Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ T am Coyle er tónleikahald- ari og plötusnúður í Glasgow. Hann hefur ferðast með Köflótta hernum (The Tartan Army) um árabil og í tengslum við knattspyrnuna og starf sitt komið til samtals 57 landa. „Mig vantar fjögur lönd í Evrópu. Þegar við vorum í Makedóníu á laugardaginn, þar sem við reyndar töpuðum, var ég að íhuga að stökkva yfir til Albaníu en hafði ekki tíma. Albanía er eitt af lönd- unum sem við höfum ekki spilað við, þess vegna hef ég ekki komið þang- að.“ Tam var í Reykjavík fyrir sex ár- um, þegar Skotland mætti Íslandi í undankeppni stórmóts, rétt eins og núna. Í millitíðinni hefur hann oft verið nálægt því að koma til Reykja- víkur á tónlistarhátíðina Airwaves, en alltaf þurft að fresta því vegna annríkis. „Október er erfiður, þá eru margar aðrar tónlistarhátíðir, auk þess sem við höldum fimm og allt upp í sjö gigg á viku á staðnum sem ég er með, Barfly. Skólarnir byrja nefni- lega um þetta leyti og það er mik- ilvægt að vera með góða dagskrá til þess að ná stúdentunum rakleitt inn,“ segir Tam, en á Barfly í Glas- gow spila stór og smá bönd, allt frá nýliðum til Franz Ferdinand og Bloc Party. Tam er mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar og rifjar upp þegar hann átti þátt í að skipuleggja fyrstu tónleika Sykurmolanna í Skotlandi árið 1988 og aðra í New York árið eftir. Síðan þá hefur hann skipulagt tónleika í Bretlandi með Bellatrix, múm og Sig- ur Rós, svo fáar sveitir séu nefndar, og næst á dagskrá er Sign. Þú skalt ekki mann deyða „Þegar ég ferðast með Köflótta hernum fæ ég mér bjór, ég fæ mér Jack Daniels, ég er í fríi og get verið eins mjúkur og mér sýnist, jafnvel fullur. En þegar ég er heima snerti ég ekki áfengi, það er ekki hægt,“ segir hann við því orðspori sem oft fer af skosku knattspyrnuáhangendunum, að þeir séu drykkjuboltar. „Þegar ég kem heim á mánudaginn er haust- vertíðin í bransanum að hefjast, endalaus skipulagning, og ég mun vinna í 37 daga samfleytt. Ekki einn einasti frídagur,“ segir Tam og við- urkennir að líf hans sé dálítið skorpu- kennt. Til Reykjavíkur kom hann sem fyrr segir beint frá Makedóníu, þang- að voru mættir 3.000 skoðanabræður hans, en liðsmenn Köflótta hersins búa um víða veröld og safnast reglu- lega saman þar sem skoska landsliðið leikur útileiki. „Ef við komumst á HM í Suður-Afríku 2010 ætlum við að keyra,“ fullyrðir Tam og segir að þeg- ar sé búið að fjármagna ferðina með samningum við dagblöð og útvarps- stöðvar. „Við munum senda reglulega pistla heim. Svo munum við gefa rút- una okkar til hjálparstarfs í þjáðu Afríkuríki,“ segir hann grafalvarlegur og talið berst að hjartahlýju Skota. „Þetta er gott fólk,“ samsinnir hann og lítur yfir skrautlegan hópinn á kaffihúsinu þar sem við sitjum. Þótt þeir kenni sig við her séu þeir frið- elskandi og réttsýnir. „Við viljum til dæmis losna undan ensku yfirvaldi með friðsamlegum hætti. Við viljum ekki tengjast atburðum eins og þeim sem gerst hafa í Írak og Afganistan. Tony Blair hefur í okkar huga sess stríðsglæpamanns, það var ekki vilji skosku þjóðarinnar að valda dauða og hörmungum saklausra borgara í Írak. Í dag er forsætisráðherra Bretlands að vísu skoskur, en það er ekkert betra. Hann er of hallur undir enska, að mínu mati.