Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is U ng móðir í Njarðvík ber dóttur sína um allt í burðarpoka sem hún saumaði sjálf og er nú farin að selja. Ásta María Guðmundsdóttir, 25 ára Bolvíkingur sem hefur sest að á Suðurnesjum, er gjarnan með Sig- nýju dóttur sína í skrautlegum Mei Tai, hefðbundnum asískum burð- arpoka. Ásta María hefur notað ýmsar gerðir burðarpoka eftir að frum- burðurinn kom í heiminn fyrir tíu mánuðum. „Ég byrjaði á því að nota hringjasjal og fór svo að nota form- aðan burðarpoka en langaði í Mei Tai eftir að hafa séð stelpu með svona. Ég fann snið á netinu og prófaði að sauma svona fyrir mig,“ segir Ásta María sem fékk mjög góð viðbrögð við pokanum frá stelpum í kringum sig. „Þeim fannst þetta flott og spurðu hvort ég ætlaði ekki að fara að selja svona. Þannig vatt þetta upp á sig.“ Af þessu tilefni setti Ásta María upp síðuna foreldrafadmur.net þar sem pokinn er til sölu en hann er nú einnig hægt að fá í Litlu kistunni við Laugaveg. „Áhuginn var miklu meiri en mig grunaði,“ en pokanir hafa verið til sölu síðan um miðjan júlí. Draumur að vinna heiman frá Gamall draumur Ástu Maríu er að vera mamma sem vinnur heiman frá og er hann nú kominn langleiðina með að rætast. „Saumaskapur var þó ekkert endilega draumurinn! En þetta er byrjunin.“ Hún er þó ekki eingöngu að sauma og sjá um barn því hún byrjaði í haust í frumgrein- anámi í háskólabrú Keilis með dygg- um stuðningi maka síns, Njarðvík- ingsins Magnúsar Orra Einarssonar. Með tíð og tíma hefur Ásta María hugsað sér að auka umsvif vefversl- unarinnar en segir að það sé nóg að gera í bili. En hvað var það sem heillaði við Mei Tai umfram aðra burðarpoka? „Mér finnst þetta þægilegast af því sem ég hef prófað. Þeir eru líka fallegir því það er hægt að nota ým- is skemmtileg efni,“ segir hún en óskar þess um leið að efnaúrvalið væri meira hérlendis. Eins og með aðra frumkvöðla- starfsemi tók einhverjar tilraunir að koma saumaskapnum af stað. „Ég prófaði mig áfram með þetta, þróaði sniðið varðandi þykkt og lengd bandanna og fleira.“ Hún miðar við að burðarpokinn beri barn sem er allt að 17 kg en þó á að vera hægt að nota pokann þangað til barnið er orðið of þungt fyrir þann sem ber. Í sumar notaði hún skræpóttan appelsínugulan poka, sem hún segir hafa vakið athygli. „Fólk tók eftir þessu og var mikið að spyrja mig um þetta.“ Sprenging í barnaburði Mei Tai-pokann notar hún mikið heimavið og líka í skreppitúra eins og verslunarferðir á Laugaveginn eða í Kringluna. Í ferðir sem fela í sér frekara fjallaklifur notar hún formaðan burðarpoka. Vinsældir burðarpoka hafa aukist að undanförnu og talar Ásta María um að það hafi orðið sprenging í barnaburði síðan í vor. Hún segir þetta haldast í hendur við ákveðinn uppeldisstíl eins og að fleiri for- eldrar noti nú taubleyjur. Sjálf aðhyllist hún uppeldisstefnu sem á ensku heitir „attachment pa- renting“ en hefur verið kallað barnamiðað uppeldi á íslensku. „Ég tengi barnaburð við þessa uppeld- isstefnu. Til dæmis sefur stelpan mín uppí hjá okkur og ég ætla að hafa hana lengi á brjósti.“ Hún segir þetta þó ekki endilega fara saman því það sé einfaldlega hentugt að bera barn í poka. „Það er bara ekki alls staðar þægilegt að vera með kerru.“ Burðarpokatískan er vonandi komin til að vera því pokarnir eru til mikillar hægðaraukningar fyrir bæði móður og barn. „Þessir asísku burðarpokar hafa sannað sig í mörg hundruð ár.“ Að bera barn Morgunblaðið/Valdís Thor Góðar saman Signý unir sér vel í hefðbundna asíska Mei Tai-burðarpok- anum sem Ásta María mamma hennar saumaði sjálf og er nú farin að selja. 