reglumanna árið 2006, þegar hann lagði til að refsingar við ofbeldi gegn lögreglumönnum og öðrum stéttum sem geta þurft að beita valdi í störf- um sínum yrðu hertar – úr sex ára hámarksrefsingu í átta ára fangelsi. Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, er á svipaðri línu og ráðherrann. Hann telur lausn- ina á því virðingarleysi sem lögreglan á við að etja að finna í skýrum skila- boðum frá dómskerfinu. „Ef skila- boðin frá dómskerfinu eru ekki skýr, um að þetta sé alvarlegt og menn fái makleg málagjöld fyrir þetta, þá er hættan sú að menn haldi uppi við- teknum hætti,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið í vikunni. „Ég skal drepa konuna þína og krakkana, helvítið þitt.“ „Ég fer heim til þín og nauðga konunni þinni.“ „Þetta er síðasta vaktin ykkar, þið eruð búnir að vera, þið eruð báðir dauðir.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.