“ Tam segir að mikill meirihluti liðs- manna Köflótta hersins hallist að sjálfstæðu Skotlandi og söngvarnir og klæðnaðurinn hafi sterkar þjóðern- islegar skírskotanir. „Fullt af þessum lögum sem ég spila fjalla um föð- urlandsást, um skoska menningu og hetjudáðir,“ segir Tam, en hann var plötusnúður í stærstu partíum Skot- anna í Reykjavík í vikunni – upphit- unarpartíinu á Hressó kvöldið fyrir leikdag og sigurhátíðinni daginn eftir. Þar hljómuðu lög eins og Caledonia, Flower of Scotland og The Bonny Banks of Loch Lomond, í bland við eitíssmelli frá Deacon Blue o.fl. Og hástöfum var sungið með. „Ég passa mig samt að fara ekki yfir strikið, ég spila ekki róttæk, pólitísk lög, því sumir okkar, kannski 20%, eru Bret- landssinnar. Ég vil ekki móðga neinn,“ segir Tam. „Skynsamleg og eðlileg þróun,“ segir hann um leiðina til sjálfstæðis. „Englendingar eru vinir okkar og verða áfram góðir ná- grannar. En þeir eru náttúrlega til í okkar hópi sem hatast við Englend- inga, vilja fara í fússi og sýna þeim fingurinn. Það er nú meira ruglið.“ Langbesta sveitin Tam fær klapp á bakið frá félögun- um fyrir góða frammistöðu á plötu- snúðapallinum og hann er sjálfur kát- ur. „Ég hef með mér svona kannski 150 diska í hverri ferð. En ég nenni ekki alltaf að standa í þessu, stundum erum við búnir að leigja bar og mæt- um á staðinn en þá standast engir samningar. Oft fæ ég líka lítið borgað fyrir púlið. En sums staðar – eins og í Færeyjum síðast – sting ég bara upp á því við eigandann að ég fái prósent- ur af barnum og þá geng ég nátt- úrlega út með fulla vasa fjár. Ég þekki mína menn,“ segir hann glott- andi og rifjar upp að í Færeyjum hafi bareigandinn sem opnaði staðinn sinn þurft að hringja í alla aðra bareig- endur Þórshafnar þegar leið á nótt- ina, til þess að útvega meira áfengi. Í kjölfarið koma skrautlegar sögur af menningarferðum Köflótta hersins til aðskiljanlegustu landa, frá Moldóvíu til Japans, t.a.m. sagan af þremenn- ingunum sem sátu í pilsum sínum á útikaffihúsi í Búdapest þegar bílalest Tonys Blairs fór framhjá og þeir stukku samstundis upp, sneru sér við og sviptu upp pilsunum. „Eins og í Braveheart, skilurðu,“ segir Tam. Hvar sem hann fer er hann svo auðvitað með eyrun opin fyrir nýrri tónlist og er gjarnan mættur á sömu staði einhverjum misserum síðar – ekki í pilsi heldur gallabuxum – til fundar við umboðsmenn. Það er því eins og fyrir fullkomna galdra að þjónninn á Kofa Tómasar frænda, þar sem við sitjum, skuli bregða nýj- ustu Sigur Rósar-plötunni undir geislann. „Ahhh …“ stynur Tam og leggur lófana á hnén þar sem græn- köflóttu Glasgow-mynstrinu sleppir. „Ég held að ég geti sagt að þeir séu uppáhaldshljómsveitin mín í víðri veröld. Mig langaði mikið að koma og sjá þá í náttúrutónleikaröðinni Heima, en var vant við látinn. Líklega einhvers staðar á knattspyrnuleik. En þeir eru að spila í Glasgow í nóv- ember. Það kemur í staðinn,“ segir plötusnúður vikunnar og tónlist- arhetja köflóttu hermannanna. Veisla í farangrinum Lorna J. Waite er doktorsnemi í listfræðum og skrifandi kona í Ísland er frjálst Skotland Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.