Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 25
andi konu Jets Harris í The Shadow.
„Ég var undrandi en hamingjusamur
með að vera dreginn á tálar,“ segir
hann.
Undir högg að sækja
Sumir vilja meina að snyrtilegt út-
litið og fínpússuð framkoman hafi á
stundum verið Cliff Richard til traf-
ala. Þrátt fyrir að lög hans skori
miklu oftar og hærra á vinsældalist-
um en annarra tónlistarmanna og hjá
honum sé alltaf troðfullt á tónleikum
var hann í skoðanakönnun 2002 val-
inn leiðinlegasta stjarna breskrar
tónlistarsögu. Meðalvegurinn er
vandrataður.
Cliff Richard hefur opinberlega
kvartað yfir skorti á markaðslegum
stuðningi útvarpsstöðva og plötuút-
gáfna, sem hampa nýjum hljóm-
sveitum á kostnað eldri tónlistar-
manna, eins og hans sjálfs. Orð hans
eru ekki út í bláinn, en til að renna
stoðum undir þau tók hann til bragðs
1998 að gefa út disk undir dulnefninu
Blacknight og senda á 240 útvarps-
stöðvar. Diskurinn var merktur eins
og listamaðurinn væri ekki á samn-
ingi hjá stóru útgáfunum og var hon-
um firnavel tekið. „Frábær plata […]
Í sannleika sagt hefðum við þó aldrei
spilað hana hefðum við vitað að Cliff
stæði að henni,“ viðurkenndi plötu-
snúður á Choice FM í London. Og
kollegar hans á öðrum stöðvum ját-
uðu fordóma sína, margir sögðust
einfaldlega „ekki spila Cliff“. Og eru
enn við sama heygarðshornið ef
marka má ummæli söngvarans á
ITV-sjónvarpsstöðinni í fyrra.
Passar upp á sitt
Cliff Richard er víðar vel á verð-
inum. Hann lætur sig höfundarrétt-
arlög varða, enda var fyrsta platan,
Move It, prófsteinn á tímann sem þau
gilda. Niðurstaðan féll almenningi í
vil, sem þýðir að Cliff Richard hefur
ekki lengur af henni tekjur. Að sögn
svíður honum sérstaklega að fá ekki
rönd við reist þótt lög hans séu notuð
í klámkvikmyndum og þvíumlíku.
Fyrir tveimur árum fóru á kreik
sögusagnir um að hann hefði lánað
Tony Blair, þáverandi forsætisráð-
herra, og fjölskyldu hans glæsivillu
sína á Barbados þrisvar sinnum til
þess að geta þrýst á hann um að
breyta höfundarréttarlögunum. Cliff
Richard brást reiður við og vísaði því
algjörlega á bug.
Söngvarinn er fjarri því á flæði-
skeri staddur, enda fengið vænar
fúlgur fyrir ótal smelli jafnt og þétt í
hálfa öld og fjárfest skynsamlega.
Auk setursins á Englandi þar sem
hann og McElynn búa lungann úr
árinu á hann fyrrgreinda villu á
Barbados upp á tæpan milljarð ís-
lenskra króna, hlut í Arora-hótelinu í
Manchester, vínekru og víngerð í
Portúgal og svo fyrir fjórum árum
setti hann á markað ilmvatn fyrir
konur, Miss You Nights, eða Næt-
ursöknuð.
Ekkert bendir til annars en söngv-
arinn og presturinn fyrrverandi muni
eiga saman ánægjulegt ævikvöld.
Flest virðist líka verða Cliff Richard
að gulli, t.d. hefur ævisagan þegar
rokið upp í fyrsta sæti á metsölulist-
anum, þótt hún sé um margt ólík
sögu flestra annarra poppstjarna. Og
trúlega ólík hans eigin, Which One’s
Cliff?, sem kom út 1977. Opinberun
samkynhneigðar telst alla jafna ekki
vænleg söluvara nú til dags, nema
kannski ef söguhetjan heitir Cliff
Richard.
1981-1990 1991-2000 2001-2008
Berlínarmúrinn fellur, hörmulegt kjarnorkuslys verður í Chernobyl og
Rubik’s teningurinn fær fólk á öllum aldri til að klóra sér í hausnum.
Bandaríkjaher gerir innrás í Írak og tekur þátt í Flóastríðinu, vísindamenn kynna
klónuðu kindina Dolly, GSM símar og iMac tölvur eru settar á markað og slá í gegn.