2 Kemur stelpunni fyrir.1 Ásta María bindur pokann á sig. 3 Bindur lokahnútinn. Í HNOTSKURN » Til eru nokkrar gerðir burðarpoka og má lesa um þær áhjálplegri íslenskri vefsíðu, pokaborn.org. » Burðarsjal. Þessi sjöl eru ýmist úr teygjanlegu eða óteygjanleguefni frá 2,7 m upp í 5,7 m að lengd. Ofin sjöl er hægt að nota frá fæðingu og þangað til barnið er orðið of þungt fyrir þann sem ber. Teygjanleg sjöl henta best fyrir ungbörn upp í 8 kg. Ofin sjöl er hægt að nota að framan, á baki og á mjöðm. Teygjanleg sjöl eru aðallega notuð framan á. » Hringjasjal. Er úr rétthyrndu efni með tveimur hringjum festum íannan endann og hinum endanum þrætt í gegnum hringina til að mynda poka eða sæti fyrir barnið. Hringasjöl eru aðallega notuð að framan og á mjöðm en er hægt að nota á baki með eldri börn. » Skjóða. Einfalt efni saumað í hring og brotið í tvennt þannig aðsæti myndast fyrir barnið. Þessa poka er hægt að nota alveg frá fæðingu en henta best fyrir börn eldri en fjögurra mánaða. » Formaður burðarpoki. Þessir pokar eru gjarnan með fóðruðumaxlaólum og mittisbelti. Formaða poka má flesta nota að framan og á baki og suma er hægt að nota á mjöðm líka. » Mei Tai og fleiri asískir pokar. Mei Tai er vinsælasti pokinn íþessum hópi en hann er upprunalega kínverskur. Myndaður úr rétthyrningi með böndum tengdum við hvert horn til að festa pokann. Hægt að nota frá fæðingu og þar til barnið er orðið of þungt fyrir þann sem ber. Í Mei Tai er hægt að binda barnið að framan og hafa það á baki og á hlið. Barnið ætti helst að snúa að þeim sem ber. VINSÆLDIR þess að bera ung- barn í sérstökum burðarpokum og -sjölum hafa aukist mikið að und- anförnu. Það sem lengi hefur þótt eðlilegur hluti lífsins í fjölmörgum menningarheimum er að verða al- gengt í vestrænu stórborg- arumhverfi. Ekki þarf að leita til Afríku til að sjá lítinn haus gægj- ast upp úr litríku sjali því það verður sífellt algengari sjón í mið- borg Reykjavíkur. Margir kostir fylgja því að halda á barni með þessum hætti. Til dæmis getur mamman eða pabbinn notað báðar hendur til að gera eitthvað annað en að sinna barninu. Erfitt er að burðast um með ungbörn í bílstól og er þá þægilegt að skella barninu í burð- arpoka. Dr. Willam Sears er upphafs- maður barnamiðaðs uppeldis (at- tachment parenting). Hann segist hafa tekið eftir því á 30 ára ferli sínum sem barnalæknir að for- eldrar segðu að barn sitt væri ánægt svo fremi sem þeir héldu á því. Sjálfur á hann sex börn og hann og Martha eiginkona hans byrjuðu að nota heimagerða burð- arpoka með góðum árangri. Á síðu sinni, AskDrSears.com, telur hann upp helstu kosti þess að halda á barni sínu með þessum hætti. Einn af þeim er að burðarbörn gráta minna. Barninu líður vel að vera upp við mömmu eða pabba. Lyktin af foreldrinu finnst vel og snertingin veitir öryggistilfinn- ingu. Hann segir einnig að þau læri meira því þau eyði minni tíma í grát. Þau fá til dæmis gott tæki- færi til að fylgjast með andliti mömmu eða pabba, sem er ein- hver mesta örvun sem ungbarn fær. Dr. Sears heldur því fram að ungbörn sem eru mikið í burð- arpoka verði klárari. Hann segir burðinn örva málþroska og að burðarbörn veiti heiminum í kringum sig meiri athygli. Svo má ekki gleyma því að það er bara svo huggulegt að halda á barninu sínu með þessum hætti. Örvandi öryggi Í burðarsjali Það er líka gaman hjá litlum strákum að vera hjá pabba. grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is                                                                                                              
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.