Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 23

Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 23
virðist henta fjölskyldunni mjög vel því þarna er tvítyngt samfélag. „Þetta er eyja með regnskógum. Fullt af hvölum og höfrungum syndir þarna í kring og svo eru nægar pödd- ur á landi fyrir mig.“ Amélie Melkorka er náttúrubarn eins og foreldrarnir. „Hún sýnir mik- inn áhuga á útiveru og öllu sem hreyfist. Svo er hún alltaf að safna og raða steinum. Við heimsóttum Puerto Rico til að skoða nýja heimilið og fór- um aðeins inn í regnskóginn. Hún hljóp út um allt og klifraði, skoðaði undir steina og greip í pöddur!“ Djúpsteiktar kóngulær Sú spurning vaknar hvort Ingi hafi einhvern tímann bragðað kónguló. „Ég hef ekki étið kónguló. Ég borðaði allskonar engisprettur og bjöllulirfur þegar ég var í Taílandi en verð að prófa kóngulærnar næst. Þær eru borðaðar djúpsteiktar sum- staðar í Asíu og þá stórar kóngulær sem heita Nephila, gullvefjar- kóngulær. Þær gera stóra, gyllta vefi, sem eru mjög flottir. Á Nýju-Gíneu er þessi vefur notaður til veiða. Farið er með þríhyrnda spýtu í gegnum vefinn og þannig verður til háfur sem notaður er til að veiða smáfiska í beitu. Þetta sýnir hvað vefurinn er sterkur.“ Það er kannski ekki við hæfi að borða lifibrauðið? „Líffræðingar vilja nú gjarnan hafa borðað það sem þeir stúdera. Til dæmis smakkaði Laura hrefnu í fyrsta skipti hér á landi. Hún er á móti hvalveiðum en fékkst til að smakka bita.“ Bragðgóð? Ingi hefur tekið margar ótrúlegar myndir en hér er kónguló að gæða sér á engisprettu. Hann tók allar meðfylgjandi dýramyndir. Í uppáhaldi Lemúr frá Madagaskar er í uppáhaldi hjá Inga. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 23 „ÉG var búinn að vera í hálft ár í námi í Washington þegar ég var settur í það að skipuleggja ferð til Guyana. Þetta er lítið og fábýlt land í norðaustanverðri Suður-Ameríku og er nærri allt stór regnskógur. Við ætluðum í miðjan regnskóginn og vera þar í tvær vikur, langt frá allri byggð. Við fórum til höf- uðborgarinnar Georgetown og keyptum þar vistir. Eina leiðin til að komast inn í skóginn er þriggja mánaða ferðalag á kanó eða þriggja tíma flug, svo við leigðum tvær Cessnur. Við lentum á lítilli gras- sléttu í miðjum skóginum og maður gerir sér grein fyrir því hvað maður er langt frá öllu eftir stanslaust flug yfir skóg. Þarna eru engir vegir, engar byggingar og ekkert raf- magn.Við vorum með yfirvigt og gátum ekki tekið allar birgðirnar með og ákváðum að skilja teppin eftir í þeirri von að það yrði ekki það kalt í hitabeltinu. Við skildum líka eftir rommið, sem við tökum gjarnan með „til að halda á okkur hita“. Svo kom í ljós að það var al- veg hrikalega kalt þarna á nóttunni og okkur varð oft hugsað til birgð- anna sem við skildum eftir í höf- uðborginni. Við lentum í indjánaþorpi sem við vorum búnir að hafa samband við en þar er ein talstöð. Þetta var leið- angur frá Smithsonian, þaðan komu fimm manns en til viðbótar var leið- sögumaður og tveir indjánar úr þorpinu, sem hjálpuðu okkur að veiða og elda. Síðan áttum við stefnumót við flugmennina tveimur vikum síðar á sömu grassléttunni. Maður varð bara að treysta á að þeir kæmu að sækja okkur. Þegar þeir svo komu varð ljóst að einhver mis- skilningur hafði orðið. Aðeins ein flugvél kom til að fara með okkur til baka í stað þeirra tveggja ofhlöðnu sem fluttu okkur í skóginn. Sléttan var stutt og flugmaðurinn þorði ekki að taka alla með í einu heldur ferjaði liðið í næsta indjánaþorp sem var með stærri „flugvelli“. Sléttan var líka bithagi nautgripa og flugum við nokkrum sinnum yf- ir til að fæla þá í burtu svo að hægt væri að lenda. Síðan var öllu hlaðið í þessa einu vél og yfirvigtin var mikil. Flugmaðurinn bakkaði eins langt og hann gat og svo var bara allt sett í botn, brunað af stað og vonað hið besta. Þetta var ekki það gáfulegasta sem maður hefur gert. Þarna var sannarlega teflt á tvær hættur. Við sáum trén nálgast óðfluga og von- uðum bara að við drifum yfir og engin belja flæktist inn á völlinn. Við náðum að skríða yfir trjátopp- ana en flugum beint inn í storm og sáum ekki út um gluggann í þrjá tíma. Ég held að við höfum allir haldið að við lifðum ekki ferðina af enda hristist vélin mikið og meira að segja flugmaðurinn var náhvít- ur. En við komum skyndilega niður úr skýjunum og lentum í George- town. Allir voru auðvitað voða glaðir að vera komnir heilir á húfi nema hvað þá tók lögreglan á móti okkur og gerði sýnin upptæk. Öll vinnan var tekin af okkur. Rökin voru þau að við hefðum brotið reglu. Maður á að vera með innfæddan samstarfsmann með sér. Okkar samstarfsmaður var innfæddur indjáni og sögðu þeir að það teldi ekki! Það var ekkert að gera fyrir okkur nema fljúga aftur til Banda- ríkjanna. Málið endaði með því að háttsettur starfsmaður Smit- hsonian flaug til Guyana og talaði við forsetann. Þannig fengum við leyfi til að sækja sýnin aftur og sem betur fer voru þau ennþá í lagi.“ Rommið og teppin urðu eftir Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 (sama hús og bílaapótek) Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Tvær verslanir fullar af nýjum vörum Haust/vetur 2008 m bl 10 45 09 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.