Vísindamenn og almenningur hafa áhyggjur af hlýnun jarðar, réttindabarátta samkyn-
hneigðra ber loks árangur og hryðjuverkamenn ráðast á tvíburaturnana í New York.
Tónleikar um allan heim,m.a. í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada,
Hong Kong, Singapore, Bangkok, Japan, Ástralíu, Nýja-Sjálandi,
Keníu.Smellir: Daddy’s Home,Wired For Sound, jólalagið Little
Town,The OnlyWay Out,Where DoWe Go From Here. Þrír þættir á
BBC um líf hans. Byrjaði að leika tennis.Aðalhlutverk í söngleiknum
Time áWest End.
Leikur Heathcliff í samnefndum söngleik, sem fær metaðsókn
þrátt fyrir fálæti fjölmiðla.Tónleikaferð m.a. um Suður-Afríku, síðar
Ástralíu með Oliviu Newton-John.Metaðsókn á 32 tónleikum í Royal
Albert Hall.Aðlaður 25. október 1995, fyrstur breskra rokkstjarna.
Smellir:We Should Be Together, I Still Believe In You, Peace In Our
Time,Misunderstood Man.
Dvelur mikið í Portúgal, þar sem hann tekur upp 50 Biblíusögur á 3 diska
með barnabók, Frakklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og setri sínu á Barbados.
Vida Nova af vínekrunum hans í Portúgal kemur á markað. Frægðarhöll
breskrar tónlistar innvígði hann fyrir frábært framlag til breskrar tónlistar og
menningarlífs.Smellir: Let Me Be The One,Mistletone andWine, 21st Century
Christmas og Thank You For A Lifetime.
Í HNOTSKURN
» Harry Roger Webb, sem1958 tók upp nafnið Cliff
Richard, fæddist 14. október
1940 í Lucknow á Indlandi,
sem þá var bresk nýlenda.
» Hann fluttist með for-eldrum sínum, Rodger
Oscar og Dorothy Marie
Webb, og þremur systrum til
Englands eftir að Indland fékk
sjálfstæði.
» Plötur hans hafa selst ímeira en 250 milljónum
eintaka og hann á metið með
120 lög á topp 20.
» Cliff Richard kom til Ís-lands 2007 og hélt tónleika
í Laugardalshöll ásamt The
Shadows. Gagnrýnandi Morg-
unblaðsins sagði hann hafa
staðið fyrir sínu.
Morgunblaðið/Ómar
Goðsögn á Íslandi 2007 Cliff Richard hélt tónleika í Laugardalshöllinni í
mars 2007 fyrir fullu húsi. „Það sem uppúr stendur auðvitað að á sviðinu
stóð lifandi goðsögn, sem lagði sig fram um að skemmta aðdáendum sín-
um,“ skrifaði gagnrýnandi Morgunblaðsins.
Fundur um málefni aðstandenda geðsjúkra
Glímutök geðsjúkdóma
á aðstandendum
18. september á Grand Hótel Reykjavík kl. 19:00-20:30 í samvinnu
AstraZeneca, Geðhjálpar og Geðsviðs LSH.
annt um líf og líðan
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra setur fundinn.
Fundarstjóri: Þórgunnur Ársælsdóttir, geðlæknir.
18:30-19:00 Hressing og skráning.
Fyrirlesarar:
19:00-19:40 Pete Earley, aðstandandi og höfundur bókarinnar CRAZY: a Father´s
Search Through America´s Mental Health Madness sem tilnefnd var til
Pulitzer bókmenntaverðlaunanna 2007.
19:40-19:55 Rebbi og græni frakkinn - ætluð börnum geðsjúkra.
19:55-20:15 Hulda Dóra Styrmisdóttir, aðstandandi: „Hafa skal það sem betra reynist“
20:15-20:30 Samantekt/Umræður
Skráning á fund:
Katrín Sveinsdóttir sími 535-7186
katrin@veritascapital.is
í síðasta lagi fyrir 17. sept.
Leiðbeinendanámskeið ÍSÍ
Le
ið
be
in
en
da
ná
m
sk
ei
ð
ÍS
Í
Stafganga
Reykjavík og Akureyri
Laugardaginn 20. september kl. 9-17
Námskeiðið er m.a. ætlað íþróttakennurum,
íþróttafræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum,
hjúkrunarfræðingum og læknum.
Skráning er hjá ÍSÍ í síma 514 4000
eða á netfangið namskeid@isi.is
Skráningarfrestur
17. september
Frekari upplýsingar má finna á www.isi.is
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111