Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 17 Minnt er á að í fyrri hluta október fer fram álagning opinberra gjalda lögaðila vegna rekstrarársins 2007. Framtalsfrestur er nú liðinn og eru því þau félög sem enn eiga eftir að skila skattframtali 2008 ásamt ársreikningi hvött til að skila hið allra fyrsta. Bent skal á að skattframtali skal alltaf skila, jafnvel þó að engin eiginleg atvinnustarfsemi eða rekstur hafi verið til staðar hjá félaginu. Minnt er á að félög skulu jafnframt skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila Framtalsfrestur félagaer liðinn skattur.is Hægt er að skila skattframtali og ársreikningi rafrænt áwww.skattur.is. » Nei, kanntu annan? Valdís Óskarsdóttir , klippari og leikstjóri, spurð hvort í bígerð væri Hollywood-útgáfa af Sveitabrúð- kaupi. » Ef skilaboðin frá dómskerfinu eruekki skýr, um að þetta sé alvarlegt og menn fái makleg málagjöld fyrir þetta, þá er hættan sú að menn haldi uppi við- teknum hætti. Geir Jón Þórisson , yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um sífellt tíðari árásir á lög- reglumenn í starfi. » Prímadonnur eiga oft erfitt með aðviðurkenna aðrar prímadonnur og ef prímadonnur neyðast til samstarfs er iðulega þrumusvipur á báðum. Úr pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur , blaðamanns, um stjórnarsamstarfið. » Hinir eru miklu fleiri, sem kunna aðmeta að lognmollunni sé blásið frá. Ögmundur Jónasson , þingflokksformaður Vinstri grænna um viðbrögð við myndskreytingu á heimasíðu hans, þar sem andliti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er skeytt inn á mynd með Moammar Gaddafi, Líbýuforseta. » Ég vænti þess að þessar fjölskyldurgeti gefið okkur mikið og kennt okkur mikið, ekki síst það að sálunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Sigtryggur Karlsson , en hann og kona hans, Helga Gunnarsdóttir, eru ein stuðningsfjölskyldna palest- ínska flóttafólksins, sem kom til Akraness frá flótta- mannabúðum í Írak. » Maður á ekki að elta ólar við fólk semhefur yndi af illmælgi. Úr yfirlýsingu Árna Johnsens , alþingismanns, þar sem hann fellur frá meiðyrðamálsókn gegn Agnesi Bragadóttur, blaðamanni. »Yfirlýsing hans [Árna Johnsen] er fá-ránlegt skítkast og allt í lagi með það. Agnes Bragadóttir um yfirlýsingu Árna Johnsens. » Mér finnst það mikið umhugsunar-efni að formaður þingflokks stærsta stjórnarandstöðuflokksins sjái sóma sinn í því að gera þetta. Guðlaugur Þór Þórðarson , heilbrigðisráðherra, um fyrrgreint tiltæki Ögmundar. » Að mínu mati tapaði betra liðið í þess-um leik. Ólafur Jóhannsson , landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftir leikinn við Skota. »Að umgangast Keiko var eins og aðumgangast vitran hund. Hallur Hallsson í útvarpsviðtali. » Ég lái ljósmæðrum ekki að hafareiðst þar sem þessi orð má nátt- úrlega ekki túlka öðruvísi en að öll kjara- barátta, kvennabarátta, jafnréttisbarátta síðustu 50 ára hafi verið unnin fyrir gýg ef gildismat ríkisins á eðli starfa er frá 1962. Guðlaug Einarsdóttir , formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um stefnu Árni M. Mathiesen, fjár- málaráðherra, á hendur félaginu fyrir ólöglega vinnu- stöðvun. Reuters Á tískusýningu Victoria Beckham og Jenni- fer Lopez mættu á sýningu Marc Jacobs í New York í vikunni. Ummæli vikunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.