Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 15
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
R
okkið leið ekki undir
lok í vikunni, ekki
frekar en heimurinn í
heild sinni. Náttúrlega
þurfa dauðlegir menn
vikur til að melta slíkan grip, jafn-
vel mánuði, en fyrstu teikn eru
gríðarlega jákvæð. Níunda skífa
sjálfs rokkskrímslisins, Metallica,
með frumsömdu efni kom út á
föstudag og Death Magnetic, eins
og hún kallast, er staðfesting á því
að rokkið lifir enn góðu lífi.
Óprúttnir aðilar, m.a. í brennidepli
alviskunnar, 101 Reykjavík, hafa
reynt að drekkja því í einhverju
kaffisulli en verður ekki kápan úr
því klæðinu. Í það minnsta rokka
’tallica-strákarnir ennþá úr sér lifur
og lungu, hálffimmtugir að aldri.
Hér er allt lagt undir, slík er
keyrslan að eftir hið stórbrotna All
Nightmare Long er ekki þurr þráð-
ur á manni. Svei mér ef sér ekki á
veggjum líka. Og samt er hálf plat-
an eftir. Ekkert jafnast á við
ómengað þrass – í botni. Fleiri lög
hafa burði til að verða klassík, s.s.
Cyanide, Broken, Beat and Scarred
og The Day That Never Comes en
dómur í því máli fellur vitaskuld
ekki strax. Ég hafna því alfarið að
síðastnefnda lagið sé einskonar
„One wannabe“ og þá er átt við eitt
merkasta lag Metallica frá upphafi,
fyrir þá sem koma af fjöllum. Upp-
byggingin er vissulega lík en að
öðru leyti eiga lögin fátt sameig-
inlegt. Er ekki tónlist líka stöðug
endurvinnsla á hugmyndum þegar
öllu er á botninn hvolft? Ég get
hins vegar fallist á að My Apoca-
lypse sé spartverskur ættingi Da-
mage Inc. Og kannski síðri.
Horft á hornfánana?
Þessi lagaheiti endurspegla þá
staðreynd að það hefur aldrei verið
sterkasta hlið Metallica að ljá lög-
um sínum nöfn. Textarnir munu
líka seint verða skilgreindir sem
bókmenntasöguleg þrekvirki enda
þótt sitthvað frambærilegt leynist
þar inn á milli. En hverjum er ekki
slétt sama? Að hlusta á rokk vegna
textanna er eins og að fara á knatt-
spyrnuleik til að horfa á hornfán-
ana. Fyrir utan þá staðreynd að
enginn lagar vont lag með meitl-
uðum texta. Ekki einu sinni móðir
Teresa okkar tíma, Bono.
Þegar síðasta plata Metallica, St.
Anger, kom út fyrir fimm árum var
mikið rætt um afturhvarf til for-
tíðar. Sveitin væri komin að rótum
sínum. Það var undarleg umræða
því St. Anger er eins ólík fyrstu
plötum Metallica og hugsast getur
enda þótt hraðinn væri keyrður upp
á ný. Sem kunnugt er var málm-
urinn blandaður í kolvitlausum
hlutföllum á Load-plötunum á síð-
asta áratug.
Með Death Magnetic má aftur á
móti fara að tala um afturhvarf til
fortíðar – en í bland við ferskleika
og almenna leikgleði. Menn hafa
greinilega yndi af því sem þeir eru
að gera og nýi bassaleikarinn, Ro-
bert Trujillo, hefur fallið að sveit-
inni eins og flís við rass. Bráð-
skemmtilegur karakter og
listamaður fram í fingurgóma. Ekki
er ofsögum sagt að hann hafi lyft
Metallica upp á hærra plan.
Þá er búið að leysa Kirk Ham-
mett gítarleikara úr spennitreyj-
unni en sem frægt er var hann bar-
inn niður á St. Anger og fékk ekki
að taka eitt aukatekið sóló.
