Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 23
virðist henta fjölskyldunni mjög vel því þarna er tvítyngt samfélag. „Þetta er eyja með regnskógum. Fullt af hvölum og höfrungum syndir þarna í kring og svo eru nægar pödd- ur á landi fyrir mig.“ Amélie Melkorka er náttúrubarn eins og foreldrarnir. „Hún sýnir mik- inn áhuga á útiveru og öllu sem hreyfist. Svo er hún alltaf að safna og raða steinum. Við heimsóttum Puerto Rico til að skoða nýja heimilið og fór- um aðeins inn í regnskóginn. Hún hljóp út um allt og klifraði, skoðaði undir steina og greip í pöddur!“ Djúpsteiktar kóngulær Sú spurning vaknar hvort Ingi hafi einhvern tímann bragðað kónguló. „Ég hef ekki étið kónguló. Ég borðaði allskonar engisprettur og bjöllulirfur þegar ég var í Taílandi en verð að prófa kóngulærnar næst. Þær eru borðaðar djúpsteiktar sum- staðar í Asíu og þá stórar kóngulær sem heita Nephila, gullvefjar- kóngulær. Þær gera stóra, gyllta vefi, sem eru mjög flottir. Á Nýju-Gíneu er þessi vefur notaður til veiða. Farið er með þríhyrnda spýtu í gegnum vefinn og þannig verður til háfur sem notaður er til að veiða smáfiska í beitu. Þetta sýnir hvað vefurinn er sterkur.“ Það er kannski ekki við hæfi að borða lifibrauðið? „Líffræðingar vilja nú gjarnan hafa borðað það sem þeir stúdera. Til dæmis smakkaði Laura hrefnu í fyrsta skipti hér á landi. Hún er á móti hvalveiðum en fékkst til að smakka bita.“ Bragðgóð? Ingi hefur tekið margar ótrúlegar myndir en hér er kónguló að gæða sér á engisprettu. Hann tók allar meðfylgjandi dýramyndir. Í uppáhaldi Lemúr frá Madagaskar er í uppáhaldi hjá Inga. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 23 „ÉG var búinn að vera í hálft ár í námi í Washington þegar ég var settur í það að skipuleggja ferð til Guyana. Þetta er lítið og fábýlt land í norðaustanverðri Suður-Ameríku og er nærri allt stór regnskógur. Við ætluðum í miðjan regnskóginn og vera þar í tvær vikur, langt frá allri byggð. Við fórum til höf- uðborgarinnar Georgetown og keyptum þar vistir. Eina leiðin til að komast inn í skóginn er þriggja mánaða ferðalag á kanó eða þriggja tíma flug, svo við leigðum tvær Cessnur. Við lentum á lítilli gras- sléttu í miðjum skóginum og maður gerir sér grein fyrir því hvað maður er langt frá öllu eftir stanslaust flug yfir skóg. Þarna eru engir vegir, engar byggingar og ekkert raf- magn.Við vorum með yfirvigt og gátum ekki tekið allar birgðirnar með og ákváðum að skilja teppin eftir í þeirri von að það yrði ekki það kalt í hitabeltinu. Við skildum líka eftir rommið, sem við tökum gjarnan með „til að halda á okkur hita“. Svo kom í ljós að það var al- veg hrikalega kalt þarna á nóttunni og okkur varð oft hugsað til birgð- anna sem við skildum eftir í höf- uðborginni. Við lentum í indjánaþorpi sem við vorum búnir að hafa samband við en þar er ein talstöð. Þetta var leið- angur frá Smithsonian, þaðan komu fimm manns en til viðbótar var leið- sögumaður og tveir indjánar úr þorpinu, sem hjálpuðu okkur að veiða og elda. Síðan áttum við stefnumót við flugmennina tveimur vikum síðar á sömu grassléttunni. Maður varð bara að treysta á að þeir kæmu að sækja okkur. Þegar þeir svo komu varð ljóst að einhver mis- skilningur hafði orðið. Aðeins ein flugvél kom til að fara með okkur til baka í stað þeirra tveggja ofhlöðnu sem fluttu okkur í skóginn. Sléttan var stutt og flugmaðurinn þorði ekki að taka alla með í einu heldur ferjaði liðið í næsta indjánaþorp sem var með stærri „flugvelli“. Sléttan var líka bithagi nautgripa og flugum við nokkrum sinnum yf- ir til að fæla þá í burtu svo að hægt væri að lenda. Síðan var öllu hlaðið í þessa einu vél og yfirvigtin var mikil. Flugmaðurinn bakkaði eins langt og hann gat og svo var bara allt sett í botn, brunað af stað og vonað hið besta. Þetta var ekki það gáfulegasta sem maður hefur gert. Þarna var sannarlega teflt á tvær hættur. Við sáum trén nálgast óðfluga og von- uðum bara að við drifum yfir og engin belja flæktist inn á völlinn. Við náðum að skríða yfir trjátopp- ana en flugum beint inn í storm og sáum ekki út um gluggann í þrjá tíma. Ég held að við höfum allir haldið að við lifðum ekki ferðina af enda hristist vélin mikið og meira að segja flugmaðurinn var náhvít- ur. En við komum skyndilega niður úr skýjunum og lentum í George- town. Allir voru auðvitað voða glaðir að vera komnir heilir á húfi nema hvað þá tók lögreglan á móti okkur og gerði sýnin upptæk. Öll vinnan var tekin af okkur. Rökin voru þau að við hefðum brotið reglu. Maður á að vera með innfæddan samstarfsmann með sér. Okkar samstarfsmaður var innfæddur indjáni og sögðu þeir að það teldi ekki! Það var ekkert að gera fyrir okkur nema fljúga aftur til Banda- ríkjanna. Málið endaði með því að háttsettur starfsmaður Smit- hsonian flaug til Guyana og talaði við forsetann. Þannig fengum við leyfi til að sækja sýnin aftur og sem betur fer voru þau ennþá í lagi.“ Rommið og teppin urðu eftir Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 (sama hús og bílaapótek) Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Tvær verslanir fullar af nýjum vörum Haust/vetur 2008 m bl 10 45 09 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.