Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 21

Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 21 Morgunblaðið/Frikki og notast við chilli, mygluosta, svartar ólífur og fleira í þeim dúr. Hann hefur alltaf borðað svona mat og elskar þetta. Amma hans í föð- urætt er meistarakokkur og hefur alið hann vel upp að þessu leyti. Sjálf hef ég líka mjög gam- an af eldamennsku og ekki hafa matargæðin á heimilinu minnkað eftir að Þorfinnur bættist í hópinn. Hann byrjaði á því sem unglingur að prófa sig áfram í eldamennskunni því ég var alltaf að vinna frameftir öllu. Þá fór hann búa til hrís- grjónagraut, spaghettí og ommelettur. Ég veit að núna um daginn var hann að bjóða vinum sínum í mat. Hann er fluttur að heiman og er fullfær um að sjá um sig sjálfur. Hann verður stúdent í vor ef allt gengur upp. Ég held það sé kominn tími á það og ég gæti trúað því að hann hefði hug á að fara eitthvað út í heim að skoða sig um. Sem ég skil mjög vel, ég flýtti mér með menntaskóla og dreif mig út. Ein fyndin saga af Breka er þegar hann var með mér í dansstúdíói í kennslu. Hann var úti í horni eitthvað að dunda sér og ég var að kenna æfinguna „Grand Battement“. Ég var að út- skýra þetta fyrir stelpunum og endurtók orðið „Battement“. Þá kom hann skyndilega á þeysi- reið yfir stúdíóið og öskraði Batman! Batman! En þetta var á þeim tíma sem verið var að sýna Leðurblökumanninn í bíói. Nemendum mínum fannst þetta mjög fyndið og hafa oft nefnt þetta við mig síðan. Hann var bara tveggja, þriggja ára þegar þetta gerðist og fylgdist greinilega meira með en ég hélt. Dýravinur Breki er dýravinur og var rosalega góður vinur tveggja tíka sem amma hans og afi í föð- urætt áttu. Það var fallegt samband. Önnur tíkin passaði hann alltaf þegar hann var barn og það samband hélt áfram og þau voru bestu vinir þangað til hún dó. Ég held það gefi börn- um mikið að eiga félaga í dýrum. Svo hefur hann verið í hestum með pabba sínum og líka eru amma hans og afi mikið hestafólk. Hann á hest og hefur mikinn áhuga á hestum. Pabbi hans segir að hann sé góður, ég hef ekki vit á hestum. Breki hefur kennt mér ýmislegt. Hann togar mig stundum niður á jörðina. Hann er sveim- hugi eins og ég en stundum ef það er mikið stress í gangi, þá segir hann mér að slaka á og taka það rólega. Ég hlusta alveg á hann.“ vinnuna. Þannig var þetta ekki síst á meðan mamma var meira að dansa og minna að kenna. Hún var oft að vinna í söngleikjum og þá tók það yfir fjölskyldulífið og ég fékk þessi lög á heilann í marga mánuði. Hún var alltaf að skrifa eitthvað og dansa heima. Þegar ég tek að mér verkefni sekk ég mér í þau eins og hún. Þetta er ekki bara starf heldur líka lífsstíll. Mamma hefur kennt mér ást á starfi, að velja sér eitthvert starf sem maður hefur rosa- lega gaman af, alveg eins og hún gerði. Hún er búin að vinna við þetta alla sína ævi og leggur mikinn metnað í það sem hún gerir og sekkur sér í starfið. Hún hefur róast svolítið með aldr- inum. Hún reykti einu sinni en hætti, sem er mjög flott hjá henni. Hún hætti af því að ég bað hana um það, þá var ég svona sjö, átta ára. Hófsöm manneskja Mamma er hófsöm manneskja og ég lít upp til hennar hvað það varðar. Hófsemi er eitt- hvað sem ég er ekki bestur í. Hún er hófsöm á mat og áfengi. Margir í kringum mig hafa farið illa á áfenginu og þá er gott að hafa fyrirmynd í mömmu. Mér finnst oft vanta hér á Íslandi að foreldrar séu fyrirmyndir barna sinna hvað varðar drykkju. Hún hefur líka kennt mér að njóta lífsins. Til dæmis ferðast þau Þorfinnur heilmikið saman og lifa lífinu, án þess að það bitni á starfinu. Mamma kemur oft á óvart. Einu sinni kom hún heim nærri snoðuð og ég fékk algjört sjokk. Annars hef ég líka heyrt margar skemmtilegar sögur af henni sem gerðust áður en ég fæddist. Einu sinni sviðnaði allt hár framan úr henni þegar hún var að reyna að kveikja á gasofni þegar hún bjó í New York! Annars hefur hún aldrei slasað sig alvarlega en hefur verið veik í bakinu eins og margir at- vinnudansarar. Hún er að kenna Pilates en í því er verið að rækta alla þessa vöðva sem við notum almennt rosalega lítið. Hún er núna mikið að hugsa um hvað sé best fyrir líkamann. Ég bjó með mömmu og Guðbjörgu, systur hennar, í mörg ár. Ég hef alltaf verið um- kringdur kvenmönnum. Allar systurnar eru rosalega ólíkar. Mamma er yngst og minnst en að sama skapi stæltust. Fylgist vel með Mamma átti mig þegar hún var svo ung. Ég á því unga foreldra og hef alltaf getað talað við þau um allt. Líka tónlist og bíómyndir sem eru í gangi í dag því þau fylgjast svo mikið með. Mamma lifir og hrærist í menningarlífinu. Hún og Þorfinnur fara mikið á tónleika og í leikhús. Það kom mér frekar mikið á óvart þegar hún fór í mennta- og menningarstjórnunarnámið. Mér fannst það mjög flott hjá henni. Líka að flytja til fjölskyldu í Texas á meðan hún var að gera lokaverkefnið, komin á fimmtugsaldur. Mamma er algjör morgunhani, sem ég hef aldrei verið. Ég er nátthrafn á meðan hún er heldur betur morgunhress. Það er mjög gaman að ferðast með henni. Við fórum í skíðaferð til Austurríkis um síð- ustu páska með Þorfinni og strákunum hans. Þá var hún hálfpartinn að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Það kom mér á óvart að hún hefði ekki skíðað fyrr. Hún lét það ekki á sig fá og fór á námskeið þarna úti. Hún var orðin ágæt undir lokin. Hún hefur allavega þorið í að drífa sig á námskeið í stað þess að sitja heima.