Ýmsum þótti líka trommuleik-
urinn heldur hvellur og ágengur.
Lars Ulrich hamast eins og her-
maur á sterum plötuna út í gegn.
St. Anger engin mistök
Áður en lengra er haldið má ég
þó til með að bera í bætifláka fyrir
St. Anger og leiðrétta þann út-
breidda misskilning að platan hafi
verið „mistök“. Þvert á móti var
hún mikilvægur liður í þroskasögu
sveitarinnar. Gott og vel, lagasmíð-
arnar hafa oft verið betri og St. An-
ger er augljóslega ómstríðari og um
leið tormeltari en aðrar plötur Me-
tallica. En það þýðir ekki endilega
að hún sé verri, þegar komið er
undir hrjúft yfirborðið, þó ekki ætli
ég að skipa henni á bekk með önd-
vegisverkum sveitarinnar, Master
of Puppets og ... and Justice For
All. Á St. Anger er allt löðrandi í
tilfinningum og tilgangi, s.s. í tit-
illaginu, Some Kind of Monster, My
World og The Unnamed Feeling.
Það sér inn í bera kvikuna í kjölfar
frægrar tilvistarkreppu sveit-
arinnar í upphafi þessa áratugar.
Við efasemdamenn þessa heims
segi ég því einfaldlega: Hlustið og
þér munuð heyra! Eða rímaði St.
Anger kannski bara svona vel við
sálarlíf mitt á þessum tíma?
En hvað sem mönnum kann að
finnast um St. Anger er ljóst að
Metallica hafði gyrt sig í málmbrók
á ný. Þá brók hefur sveitin ekki
leyst niður um sig á Death Magn-
etic, nema síður sé. Og það sem
meira er, hún er endanlega stigin
út úr hringiðu hjómsins, þangað
sem hún sogaðist eftir Svörtu plöt-
una og Load-ævintýrið. Héðan í frá
koma menn til dyranna eins og þeir
eru klæddir enda einlægni allra
dygða best í listum. Og líklega líf-
inu yfir höfuð.
Uppgjörið að baki
Ekki þarf að fjölyrða um téða til-
vistarkreppu Metallica. Henni voru
gerð ítarleg skil í kvikmyndinni
Some Kind of Monster. Þegar hana
ber á góma sé ég alltaf fyrir mér
atriðið með Ulrich, Dave Mustaine
og sálfræðingnum. Þar opnaðist
einhver ný vídd. Vídd sem senni-
lega ætti að vera lokuð.
En alltént. Af myndinni að dæma
var Metallica nálægt því að leggja
upp laupana – eins og frystihúsin
forðum – í kjölfar þess að James
Hetfield hóf síðbúna leit að sjálfum
sér. Gleymum því ekki að þessir
menn voru ekki nema liðlega tví-
tugir þegar þeir vöknuðu upp um
miðja nótt í Smálöndunum í Svíþjóð
við það að tónleikarútan hafði oltið
og Cliff Burton bassaleikari orðið
undir henni. Slíkri upplifun gleyma
menn auðvitað aldrei enda þótt
Bakkus hafi deyft hana um alllangt
skeið. Og frestað uppgjörinu.
Þrátt fyrir allt var samt líklega
lítil hætta á því að sveitin leystist
upp enda henda menn ekki fjöregg-
inu svo auðveldlega frá sér. Allra
síst þegar þeir eru orðnir allsgáðir.
Hitt er annað mál að Hetfield hefur
án efa oftar en einu sinni verið
sjálfur á þröm uppgjafar. Í athygl-
isverðu samtali við Dave Grohl, for-
sprakka Foo Fighters, á metallica-
.com á dögunum lætur hann líka að
því liggja að mögulega hefði allt
getað farið á annan veg og hann nú
setið að sumbli með Kurt Cobain,
Layne Staley og fleiri góðum mönn-
um. Það getur verið afdrifaríkt að
finna ekki reiði sinni farveg, eink-
um þegar hún er uppsöfnuð.