“ Baltasar Breki: „Mamma er mjög góður uppalandi og ég hef búið með henni nærri alla mína ævi en ég flutti út fyrir ári eða svo. Hún er rosalega góð kona en getur verið erfið, eins og þegar mann langaði út á lífið á unglingsárun- um. Þá rifumst við svolítið. Hún hefur alltaf stutt við bakið á mér. Hún er mjög ákveðin og veit alveg hvað hún vill. Hún er líka mjög bjart- sýn og er alltaf að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt, með tilraunastarfsemi bæði í dansinum og öðru sem hún gerir. Hún er mjög framsækin. Fór til dæmis til Texas í tengslum í meistaraverkefnið sitt í mennta- og menningar- stjórnun. Flott á sviði Hún er ekki síst gefin fyrir tilraunir í sam- bandi við dansinn og dettur mér sérstaklega í hug sýning sem hún setti upp með Láru Stef- ánsdóttur í Iðnó fyrir nokkrum mánuðum. Vin- ir mínir spyrja mig stundum hvort það sé ekki skrýtið að horfa á mömmu á sviði í hinum ýmsu hlutverkum. Mér finnst það allt í lagi og er van- ur að sjá foreldra mína koma fram. Hún verður ákveðinn karakter þegar hún er að dansa, kemst í vissan gír. Hún er rosalega flott á sviði. Hún er alltaf dansandi hérna heima. Um leið og það fer einhver tónlist í gang byrjar hún að dansa. Ég hef gaman af því að dansa og sótti um í Listdansskólanum. Ég komst inn en hafði ekki tíma enda hefði það kannski verið skrýtið að vera í tíma hjá henni. Hún var í fimleikum þegar hún var yngri. Þess vegna er hún kannski svona lítil! Hún er alltaf full af orku og vinnur við að hreyfa sig allan daginn sem hlýtur að taka á. Hún slapp við það að vera atvinnuballerína. Mamma valdi sér þá braut að vera módern- dansari en það passar miklu betur við persónu- leika hennar. Hún er alltof framsækin til þess að vera ballerína. Hún var að vinna í Þjóðleikhúsinu á sama tíma og pabbi þannig að það var eins og mitt annað heimili þegar ég var lítill. Ég fór líka oft með henni í vinnuna þegar hún var að kenna þannig að ég þekki alveg inn á hana í dansinum þó að ég sé ekki að blaðra alltaf um það við hana. Ég held að hún haldi að ég hafi engan áhuga á þessu! Ég reyni að mæta á flestar sýn- ingar sem hún gerir og gef henni mína gagn- rýni. Ég get horft á hana dansa út frá öðru sjónarhorni en að þetta sé mamma mín, sem er gott og ég vona að hún geti líka gert hið sama við mig þegar ég er að leika. Það þurfa allir gagnrýni, ekki síst í fjölskyldu þar sem allir eru listamenn. Góður kokkur Mamma hefur alltaf verið mjög Miðjarð- arhafsleg í eldamennsku. Hún eldar spænskan, franskan og ítalskan mat og ég ólst upp við þessa matargerð. Afi minn er spænskur og konan hans eldar bara svona mat. Ég ólst upp við góðan mat. Mamma er rosalega flink í mat- argerð og svo kynntist hún Þorfinni, sem er svaka kokkur líka. Það er aldrei leiðinlegt að fara í mat til mömmu og stemningin við mat- arborðið er góð. Frá því að ég var pínkulítill var uppáhaldsrétturinn minn grænmetislasagna sem hún gerir. Mamma er mikil grænmetisæta. Ég elska kjöt og vil borða skepnur og Þorfinn- ur kemur með það inn í matargerðina hjá henni. Hann er mikill súkkulaði- og kjötmaður. Ef hún mætti ráða væri aldrei neitt annað en grænmeti á boðstólum. Mamma vinnur við að hreyfa sig og verður að borða góðan mat, hollan og léttan. Hún býr yfir sjálfsaga hvað þetta varðar. Bæði hjá henni og pabba snýst allt í kringum Mikill morgunhani »Hún er líka mjög bjartsýn og er alltaf að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Mægðin nú Breki í eldhúsinu á heimili móður sinnar og Þorfinns við Stýrimannastíg þar sem oft er eldaður góður matur og samræðurnar við matarborðið eru ekki síðri. OG ENGIN FÆRSLUGJÖLD www.nb.is M iðast við m eðal-yfir dráttarvextiá sam bæ rilegum reikningum . Kynntu þér málið og sæktu um á www.nb.is eða hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 550 1800. Nýir viðskiptavinir Netbankans sem sækja um debetkort án færslu- og árgjalda, fá 18,45% yfirdráttarvexti fyrstu 6 mánuðina sem þeir eru í viðskiptum. Að auki býðst nýjum viðskiptavinum almennt e-Vildarkort án árgjalds fyrsta árið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.