En allt um það. Hetfield er hérna
megin móðunnar, vígreifur sem
aldrei fyrr. Death Magnetic hefur
litið dagsins ljós og mögulega hittir
fyrrnefndur Dave Grohl naglann á
höfuðið þegar hann segir íbygginn
við ’tallica-strákana: „Ég geng ekki
svo langt að halda því fram að
Death Magnetic sé ykkar besta
plata – en hún er nálægt því.“
Af málmi ertu kominn...
Gömlu brýnin í Metallica rokka sem aldrei fyrr á nýjustu skífu sinni, Death Magnetic, sem kom út fyr-
ir helgi og sýna svo ekki verður um villst að frásagnir af dauða rokkskrímslisins eru stórlega ýktar
Reuters
Þéttir James Hetfield, Robert Trujillo, Lars Ulrich og Kirk Hammett rokka frá sér allt vit í Los Angeles í sumar. Á
nýju plötunni, Death Magnetic, leitar Metallica aftur til uppruna síns í gamla góða þrassinu. Mikill er mátturinn.
Í HNOTSKURN
»Metallica var stofnuð íLos Angeles árið 1981 og
sendi frá sér sína fyrstu
breiðskífu, Kill ’Em All,
tveimur árum síðar. Hún er
af mörgum talin áhrifamesta
þungarokkshljómsveit sög-
unnar.
»Death Magnetic er ní-unda plata Metallica með
frumsömdu efni en að auki
hefur sveitin gefið út eina
tónleikaplötu og tvær plötur
með ábreiðum, þ.e. efni eftir
aðra.
»Hinn goðsagnakenndiupptökustjóri Rick Rub-
in, sem m.a. er þekktur fyrir
samstarf sitt við Johnny
Cash, stýrði upptökum á
Death Magnetic.
TÓNLIST
Fyrirtæki framtíðarinnar
Ráðstefna um nýtingu mannauðs í stjórnun fyrirtækja
Ráðstefnan fer fram í Salnum í Kópavogi föstudaginn
19. september frá kl. 8.30-12.30.
Ráðstefnustjóri: Bryndís Hlöðversdóttir, forseti
lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnu-
gjald er kr. 4.500. Skráning fer fram á
www.bifrost.is og í síma 433 3000.
19.
september
frá 8.30-12.30.
Dagskrá
Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst setur
ráðstefnuna
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ávarpar
ráðstefnugesti
The Diversity Business Case: Overcoming
Challenges and Measuring Impact
Eleanor Tabi Haller-Jorden framkvæmdastjóri
Catalyst Europe
The gender quota – implementation and experi-
ence in Norway
Marit Hoel framkvæmdastjóri Centre for Corpo-
rate Diversity í Osló
Álit og viðbrögð frá fjórum stjórnendum úr
atvinnulífinu:
Hildur Árnadóttir, Margrét Kristmanns-
dóttir, Sævar Freyr Þráinsson, Þórólfur
Árnason
Kaffi
Kynlegar kennitölur
Elín Blöndal prófessor við lagadeild Háskólans
á Bifröst
Kyn sem áhrifaþáttur í stjórnun fyrirtækja
Margrét Sæmundsdóttir hagfræðingur hjá
viðskiptaráðuneytinu
Hagfræði fyrir alla
Illugi Gunnarsson alþingismaður
Erum við að hoppa á öðrum fæti?
Þór Sigfússon formaður Samtaka atvinnu-
lífsins
Álit og viðbrögð frá fjórum stjórnendum úr
atvinnulífinu:
Hreggviður Jónsson, Margrét Sanders,
Ólafur Þ. Stephensen, Þórdís Jóna Sigurðar-
dóttir
Samantekt og slit
Bryndís Hlöðversdóttir
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
5
3
6
6